Dagur - 24.04.1940, Side 1
DAGUR
kemur lit á hverjum
fímmtudegi Kostar
kr. 6.00 áig. Gjaldk.
Árni Jóhannsson ■
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júlí.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
sími 112. Uppsögn,
bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. des.
XXIII
• árg.|
Akureyri 24. apríl 1940
Hirðisbréf biskups
Biskupinn yfir íslandi, herra
Sigurgeir Sigurðsson, hefir ný-
lega sent hirðisbréf til presta og
prófasta. Hirðisbréf þetta er 40
prentaðar síður í nokkuð stóru
broti.
í bréfinu segir m. a.:
„Eg hefi, sem kunnugt er, gegnt
prestsþjónustu í þjóðkirkju lands-
ins í síðastliðin 20 ár, eða rúmlega
það, og prédikað fagnaðarerindið
samkvæmt því, sem mér fannst
sannast og réttast, eins og eg
skildi boðskap Jesú Krists í Nýja
Testamentinu. Eg minnist þess
ekki, að þar kæmi nokkru sinni
til ágreinings um trúarskoðanir,
þannig að deilur kæmu upp um
trúfræðileg atriði. Eg skal játa
það, að trúfræðin hefir ekki verið
mér aðalatriði. Eg get þess vegna
endurtekið þau orð, sem eg talaði
í vígsluprédikun minni, að það er
ekki meiri trúarfræði, sem okkur
vantar, heldur meiri trú. Vér ís-
lendingar höfum, sem betur fer,
að mestu leyti komizt hjá trúar-
bragðadeilum. Mér skilst, að þær
hafi ekki komið miklu góðu til
vegar með þjóðunum. Eg hygg, að
flestir, sem um trúmál hugsa,
viðvurkenni, að þær hafi oftsinnis
orðið kristninni og kirkjunni til
mikils tjóns. 1 þeim deilum gerð-
ust oft mestu sorgaratburðir í
kristninni. Það er mælt, sem rétt
er, að íslenzka þjóðkirkjan sé
rúmgóð og frjálslynd kirkja. —
Eg tel það gæfu hinni íslenzku
þjóð, hve blessunarlega hún hefir
verið laus við ofstækisfulla sér-
trúarflokka. Vegna hinnar frjáls-
lyndu kirkju hefir frjáls hugsun
í trúarefnum þróazt í þessu landi.
íslenzk hugsun þolir ekki fjötur,
sem betur fer“.
Á öðrum stað segir biskup:
— „Já, stundum fór svo, að
menn sáu ekki Krist fyrir kenn-
ingum sínum um hann, sáu ekki
dýrð hans og fegurð og heilagleik,
en sökktu sér niður í heilabrot
um trúfræðina, sem þeir sjálfir
höfðu búið til um hann. Þetta er
því ömurlegra um að hugsa, þeg-
ar það er haft í huga, að Drottinn
Jesús Kristur, hinn mikli meist-
ari, virðist hafa verið gjörsamlega
óháður trúarsetningunum og
frjáls.... Kristur sagði: „Trú þín
hefir læknað þig“, eða „frelsað
þig“, án þess að hafa nokkuð gert
til þess að grafast eftir trúfræði-
skoðunum einstaklingsins. Án efa
þefir ekkert veriS honum fjær,
þegar hann stóð gagnvart ein-
hverjum hugsjúkum og breyskum
vesaling en að spyrja hann um af-
stöðu hans til trúfræðilegra at-
riða eða rökræða slíkt við hann.
Hann horfði inn í augu hans,
skyggndist inn í sál hans, spurðl
»Á Landnámu sést, að sveitin
var ekki kennd við kuldann,
heldur kaldann, hina sterku
dægurvinda, hafgoluna og
dalakaldann, sem þar skiptast
um yfirráð«.
Málsgrein þessa má lesa í 20.
blaði „Tímans“ þ. á. í III kafla
greinarinnar „Félagsþróun í 50 ár“
eftir Jón Sigurðsson í Yztafelli.
Allur þorri íslenzkra staðarheita
hefir verið svo haglega myndaður
og varðveitzt svo vel í málinu, að
enginn vafi þykir á leika, enn í
dag, um merkingu þeirra og með-
ferð rétta. Stafar þetta mest af
því, hve lengi tungan hefir hald-
izt lítt breytt í ræðu og riti.
Um sveitarheiti það, er hér um
ræðir, mun algengust sú ætlun
manna, að uppruni þess sé aug-
ljós og það kennist við lýsingar-
orðið kaldur, veikrar beygingar,
sem vandi er til. — Hefi eg lengst
ævi minnar verið nágranni Kinn-
ar í næstu sveit og aldrei heyrt
efa nokkurn um nýgreinda merk-
ingu nafnsins.
Það mun og ýmsum hafa á
óvart komið, er vitnað er til
Landnámu um svo viðsjála kenn-
ingu, sem tjáð er og birt í Tíma-
grein þessari. Enda mun það og
mála sannast, að Landnáma láti
þetta heiti óskýrt á allan hátt sem
önnur fleiri, þau er auðskildust
eru.
Væri heitið kennt við „hafgol-
una og dalakaldann“, sem ekki
verður séð, að einkenni Kinn,
nema eins og aðrar norðlenzkar
dalasveitir, myndi Landnáma ein-
mitt, að líkindum, hafa látið þess
getið.
Heitið Kaldakinn kemur fyrir á
þremur stöðum í Landnápu (bls.
160—162, útg. Sig. Kr.) þannig:
„Þórir nam Kaldakinn“
„hann (þ. e. Kampa-Grímur) nam
Kaldakinn í annat sinn“.
Og enn í vísunni:
„Hér liggr, kjóla keyrir,
Kaldakinn of aldi’11.
um hjartalagið — hjartaafstöðu
hans til guðs og lífsins — um
hugarfarið. Ef hann fann þrá í
brjósti hins vesæla eða vansæla
manns eftir guði og löngun tii
þess að snúa baki við hinu illa og
ljóta, löngun til þess að verða að
nýjum og betri manni, þá fann
Kristur, að sá maður var ekki
fjarri guðsríkinu“.
Nafnið er þar í nefnifalli, en i
þolfalli á fyrri stöðunum tveim-
ur. — Gæti það hafa villt greinar-
höfund, að þolfallsmynd nafnsins
í nútíðarmáli er oftast Köldukinn.
En í ritaldarmáli var ritað Kalda-
kinn, bæði í þolfalli og þágufalli.
Að fornu réði sá siður um sam-
sett nöfn, er höfðu lýsingarorð að
hinum fyrra hluta, að lýsingar-
orðshlutinn var látinn standa
óbreyttur í öllum föllum. Því er
eðlilegt með öllu, að Landnáma
breyti ei myndinni Kaldakinn,
þótt bregði til þolfalls.
Þannig er og ritað í þeirri bók
á bls. 164: „Þórðr Konálsson var
faðir Sokka á Breiðamýri“. Það
er þágufall þeirrar tíðar, þó að
flestir segi nú Breiðumýri í sama
falli.
Ýmsir halda enn í dag svofelld-
um beygingarhætti samsettra
nafna. Þannig les þulur Útvarps-
ins: Breiða- en ekki Breiðifjörður,
sem vakið hefir umtal og valdið
fyrirspurnum, en er fyllilega rétt
að fornu máli.
„Þórir (snepill) nam Kaldakinn
--------hann nam þar eigi yndi
ok fór á braut; þá kvað hann
þetta:
Hér liggr, kjóla keyrir,
Kaldakinn of aldr,
en vér höldum heilir,
Hjálmun-Gautr, á braut“.
Þórir mun vera höfundur þessa
kalda nafns og festir það með vel
gerðri vísu. Hefir honum þótt
hlýrra í hnjóskdælska lundinum,
er hann byggði síðan og blótaði.
Hann var afi Guðríðar, er átti
Þorgeir Ljósvetningagoða. — En
þó að „Kinnin“ sé enn köld og
veðrasöm, þá hefir hún reynzt
betur en Þórir hugði, þeim er
kynnzt hafa kostum hennar og
fest á henni ást sína og trúnað. —
Það sýnir þessi grein frænda míns
í Felli, er víðast er skemmtileg og
skilmerkileg.
lionrið Vilhjilmsson,
Gleðilegt sumar.
Pökk fyrir veturinn.
Loltur Mimm
bóndi að Böggvisstöðum í Svarf-
aðardal andaðist á sjúkrahúsi Ak-
ureyrar 20. apríl, tæplega sextug- .
ur að aldri. Loftur var sonur
Baldvins Þorvaldssonar og Þóru
Sigurðardóttur, er um langt skeið
bjuggu á Böggvisstöðum stórbúi
við mikla rausn. Þá er þau hættu,
tók Loftur við búi og hefir búið
þar um meir en fjórðung aldar og
haldið vel í horfi, enda var hann
önnum kafinn alla tíð og unni sér
sjaldan hvíldar.
Loftur var fáskiptinn og dagfars-
góður dugnaðarmaður, hægur og
stilltur og ekki hávaðasamur, en
fastur fyrir og æðrulaus og ekki
gjarn á að láta hlut sinn fyrir öðr-
um þegar því var að skipta, þótt
hann fjasaði ekki um slíkt. Hann
var vinsæll og vinfastur og dreng-
ur hinn bezti.
Loftur var kvæntur Guðrúnu
Friðfinnsdóttur, ágætri konu og
mikilli húsmóður og lifir hún
mann sinn. Varð þeim 14 barna
auðið og lifa 12 þeirra, flest upp-
komin, hið yngsta 12 ára.
Er nú mikill harmur kveðinn að
hinni stóru fjölskyldu á Böggvis-
stöðum við fráfall húsbóndans. Og
mörgum sveitungum hans mun nú
þykja þar skarð fyrir skildi sem
hann stóð, öruggur og fastur fyrir
til sóknar og varnar, þótt hægt
færi. En það er huggun harmi
gegn, að hinn mannvænlegi ætt-
leggur mun sjá um, að merkið
standi þótt maður falli.
S.
Daníel floósíínsisson,
erindreki Framsóknarflokksins, er
hér á ferð um þessar mundir og
heimsækir félög Framsóknar-
manna í bænum og nágrenninu.
Hér mætti hann á fundi, er Félag
Framsóknarmanna á Akureyrl
hélt í „Skjaldborg“ á mánudags-
kvöldið og flutti þar stjórnmála-
erindi, er mikill rómur var að
gerður.
Úthlutun skömmtunarseðla fer
fram 27., 29, og 30. þ. m,
Sveitarheitið Kaldakinn.