Dagur - 20.06.1940, Síða 1
DAGUR
kemur 'U á hverjum
fimmtudegi Kostar
kr. 6.00 áig. Gjatdk.
Arni Jóhannsson !
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júlí.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
sími 112. Uppsögn,
bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. des.
XXIII
. árg.j
♦ * m
Akureyri 20. júní 1940
Hafið gát á eggjum
kálflugunnar!
Kálmaðkurinn olli nokkru tjóni
á Akureyri og í Eyjafirði í fyrra-
sumar. Eyðilagði kál og nagaði
rófur allvíða. Hefir hann eflaust
borizt til Akureyrar fyrir allmörg-
um árum, þar eð hann er svo út-
breiddur orðinn nú. — í júní—júlí
verpir kálflugan litlum, hvítum.
aflöngum eggjum við rótarhálsinn
á káli, rófum og öðrum krossblóm-
um, rétt neðan við yfirborð mold-
arinnar. Eru eggin vel sýnileg
með berum augum og líkjast ví-
um í fiski. Úr eggjunum koma síð-
an kálmaðkarnir eftir nokkra
daga ef veður er hlýtt, annars eru
þeir lengur á leiðinni. Kálið visn-
ar og veltur um koll, einkum
blómkál, því að maðkarnir naga
sig inn í ræturnar. Rófur og
hreðkur verða maðksmognar. Kál-
maðkarnir eru fótalausir, 5—8
mm. langir, gulhvítir með tveim-
ur örlitlum munnkrókum í fram-
endanum. Flugan er öskugrá, lítil
og líkist allmjög venjulegri húsa-
flugu í útliti. Að vetrinum lifir
púpan í kálleifum eða í mold.
V A R N I R:
Gætið oft að eggjunum við kál-
stönglana, rétt undir yfirborði
moldarinnar. Sjást þau oftast
greinilega, ef ögn er rótað í mold-
inni kringum rótarhálsinn. Þegar
eggin sjást þarf að vökva vand-
lega kringum jurtirnar með súb-
límatvatni eða Carbolkrimpblöndu.
Moldin á að blotna alveg inn að
stöngli og rótum, en vökvinn má
ekki koma á blöðin. 1 gr. súblí-
mats leyst upp í 1 1. vatns nægir
handa 10—12 jurtum. Bezt er að
leysa það upp í heitu vatni, hræra
vel í og láta síðan kólna. Súblímat
er mjög eitrað. Það má ekki vera
í málmíláti. Aldrei má vökva svo
seint með því að nokkur hætta sé
á að það lendi innan í kálhöfðum.
Það skyldi heldur ekki notað eftir
að rófur fara að myndast, því að
það getur þá lent utan á berki
rófanna. En í gætinna manna
höndum er þetta öruggasta varn-
arlyfið. Fæst í lyfjabúðum. Gœti
einn eða fáir öruggir menn farið
um og vökvað. Vökvun með
CARBÓKRIMPI 2,5—3 g. í 1 1.
vatns gerir einnig mikið gagn.
kyfið er ódýrara og ekki nœrri
eins eitrað og súblimat og þess
vegna hentugra til almennrar notk-
unar. Lyfin drepa eggin en tæp-
lega maðkana sjálfa. Þess vegna
þarf að vera á verði og vökva
þegar eggin sjást. Venjulega þarf
að vökva aftur eftir viku eða síð-
ar ef eggin sjást í annað sinn.
Munið að láta kaupfélag ykkar
eða kaupmenn útvega varnarlyfið
Hið íslenzka prentarafélag ætlar
að halda upp á 500 ára afmæli
Gutenbergs næstk. mánudag að
Hólum í Hjaltadal, þar sem fyrsta
íslenzka prentsmiðjan var reist
fyrir rúmum fjórum öldum.
Eins og kunnugt er, er Guten-
berg talinn höfundur prentlistar-
innar. Það hefir verið siður prent-
ara um heim allan að halda fyrr-
greindan dag hátíðlegan til minn-
ingar um hann.
Við þetta tækifæri ætla prent-
ararnir að gefa Hólakirkju gott
eintak af Guðbrandsbiblíu í for-
láta skáp eða púlti.
Búizt er við mjög mikilli þátt-
töku prentara í hátíðahöldunum á
Hólum. Ætla sunnan- og norðan-
prentarar að mætast á Vatns-
skarði á sunnudaginn og halda
þaðan heim að Hólum.
Dánardægur.
María Flóventsdóttir í Barði hér
í bæ andaðist 13. þ. m. að heimili
sínu, tæplega 92 ára að aldri. Al-
kunn sómakona.
Síðastl. fimmtudag andaðist í
Reykjavík frú Ingibjörg Dahl-
mann, kona Jóns J. Dahlmanns
ljósmyndara, myndar- og dugnað-
arkona og kvenskörungur. Hún
var komin á sjötugsaldur. Þau
hjón voru eitt sinn búsett hér á
Akureyri og mörgum að góðu
kunn.
Carbókrimpi í tíma. Nokkurt gagn
er að því að dreifa sóti eða nafta-
lmdufti umhverfis jurtirnar þegar
gróðursett er og endurtaka dreif -
inguna 1 sinni til tvisvar síðar.
Káiið má vel verja með lyfjunum,
en við stóra rófugarða borga þess-
ar varnir sig alls ekki. Þar er
helzt reynandi að skifta um, rækta
rófurnar ekki ár eftir ár á sama
blettinum heldur hafa sáðskipti.
Ætti helzt að flytja kál- og rófna-
reiti árlega, þar sem því verður
við komið og hreinsa jurtaleifarn-
ar burtu úr görðunum á haustin.
Munið að líta eftir eggjunum!
Ingólfur Davíðsson.
Hátíðahöldin á mánudaginn
hefjast með guðsþjónustu í Hóla-
kirkju, og messar vígslubiskup,
síra Friðrik Rafnar.
Gullbrúðkaup áttu 14. þ. m.
Guðfinna Sigurðardóttir og Stefán
Jónsson á öndólfsstöðum í
Reykjadal.
Hjónaband: Ungfrú Sigríður öi-
afsdóttir (Magnússonar sundkenn-
ara) og Hrólfur Sturlaugsson
rafvirki.
Tveir brezkir hermenn biðu
bana af völdum bílslyss í nánd við
Rvík sl. fimmtudag.
Vígsla hinnar nýju og veglegu
háskólabyggingar í Reykjavík fór
fram 17. þ. m. að viðstöddum full-
trúum ýmsra erlendra ríkja og
margra fleiri. Við þetta tækifæri
var Guðjón Samúelsson húsa-
meistari ríkisins gerður að heið-
ursdoktor háskólans fyrir störf
hans í þágu byggingarinnar.
Háskólabyggingin er talin kosta
1 milj. og 600 þús. kr.
Aðalfundur Eimskipafélags ís-
lands var haldinn laugard. 8. þ. m.
Heildarhagnaður félagsins sl. ár
varð kr. 1.129.495.01. Er það um
helmingi betri útkoma en árið áð-
ur. Hreinn ágóði af rekstri félags-
ins síðasta ár varð rúmlega 676
þús. kr. — Á fundinum var ákveð-
ið að greiða hluthöfum 4% í arð.
Marifló iónsson
frá Uppsölum.
(Lag: Kallið er komið).
Klukkurnar kalla.
Komnir eru englar
hingað að hugga
’hinn hrellda mann,
— leiða og vernda
ljúfmennið góða
í birtu þá, er bjó sér hann.
Tregi’ er á hvörmum,
táraperlur glitra
barnanna’ er sýndi hann
blíðuvott;
— greiddi þeim götu,
gaf af sínu bezta,
þar allt var heiðríkt hreint og gott.
Frændur og systkin,
fósturbörn og vinir
sakna úr sambúð
hins sannreynda manns.
Allt er frá Drottni.
— Dómur sá var réttur.
Svo fagnið lausn og frelsun hans.
Því skal nú fórnað
þakklætinu bezta,
— tryggð þeirri og ást,.
er í tárum skín.
Minningu varma
vinir geyma’ í hjörtum
og orðstír þann, er ekki dvín.
Löng var hans þjáning.
Lokið er því stríði.
Heilbrigði fengin
og hugljúft starf.
Gleðst hann hjá Guði
genginn inn í fögnuð
við trúrra þjóna unninn arf.
K. V.
MnlðslÉfluin á Akureyri
var sjitið 17. júní. Að þessu sinni
útskrifuðust 38 stúdentar frá skól-
anum, 22 úr máladeild og 16 úr
stærðfræðideild.
Hæstu einkunn í máladeild hlaut
Haraldur Kröyer, 7.33 stig, og í
stærðfræðideild Ragnar Thorar-
ensen, 7.15 stig.
í vor voru 77 gagnfræðingar út-
skrifaðir úr skólanum, þar af 11
utan skóla. Hæstu einkunn hafði
Úlfur Ragnarsson, 7.13 stig.
Hjónaband: Ungfrú Jónína Eg-
ilsdóttir og Gústaf Jónsson,
Bjarnastöðum í Bárðardal.
Prenllisiiii
500 ára.
Vegleg hátíðahöld að Hólum.