Dagur


Dagur - 06.06.1940, Qupperneq 2

Dagur - 06.06.1940, Qupperneq 2
96 Ð A G U R 23 tbl. Árna frá Múla farast m. a. svo orð í „ísl.“ 24, f. m. um fram kvæmd hinnar margnefndu höfða- tölureglu: „Eins og menn vita, er Kaup- félag Eyfirðinga, K. E. A„ voldug- asta kaupfélagið á landinu. Starfs- svæði þess er Eyjafjarðarsýsla og Akureyrarkaupstaður. Félagatal þess er samkvæmt skýrslu Sigurð- ar Kristinssonar 2987. En auk þess er starfandi á Akureyri Kaupfélag Verkamanna með 160 félagsmenn. Kaupfélagsmenn í Eyjafjarðarsýslu og Akureyri eru þannig: K. E. A............ 2987 Kaupfélag Verkam. 160 Alls 3147 Samkvæmt höfðatölureglunni eiga þessir félagsmenn í K. E. A. og Kaupfélagi Verkamanna heimt- ingu á innflutningi fyrir félags- mannatöluna margfaldaða með fjórum. Það er 4X3147 eða 12588 manns. Mér þótti þetta furðuleg tala og fór þess vegna að athuga, hve margir menn væru á þessu félagssvæði. Samkvæmt manntals- skýrslum 1938 er mannfjöldinn á félagssvæðinu sem hér segir: Eyjafjarðarsýsla ........... 5390 Akureyrarkaupstaður .... 4674 Alls 10064 Útkoman verður því sú, að þótt gert sé ráð fyrir, að hver einasta sál í Eyjafjarðarsýslu og Akureyr- arkaupstað sé í kaupfélagi, þá eiga þessi tvö nefndu félög samt heimtingu á innflutningi handa 2524 manns fram yfir alla íbuatöl- una á félagssvœðinu“. í þessum útreikningi Árna frá Múla eru tvær herfilegar villur, eins og bent var á í síðasta blaði. Félagsmenn í K. E. A. eiga EKKI heimtingu á innflutningi fyrir félagsmannatöluna margfaldaða með fjórum, heldur sem næst margfaldaða með 3Vg. Þetta skipt- ir ekki litlu máli, því sé félags- mannatala K. E. A. margfölduð með 4, verður útkoman tæp 12 þús., en sé hún margfölduð með hinni réttu tölu (3%) er útkoman innan við 10 þús. Þá er það alrangt er Árni frá Múla segir, að félagssvæði Kaup- félags Eyf. sé aðeins Eyjafjarðar- sýsla og Akureyrarkaupstaður. Utan þessa svæðis eru 9 félags- deildir. Þær eru þessar: Mývetn- ingadeild, Bárðdæladeild, Eyja- deild, Kinnardeild, Fnjóskdæla- deild, Útdæladeild, Strandardeild, Höfðhverfingadeild og Akradeild í Skagafirði. í öllum þessum deildum utan Eyjafjarðarsýslu eru félagsmenn svo hundruðum skiptir. í skrifum sínum um þessi efni stendur Árni frá Múla í miklum mannflutning- um; hann flytur alla félagsmenn úr fyrgreindum félagsdeildum og setur þá niður í Eyjafjarðarsýslu og Akureyri. Að þeim mannflutn- ingum loknum hrópar hann gust- mikill: Eg hefi sannað, að kaup- félögin á Akureyri eiga sam- kvæmt höfðatölureglunni heimt- ingu á innflutningi handa miklu Það er ekki svo sjaldan, að í ís- lenzkum blöðum og h'maritum sjáist skrif, þar sem brýnt er fyrir mönnum að auka hina eða þessa framleiðslu. Mörgum þvílíkum skrifum er of lítill gaumur gefinn og menn sjá að jafn- aði betur þá örðugleika, er standa á móti aukinni framleiðslu, en verðgildi afurðanna og mótbárum sem þessum er hreyft: Það þýðir lítið að hvetja menn til þeirra starfa, sem ómögulegt er að framkvæma. Fáir hlutir eru með öliu ómögu- legir en margir örðugir. Það, sem eg hér vil gera að um- talsefni, er aukin ræktun á grænmeti, hvers virði hún er og þá möguleika er við íslendingar höfum fyrir henni. Vér lifum á þeim tfmum, er sam- göngur við önnur lönd eru mjög örðugar og allir flutningar á sjó óheyrilega dýrir. Það dylst því engum, að nú, ein- mitt nú, er um að gera að vera sjálf- um sér nógur á sem flestum sviðum. Það er því miður ekki á mörgum sviðum sem við getum hælt okkur af að við stöndum án stuðnings ann- ara þjóða, en við þurfum að sýna viðleitni í því með að notfæra okkur þá möguleika, sem fyrir hendi eru. Þetta gildir í mörgum atriðum um ræktun á grænmeti. Vér byggjum land norðast í öldum Atlantshafsins og undir því loftslagi, er talsverðan mótþróa veitir ýmiskonar ræktun. En lítum við til nágranna- þjóða okkar, t. d. Norðmanna, svo sjáum við að eins langt norður frá og norðar en ísland liggur á hnettin um, rækta þeir með góðum árangri þær matjurtir, sem við höfum tiltölu lega lítið eða ekkert af. Þetta á sínar orsakir að miklu leyti í því, að menn hafa alið upp og ræktað bráðþroska jurtaafbrigði, er þarfnast ekki svo langs sumars né eins mikils hita. Mótþrói veðurfarsins er því að nokkru leyti yfirunninn. Við íslendingar stöndum hér all- mikið að baki nágrannalöndum vorum. Vorræktun hefir viljað fara í handa- skolum, sökum þess að almenningur hefir ekki haft þekkingu sem skyldi á fleiri mönnum en til eru á félags- svæðinu. En hið rétta er, að Árni frá Múla sannar ekkert um þetta efni, af því að undirstaðan, er hann leggur, er tóm vitleysa. Hver maður skilur, að þegar reikna skal út hlutföllinn milli allra íbúa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrai annarsvegar og tölu félagsmanna í kaupfélögunum hinsvegar á því sama svæði, þá verður að byrja á því að draga öll þau hundruð félagsmanna, er búa utan þessa svæðis, frá heildartölu félaganna á öllu félagssvæðinu. Þetta hefir Árni frá Múla ekki gert, og þess vegna er útkoman hjá honum eintómur þvœttingur. Með þessu skrifi sínu hefir þvi Árni frá Múla sannað sinn eiginn hundavaðshátt og ekkert annað. Og af þessum þvættingi Árna frá Múla verður ritstjóri „íslend- ings“ svo hrifinn, að hann leiðir hann til hásætis í blaði sínu! þeim afbrigðum plantna, er bezt hæfa vorum staðháttum, og jafnvel tegundir og afbrigði, sem óefað myndu reyn- ast vel hjá okkar, hafa verið ófáanleg. Hér hittum vér fyrir tilfinnanlegt skarð í íslenzkan landbúnað, sem ætti og þarf að fyllast af tilraunabúum í nánustu framtíð, og ekki sízt vantar tilraunabú á sviði garðræktarinnar. Tilraunabúin eiga að hafa á hendi ræktun hinna ýmsu plöntutegunda og geta gefið leiðbeiningar um hvaða tegundir og afbrigði hæfa bezt við islenzka staðhætti. Búum þessum þurfa að veita forstöðu fagfróðir menn í þessum efnum. Skýrslur yfir fenginn árangur þarf að gefa út ár hvert, og vera nauð- synlegar almenningi. Öll ræktun þarf að byggast á til- raunum en ekki neinu fálmi út í blá- inn, gildi hinna fyrnefndu búa er því hverjum manni Ijóst og fáum við á næstu árum tilraunabú í sem flestum héruðum lands vors, er stigið langt skref fram á sviði garðræktarinnar. Þá maður dvelur utanlands, er ekki svo sjaldan að sagt er við mann: »Þið á íslandi, sem hafið svo mik- inn hita í jörðinni, hljótið að hafa mikla garðrækt.« Okkur dylst ekki, að hér höfum við möguleika fram yfir flestar aðrar þjóðir, en eigi að síður höfum við ekki notfsrt okkur þá sem skyldi. Að vísu eru þessi verðmæti á mörgum stöðum tekin i þjónustu ræktunar á grænmeti, og auðvitað með góðum árangri, en samt rennur ennþá margur heitur dropi í reiðuleysi, er betur væri leiddur að vermireit eða gróðurhúsi. En nú er ekki þessi jarðhiti allsstaðar fyrir hendi, en það er ekki þar með sagt, að þeir, sem fara hans á mis, séu úti- lokaðir frá því að auka garðræktina með hagkvæmum árangri. Nei, sólin er orkugjafi alls jurta- lífs, og hennar erum við öll aðnjót- andi, og margur góður jarðarblettur í skjóli og á móti sól hefir ennþá ekki vakið eftirtekt manna á gildi sínu í þágu ræktunarinnar, t. d. sem ofur- Iftili matjurtargarður. Frá hafi til dala í okkar litla landi eru möguleikarnir fyrir aukinni garð- rækt ennþá ónotaðir, hvort sem um er að ræða jarðhita eða eigi. Vér flytjum til landsins mikið af grænmeti ár hvert, og vörur þessar eru í svo háu verði, að það er að- eins efnaðra fólk, sem hefir ráð á að neyta þeirra að nokkrum mun. Grænmetið er hér bara »luxus«- vara, aðeins höfð til hátíðabrigðis, sem mörg heimili bæði í bæjum og sveitum landsins verða að neita sér um. Vér unum ekki lengur við þannig kjör. Rœktun grœnmetis i landinu sjálfu og neyzla þess verður að aukast. Hér er um að ræða mjög verðmæt næringarefni, ómissandi hverjum lík- ama til vaxtar og viðhalds, og mörg þau mein, er þjóð vor þjáist af, myndu eflaust bætast, ef neyzla græn- metis yrði meiri. Með aukinni fram- leiðslu tryggjum við okkur langtum ódýrari vöru, og okkar eigin vara þarf ekki að neinu leyti að standa að baki þeirri, er við kaupum frá öðr- um löndum. Hér fyrr á árum þótti eitthvað svo dýrslegt að vera grasæta eins og fólk kallaði það, og mörgu eldra fólki stendur enn í dag stuggur af græn- meti á borðum, og á erfitt með að venjast neyzlu þess. En unga kynslóðin leysir hina eldri frá störfum, hún á ekki að halda sig of mikið að hinum gömlu venjum, heldur að innleiða nýjar aðferðir, er miða að velmegun lands og þjóðar. Þú unga íslenzka kynslóð, hér er óunnið verk, sem þarfnast starfskrafta þinna. Bæði þið, sem ætlið að stofna (Framh. á 3. síöu). WHHlllimt Prjóna- silkiskyrtur með hálfermum nýkomnar. Kaupfélag Eyfirðinga. SNI Vefnaðarvörudeild. I ÍlHIMIllii i IftSilftiiÍiÍ Meiru grænmeti.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.