Dagur - 27.06.1940, Blaðsíða 1

Dagur - 27.06.1940, Blaðsíða 1
AFGREIÐSLAN DAGUR kemur it á hverjum fmimtudegi Kostar kr. 6.00 áig. Gjaldk. Arni Jóhannsson ' Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. júlí. er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- simi 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. XXIII. árg .T Akureyri 27. júní 1940 26. tbl. Vorhátíð Framsóknarmanna að Hraínagili síðastl. sunnudag var sótt af mörgum hundruðum manna, kvenna og karla, úr Eyja- firði og af Akureyri. Bernharð Stefánsson alþingismaður og for- seti dagsins setti hátíðina með ræðu. Þar næst tók til máls Guð- mundur Guðlaugsson forstjóri og minntist hins prýðilega samkomu- staðar, sem Hólmgeir Þorsteinsson gaf Framsóknarfélögunum í Eyja- firði og á Akureyri, og þakkaði ræðumaður í nafni félaganna Hólmgeiri þessa höfðinglegu gjöf. Þá flutti forsætisráðherra, Her- mann Jónasson, langa ræðu og snjalla og talaði um núverandi stjórnmálaviðhorf hér í landi, nauðsyn á samvinnu lýðræðis- flokkanna á þessum ískyggilegu tímum, en jafnframt rakti hann glögglega ágreining þann, er ríkj- andi væri í ýmsum málum milli Framsóknarflokksins og samstarfs- flokkanna og eggjaði Framsóknar- menn fast til að halda merki flokks síns hátt á lofti og láta hvorki það eða merki samvinn- unnar nokkru sinni niður falla. Að ræðu ráðherrans var gerður hinn ágætasti rómur, enda var hún mikil að efni og skörulega flutt. Var auðsætt, að Hermann Jónasson var mikill aufúsugestur á samkomunni. Því næst mælti Þórarinn Kr. Eldjárn, hreppstjóri, fyrir minni íslands, og loks flutti dr. Kristinn Guðmundsson ræðu fyrir minni Framsóknarflokksins. Þótti öllum ræðumönnum vel segjast. Var nú lokið hinum föstu ræðu- höldum. Loftvarnir Aknreyrar. Síðan eg ritaði smágrein mína þann 13. þ. m. hafa líkur til þess að loftárásir kunni að verða gerð- ar á ísland margfaldast. Liggja ástæður til þess flestallar í augum uppi. — Nú er hafin sóknin mikla á Bretland eitt, í lofti, á sjó og á landi, og verður hún háð misk- unnarlaust, unz yfir lýkur. Kaf- bátar eru þegar að verki á ný við íslands strendur. Loftvarnarnefnd kvað vera skipuð á Akureyri. — Hvað hefir hún gert? — Hvenær hefur hún sókn sina? Bystander. Á milli ræðanna skemmti Karla- kór Akureyrar undir stjórn Ás- kels Snorrasonar með söng, og var kórnum óspart klappað lof í lófa fyrir þau skemmtiatriði. Á þessu ári teljast liðin vera 500 ár frá uppfyndingu prentlistar- innar. Þýzkur maður, Jóhann Gutenberg frá Mainz, fann þá íyrstur manna upp á því, að prenta með lausu letri, steyptu úr blýi og tini, og nota til þess vél (pressu). Áður voru bækur þann- ig prentaðar, að hver síða var skorin á tréplötu, er síðan var svert, en pappír lagður ofan á og sléttað úr honum með bursta. þessi nýbreytni Þjóðverjans jók mjög bókagerð og lækkaði út- gáfukostnað, svo að bækur urðu miklu ódýrari en áður. Smám saman eru prentsmiðjur stofnsett- ar víða um lönd, á Frakklandi 1470, á Englandi 1480, í Danmörku 1482, á íslandi 1530 eða 1534, í Noregi 1643 o. s. frv. Hin íslenzka prentarastétt sam- þykkti að minnast hins merka af- mælis með hátíðahöldum á Hólum í Hjaltadal, frægasta prentstað landsins, dagana 23.—25. júní. Einnig var áætluð bókasýning í Reykjavík, sem skyldi rekja þró- un íslenzkrar bókagerðar frá upp- hafi og til vorra daga. En það komst ekki í framkvæmd vegna styr j aldarástandsins. Prentarar á Akureyri og gestir þeirra lögðu af stað í Hólaför rétt fyrir hádegi sunnudags 23. júní. Þegar kom til Varmahlíðar var keyrt upp á Vatnsskarð, á móti sunnlenzkum og ísfirskum prent- urum og bókbindurum. Mættust hóparnir gengt bænum Stóra- Vatnsskarð. Voru þar saman komnir um 200 svartlistarvinir. Formaður Hins íslenzka prentara- félags, Magnús H. Jónsson, færði Norðlendingum árnaðaróskir og skáld Sunnanmanna, Þorsteinn Halldórsson, flutti drápu, en séra Friðrik Rafnar þakkaði fyrir hönd Norðanmanna. Síðan var flýtt sér upp í bílana og ekið undir merkj- um prentarastéttarinnar og ís- lands þar sem leið liggur urn Síðan hófust íþróttir. Hingað til hafði veður verið gott. En þegar hér var komið, syrti að með norðanúrfelli. Ætlazt hafði verið til að frjáls ræðuhöld færu fram að íþróttunum aflokn- um, en þau fórust fyrir sökum ó- veðurs. Síðan skemmtu menn sér við ctans í þinghúsi Hrafnagilshrepps fram eftir kvöldinu. Skagafjörð til Hóla, en þangað var komið klukkan eitt um nóttina. Gengu menn í fylkingu, og undir fánum, á staðinn, þar sem skóla- stjóri og kona hans fögnuðu gest- unum. Var þetta atriði, sem önn- ur, kvikmyndað, til mikillar ánægju fyrir marga. Næsta dag risu menn árla úr rekkju, snæddu morgunverð og gengu svo til virðulegrar guðs- þjónustu, undir forystu Hólabisk- ups, séra Friðriks Rafnars. Þá var Hólakirkja skoðuð vandlega, einn- ig aðrar söguminjar. Klukkan eitt hófst miðdegisveizla með miklum fagnaði. Stjórnaði Ólafur Erlings- son hófinu. Jón Árnason mælti fyrir minni lands og þjóðar, Þorst. Halldórsson las upp kvæði. For- maður H. í. P. afhenti Hólakirkju gott eintak af Guðbrandarbiblíu, sem þykir beztur gripur íslenzkra bóka. Var það vegleg gjöf prent- ara til Hólakirkju, sem átti ekkert eintak þessarar frægu bókar. Þakkaði séra Friðrik Rafnar höfð- ingskap prentarastéttarinnar og bað þá vel að lifa. Einnig las hann upp kvæði til samkomunnar fra Konráði Vilhjálmssyni. Minni Hólastaðar flutti Stefán Ögmunds- son, en minni prentlistar Hall- björn Halldórsson. Jón H. Guð- mundsson minntist vísinda, bók- mennta og lista. Margir fleiri töl- uðu, svo sem: Gunnar Einarsson, prentsmiðjustjóri, Kristján Karls- son, skólastjóri á Hólum, sýslu- maður Skagfirðinga o. fl. Guðm. Finnbogason flutti ágæta ræðu. Fyrir hönd Akureyrarprentara mælti Jón Benediktsson og bauð, í nafni Akureyrardeildar Hins íslenzka prentarafélags, formanni H. í. P. og frú hans í norðurför að móti loknu. Um klukkan fimm var borðhaldi slitið og hlé gefið um nokkra stund. (Niðurlag með myndum í næsta blaði). Geir Jónasson. Frakkland gjörsigrað. Pjóðverjar við »bæjar- dyr Breta«. Petainstjórnin í Frakklandi hef- ir gengið að þeim vopnahlésskil- máium, scm Þjóðverjar og i öðru iagi ítalir hafa sett henni. í skil- málum þessum verða Frakkar að beygja sig í djúpri auðmýkt fyrir sigurvegaranum, svo að ekki sé meira sagt. Þó er það spá ýmsra, að dýpra muni þeir þurfa að lúta, aegar til hinna eiginlegu friðar- skilmála kemur. Mikil sorg er ríkjandi í hinu gjörsigraða Frakklandi, en gleði Þjóðverja er líka sögð hamslaus. Halda þeir því fram, að á síðustu vikum hafi þeir unnið hinn mesta og glæsilegasta sigur, sem verald- arsagan kunni frá að greina. Nú séu þeir komnir að „bæjardyrum Breta“, viðbúnir að brjóta þær upp. Er nú auðsjáanlegt, að Þjóð- verjar snúa sér af öllum krafti að því að sigra England á skömmum tíma, en enginn hægðarleikur sýnist það vera að landsetja her og hergögn í Englandi, þar sem jafnsterkar varnir eru fyrir hendi af landher, ílug- og sjóflota. Bretar halda því fram, að úr- slitaátökin í þessari styrjöld fari fram á höfum úti, en ekki á landi. Þeir treysta því, að herskipaflod sinn verði aldrei sigraður, og þess vegna verði sigurinn þeirra um það lýkur. Þá benda Bretar á, að Þjóðverj- ar hafi nú strandlengju að verja, sem nái frá nyrsta höfða Noregs og allt til landamæra Frakklands og Spánar. Muni nægar varnir á þessari löngu línu reynast Þjöð- verjum ofurefli. Bretar hafa tilkynnt, að hafn- bann þeirra nái hér eítir einnig til Frakklands. KIRKJAN: Messað á Akureyri næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Gestir í bænum. Margir prent- arar eru nú staddir hér í bænum frá Reykjavík og ísafirði. Meðal þeirra er form. Hins íslenzka prentarafélags, Magnús H. Jóns- son og frú hans, sem eru hér í boði Akureyrarprentara, Hólamól p rcntara.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.