Dagur - 18.04.1940, Síða 1
DAGUR
kemur ít á hverjum
fimmtudsgi Kostar
kr. 6.00 áig. Gjaldk.
Arni Jóhannsson '
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júlí.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
sími 112. Uppsögn,
bundin við áramót, sé
koinin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. des.
XXIII
■ árg.j
Akureyri 18. apríl 1940 P
16. tbl.
Noregur er nú orðinn einn vett-
vangur ófriðarins. Þýzki herinn
sækir fram í Suður-Noregi og
hefir Oslo og fleiri á staði á valdi
sínu, en Norðmenn verjast fram-
rás Þjóðverja af fyllstu getu og
hafa stöðvað hana á sumum stöð-
um. Bretar unnu stórsigur á þýzka
hernum í Narvík og sökktu öllum
tundurskipum Þjóðverja þar. Auk
þess hafa Bretar sett lið á land á
nokkrum stöðum í Noregi og hefir
það sameinazt norska hernum.
Eru víða hörð átök þar í landi.
Leppstjórnin í Oslo er farin frá
völdum.
Sjóorustur miklar hafa geisað á
Norðursjó, Skagerak og Kattegat,
og segjast Bretar hafa sökkt og
eyðilagt verulegan hluta af þýzka
flotanum, bæði herskipum og
flutningaskipum. Þá segjast Bret-
ar hafa lagt tundurdufl fyrir
ströndum Þýzkalands á svæðinu
frá landhelgi Hollands til Lithau-
en og á þann hátt girt fyrir sigl-
ingar milli Þýzkalands og Skandi-
Frá karla-
kórnum
„Geysi“.
Síðasta gleðikvöld kórsins verð-
ur í Samkomuhúsinu miðvikudag-
inn fyrir sumar (24. apríl). Til
skemmtunar verður sjónleikur
eftir Loft Guðmundsson, sem
kunnur er orðinn af útvarpsleik-
ritum, Davíð skáld Stefánsson frá
Fagraskógi flytur ræðu, „Geysis“-
„revía“ nýsamin, og síðast en ekki
sízt, eldfjörugur dans.
Eins og sjá má, verður þetta ein-
sfakt tækifæri til þess að létta sér
upp og verða þeir, sem vilja vera
með, að vitja aðgöngumiða í bóka-
verzlun Þorsteins Thorlacius á
miðvikudag.
Skemmtimin hefst kl. 10 e. h.,
og eru menn beðnir að athuga að
mæta stundvíslega, þar sem hús-
inu verður lokað strax og fyrsta
skemmtiatriði byrjar.
navíu. Enn hafa Bretar tekið Fær-
eyjar og sett þar upp flotastöðvar
og flughafnir. Segjast þeir skila
eyjunum aftur í hendur Dana,
þegar þeir verði lausir undan yf-
irráðum Þjóðverja.
Nokkur óánægja hefir brotizt út
meðal dönsku þjóðarinnar út af
yfirráðum Þjóðverja þar í landi
og vegna aðgerðaleysis danska
hersins. Mun sú óánægja hafa
magnazt vegna vitneskjunnar um
hina eindregnu mótspyrnu Norð-
manna. Danska stjórnin leitast við
að kæfa þessa andúð gegn Þjóð-
verjum niður.
Getgátur eru um að Þjóðverjar
'muni ráðast inn í Svíþjóð. Svíar
eru við öllu búnir og hervæðast
af kappi. Hafa þeir tilkynnt, að
þeir haldi fast við hlutleysi sitt
og séu viðbúnir að verja það af
ýtrustu kröftum.
Takmark samvinnunnar.
Takmark samvinnunnar er að
fá unnin þau gagnlegu störf, sem
milliliðirnir inna af hendi ábyrgð-
arlaust, sjálfum sér til gengis, fá
þau unnin fyrir sanngjarnt kaup, á
ábyrgð og undir eftirliti framleið-
endanna sjálfra.
Samvinnan er þannig uppreisn
framleiðenda gegn milliliðum, fá-
tæklinga gegn auðmönnum, steðj-
ans á móti hamrinum. En hún er
ekki villt upphlaup hamslausra
manna. Hún er þvert á móti
heimsvíðtæk barátta, háð með
stillingu, festu og gætni, háð til að
bjarga ávöxtum vinnunnar, svo að
þeir megi koma þeim að notum,
sem til hafa unnið. Hún er til þess
stofnuð, að í fyrsta sinn á ævi
mannkynsins megi þeir, sem
skapa daglega brauðið, neyta
þess, að þeir, sem klæðin gera,
megi hafa klæði, að þeir, sem
fæða þá, sem skapa listir og vís-
indi, megi bera skyn á og njóta
þessara gæða menningarinnar.
Samvinnan er dýrðleg hugsjón,
ein hin göfugasta sem íslendingur
getur unnið fyrir, því að þar er-
um við að bjarga þjóðinni og eft-
irkomendum okkar. Við ættum að
skilja aðstöðuna. Nógu lengi höf-
um við fundið þung og ómannleg
högg milliliðanna, dönsku einok-
unar- og selstöðukaupmannanna
og eftirmanna þeirra sumra, út-
lendra og innlendra, sem haldið
hafa okkur í fátækt, kunnáttu-
leysi og almennri niðurlæging.
En eitt má ekki gleymast. Sam-
vinnan getur ekki orðið happa-
sæl, nema hún sé milli þroskaðra,
vel uppaldra manna. Þess vegna
verður hver sú þjóð, sem sér vill
bjarga með samvinnu, að gera
uppeldið að aðalvopni sínu, Án
þess er samvinnan andvana fædd,
líkari til að verða til ills en góðs.
(Vordagar, eftir J. J. bls. 63—
64).
Bækur.
Jónas Jónsson. VORDAGAR
III. bindi. Útg. Samband
ungra Framsóknarmanna.
í þessu bindi af ritgerðasafni
Jónasar Jónssonar birtast helztu
greinarnar, er hann reit í blað
ungmennafélaganna, Skinfaxa, á
árunum 1911—1916, en á því
tímabili var J. J. ritstjóri þess
blaðs.
Auk greinanna í Skinfaxa birt-
ast þrjár ritgerðir J. J. frá eldri
tímum. Hina fyrstu þeirra reit J.
J. 19 ára gamall, og er það burt-
fararprófsritgerð frá gagnfræða-
skólanum á Akureyri, og hlaut
hún mikið lof kennaranna. Önn-
ur þessara ritgerða er um lýðhá-
skólann í Askov, þar sem J. J.
hafði stundað nám, og birtist hún
í Eimreiðinni 1909. Þriðja ritgerð-
in er inngangur að alllöngum
greinarflokki, er J. J. reit um út-
gáfu á erlendum glæpamannasög-
um. Birtist greinaflokkur sá í Ing-
ólfi haustið 1909.
Skinfaxagreinarnar fjalla um
margvísleg efni, og er þeim raðað
niður í flokka eftir efninu. Fyrst
er greinaflokkur um ungmenna-
félagsmál, þá ritdómar; síðan
kemur greinaflokkur, er nefnist
Dagarnir líða, næst gi’einar um
fagra náttúru og listir, þá grein-
arnar um filistea, en svo nefnir
höf. þá menn, sem leika þá list að
hafa fé af öðrum á löglegan en
siðíerðislega rangan hátt. Þá eru
ritgerðir um uppeldi og skólamál,
er ná yfir rúmar 50 bls., og loks
greinar um félagsmál og stjórn-
mál, er taka nálega jafnmikið
rúm.
Alls er bókin 248 bls. að stærð,
í sama broti og Merkir samtíðar-
menn eftir sama höfund.
Formála að bókinni hefir skrif-
að Þórarinn Þórarinsson ritstjóri.
Mynd af J. J. fylgir, eins og hann
leit út, þegar hann var á þrítugs-
aldrinum.
Áður en J. J. gekk í þjónustu
ungmennafélaganna og gerðist rit-
stjóri Skinfaxa, hafði hann dvalið
svo árum skipti í Danmörku,
Bretlandi og Frakklandi sér til
náms og menningar, þó félítill
væri, og drukkið í sig mál og bók-
menntir þeirra þjóða, er þessi
lönd byggja, einkum Breta. Hann
var því búinn að afla sér víð-
tækrar þekkingar, þegar hann
kom fram á ritvöllinn, enda bera
Vordagar þess vott, að þar er eng-
inn meðalmaður, sem heldur á
pennanum. í svo að segja hverri
setningu lýstur upp gneistaflugi
hugsjónamannsins og brautryðj-
andans, sem með eldlegu fjöri,
viljaþreki og leiftrandi gáfum vill
umbæta og umskapa íslenzku
þjóðina. Öllum hlaut að vera
sýnilegt, að þarna var foringja-
efni á ferðinni. Svo líða tímar, J.
J. gengur inn í stjórnmálalífið,
skapar Framsóknarflokkinn og
hefir nú um langt skeið verið
áhrifamesti stjórnmálamaður
þjóðarinnar.
Það er vel til fundið að nefna
þetta bindi af ritgerðasafni J. J.
Vordaga. Þegar Skinfaxagreinarn-
ar voru ritaðar, var að vaxa upp
vorgróður í þjóðlífinu með byrj-
unarstarfi Jónasar Jónssonar. Síð-
an hefir sá vorgróður tekið eðli-
legum, jöfnum þroska og er nú
orðinn að þeim kjarngróðri, sem
þolir kuldahretin.
Vordagar eru undanfari sum-
arsins.
Kantötukór Akureyrar og' karla-
kórinn „Geysir“ efna til hljóm-
leika í Nýja Bíó í kvöld kl. 9, til
ágóða fyrir sjúkrahúsið nýja. Er
hér um svo mikilsvert málefni að
ræða, að ástæðulaust ætti að vera
að hvetja bæjafbúa til að skipá
hvert einasta sæti í húsinu.
Gjafir til nýja sjúkrahússins:
Frá Kvenfélaginu „Hjálp“ í Saur-
bæjarhreppi kr. 200.00 og frá Fé-
lagi verzlunar- og skrifstofufólks,
Akureyri, kr. 150.00. — Þakkir'.
Kvenfélagið Framtíðin.
Til bátverja á Kristjáni: K. D.
10 kr., N. N, 1 kr.