Dagur - 20.03.1940, Side 2

Dagur - 20.03.1940, Side 2
48 D A G U R 12. tbl Alþingi þwrSí- ar ú( árásina á bændastéttina. Ffárveiling anefnd hefic breytt ffádagafrv. fjármálacáðheiranB til samræmis við núgild- undí fjárlög og hœkkað framlög til landbún* aðarins. Fjárveitinganefnd hefir fyrir nokkrum dögum skilað tillögum sínum og áliti um fjárlagafrum- varpið fyrir 1941. Hefir nefndin haft óvenjulega hraðar hendur og lokið starfi sínu á hálfum mánuði. Sigla nú fjárlögin hraðbyri gegn- um þingið. í áliti sínu kemst fjárveitinga- nefndin að þeirri niðurstöðu, að réttast sé að „fjárlagafrumvarpið verði, hvað snerti hinar tölulegu niðurstöður, afgreitt í svipuðu formi og fjárlög þau, sem nú gilda.“ En eins og kunnugt er, vék fjármálaráðherra allmjög frá þeim í frumvarpi sínu. Störf nefndar- innar voru því aðallega í því fólg- in að breyta frv. fjármálaráðherra til samræmis við núgildandi fjár- lög. Aftur á móti leggur nefndin til, að ríkisstjórninni verði heimilað, sökum óvissunnar um tekjuöflun- armöguleika ríkissjóðs á næsta fjárhagsári, „að lækka útgjöld rík- issjóðs, sem ekki eru bundin í öðrum lögum en fjárlögum, eftir jöfnum hlutföllum um allt að 35%, ef hún telur sýnilegt, að á- hrif styrjaldarinnar verði þess valdandi, að tekjur ríkissjóðs lækki verulega“. í frv. fjármála- ráðherra og núgildandi fjárlögum hefir stjórnin heimild til að lækka þessi útgjöld um 20%. Af breytingatillögum nefndar- innar leiðir, að bæði tekju- og út- gjaldabálkurinn hækka að veru- legum mun frá því, sem áætlað var í frv. fjármálaráðherra. Hækkunartillögurnar við gjalda- bálkinn eru í aðalatriðum á þessa leið: Þús. kr. Samgöngumál 260 Kirkju- og kennslumál 51 Verklegar framkvæmdir 666 Eignabreytingar 30 Aðrar hækkanir 9 Hækkunin til samgöngumála liggur aðallega í því, að framlag til flestra nýrra akvega er aukið og bætt við nokkrum nýjum veg- um. Hækkun til kirkju- og kennslu- mála er m. a. fólgin í nýju fram- lagi til stofnkostnaðar héraðs- skóla. Hækkanir til verklegra fram- kvæmda eru aðallega fólgnar í því, að framlög til landbúnaðarlns eru færð til samræmis við það, sem áætlað er í núgildandi fjár- lögum, en eins og kunnugt er, lækkaði fjármálaráðherra sum þeirra stórlega. Þó gerir nefndin ráð fyrir, að framlagið vegna jarð- ræktarlaganna verði áætlað nokkru lægra en í fjárlögum þessa árs, en 150 þús. kr. hærra en í frv. fjármálaráðherra. Fram- lög til endurbyggingasjóðs, ný- býlasjóðs og byggingar- og land- námssjóðs áætlar nefndin hin sömu og í núgildandi fjárlögum. Kostnaðinn við fjárpestina áætlar hún 655 þús. kr., eða 150 þús. kr. hærri en gert var ráð fyrir í frv. fjármálaráðherra. Framlög til frystihúsa, sem fjármálaráðherra felldi niður, áætlar hún 30 þús. kr. í stað 36 þús. kr. í núgildandi fjár- lögum. Framlag til fyrirhleðslu vatnsfalla í Rangárvallasýslu, sem fjármálaráðherra felldi niður, á- ætlar nefndin 52.500 kr. eða hið sama og í núgildandi fjárlögum. Stærsta sparnaðartillaga nefnd- arinnar er að áætla dýrtíðarupp- bót til embættismanna 350 þús. kr. í stað 500 þús. kr. í frv. fjármála- ráðherra. Allir nefndarmenn skrifuðu undir álitið fyrirvaralaust. Nokkur orö um kálmaðkion. Skaðadýr það, sem í daglegu tali nefnist kálmaðkur, hefir gert vart við sig á allmörgum stöðum í Eyjafirði og valdið talsvert miklu tjóni í görðum, og hefir mönnum reynzt erfitt að verjast áhlaupum hans. Eg átti um þetta tal við nokkra bændur þar, og hafa þeir beðið mig að gefa ráð, sem að gagni gæti komið í viðskiptunum við óvætt þenna. Eg vil því biðja Dag fyrir örfáar línur, þar sem eg leitast við að gefa upplýsingar þessu varðandi. Til þess að geta stemmt stigu fyrir maðkinum verður maður að þekkja lifnaðarhætti hans ofur- lítið. Kálmaðkurinn er lirfa flugu þeirrar, er kálfluga nefnist. Verpir hún eggjum sínum á plöntur inn- an krossblómaættarinnar, svo sem kál, gulrófur og næpur. Fluga þessi er fremur lítil, jarðargrá að lit og verpir eggjum sínum í rót- arháls plantnanna rétt undir yfir- borði moldarinnar. Úr eggjunum kemur svo hinn fyrrnefndi maðk- ur, sem síðan grefur sig inn í rót- ina og getur þannig valdið mjög miklu tjóni. Kálflugan verpir eggjum sínum í maí og fram í júní, og sjáist hún á sveimi um þetta leyti, verður þegar að hefjast handa. Af meðölum þeim, sem hafa drepandi áhrif á maSkinn, má Sá sem borðar mjólk og er þolnastur og stekkur lengst. nefna t. d. karbólsýru og lýsól. Þá hefir einnig súblímat upplausn, 10 gr. í 10 1. vatns, verið notað með allgóðum árangri. Á seinni árum hafa menn utanlands byrjað að nota naftalíne, annað hvort sem duft, hverju þá er stráð yfir garð- inn, eða hálfhring-myndaðar plötur, sem þá tvær og tvær eru lagðar utan með plöntunni ofan- jarðar. Sóda eða salt, sem stráð er á milli plantnanna, hefir reynzt góð bót í mörgum tilfellum. Þá er efni þessi verða fyrir áhrifum vatns, leysast þau upp og drepa maðkinn. Nýr húsdýraáburður í stórum stíl í kál- og rófugarða hefir reynzt óheppilegur, að því leyti, að hin sterka lykt hans hænir fluguna að. Mörgum hefir reynzt vel, þar sem rófum eða káli er sáð, að strá kalksaltpétri yfir rennuna, áður en plönturnar koma upp. Þá ber mönnum að varast að rækta kál eða rófur í fleiri ár í þeirri jörð, þar sem kálmaðksins hefir orðið vart. Koma sáðskipti því hér eins og annarsstaðar að góðum notum. Það athugist, að kálgarðurinn verður undir þeim kringumstæð- um að flytjast góðan spöl frá þeim stað, er hann var áður, af því að öðrum kosti fylgir flugan eftir. Kálmaðkurinn, þetta afkvæmi kálflugunnar, lifir yfir veturinn í rótum eða blöðum hinna sýktu plantna. Hafa menn orðið að ganga svo langt að brenna upp allar plöntur í görðum sínum og á annan hátt drepa maðkinn, sem orðinn var óviðráðanlegur. Þetta, sem eg hefi sagt, bið eg menn að athuga, og vona eg, að eitthvað af því geti orðið til hjálpar við að ráða niðurlögum kálmaðksins. Bjarni Fanndal Finnbogason. Zíon: Á skírdag og föstudaginn langa kl. 8.30 e. h. almennar sam- komur. Á páskadag kl. 10.30 f. h. barnasamkoma. Kl. 8.30 e. h. al- menn samkoma. Gunnar Sigur- jónsson cand. theol. talar. Allir velkomnir. I* með húsgögnum, og helst fæði á sama stað, óskast um mánaðartíma (maf-mánuð) fyrir tvo skólapilta. — Uppl. gefur. SigurfSur O. Bjðrnsson Símar 4 5 og 3 7 0. Dálitið af ióðorsíld til sölu hjá Guðbjarti bdlasmið. Afvinna: Afgreiðslumann vantar á Nýju Bílastöðina frá 1. maí n. k. Umsóknarfrestur til 1. apríl.— Allar nánar upp- lýsingar gefur undirritaður. Sími 218. F. h. N. B. S. Akureyri 19. matz 1940. Jón Pétursson. Á Landsmóti skíðamanna 1940, sem hefst hér á Akureyri á Skír- dag, mun Kvenfélagið Framtíðin hafa veitingar í tjaldi, heita mjólk, brauð o. s. frv., skammt frá keppnissvæðinu, ennfremur ann- ast félagið veitingar á kaffi o. fl. á búgarði Jakobs Karlssonar, Lundi. Mun þetta eflaust koma sér vel fyrir alla þá, sem sækja hinar fjölbreyttu keppnir lands- mótsins, og á kvenfélagið Fram- tíðin þakkir skilið fyrir að hafa tekið að sér forgöngu um lausn þessa máls. Þá ætti það einnig enn frekar að vera bæjarbúum hvöt að nota sér þægindi þessi, þar eð all- ur ágóði greiðasölunnar rennur til sjúkrahússbyggingarinnar hér. Trúlofiin sína hafa opinberað Steingrímur Níelsson, Æsustöðum og ungfrú Sigríður Pálmadóttir, Gnúpafelli. ■flflfflfffffffffffffffg "* Skíði, E 2 Skíðastafir, «S Skíðaáburður m Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.