Dagur - 18.04.1940, Page 2

Dagur - 18.04.1940, Page 2
64 D A G U R 16. tbl. Kornyrhja. (Niðurlag). Allir kannast við bankabyggið, sem malað var á flestum sveita- bæjum fyrir tiltölulega fáum ár- um síðan. Byggmélið þótti með ágætum í súpur og grauta. Fín- malað er byggið gott í brauð, bæði saman við rúgmél og hveiti. Verra er að nota það einvörð- ungu, því að það „lyftir sér“ illa, vegna þess, að í það vantar glútín. Húsmæðraskólarnir á Laugum og Laugalandi hafa í vetur notað íslfenzkt mél, bæði byggmél og rúgmél, og hefir þessari nýjung verið vel tekið. Forstöðukonurnar hafa með þessu sýnt skilning og velvild á nytsemi kornyrkjunnar, eins og við mátti búast af þeim. Nemendur þessara skóla hafa tek- ið vel þessari nýjung og munu seinna, sem húsmæður í sveitum, hvetja menn sína til að rækta korn og gefa þeim fyrirheit um ljúffenga rétti úr íslenzku méli — þeirra eigin framleiðslu. Klemenz Kristjánsson tilrauna- stjóri á Sámsstöðum heldur því fram, að á Suðurlandi sé hægt að rækta alla þá hafra, sem við þurf- um til haframélsvinnslu. Sömu- leiðis megi auðveldlega minnka innflutning rúgméls um helming og nota íslenzkt bygg í þess staö. En byggið sé ræktanlegt í öllum landsfjórðungunum. Það má a. m. k. alveg fullyrða, að nota má heimaræktaða byggið að nokkru leyti í stað erlendrar kornvöru, til hagsbóta — og „hollur er heima- fenginn baggi“. Hvers virði gæti ekki kornrækt- in verið okkur, ef aðstaða okkar þrengdist svo viðskiptalega, að við yrðum neyddir til að lifa meira á gæðum landsins, en verið hefir? Handa hestum og fuglum ei kornið ágætt fóður, ómalað eða stykkjað. Allir kannast við hesta- hafra. En bygg er ekki síður gott fóður handa hestum. Getur það haft mikla þýðingu fyrir okkur að geta á vorin, þegar vinnuþol hestanna er mest virði, en er oft minnst, gefið þeim heimaræktað kjarnfóður, sem gefur þeim þol til að vinna 8—10 stundir á dag allt vorið. Fyrir þessu er margra ára reynsla á Sámsstöðum. Með góðum, vel fóðruðum hest- um, er hægt að afkasta ótrúlega miklu verki við jarðræktina. Um þörfina á byggrækt til hænsna- fóðurs þarf ekki að fjölyrða. Næg- ir í því sambandi, að minna á hið háa verðlag á hænsnafóðri. Enda hafa nú margir hug á því að bjarga sér sjálfir í þessu efni, eft- ir því sem hægt er. Malað bygg er gott í fóður- blöndur handa kúm og kindum. Á kúabúinu á Sámsstöðum er bygg- mjölið notað að % á móti 1/3 af síldarméli. Þykir þessi fóðurblanda hin bezta. Við höfum því sýnilega nóg með byggið að gera og auðvitað allar korntegundirnar. Og allar líkur benda til, að við getum í Núralfn-Utir Opal>litir Citocol-flitir Demantsvart. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. framtíðinni innleitt þessar rækt- arplöntur. Hálmurinn er verðmætt fóður. Hann er ekki öllu verri en sumt af því heyfóðri, sem árlega er gef- ið hestum og kindum. Hafrahálm- urinn er blaðríkastur og beztur til fóðurs. Bygghálmurinn er gróf- gerðari, en rúghálmurinn lang verstur. Bygg- og hafrahálmur kemur að góðum notum á heimil- unum, og ætti það enn að vera bændum hvöt til kornræktar. Mönnum er nú óðum að aukast skilningur á þýðingu ýmsra þeirra nytjajurta, sem áður voru hér lítið þekktar. Kartaflan skipar öndvegið. Nú eru bráðum liðnar 2 aldir, síðan hún var flutt hingað til lands. Þennan tíma allan hefir hún verið að ryðja sér til rúms, og allt fram að þessu höfum við flutt inn kartöflur fyrir stórfé árlega. Hef- ir sú upphæð komizt upp í 450 þús. kr. Þó borðum við langt um minna af kartöflum en við ættum og getum gert og heldur en ná- grannaþjóðir okkar gera, eða ekki nema 50—60 kg. á mann. Það er nú fyrst að rætast nærri 200 ára gamall draumur síra Björns í Sauðlauksdal og samherja hans, sem hófu kartöflurækt þrátt fyrir andúð og fyrirlitningu fjölda manna. En þó að við getum kar- töflufætt okkur þetta árið, verð- um við samt að stækka kartöflu- akrana og auka framleiðsluna. Á næstu árum ætti kartöfluneyzlan að geta tvöfaldast, miðað við það sem nú er. Til þess þurfum við auðvitað að rækta góðar kartöflur og flokka þær vandlega eftir afbrigðum og stærð. Yfirleitt ræktum við alltof mörg afbrigði. Reynzlan hefir Llm kol og kulda. Kolaverðið og vaxandi erfiðleik- ar í allri utanríkisverzlun og sigl- ingum, vegna útvíkkunar styrj- aldarinnar, eru eins og eðlilegt er eitt helzta áhyggjuefni allra þeirra landsmanna, sem ekki sjá fram á það, að okkar fagra land íss og elda leggi þeim til nema annan þessara eiginleika sinna, á þessu vori og á vetri komandi. Þeir hrósa nú happi, sem eru svo í sveit settir, að geta notað eldinn í íslenzkri jörð til þess að vinna bug á kulda hins íslenzka vetrar. Heita vatnið stendur fyrir múr- um Reykjavíkur og allar horfur á að það taki borgina innan skamms. Okkar heita vatn hér nyrðra bræðir nú snjóinn í Glerár- gljúfrum eða á hæðadrögum fram við Reykhús, og órannsakað er það alveg hvort möguleikar eru hér til svipaðra framkvæmda og nú eru að bjarga Reykjavík frá hin- um dýru og harðsóttu kolum. Heyrst hefir þó að bæjarstjómin hafi í hyggju að láta þá rannsókn fara fram á sumri komandi. En hvernig svo sem því er farið, er alveg augljóst, að allt slíkt á langt í land, en sumarið er stutt, og óhjákvæmilegt að taka þegar á þeim erfiðleikum, sem nú eru sýnilegir, um það bil er snjóar taka að falla í haust. mótum má telja að kolaverðið hafi verið þolanlegt og ekki hærra en það, að allflestir munu hafa getað fengið þau kol, sem allra brýnasta nauðsyn krafði. Eins og kunnugt er hefir það verið kr. 81.00 smálestin, og er þa.8 lægra en víðast annarsstaðar á landinv, fram að þessu. Þetta stafar mest- megnis af því, að það ráð var upp tekið í haust, að verðjafna kola- farmana, sem tókst að ná hingað um nýárið, með eldri birgðum. Var þetta sjálfsögð ráðstöfun, bæði til þess að sem flestir gætu notið kolanna í allan vetur og svo vegna hins, að þá varð ekki séð hvernig tækist um útvegun nýrra birgða. Vitað var um verðið á erlendum markaði, sem var svo hátt, að nýju birgðirnar mundu hafa kostað um helmingi meiraen kolaverðið var ákveðið, eins og nú er komið á daginn, þegar þessi gömlu kol eru gengin til þurrðar. Kolaverðið er nú kr. 155.00 smálestin, en litlar birgðir til á staðnum. Það er því heimsku- legt að vera að fárast um að haustkolin skyldu ekki vera seld áfram með gamla verðinu. ÞaS hefði orðið til þess eins að kolaverðið hefði þegar snemma á vetrinum verið orðið svo hátt, að allur almenningur hefði ekki átt þess neinn kost að afla sér þeirra og þeir orðið verst úti, sem fátækastir eru. Nú er hinsvegar komið fram undir vor og ekki líklegt annað en að hlýna taki í veðri innan skamms og kol til húsahitunar verði ekki lengur brýnasta lífs- nauðsyn, fyr en hausta tekur. Blaðið hefir leitað upplýsinga um kolabirgðir og væntanlega farma hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Samkvæmt heimildum þess eru kolabirgðir hér nú mjög litlar, en skip á leiðinni frá Ameríku með fullfermi kola. Réðist K. E. A. 1 þær framkvæmdir fyrir nokkru síðan, vegna þess að kolaverð og farmgjöld frá Englandi voru þá orðin svo há, að hentara var að sækja kolin alla leið vestur um haf. Er nú einnig komið betur í ljós að þetta var forsjál ráðstöfun, því nú er það miklu meiri erfið- leikum bundið en nokkru sinni fyr, að fá skip til vöruflutninga, vegna Norðurlandastyrjaldarinn- ar. Verðið á þessum nýju kolum mun líklega verða kr. 155.00— 160.00 smálestin, Þarf ekki að orð- lengja það, að slíkt gerir öllum al- menningi ókleyft að nota þessi kol til hitunar að verulegu leyti. Það er einnig sýnt, að vegna þessa háa verðs verður að takmarka innflutning kola, nema til hins allra nauðsynlegasta, sökum gjald- eyriserfiðleika, og gerir fram- kvæmdastjóri K. E. A. sér von um að þessi farmur muni verða næg- ur til áramóta næstu, fyrir hér- aðs- og bæjarbúa og verksmiðjur þær, sem kol þurfa til reksturs síns. Kolaverzlun Ragnars Ólafs- sonar hefir keypt hluta af þessum farmi. Vegna þessa takmarkaða inn- flutnings, sem gera má ráð fyrir, og hins háa verðs, verður ekki hjá því komist að gera aðrar ráðstaf- anir til húsahitunar, og einnig gera sérstakar ráðstafanir til þess að þau kol, sem notuð verða, nýt- ist sem allra bezt. Er þá fyrir hendi að notfæra sér til hins ýtrasta þá möguleika, sem okkar eigið land hefir að bjóða í þessu efni. MÖTEKJA OG TJÖRNESKOL. íslendingar hafa fyr orðið að búa að sínu og notast að mestu við mó til eldamennsku og hitun- ar. Verður þó ekki annað séð en að það sé hálfgert neyðarúrræði nú á tímum, vegna þess að mór- inn er illa fallinn til kyndingar í AUt fram að síðustu mánaða-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.