Dagur - 06.06.1940, Side 4

Dagur - 06.06.1940, Side 4
Aðalfundur Rækfunacfélags Norðurlands verður haldinn í Oróðrarstöðinni á Ak- ureyri laugardaginn 22. júní n. k. hefst kl. 10 f. h. Stfóroin. Aðalfundur Sambands norðlenzkra kvenna hefst á Akureyri 28. þessa mánaðar. Stfórnin. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Garðyrkjusyning. Hér með viljum við vekja at- hygli þeirra, er framleiða garðá- vexti, á því, að ákveðið er að halda garðyrkjusýningu á Akur- eyri að öllu forfallalausu um mán- aðamótin ágúst og september n. k. Garðyrkjumenn og aðrir, er senda vilja garðyrkjuframleiðslu á sýninguna, tilkynni þátttöku fyrir 1. ágúst til Hauks Snorrason- ar í Kaupfélagi Eyfirðinga. Gefur hann upplýsingar sýningunni við- komandi. Sýningarnefndin. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< S ( r í ð i ð. (Framhald af 1. síðu). Frá því hefir áður verið skýrt, að Bandamenn tóku Narvík í Noregi úr höndum Þjóðverja. Síð- an hefir verið barizt um járn- brautina frá Narvík til sænsku landamæranna og fer tvennum sögum um þá viðureign. Fregnir hafa borizt um, að Þjóðverjar hafa eyðilagt mikil verðmæti í Narvík, áður en þeir urðu að yfirgefa hana. Síðan hafa þeir og gert loftárás á bæinn, sem olli miklu tjóni. Kröfur ítölsku blaðanna á hend- ur Frökkum og Bretum verða æ háværari og víðtækari. Þykir nú margt benda til þess að sú stund nálgist, að ítalir fari að taka þátt í hernaðaraðgerðum með Þjóð- verjum. B æ k u r. (Framhald af 1. síðu). mér varð það á, að minnast orða Einars Benediktssonar: Maður og hestur þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna markaða baug. — Um stælingu eða eftirhermu er ekki að ræða, en þó fannst mér á stöku stað gæta áhrifa frá Jónasi Hallgrímssyni, eins og t. d. í þessu litla erindi: Hæst uppi á Arnarfellsaurum eyrarrós faðmar grjót. Hvönn milli breiðanna kinkar kollinum sólunni mót. Það er sannarlega freistandi, að taka upp ýmislegt af því, sem bókin hefir að bjóða, en rúmsins vegna verður það takmarkað. Þó get eg ekki stillt mig um að til- færa hér nokkur erindi, sem mér finnst einkennandi fyrir bókina og höfundinn, eins og t. d. þetta úr kvæðinu: Á vorin. Hvert sumar seni fæðist um sand eg bið sólsteiktan, skafinn í öldur. og hlið og þegjandi öræfa þungbúinn frið og þrautreynda félaga mína. Þótt hafi þeir sumir hóf um fót, en hinir orð undir tungurót, eg þrái þá stund er við mælum oss mót, er melar og sandar hlýna. Og síðar úr sama kvæði: Er melarnir hlýna og breyta um blæ og blánar í lambagrastodda, eg get ekki unað í byggð eða bæ og bið ekki svefns á kodda. Og þetta er úr kvæðinu um Snældu, reiðhross höfundarins: Er hýrleit þú breiðir út hrossbrosin þín, þá hýrnar og greiðist hún ygglibrún min. Þetta erindi úr kvæðinu: Við Veiðivötn, lýsir ekki neinum við- vaningshætti í ljóðagerð: Svolítið golubarn við kinnar hvíslar, kvakar í hinzta sinn og staðar nemur. Qrænhöfðótt önd í víðirunni ríslar. Rétt þar sem lindin býður mjúkar varir, barnungur fífill rýfur reifaspjarir, rauðgullinn, nakinn fyrir augu kemur. Og Himbriminn, hinn fagri og tígulegi fugl, fær fallegt kvæði: Sem barn er hann glaður og góður, sem glókollur lítill hjá móður, því hlæjandi, heitur og rjóður svo hefir hann söng um morgna og það fyrr en daggir þorna. Það er hans kveðja til dags. Og söngurinn hans er hlátur svo hjartanlegur og kátur. Sem engiil við guðsríkis grátur hann gætir síns fagnaðarlags. En rétt fyrir rigningarnætur þá rek eg mig á að hann grætur, svo þunglyndi þyngir mér fætur og það upp við Tungnaá. Að síðustu get eg ekki stillt mig um að taka hér upp síðasta kvæði bókarinnar, sem heitir: Kvæðin mín. Lýsir það bókinni og höfundinum betur en eg fæ gert: Eins og fugl sá er lygnir og svífur í blásanda blævi, eins og bárur með hrimhvítum föxum á vindroknum sævi, fer minningin þjótandi Iangt yfir umliðna æfi. Eins og fugl sá, er hvílist á eyju í eyðimörk sjóa, eins og unglamb sem hverfur til móður og svölun fær nóga, eg dreymi mig þangað, sem umliðnu atvikin glóa. Það er staður og hvíld eftir annsama ónæðisdaga, það er yndi af skepnum og gróðri í bylgjandi haga, sem verður mér efni í kvæði, minn söngur, mín saga. Þessar tilvitnanir verða að nægja. Eg óska að bókin verði keypt og lesin með athygli af öll- um þeim, sem unna íslenzkri nátt- úrufegurð og hestum. Nokkrum af kvæðunum fylgja pennateikningar eftir Finn Jóns- son listmálara og prýða þær bók- ina mikið. Mér finnst nafnið: Sandfok, ekki gefa rétta hugmynd um inni- hald bókarinnar. Sandfok minnir á auðn og uppblástur, en eftir lestur hennar vil ég líkja henni við litauðugan gróðurblett. Sigurður Róbertsson. Hjúskapur. Laugardaginn 25. maí sl. voru gefin saman í hjóna- band að Bægisá, ungfrú Unnur Friðbjarnardóttir frá Staðartungu og Kristján Einarsson frá Djúpa- læk á Langanesi. I. O. G. T. „Brynja“ heldur fund í „Skjaldborg“ næstk. miðvikudag á venjulegum tíma. Frétth'. Kvæði dagsins. Ákvarðanir um sumar- starfið. Gönguför. Bazar heldur kvenfél. Framtíðin föstud. 7. þ. m. kl. 4 e. h. í Zíon, til ágóða fyrir nýja sjúkrahúsið. Sjómannadagurinn var hátíðleg- ur haldinn víða um land síðastl. sunnudag. Hér á Akureyri fóru hátíðahöldin fram eins og áætlað hafði verið og skýrt var frá í síð- asta blaði. K AUPI notuð isl. frimerki hæsta verði. Quðm. Guðlaugsson, Kea Á Ijósmyndastofunni í GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21 getið þér fengið nýmóðins Kombinationsmyndir og margar fleiri gerðir, sem hvergi fást annars staðar Guðr. Funch-Rasmussen. DANSLEIK halda Væringjar að Þverá sunnud. 9. þ. m. ki. 9.30 e. b. Björgvin spilar- T i 1 § ö 1 u Gott reiðhjól (karlm.) með bögglabera, standara, lás og o. fl., og dynamo ef vill. — Upplýsingar gefur AÐALSTEINN BJARNASON, Oddeyrargötu 12. Ungur maður óskar eflir iitlu herbergi í miðbæn um, með bósgögn- um. Upplýsingar i sima 4 5. til sölu. Upplýsingar í Kea. Jarpur hestur 9 vetra gamall tapaðist úr hög- um í vor. Mark: Sýit, gagnbitað h., lögg fr. vinstra. — Sá, er kynni að verða var við hest þennan, er beðinn að tilkynna það undirrituðum. Möfíruvöllum í Eyjafirði, 3, júní 1940. Jóhann Valdcmarsson. (Landsimastöð). kmuikí ung kýr óskast til kaups nú þegar. Sfef&n fi Árgerði, GlerírpOipÍ- Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Bjömssonar,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.