Dagur - 22.02.1940, Blaðsíða 2

Dagur - 22.02.1940, Blaðsíða 2
32 D A Gf U R 8. tbl. Ihaldsbiöðin heimta m skattálagningu á bændur til varnar ifítíð í kaiipstöðum. í gengislögunum var svo fyrir mælt, að um verðlag á kindakjöti og mjólk skyldu gilda sömu regl- ur og um kaupgjald verkamanna og sjómanna samkv. 2. og 3. gr. laganna, miðað við verðlag á sama tíma árin 1938 og 1939. En í 2. og 3. gr. laganna voru ákvæði um dýrtíðaruppbót til verkamanna og sjómanna, ef verðlag hækkaði. Allir vissu, að þetta ákvæði gengislaganna lagði talsverða kvöð á bændur, en þeir tóku hana á sig möglunarlaust, af því þeir vissu, að gengislækkunin var gerð til þess að bjarga sjávarútvegin- um, en þeim var það ljóst, að hrun sjávarútvegsins myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir land- búnaðinn. Þegar svo stórveldastríðið skall á og verðhækkun sú, er því fylgdi, breyttust allar aðstæður stórlega. Um leið og aðrar stéttir gátu fengið auknar dýrtíðaruppbætur, urðu bændur vegna framan- greindra ákvæða gengislaganna að sætta sig við það, að framleiðsla þeirra, kjöt og mjólk, mátti ekki hækka í verði við sölu innanlands. Afleiðing þessa varð sú, að verð- lag á kjöti innanlands var í haust og fram að nýjári allmiklu lægra, en fyrir það fékkst á erlendum markaði. Síðasta Alþingi afnam skorður þær um verðlag á kjöti og mjólk, er settar voru í gengislögunum. Var það sanngjarnt og sjálfsagt, vegna hins stórbreytta ástands, er stríðið hafði skapað. Verðhækkun var ekki möguleg, fyrr en búið var að nema þessar skorður úr gengislögunum, en þá kom hún líka næstum strax til fram- kvæmda, þar sem viðkomandi verðlagsnefndir hafa hækkað sölu- verð kjöts og mjólkur á innlend- um markaði. Afstaða íhaldsblaðanna til þessa máls er harla einkennileg og óvið- felldin. Er hún einkum í því fólg- in að krefjast þess, að kjöt sé selt lægra verði innanlands en fyrir það fæst með því að flytja það út. Á þann hátt vill íhaldið vinna á móti dýrtíðinni. Ef íhaldsblöðin fengju vilja sínum framgengt í þessu efni, væri þar í raun og veru um að ræða nýjar skattaá- lögur á bændur eða framleiðend- ur kjöts, í þeim tilgangi að létta dýrtíðinni af neytendum. Það er eins og blöð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vilji koma þeim skiln- ingi inn meðal lesenda sinna í höfuSstaðnum, að meginþungi dýrtíðarinnar þar stafi frá of háu verði á afurðum bænda, en ekki of hárri húsaleigu eða verzlunar- álagningu kaupmanna, því á þær orsakir minnast blöðin ekki Það er nokkuð erfitt að gera sér grein fyrir því, hvernig íhalds- menn hugsa sér framkvæmd á þessum kröfum sínum. Það yrði naumast hægt með öðru móti en því, að taka kjötið eignarnámi hjá bændum, því eðlilega mundu þeir krefjast útflutnings á öllu kjötinu, ef þeir fengju mikið lægra verð fyrir það á innanlandsmarkaði en þeim erlenda. Eða hvað myndu ’í- haldskaupmenn segja, ef ætlazt væri til, að þeir byggðu ekki út- söluverð aðfluttra vara á heims- markaðsverði, en yrðu að selja þær einhverstaðar þar fyrir neð- an, til þess að vinna á móti dýr- tíðinni meðal neytenda? Hvers eiga bændur að gjalda, ef þeir mega ekki njóta sömu réttinda og aðrir? í skrifum íhaldsblaðanna um verðhækkunina á framleiðslu bændanna geta þeir þreifað á hinu rétta hugarfari íhaldsins í þeirra garð. Þar fyrir utan er málflutningur þessara blaða hinn bágbornasti. Má þar til nefna tvö dæmi. Þau skýra frá því, að af 4 aura hækkun mjólkurlítrans fái bændur aðeins 1 eyri 1 sinn hlut, en 3 aurar fari í aukinn reksturs- kostnað; telja þau þetta „hart“ fyrir bændur, því þeim hefði þó vissulega ekki veitt af meiri upp- hæð“. Er hér annað tveggja á ferðinni, skilningsleysi eða blekk- ingartilraun. Fjögra aura hækk- unin nær aðeins til sölumjólkur, en úr meiri hluta mjólkurinnar eru unnar mjólkurvörur. Þegar svo verðhækkun sölumjólkurinn- ar er dreift á heildarmjólkina, kemur út eins eyris verðhækkun á hvern lítra. Staðhæfing íhaldsblaðanna er því tóm vitleysa. í öðru lagi halda sömu málgögn því fram, að verðhækkun kjötsins komi bændum ekki til góða, því að kjöt það, sem nú hefir verið hækkað, sé ekki lengur í vörzlum bænda, en sé nú eign kaupmanna eða frystihúsa, „og þau viðskipti að fullu gerð upp við bændur. Er hér verið að reyna að læða inn þeirri skoðun, að allur gróðinn af verðhækkun kjötsins renni til kaupmanna og frystihúsa, en bændur fái ekki neitt af henni. Til þess að sýna, hversu þessi kenning íhaldsblaðanna er fjarri öllum sanni, skal það upplýst, að um síðustu áramót voru um 90% af kjötbirgðunum í vörzlum sam- vinnufélaga bænda, sem greiða þeim fullt verð fyrir kjötið að frádregnum óhjákvæmilegum „Öreigar allra landa, sameinist". Eftir 12 vikna frækilega vörn hefir finnski herinn nú orðið að hörfa til annarar varnarlínu á Kyrjálanesi. Svo virðist sem svo að segja allar þjóðir heims séu samhuga í bæn um að honum tak- ist að halda þar órofinn fylkingu. En hvernig sem fer, verður stærsti ósigurinn aldrei Finn- landsmegin í þessari styrjöld. Ósigur Rússlands verður því meiri, sem blóðug spor hins rauða hers verða fleiri á finnskri grund. Rússland, hinn háværi „vernd- ari smáþjóðanna og' friðarins“, hóf tilefnislausa árás á finnsku þjóðina á landi, í lofti og á sjó. Eftir að hafa ráðizt að baki Pól- verjum og þröngvað afarkostum upp á þrjá hjálparvana nágranna sína, neytti þessi „erkifjandi heimsyfirdrottnunarstefnu auð- valdsins“ ofbeldis, til þess að sölsa undir sig land, sem hann ásældist af fyrstu þjóðinni, er spyrnti móti kúguninni. Tilefnið var sagt vera „verndun“ þeirra 180 miljóna, sem byggja Rússland, fyrir „ógnunum'* fjögurra miljóna frjálsra og frið- samra Finna. Hinn rauði her öreiganna hóf banvæna skothríð á hina iðju- sömu finnsku þjóð, sem mest- kostnaði, en aðeins um 10% í höndum kaupmanna, og af þeim kaupmannabirgðum hafði verið lofað að greiða um helming þeirra með sama verði og samvinnufé- lögin. Það eru því aðeins 5—6% af kjötbirgðunum, sem kaupmönnum gefst færi að græða á vegna verð- hækkunar. Svona eru allar röksemdir í- haldsblaðanna um þessi mál, tóm- ar staðleysur og blekkingar, að ógleymdri þeirri hræsni, sem birt- ist í því, er þau látast harma það að bændur fái ekki hærra verð fyrir framleiðslu sína, en raun er á, í sömu andránni og þau berjast gegn allri verðhækkun á landbún- aðarvörum. En allra broslegast er þó smjaður íhaldsblaðanna í garð bænda, þegar það tekur á sig þá mynd að hræða bændur á óhæfi- legum gróða kaupmanna! megnis er bændur og verkamenn og eiga enga ósk heitari en að fá að lifa í friði og sátt við alla. Finnska þjóðin hefir varið líf sitt me,ð fádæma hreysti og með þeim árangri, sem frægur er orðinn. En árásin kom umheiminum í opna skjöldu, þótt ýmsu, af svipuðum toga spunnið, sé hann orðinn van- ur á síðustu árum. Svo gjörsam- lega afsökunarsnauð var árásin, fram yfir löngun innbrotsþjófsins til eigna annara. En þrátt fyrir undrunina og glundroðann er ein hlið málsins skír. Fall Finnlands verður aldrei mesta fallið í þessum harmleik. Hjallurinn, sem riðaði og féll, þeg- ar innrásin hófst, var reistur á slagorðum, upphrópunum, hald- lausum kennisetningum og draumórum þeirra, sem sjá þótt- ust í Moskva Hliðskjálf öreiganna. Það var fyrir löngu ljóst orðið þeim, sem vildu sjá og hejrra, að brakið skrölti á grunninum, og vindar allra átta næddu gegnum hið hriktandi kommúnistiska musteri; það var ekki orðið annað en næfurþunnt skýli fyrir „ör- eigaríkið“ — „ríki bænda og verkamanna“, til þess að hylja undirbúning nýrrar drottnunar- stefnu, sem nú hefir komið fram í dagsljósið, klædd viðurstyggileg- ustu hernaðarbrynjum nútímans við hliðina á fasistiskum „óvin- um“ sínum. Dauðahnettirnir, sem flugvélar Rússa láta nú rigna yfir finnska bændur og verkamenn, sprengdu loks í loft upp leifarnar af hinu ímyndaða musteri. Mesti ósigurinn í styrjöldinni verður því aldrei Finnlandsmegin. Hann hreppa hugsjónasvikararnir í Moskva, trúðar þeirra úti um lönd og þeir ógæfumenn, sem glapist hafa til fylgis við komm- únismann. Það eru þær hugsjónir, sem kunna að hafa falizt í rúss- nesku byltingunni, sem hlotið hafa banasárið. í rjúkandi rústum finnskra borga og þorpa er grafið allt það, sem eftir var af virðingu heimsins fyrir rússnesku ríkisstjórninni. Þegar á reyndi, var Sovét-Rúss- land reiðubúið til þess að sýna þjóðunum, hversu lítils þar er metið allt, sem minnir á réttlæti pwwmHiwmmi Nýkomið Ullargarn | ýmsii' liiir. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.