Dagur - 16.05.1940, Page 3

Dagur - 16.05.1940, Page 3
20. tbl. DAGUR 83 hans miklu og ómetanlegu störf i þarfir félagsins og árnar honum cg fjölskyldu hans allra heilla í framtíðinni. Jafnframt ákveður fundurinn, að Vilhjálmur Þór verði hér eftir heiðursfélagi í Kaupfélagi Ey- firðinga“. Þá er ályktun þessi hafði verið upplesin, risu fulltrúar allir og fundarmenn úr sætum sínum sem einn maður og guldu henni já- kvæði sitt með löngu og dynjandi lófataki. SKEMMTIATRIÐI fóru fram í Nýja-Bíó að kveldi beggja fundardaganna. Fyrra kvöldið söng Karlakór Akureyrar undir stjórn Áskels Snorrasonar og síðan sýnd kvikmynd. Seinna kvöldið söng Kantötukór Akur- eyrar undir stjórn Björgvins Guð- mundssonar, Haukur Snorrason flutti erindi og Helgi Valtýsson las upp. Auk þess var sýnd kvik- mynd. Var öllum þessum skemmtiatriðum ágætlega tekið og húsið troðfullt bæði kvöldin. Sigurlaug GutSmundsdóttir, Garðshorui, andaðist 13. þ. m.. Jarðarför hennar er ákveðin að Glæsibæ fimmtudaginn 23. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hinnar átnu, Garðshorni í Kræklingahlið, kl. 11 f. m. Aðstandendur. Garðyrkjiiiýning á Akureyri Hér með tilkynnist, að maðurinn minn og faðir okkar, Frlðrik Pálsson, andaðist þann 12. þ. m. að heimili sinu, Aðalstræti 12. — Jarðar- förin er ákveðin að Kaupangi miðvikudaginn 22. þ. m. og hefst með bæn að heimili hins látna kl. 1 e. m. Ólöf Árnadóttir og börn. f*að er almennt viðurkennt að sýn- ingar á munum og búfénaði hafi veru- legtgilditileflingar iðnaði og búpenings- rækt, enda eru þær í flestum löndum og einnig hér orðnar fastur liður í því starfi, sem unnið er til eflingar þess- um framleiðslugreinum. Pá hafa einnig verið teknar upp sýningar á sviði jarð- yrkjunnar með góðum árangri, og hafa einkum garðyrkjusýningar þótt bæði fagrar álitum og vænlegar til fróðleiks. Hér á landi hafa þær samt ekki verið margar haldnar, og engin utan Reykjavíkur. Á undanförnum árum hefir garð- yrkja farið mjög í vöxt hér á landi, ekki aðeins hvað snertir framleiðslu- magn heldur einnig fjölbreytni fram- leiðslunnar. Þjóðin hefir líka verið ó- spart hvött til að auka garðyrkjuna og notkun garðávaxta, og fyrir henni brýnt hversu mikla þýðingu það hefði bæði hag- og heilsufræðilega. Það er heldur ekkert deilumál, að það er fátt í framleiðslu vorri, sem meira stefnir að því að gera heimilin sjálfum sér nóg, en garðræktin. Það er ekki ein ungis, að hún sennilega gefur í flest um árum meiri tekjur en aðrar greinir landbúnaðarins, heldur sparar hún stórlega kaup á kornvöru, og gerir þannig bæði heimilin sjálft og landið sem heild óháðara innflutningi erlendra vara, og verður slfkt aldrei ofmetið, Þá hefir garðyrkja þann höfuðkost um- fram ýmsar aðrar greinir landbúnaðar- ins, að hún er ekki eingöngu bundin við landrými sveitanna. í þröngbýli kaupstaðanna má einnig stunda hana sem auka-vinnu, og geta þannig mörg heimili aflað sér dýrmæts vetrarforða, án þess að leggja í nokkurn verulegan aukakostnað eða draga úr öðrum störfum. Er slikt mikils virði þegar um atvinnuþröng er að ræða eins oft vill verða við sjávarsíðuna. Samt virð- ast forráðamenn kaupstaða og kaup- túna hafa verið um of sljóskygnir þetta atriði og gert minna en skyldi, til að létta mönnum aðgang að hæfu landi til garðyrkju eða auðvelda þeim starfið á annan hátt. Þá mun og fá ræktun vera betur fallin, til þess að vera meginstyrkur nýbýla, en garð ræktin. En þótt menn sjái þetta og sam- þykki í huga sinum, á garðyrkjan samt of erfitt uppdráttar. Það er eins og menn vanti enn þá trú á mátt mold arinnar, sem nauðsynleg er til þess að ráðast í nýbreytni í framleiðslu sinni og ræktunarháttum. Til þess að auka þá trú og vinna bug á tregðunni við að fara nýjar brautir í þessum efnum, er fátt betur fallið en sýningar, þar geta menn séð og þreifað á því, sem framleitt hefir verið og fengið um leið ráðleggingar um aðferðir og hvað varast beri. Þar er hægt á einu borði að bera saman hinar ýmsu garðjurtir, meta þær og dæma, ekki eftir frá- sögninni einni satnan, heldur af sjón og raun. Sýningin er þannig meira en aðeins sýning, hún er einnig náms- skeið, og hún er hvatning hverjum gesti til þess að reyna að ná þeim á- rangri, sem þeir sjá þar bestan. Slíkt er gildi og kostur sýninga í hverri grein sem er. Hér við Eyjafjörð stendur garðyrkj- an á gömlum merg. Fyrir nærri hálfri annari öld, meðan garðrækt var í bernsku hvarvetna á landinu, voru hér á Akureyri víðlendir kartöflugarðar og fleiri matjurtir voru ræktaðar hér. Út um nærsveitirnar barst garðyrkjan einnig, og má f því sambandi minn- ast Þorláks bónda í Skriðu f Hörgár- dal, sem á fyrstu áratugum 19. aldar rak þar garðrækt í stórum stíl. Þannig hélst það út 19. öldina að Eyjafjörður var eitt af fremstu garðyrkjuhéruðum landsins. Úr aldamótunum 1900 kom mikill fjörkippur í allar framkvæmdir þar að lútandi með stofnun Ræktunar- félags Norðurlands. En seinustu ára- tugina hafa önnur héruð sótt sig meira að tiltölu í þessum efnum. Efling garðyrkju hér um ilóðir er því ekki aðeins hagsmunamál heldur einnig metnaðarmál héraðs og bæjar að halda þar fornri forustu. Til þess að hvelja menn til nýrra dáða í þessum efnum, og veita þeim nokkra leiðbeiningu, hefir verið ákveð- ið að efna til garðyrkjusýningar hér á Akureyri á þessu sumri. Málinu var fyrst hreyft á aðalfundi Kaupfélags Ey- firðinga í fyrra og þá kosin nefnd til að athuga möguleika og hafa forgöngu um sýningu, ef henni þætti tiltækilegt. En þrátt fyrir ótal örðugleika er vafa- samt hvort nokkru sinni hefir verið meiri þörf hvatningar og átaka í þessu efni en einmitt nú. Til hinnar fyrir- huguðu sýningar hafa þegar borist loforð um styrki frá ýmsum aðilum: Kaupfélagi Eyfirðinga, Akureyrarkaup- stað, Eyjafjarðarsýslu, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og Garðyrkjufélagi íslands Má þannig gera ráð fyrir að fjárhags grundvöllur hennar sé allvel tryggður En það er ekki nóg. Til þess að sýn ingin nái tilgangi sínum, þurfa allir, sem garðyrkju stunda, eða áhuga hafa á þeim málum, að Ijá henni liðsinni sitt, annaðhvort sem sýnendur eða gestir. Þá eru nefndinni harla kær komnar allar upplýsingar um garð + Alúðar þakkir til allra þeirra, sem veittu okkur bluttekniugu við andlát og jarðarför Huldu Slgurpáladótlur frá Ytri-Varðgjá. Guð blessi ykkur öll, er heiðruðu minningu hennar. Aðstandendur yrkju hér í byggðarlagi fyr og síðar, bæði beinar sögulegar upplýsingar og frásagnir um reynslu manna í garðyrkju- málum, mun verða úr öllu slíku unn- ið og reynt eftir föngum að láta þann róðleik bera ávöxt. Veitir undirrit- aður öllum slíkum upplýsingum mót töku. Enda þótt svo sé til ætlast, að sýningin nái aðallega yfir byggðarlög- in kringum Eyjafjörð, þá væntir nefnd- in samt þátttöku hvarvetna af Norður- landi, og er þakklát hverjum, sem vill eggja því máli lið. Mörgum mun í fersku minni garð- yrkjusýningin í Reykjavfk fyrir tveim- ur árum síðan. Vér gerurn oss að vísu ekki nokkrar vonir um það, að geta haft neitt líkt á boðstólum, hvað snertir fjölbreytni og gtæsiieika og sú sýning hafði. En hinsvegar er að vænta, að ef allir sem garðyrkjumál- unum unna hér nyrðra leggja saman þá geti hin fyrirhugaða sýning haft líkt gildi fyrir Norðurland og hin fyrir Reykjavík og Suðurland. Það er al kunna, að skilyrði öll eru ólík i lands- fjórðungunum. Sá árangur, sem næst á Suðurlandi, hefir ekki óskorað gildi fyrir oss hér nyrðra og gagnkvæmt. Þessvegna á garðyrkjusýningitj hér að geta gefið betri hugmynd um garð- yrkjumöguleika hér nyrðra en Reykja- víkursýningin, sem eingöngu hafði sýningargripi af suðurhluta landsins. Enn er óráðið um fyrirkomulag sýningarinnar í einstökum atriðum. En geta má nokkurra höfuðdrátta, sem ætla má að farið verði eftir. í fyrsta lagi verður allt sýnt, sem til næst af garðframleiðslu, bæði matjurtum og skrautjurtum, þá verður og sýnd vermihúsaframleiðsla og kornyrkjusýn- ishorn. Auk þessa verður leitast við að afla línurita og skýringarmynda um einstök atriði garðyrkjunnar. Þá verða og fluttir fyrirlestrar og sýndar kvik- myndir, eftir því sem hentugleikar leyfa. Æskilegt væri einnig að mat reiðslusýning yrði í sambandi við garðyrkjusýninguna, en óvíst hvort á því verða tök. Sýningin verður um mánaðamótin ágúst — september. Það eru tilmæli nefndarinnar til allra unnenda garðyrkju á Akureyri, Eyjafirði og nærliggjandi héruðum, að þeir leggi sýningunni liðsinni sitt, svo hún megi verða til sem mests gagns og sæmdar. Síðar verður auglýst nánar um hvar upplýsinga megi vænta um sýninguna, en fyrst um sinn munu Jón Rögnvaldsson garðyrkjumaður frá Fífilgerði og undirritaður svara fyrirspurnum um sýninguna. Akureyri 5. mai 1940 Stiindór Steindórsson trð Hljjðmo. S t ð. r 1 Frelsi skorðast, fátt í vil, fólki morðin granda. Flest er orðið eitrað til yztu Norðurlanda. Andláts bíður afl og þor, engar þýða varnir, marka viða í veröld spor valda-nfðingarnir. Sfzt á góðu sýnist völ, saklaus bróðir geldur, hels á slóðum hafa dvöl hatur, blóð og eldur. Víða sóast verðmætin, völdin þróa framann, æðstu bófum ágirndin ákaft hóar saman. Allt er myrkur, eyði og tóm, engir styrkir brynja, innan um kirkju og kristindóm kærleiksvirkin hrynja. Af hörmung riðar heimurinn hntpinn við að sigta, heyrir ei friðarhátignin hróp hins niðurþrykkta. Eiturslöngur eyða frið, arðs af röngu njóta. Þeir, sem engum gefa grið, gæfuföngin hljóta. Ýmsra þjóða á nú bágt andans gróða kenning. Hels á slóðum Iiggur lágt lömuð þjóðarmenning. Svffur að kveldi um sæ og torg, sólarvöldin deyja, munarspjöldin máluð sorg, máttarvðldin þegja. Vígs á slóðum hels í hyl hnfgur þjóð í parta. Við erum góð að eiga yl íslands móðurbjarta. Gtsli Ólafsson,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.