Dagur - 27.06.1940, Blaðsíða 2

Dagur - 27.06.1940, Blaðsíða 2
110 D A6UR 26. tbl. Fyrir 50 árum. Árið 1890 héldu Eyfirðingar há- tíð til rainningar um 1000 ára byggð í Eyjafirði og landnám Helga magra, en talið er, að hann hafi numið Eyjafjörð árið 890. Hátíðahald þetta fór fram dag- ana 20., 21. og 22. júní, eða fyrir réttum 50 árum. Var því valinn staður á Oddeyri, norðanvert við prentsmiðju Björns Jónssonar. Nóg var landrýmið á þeim stað, því á allri Oddeyri munu þá að- eins hafa verið 18 hús, en í Akur- eyrarbæ öllum 600 íbúar. Þetta þriggja daga hátíðarhald er talið hafa farið mjög sæmilega fram og mun hafa verið það mannflesta, er nokkru sinni hefir háð verið hér um slóðir. Fjölmenntu ekki aðeins Eyfirðingar til Oddeyrar þessa daga, heldur og Skagfirð- ingar og Þingeyingar og talsvert af fólki lengra að. Einnig var þar nokkuð af útlendingum, og 9 eða 10 útlend skip voru inni á Akur- eyrarhöfn þessa hátíðisdaga, þar á meðal eitt franskt herskip, og dundu frá því stórskotin til heið- urs Eyfirðingum. Þjóðskáldið Matthías Jochums- son, hafði á hendi aðalforstöðu í hátíðahaldinu. Ekki þótti honum íslendingar fimir að fylkja sér undir merki. Um það farast hon- um svo orð: „Próessían skyldi byrja kl. 11, en nálægt klukkutíma töf varð, á meðan menn voru að átta sig. Hver hreppur hafði fána fyrir sig á 5 álna stöng, og var enginn eins og annar. Fylgdi sumum merkjun- um óvígur her, en fyrst framan af sást hjá sumum aðeins lítilfjörleg þyrping, meðan hér og þar stóðu einstakar hræður, ungir óvitar og gamlir ofvitar og dalaskáld, sem horfðu hissa á ósköpin og kunnu ekki að „vera með“. Gerð hafði verið áætlun um kostnað þann, sem hátíð þessi hefði í för með sér, og taldist svo til, að hann mundi nema allt að þúsund krónum. Hétu hinir ýmsu hreppar í Eyjafjarðarsýslu fram- lagi, til þess að standast þann kostnað. Þá hafði amtsráðið lofað 100 kr. og Eyjafjarðarsýsla 50 kr. í sambandi við hátíðina fór fram sýning á sauðfé, en aðeins í smá- um stíl. Tjaldbúð allmikil var reist á há- tíðarsvæðinu, var aðaltjaldið 30 áln. á lengd, en 10 á breidd. Danspallur mikill var reistur spölkorn frá aðaltjaldinu og þar í nánd ræðustóll. Öll tjöld, ræðustóll og danspallur var skreytt uppdregnum flöggum og skrautfánum, en limhríslur voru settar niður allt umhverfis tjöld og palla, og þótti það mjög prýða. Á héraðshátíð þessari skemmtu menn sér mjög við ræður og söng. Helztu ræðumenn voru síra Matt- hías, Davíð próf. Guðmundsson, síra Jónas á Hrafnagili, Hjaltalín skólastjóri, Skúli Thoroddsen, síra Magnús í Laufási og Friðbjörn Steinsson bóksali. Fyrir söngnum stóðu þeir IVJagn- ús Einarsson og Hallgrímur á Rif- kelsstöðum. Ýms fleiri skemmtiatriði fóru fram, svo sem kappreiðir, glímur, knattleikur og dans. Þá var og sýndur á hverju kvöldi sjónleik- urinn Helgi magri eftir síra Matt- hías; fóru þær leiksýningar fram niðri á Tanga, í stóru vöru- geymsluhúsi, er Gránufélagið átti. Tók húsið hátt á 4. hundrað áhorf- endur. Hér hefir nú örlítið verið dvalið við endurminningar um héraðshá- tíð Eyfirðinga fyrir nákvæmlega 50 árum, bæði vegna þess að þær endurminningar munu þeim ljúf- ar, er hátíðina muna, svo og til þess að minna á, að á þessu ári er 1050 ára afmæli byggðar í Eyja- firði. í þessu sambandi er vert að minna á eftirtektaverð orð, sem þjóðskáldið góða, Matthías, mælti á fyrgreindri héraðshátíð fyrir 50 árum, er hann í langri og snjallri ræðu hafði rakið sögu Eyjafjarð- ar. Skáldið mælti undir ræðu- lokin: „Hefðu Eyfirðingar stundað samtök og félagsskap, þá væri hér fullt af þjóðlegum stofnunum og stórvirkjum, héraðið alskipað ak- vegum, girtum og sléttum túnum, fögrum engjum og fríðum bygg- ingum — í stað allrar þeirrar ómyndar og óræktar, sem vor arf- ur var í, þegar oss var hann eftir- l^tinn“. Þannig vísar spádómsandi skáldsins Eyfirðingum á mátt félagssamtakanna sem undirstöðu og driffjöður allra framfara. Og Eyfirðingar hafa borið gæfu til að snúa inn á þessa braut, leiddir af anda félagshyggju undir forustu ágætra leiðtoga. Og hver er árang- urinn? Blasir hann ekki alstaðar við? Draumsýn skáldsins hefir orðið að virkileika. Héraðið er al- skipað akvegum og ár brúaðar; túnræktin margfölduð og túnin sléttuð og girt. í byggingafram- kvæmdum hefir orðið mikil breyt- ing til bóta, þó langt sé þar eftir af vegi. Því getur enginn neitað, að Eyjafjarðarhérað hefir tekið stórfelldum stakkaskiptum á síð- astliðinni hálfri öld, bæði sveit- irnar sjálfar og mannfólkið, sem í þeim býr. En þá vaknar sú spurning: Hvernig verður ástand- ið að hálfri öld hér frá, á 1100 ára afmæli landnáms Helga magra. Um það skal engu spáð, en aðeins á það bent, að það er, að svo miklu leyti sem í mannlegu valdí stendur, komið undir núverandi og verðandi æskuJ.ýð þessa héraðs. Það er hann, sem skapar sögu Eyjafjarðar í framtíðinni. Það er hann, sem á að finna hinn týnda Vitazgjafa fornaldarinnar og leiða hann fram í nýrri og fullkomnari mynd þanpig, að allar sveitir Eyjafjarðar verði einn samfelldur gróðurakur, en þó umfram allt annað með ræktun þegnlegra dygða: göfugs .hugarfars og hreins hjartalags. Stúdents- 09 saoníræða- próf voriö 1940. Máladeild: Axel Ólafsson (Vestm.) II. 5.50 Árni Árnason (V. ísaf) I. 6.63 Árni Finnbjarnarson (ís.) I. 6 46 Bjarni Rafnar (Ef.) I. 6.26 Björn Porbjörnsson (Rvíb) I. 6 78 Guðmundur Guðmundsson (Ef) I. 6.74 Haraldur Kröyer (Ak.) I. 7.33 Hákon Loftsson (Rvik) I. 6.47 Helga Jónsdóttir (Ef.) I, 6.18 Hjörtur Eldjárn (Ef.) I. 7.01 Hörður Ólafsson (ís.) I. 7.02 Iðunn Eiríksdóttir (ís.) I. 6.84 Jónas Rafnar (Ef) I. 6.91 Jón Árni Sigurðsson (Barð ) II. 5.68 Magnús Jónsson (Skag.) I. 7.12 Oddur I horarensen (Ak ) I. 6.16 Sigmar Torfas. (N.-Múl.) I. 7.02 Sigurður Áskelsson (Ak.) I. 7.01 Sigurður Guðmundsson (Ak) I. 6.03 Stefán Eggertsson (Ak ) II. 5,91 Örlygur Sigurðsson (Ak.) II 5,84 Utanskóla: Kristm. Bjarnason (Skag.) II 5 34 Stœröfrœðideild: Ásgeir Markússon (Dalas) II. 5.80 Björn Jónsson (Skag.) II. 5 89 Bragi Freymóðsson (Ak.) 1. 7.00 Erling Edwald (ís ) I. 6 82 Guðmundur Porsteinss (Ak.) I. 7.13 Haraldur Ásgeirss. (V, ísaf.) II, 5.93 Jakob Ffnnsson (V.-Isaf.) I. 6 80 Jón Skjöldur Eiríkss. (N.-Múl.) II. 4.65 Ólafur B. Guðnaundss. (Skag.) II. 4.95 Ragnar Thorarensen (Ak.) I. 7,15 Snorri Árnason iN.-Múl.) I. 6.46 Snorri Snorrason (V.-Skaft) I. 6.71 Trausti Pétursson (Ef) III. 4.33 Valgarður J. Ólafsson (Sigl) I. 6,62 Pórir Guömondsson (N-Múl.) I. 6.45 önundur Ásgeirsson (V.-ísaf.) I. 6,69 GAGNFRÆÐAPRÓF vorið 1940. 1. Aðalsteinn Jónsson )Ak.) II. 5.72 2. Anna Friðriksdóttir )Ak.) II. 5.04 3. Arngrímur Jónsson (Ak.) I. 6.12 4. Ásgerður Karlsd. (Seyðisf.) I. 6.03 5. Áslaug Einarsdóttir (Ak.) II. 5.02 6. Ástríður Hallgrímsd. (Ak.) II. 5.65 7. Baldur Jónsson (Ak.) II. 5.6i 8. Baidur Magnússon (Hún.) I. 6.64 9. Barði Friðrikss. (N.-Þing.) II. 5.78 10. Bjöm Bjarman (Ak.) I. 6.01 11. Eðvarð Ingólfsson (Ef.) II. 5.59 ......................... Pakka hjartanlega öllum, sem glöddu mig d 75 dra afmœli mínu. Gudbjörg Guðmundsdóttir Óddeyrargötu 3. 12. Einar Jónsson (S.-Þing.) II. 5.93 13. Elísabet Guðjónsd. (Ak.) II. 4.96 14. Eva Ragnarsdóttir (Árn.) 1. 6.86 15. Eysteinn Árnason (Ef.) II. 5.62 16. Friðjón Sigfússon (Norðf.) III. 4.46 17. Friðný Pétursd. (N.-Þing.) I. 6.16 18. Friðrik Þorvaldsson (Ef.) I. 6.76 19. Geir Kristjánss. (S.-Þing.) I. 6.87 20. Geir S. Björnsson (Ak.) II. 5.63 21. Gísli Pétursson (S.-Þing) I. 6.87 22. Guðmundur Skaftason (Ef.) I. 6.35 23. Guðrún Aspar (Ak.) I. 6.40 24. Gunnar Jörgensen (Sigluf.) I. 6.73 25. Gunnar Steindórsson (Ak.) II. 5.12 26. Halldór Helgason (Ef.) I. 6.09 27. Herm. Gunnarss. (N.-Múl.) I. 6.43 28. Hermann Pálsson (Hún.) I. 6.95 29. Hrólfur Sigurðss. (Skag.) II. 5.42 30. Hörður Helgason (Isaf.) I. 6.17 31. Jóhann Finnsson (V.-Isaf.) II. 5.73 32. Jóhann Jóhannsson (Isaf.) I. 6.22 33. Jóhanna Bjarnadóttir (Ak.) II. 5.14 34. Jóhanna Pálsdóttir (Ak.) II. 5.38 35. Jóhannes Tómass. (Vestm.) II. 4.96 36. Jóh. G. Þorsteinss. (Ak.) II. 4.53 37. Jón Einarsson (N.-Þing.) II. 5.20 38. Jón Ólafsson (S.-Múl.) I. 6.09 39. Jón Þorsteinsson (Ak.) I. 6.43 40. Jón Þorsteinsson (S.-Múl.) I. 6.89 41. Jónas Kristinsson (Rvík) II. 5.73 42. Karl Jóhannsson (Ak.) I. 6.78 43. Kristján Hallgrímsson (Ak.) II. 5.71 44. Margrét Gíslad. (Seyðisf.) II. 5.46 45. Margrét Indriðadóttir (Ak.) 1. 6.29 46. María Magnúsdóttir (Hún.) II. 5.91 47. Otto Ryel (Ak.) III. 4.05 48. Óttar Þorgilsson (Borg.) I. 6.06 49. Páll Árdal (Sigluf.) II. 5.74 50. Petrína Eldjárn (Ef.) II. 5.85 51. Pétur Þorsteinsson I. 6.29 52. Ragnar Halldórsson (Ak.) II. 4.68 53. Ragnar Karlsson (Ak.) I. 6.63 54. Sigurður Jónsson (Ef.) II. 5.59 55. Soffía Þorvaldsdóttir (Ak.) I. 6.54 5C. Sólveig Jónsdóttir (Skag.) I. 6.28 (Framhald á 4. síðu). Ljósmyndastofan í GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. GUÐR. FUNCH-RASMUSSEN. 1999919IVIVIVVVII Dunhelt léreft nýkomið. Kaupfólag Eyfirðinga, Vefnaðarvörudeild. gniamimiMnm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.