Dagur - 22.02.1940, Blaðsíða 3
8. tbl.
D A G U R
33
Ritfregnir.
Eivireiðin, síðasta hefti fyrra
árs, byrjar á grein, er nefnist
„Leyndardómurinn um meistar-
ann frá Nazaret11, eftir Paul Brun-
ton, sem sagður er mikill dulfræð-
ingur. — Bjarni M. Gíslason skrif-
ar um lýðháskólana í Danmörku,
og fylgja þeirri grein 9 myndir.
Guðmundur Einarsson frá Miðdal
birtir grein eftir sig, er hann nefn-
ir „Jöklarnir — framtíðarland
fjallamanna11 (með 5 myndum),
og ritstj. Eimreiðarinnar, Sveinn
Sigurðsson skrifar um Vilhjálm
Stefánsson og ferðabækur hans
(með 2 myndum). Auk þess flyt-
ur þetta Eimreiðarhefti sögur eftir
Jón Aðils og Ragnheiði Jónsdótt-
ur, ljóð eftir M. Ingimarsson,
Gísla H. Erlendsson, Jórunni
Emilsdóttur og Alexander Pusj-
kin, er Sigfús Blöndal hefir þýtt
úr rússnesku. Ennfremur eru í rit-
inu „Raddir“, ritsjá o. fl. smávegis.
Váka, nr. 4 1939, flytur harð-
orða grein um kommúnista og
stefnu þeirra, og hefir hennar ver-
ið að nokkru getið í þessu blaði
áður. Aðrar helztu ritgerðir í
þessu hefti Vöku éru: Hvar er ís-
land? eftir Ingvar Brynjólfsson,
Gashernaður, þýtt úr norsku og
Smáríkin, eftir Ásgeir Ásgeirsson.
Þá birtast þar kvæði eftir Guð-
finnu frá Hömrum, Loft Guð-
mundsson og Óskar Þórðarson.
Ennfremur niðurlag sögunnar
Fyrri konan, eftir Pearl S. Buck,
leikrit, er nefnist Dómsdagur, eft-
ir Loft Guðmundsson og margt
fleira. — Nokkrar myndir prýða
ritið.
Vökumannadeildir er verið að
stofna í skólunum víða um land,
og fer áhugi vaxandi fyrir hreyf-
ingunni.
Dvöl, 3. h. 1939, flytur 6 þýddar
úrvalssögur, og ljóð eftir Guð-
mund Böðvarsson, Kára Tryggva-
son, Helgu Halldórsdóttur, Ric-
íard Beck og Guðmund Inga. Auk
oess eru í heftinu þessar ritgerðir:
,Ný tengsl yfir hafið“, eftir Karl
Strand, „Sveitastúlkan“, eftir Þór-
odd Guðmundsson frá Sandi,
„Tækifærisvísur“, eftir Bjarna Ás-
geirsson, og „Norski einbúinn“,
eftir Baldur Bjarnason. Enn eru í
heftinu nokkrir ritdómar og
kímnisögur.
Skýrsla um Gagnfræðaskólann
á Akureyri 1931—1939 er út kom-
in. Meginhluti hennar fjallar um
tölu nemenda, kennslu og próf.
Fram að vetrinum 1934—35 var
skólinn í 2 bekkjum, en þá var 3.
bekk bætt við. Tala nemenda hef-
ir verið sem hér segir:
47 nemendur.
41 -
og jafnrétti, og hversu gjörsam-
lega rússnesk yfirvöld lítilsvirða
yfirskinsprédikanir og örvænting-
arhróp þýja sinna með erlendum
þjóðum. Hugsjónum sósíalismans
hefir blygðunarlaust verið fórnað
á blástalli sjúkrar valdafýsnar
ráðamanna Rússlands, meðan fá-
fróðum hjörðunum á sléttum „ör-
eigaríkisins“ er haldið í kúgun
hervalds og menningarleysis.
Stórveldið Sovét-Rússland, girnt-
ist aukið vald og forráð, en lítil
þjóð var fyrir á vegi valdagirn-
innar. Þess vegna var hinum út
básúnuðu friðar- og mannkær-
leika-slagorðum kommúnismans
vikið við, líkt og drottinlegri bæn
væri snúið upp á myrkrahöfðingj-
ann, jafnhliða því sem rússneskar
vítisvélar létu rigna eyðileggingu
og dauða yfir finnskar borgir og
byggðir, yfir friðsama bændur og
verkamenn, konur þeirra og börn
En finnskir verkamenn þurfa
ekkert að grafa nema sína dauðu
ástvini og nágranna, er fallið hafa
fyrir morðtólum „verndara smá
þjóðanna“.
„Öreigar allra landa, — samem
ist“ — gegn yfirdrottnunar- og
ofbeldisstefnu kúgara Finnlands
Og smáríkjanna við Eystrasalt.
1931— 32
1932— 33
1933— 34
1934— 35
1935— 36
1936— 37
1937— 38
1938— 39
33
43
42
41
58
92
Sigfús Halldórs frá Höfnum var
skólastjóri til 1. okt. 1935; tók þá
við skólastjórninni Þorsteinn M.
Jónsson og hefir haft hana á
hendi síðan.
Skólinn hefir húsnæði í Iðn-
skólahúsinu. Síðastl. vetur var
skólinn svo fjölsóttur, að skipta
varð 1. bekk í tvær deildir og
eigja varð stofu utan Iðnskóla-
hússins fyrir III. bekk. Fjársöfn-
un er nú hafin til samskólahúss-
byggingar.
Skýrsla húsmæðraskólans
Laugalandi skólaárin 1937—39 er
einnig út komin vélrituð. Hefst
skýrslan með frásögn af vígslu
hans og útdrætti úr ræðu skóla'
nefndarformanns, Davíðs Jónsson
ar á Kroppi, er hann flutti við
vígsluna, þar sem hann skýrði frá
undirbúningi og framkvæmc
skólabyggingarmálsins. Á þessum
2 fyrstu starfsárum skólans hafa
56 námsmeyjar verið brottskráð-
ar frá honum.
Fyrra árið var haldið 6 vikna
matreiðslunámsskeið með 11 nem-
endum og síðara árið jafnlangt
námsskeið í matreiðslu og vefn-
aði. Tóku 14 nemendur þátt
matreiðslu en 11 í vefnaði.
Kennslukonur og námsmeyjar
höfðu sameiginlegt mötuneyti og
reyndist fæðiskostnaður að verða
kr. 1.10 á dag bæði árin.
Forstöðukona skólans er ungfrú
Valgerður Halldórsdóttir frá
Hvanneyri.
Sem lítið sýnishorn af rit-
mennsku og röksemdum „Alþýðu-
mannsins“ skal eftirfarandi tekið
hér upp úr síðasta tölublaði:
„Hvað Framsóknarflokkinn
snertir er ekki hægt að segja að
innan hans séu að starfi sérstakar
fasistadeildir. En þar úir og grúir
af einræðisdýrkendum, sem haía
fullan hug á að gera flokkinn að
drottnandi valdi yfir landi og lýð,
án tillits til annara. Þetta lýsir sér
aðallega í þeim fyrirbrigðum, sem
almenningur túlkar með orðunum
Framsóknarmont og Framsóknar-
hroki, en hefir enn ekki fengið á
sig sérstakan svip sem stjórnmála-
stefna innan flokksins.
Ekki verður álitið að af þessu
stafi sérstök hætta út á við, en vel
er það umhugsunarvert fyrir það
verkafólk, sem í flokknum er og
verður, að taka í tíma fulla and-
stöðu gegn vexti og viðgangi þess-
arar stórbænda- og kaupfélaga-
broddastefnu“.
Svo mörg eru þau orð. Má þar
um segja: Mikil er nú froðan,
Halldór sæll! En hvar er mjólkln
úr kussu „Alþm.“?
Alþingi var sett á fimmtudag
inn. Á laugardag fór fram kosn-
ing á forsetum og öðrum embætt-
ismönnum þingsins. Forsetar eru
hinir sömu og áður: í sameinuðu
þingi Haraldur Guðmundsson,
efri deild Einar Árnason og
neðri deild Jörundur Brynjólfs
son.
Kosning í nefndir fór fram
mánudaginn.
ðfur,
en
fjarri því að vera 5 á móti 1. Það
er aðeins ríflegur sjötti hluti fæð-
iskostnaðarins, sem fellur til
kaupa erlendra efna.
Á þessum tímum eru menn með
réttu hvattir mjög til þess að nota
sem mest innlenda framleiðslu.
Á því getur að miklu leyti oltið
velfarnaður þjóðarinnar, að hún
læri að búa að sínu, eftir því sem
möguleikar leyfa. Framangreint
dæmi sýnir það og sannar, að
lcomast má langt í því efni.
Notið
íslenzka
framleiðslu.
Eftirfarandi upplýsingar um
fæði og fæðiskostnað á sjúkrahúsi
Akureyrar árið 1938, ásamt sund-
urliðun fæðutegundanna eftir því
hvort þær eru útlendar eða inn-
lendar, hafa blaðinu borizt.
fyrra dálki hér á eftir er meðaltal
heildarkostnaðar hvers einstak-
lings á dag, en síðari dálkur sýn-
ir, að hve miklu leyti fæðið hefir
verið úr innlendum efnum, allt
reiknað í aurum.
tblÉn Meitamáfat
Aur. Aur.
Brauð 4.45 2.45
Kornvörur 7.56
Mjólk 30.90 30.90
Mjólkurvörur 9.10 9.10
Ostar 1.39 1.39
Smjör og annað feitm. 8.10 5.00
Fiskur 9.21 9.21
Kjöt 30.62 30.62
Ofanáskurður 1.10 1.10
Þurrkaðir ávextir 0.93
Grænmeti 10.01 10.01
Egg 4.06 4.00
Kryddvörur 1.33
Saft, ávaxtamauk 0.63 0.33
Sykur 4.06
Heitir drykkir 4.20
Samtals 127.65104.11
Skýrslan sýnir, að efnin í dags-
fæðið hafa kostað rúmlega kr
1.27%, en hún sýnir jafnframt, að
af þeirri upphæð hefir rúmlega
kr. 1.04 verið varið til kaupa á
innlendum efnum, en aðeins rúm-
um 23V2 eyri til kaupa á erlend-
um efnum. Hlutfallið er ekki
Síðasta Alþingi lagði í hendur
Menntamálaráðs að úthluta fé
því er það veitti í þessu skyni til
skálda, rithöfunda, listamanna og
fræðimanna, en féð var að þessu
sinni alls 80 þús. kr. Menntamála-
ráðið hefir nú lokið úthlutuninni,
og er hún á þessa leið:
Til skálda og rithöfunda:
Davíð Stefánsson 2400; Elínborg
Lárusdóttir 800; Guðfinna Þor-
steinsdóttir 500; Guðmundur
Böðvarsson 800; Guðmundur Frið-
jónsson 2400; Guðm. Hagalín 3000;
Guðm. Ingi Kristjánsson 500;
Guðm. Kamban 1800; Gunnar
Gunnarsson 4000; Gunnar M.
Magnúss 500; Halldór Helgason
400; Halldór Kiljan Laxness 1800;
Indriði Þorkelsson 800; Jakob
Thorarensen 1800; Jóhannes úr
Kötlum 2000; Jóhann Kúld 500;
Jón Magnússon 1000; Jón Þor-
steinsson frá Arnarvatni 500;
Kristín Sigfúsdóttir 1000; Krist-
ján Albertson 1000; Kristmann
Guðmundsson 1800; Magnús Ás-
geirsson 2500; Magnús Stefánsson
1800; Ólafur Friðriksson 1800;
Páll Guðmundsson á Hjálms-
stöðum 400; Sigurður Jónsson á
Arnarvatni 800; Sigurjón Frið-
jónsson 500; Theódór Friðriksson
1500; Tómas Guðmundsson 1500;
Unnur Benediktsdóttir Bjarklind
1000; Þórbergur Þórðarson 1800.
Til listamanna:
Ásgrímur Jónsson 3000; Ásm.
Sveinsson 3000; Finnur Jónsson
1200; Gunnl. Blöndal 1200; Hall-
grímur Helgason 1000; Jóhannes
Kjarval 3000; Jón Leifs 2500; Jón
Stefánsson 3000; Ríkarður Jóns-
son 3000; Svava Jónsdóttir 500.
Til fræðimanna:
Séra Björn Magnússon 800; Ein-
ar Ól. Sveinsson dr. 1800; Guð-
brandur Jónsson 1600; Guðmund-
ur Davíðsson 500; Guðni Jónsson
800; Jóhann Sveinsson 500; Jón
Stefánsson dr. 600; Kristleifur
Þorsteinsson 500; Leifur Ásgeirs-
son 1000; Margeir Jónsson 500;
Skúli Þórðarson 1600; Steinn
Dofri 1200; Þorkell Jóhannesson
dr. 1800; Þorkell Þorkelsson dr.
1000; Þorsteinn Bjarnason, Há-
holti 300; Þorsteinn Þ. Þorsteins-
son 1200.
Aðalfundur í Akureyrardeild
Sögufélags Skagfirðinga verður
haldinn sunnudaginn 25. þ. m. kl.
4 e. h. í Skjaldborg (niðri). Rætt
um Skagfirðingamót o. fl. —
Félagar mæti stundvíslega,