Dagur - 22.02.1940, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur xt á hverjum
fimmtudegi Kostar
kr. 6.00 áig. Gjatdk.
Árni Jóhannssou <
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júlí.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
sími 112. Uppsögn,
bundin við óramót, sé
komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. des.
XXIII
. árg.}
##-*•
Akureyri 22. febrúar 1940
Bókaútgáía
Menningar§jóðs og
Þjóðvinafélagsins.
Sfö fícvals bækur fycir gfafaverð.
Þjóðvinafélagið og Menntamála-
ráð hafa hafið samstarf um merki-
lega bókaútgáfu fyrir alla þjóð-
ina.
Þessi úagáfa hefst með því, að
Menntamálaráðið gefur út í ár
fjórar bækur, en Þjóðvinafélagið
þrjár. Allir skilvísir félagsmenn
Þjóðvinafélagsins og skilsamir
áskrifendur fá allar þessar bækur
fyrir aðeins 10 krónur.
Er hér um svo ódýran bókakost
að ræða, að hvert heimili í land-
inu ætti að geta orðið hans að-
njótandi.
Menntamálaráð gerir ráð fyrir
að fylgja föstu skipulagi í útgáfu
sinni. Ein af bókum þess í ár er
um náttúrufræði, önnur um fé-
lagsmál nútímans, þriðja merki-
leg æfisaga og fjórða heimsfræg
skáldsaga. Á næstu árum hyggst
Menntamálaráð að halda áfram á
sömu braut, og ef fjárhagur leyf-
ir, verður reynt að gera útgáfuna
enn fjölbreyttari.
Náttúrufræðibókin verður að
þessu sinni heilsufræði með mörg-
um ágætum myndum eftir Jóhann
Sæmundsson lækni. Hafa útvarps-
ræður hans um þessi efni vakið
almenna eftirtekt og ánægju um
allt land.
Bókin um félagsmál er eftir
enska rithöfundinn Aldous Hux-
ley, sem er einn hinn hugkvæm-
asti og fjölhæfasti rithöfundur
vorra tíma. Þessi bók er íslenskuð
af dr. Guðmundi Finnbogasyni.
Sagnfræðibókin er æfisaga
Viktoríu Englandsdrottningar,
eftir Lytton Strachey, í þýðingu
Kristjáns Albertsonar. Lesandi
bókar þessarar sér ekki aðeins
fyrir sér æfiferil hinnar merki-
legu drottningar, heldur og meg-
indrætti í sögu Englands á síðari
hluta 19. aldar. Bókin er talin for-
usturit í heimsbókmenntunum að
því er snertir æfisögugerð.
Fyrsta skáldsagan, er Mennta-
málaráð gefur út, er „Sultur“ eft-
ir Knut Hamsun. Jón Sigurðsson
frá Kaldaðarnesi hefir þýtt bók-
ina. Er það ætlun Menntamálaráðs
að láta í té eina skáldsögu ár
hvert eftir eitthvert af stórskáld-
um heimsins. En eins og kunnugt
er, er Hamsun í fremstu röð núlif-
andi skálda, og þessi saga er ein
af beztu bókum hans.
Þjóðvinafélagið gefur út að
þessu sinni bók um hinn ókrýnda
konung Arabíu, Lawrence hers-
höfðingja, í þýðingu Boga Ólals-
sonar menntaskólakennara. Er
hélt aðalfund sinn í Skjaldborg
fyrra mánudagskvöld. Formaður
félagsins, Guðmundur Guðlaugs-
son, flutti þar skýrslu um störf fé-
lagsins á liðnu starfsári, og gjald-
keri félagsins las upp ársreikning
þess, er var samþykktur í einu
hljóði. Félagið er í miklum blóma,
og hefir fjölgun meðlima verið
mikil á árinu.
Helztu atriðin, er formaður drap
á, voru þessi:
Sex almennir félagsfundir voru
haldnir á árinu, 5 fulltrúaráðs-
fundir og 7 stjórnarfundir. Minni
áherzla var lögð á skemmtiatriði
vegna alvöru yfirstandandi tíma.
Þrjár kvöldskemmtanir voru þó
haldnar, auk þess sem félagið
hafði forgöngu að hinni fjölmennu
héraðshátíð Framsóknarmanna að
Hrafnagili 11. júní. Þá efndi fé-
lagið til berjaferðar austur í Að-
aldal með þátttöku 180 manns.
Valinn var sumarskemmtistaður
fyrir félagið og gengið frá samn-
ingum um hann. Las formaður
þinglesið bréf, þar sem Hólmgeir
Þorsteinsson afhenti Framsóknar-
félagi Akureyrar ásamt Fram-
sóknarfélögum Eyjafjarðar að
gjöf land í þessu skyni með nán-
ar tilteknum skilyrðum. Keypt
var efni til girðingar um staðinn
og b5Tjað að vinna að henni af
félagsmönnum.
Unnið var að því að koma út-
gáfu „Dags“ á öruggari grundvöll
með þeim árangri að Fi’amsóknar-
þetta einhver hin frægasta og víð-
lesnasta bók síðari tíma.
Gert er ráð fyrir, að Andvari,
hið góðkunna tímarit Þjóðvinafé-
lagsins, stækki nokkuð og verði
fjölbreyttari að efni en áður.
Almanak Þjóðvinafélagsins mun
verða lítið breytt frá því, sem
verið hefir.
Áskrifendasöfnun að þessari
bókaútgáfu fer nú fram um allt
land og gengur afburðavel sem
von er til, því aldrei fyrr hafa
verið í boði slík kostakjör um
bókakaup sem þau, er hér um
ræðir. Ættu þeir, sem enn hafa
ekki gerzt áskrifendur, að gera
það hið fyrsta, því bækurnar
munu aðeins ætlaðar Þjóðvina-
félagsmeðlimum og nýjum áskrif-
endum, en ekki ætlaðar til lausa-
sölu.
félögunum hefir nú verið afhent
blaðið.
Á aðalfundinum bættust við 14
nýir félagar.
Stjórn félagsins var öll endur-
kosin.
Kosnir voru í fulltrúaráð fé-
lagsins þessir menn:
Jakob Frímannsson.
Árni Jóhannsson.
Ingimar Eydal.
Dr. Kristinn Guðmundsson.
Þoi'steinn M. Jónsson.
Þorsteinn Stefánsson.
Björn Sigmundsson.
Kristján Sigurðsson.
Snorri Sigfússon.
Brynjólfur Sveinsson.
Ólafur Magnússon.
Bogi Ágústsson.
□ Rún 59402287 - I
I. O. O. F. == 1212239 =
Kvenfélag Akureyrarkirkju
heldur Bazar í Zion, þriðjud. 27.
þ. m. kl. 4 e. h., og verða þar á
boðstólum margir góðir munir
fyrir lítið verð. Ágóðinn rennur
allur til kirkjubyggingarinnar og
er því þess að vænta, að bæjarbú-
ar kaupi upp alla munina.
Barnastúkan Samúð heldur
fund n. k. sunnudag á venjulegum
stað og tíma. A-floklcur sér um
skemmtun og fræðsluatriði.
Leikfélag Menntaskólans hefur
frumsýningu í kvöld á gaman-
leiknum „Frænka Charley’s“. —
Tvöfaldur kvartett og Hljómsveit
M. A. aðstoða. — Leikstjóri er
Jón Norðfjörð.
Skýrsla um
Finnlandssöfnunina.
(Framhald).
E. S. kr. 10. — M. M. kr. 3. — G. K.
P. kr. 50. — Þ. J. kr. 5. — S. O. kr.
5. — J. Þ. kr. 5. — O. Þ. kr. 5. — A.
Þ. Þ. kr. 5. — G. J. kr. 2. — Guðrún
Haralds kr. 10. — Kristinn Einarsson
kr. 10. — Stefán Jónsson Kristnesi kr.
10. — Hallgrímur Jónsson Kristnesi kr.
kr. 10. — Ingibjörg Helgadóttir Krist-
nesi kr. 50. — Hallgrimur Jónsson Sam-
komugerði kr. 10. — Móttekið frá ung-
mennafélagi Saurbæjarhrepps kr. 100.—
Kvenfélagið Baldursbrá, Glæsibæjar-
hreppi, 100 kr.
Af upphæð þessari er safnað í bóka-
verzl. Þorst. Thorlacius kr. 10, — en í
bókaverzl. Gunnl. Jónssonar kr. 90. —
Gefendum er hér með þakkað. Sam-
skot hala enn áfram.
Stjórnir Rauða kross Akureyrar og
Akureyrardeildar Norrœna félagsins.
Finnar
verjast árásum Rússa frá 2. víg-
línu á Kyrjálanesi og hrinda á-
hlaupum þeirra. Fyrir norðan La-
dogavatn hafa Finnar gjörsigrað
heilt herfylki Rússa og fellt og
tekið höndum 18 þús. manns.
Rússnesk flugárás hefir verið gerð
á sænska borg.
Zion: Vikuna 25. febr. til 2.
marz verður biblíulestur á hverju
kvöldi kl. 8.30. Gunnar Sigurjóns-
son cand. theol. stjórnar. — Allir
velkomnir.
Laugardaginn 2." marz næstk.
hefir „Héraðssamband eyfirzkra
kvenna“ samkomu í þinghúsi
Hrafnagilshrepps. Til skemmtunar
verður: Sjónleikur og dans. —
Byrjar stundvíslega kl. 9 e. h. —
Björgvin spilar. — Veitingar fást
á staðnum.
Nýja Bíó sýnir nú um helgina
ameríska stórmynd frá landnáms-
tíð Norður-Ameríku, sem heitir
Bófinn frá Brimstone. Leikur hinn
frægi karakterleikari Wallace
Beery aðalhlutverkið af sinni al-
kunnu snilld. Mjög mun myndin
vera „spennandi“ og æfintýrarík
og algert bann er lagt við því að
börn sjái hana.
TJngmennastúkan Akurlilja nr.
2 heldur fund í Samkomuhúsi
bæjarins þriðjud. 27. febr. n. k. kl.
8V2 síðd. — Heimsókn frá stúkun-
um á Akureyri og í Glerárþorpi.
Á eftir fundinum verður til
skemmtunar: 1. Gamanleikur
(Veðmálið), 2. Dans.
Framsóknarfélag
Akureyrar