Dagur - 27.06.1940, Blaðsíða 4
112
D A G U R
26. tbl.
ekkert mist af sínu. Síður en svo.
Miljónir allslausra flóttamanna
herja nú matvælabirgðir landsins.
í Englandi varaði Lloyd George
landsmenn sína við hungurvof-
unni. Þrjár miljónir ekra af land-
rými aðalsmanna voru teknar til
ræktunar. En ennþá þurfa Bretar
að flytja inn meira en 50% af
nauðsynlegum matföngum. Þar af
komu um 12% frá Norðurlöndum.
Sá innflutningur er nú úr sögunni.
Þrjátíu miljónir manna eru nú
undir vopnum í Evrópu. Það þarf
tvo fullvinnandi menn til þess að
sjá hverjum hermanni fyrir mat-
vælum, fatnaði og skotfærum.
Þannig eru 90 miljónir manna
raunverulega komnir út úr hinni
friðsamlegu framleiðslu. Öll störf
eru fallin í annarlegan og óeðli-
legan farveg.
Á friðartímum gerir ekki betur
en að Evrópa komist af. En nú í
sumarbyrjun eru þjóðirnar komn-
ar að takmörkum hungurs og
sæmilegs lífs. Hvernig verður
ástandið á næsta ári, ef styrjöldin
heldur áfram?
Hungurvofan er á hælum Ev-
rópu. En vegna þess að allir menn
eru fæddir með þeim eiginleika að
berjast fyrir lífi sínu, er stjórnar-
bylting líklegasta áframhaldið á
atburðunum. (Lausl. þýtt).
Sumardvöl barna í sveit.
Mjög er nú að því keppt að
koma kaupstaðabörnum til sum-
ardvalar í sveit, m. a. héðan úr
bæ. Blaðinu hefir verið frá því
skýrt að mjög erfiðlega gangi að
fá dvalarstað fyrir ung börn í
sveitinni. En hvernig er það með
Laugalandsskólann, sem er aðeins
nokkra km. frá Akureyri? Stend-
ur hann ekki tómur og ónotaður
einhvern hluta úr sumrinu? Því
þá ekki að fá hann fyrir dvalar-
stað barna þann tíma?
Sambandsfundur norðlenzkra
kvenna verður haldinn föstudag-
inn 28. júní í Skjaldborg. Fundur-
inn hefst kl. 1 e. h. Allar konur
velkomnar.
Héraðsmót Ungmennasmbands
Eyjafjarðar fer fram að Grenivík
næstk. sunnudag og hefst kl. 2 e.
h. Fara þar fram ræðuhöld, söng-
ur, íþróttir og dans. Skip flytur
iölk úteftir.
Síldveiðarnar eru í þann veginn
að hefjast. Hafa ríkisverksmiðj-
urnar ákveðið að taka nú þegar á
móti síld og greiða 12 kr. málið í
fyrirframgreiðslu og uppbót síð-
ar, eftir því sem sölusamningar
nást við Breta.
Um sölu saltsíldar er allt enn í
óvissu. Leitað er eftir markaði
fyrir hana í Ameríku, Svíþjóð,
Finnlandi og Rússlandi, en um
árangur er enn ekki vitað.
Nýja-Bíó sýnir nú um helgina
amerísku stórmyndina Gunga Din,
sem byggð er yfir samnefnt
hefjukvæði enska stórskáldsins
Rudyard Kiplings. — Aðalhlut-
verkin leika hinir hraustu og karl-
mannlegu leikarar Carry Grant,
Victor McLaglan og Douglas
FairþanlíS jr.
Vorprófin.
(Framhald af 2. síðu).
57. Stefán Ingvarsson (Árn.) 1. G.3G
58. Steingrímur Sigurðss. (Ak.) I. 6.82
59. Úlfur Ragnarsson (Árn.) I. 7.13
GO. Valt. Guðmundss. (S.-Þing.) I. G.01
Gl. Þorleifur Thorlacius (Ak.) II. 5.88
G2. Þorst. Halldórsson (Ak.) I. 7.02
63. Þorvaldur Ágústss. (Árn.) 1. 6.21
64. Þórarinn Þór (Ak.) II. 5.89
65. Þórður Magnúss. (Mýras.) III. 4.31
66. Þóroddur Th. Sigurðss. (Barð.)
I. 6.09
Utanskóla:
1. Anna Snorradóttir (Ak.) I. 6.49
2. Baldur Bövarss. (V.-ísaf.) II. 5.09
3. Einar Eiríksson (ísaf.) II. 5.67
4. Eiríkur Stefánsson (Árn.) I. 6.24
5. Gestur Stefánsson (Árn.) I. 6.59
6. Hermann Jónss. (V.-Skaft.) I. 6.26
7. ívar Andersen (Rvík) 111. 3.75
8. Stefán Björnsson (Rvík) 1. 6.33
9. Sveinn Finnsson (V.-lsaf.) I. 6.52
10. Tómas Jónasson (ísaf.) I. 6.35
11. Tómas Tómasson (Gullbr,-
Kjós.) I. 6.30
')
Uppboð.
Hestur, 18 vetra gamall, eign
Sigfúsar Elíassonar, Reykjavík,
verður seldur á opinberu upp-
boði að Saurbæ máoudaginn 1.
júlí n. k. ki. 6 e. hád, tii greiðslu
skuldar, iyiir fóður og hagagöngu
þrjú undanfarin ár.
Hreppstjórinn í Saurbæjarhr.
Möðruvöllum 22. júní 1940.
Vald. Pálsson.
TAPAST hefir rauður
hestur ójárnaður; mark:
Heilrifað hægra. — Finnandi
er beðinn að gera undirrituð-
um aðvart.
Botni 25. júní 1940.
Kjarian Krisiinsson.
Fjármark mitt er:
Sneiðrifað a. biti fr. h. Mið
hlutað v. Brennimark Finni.
Jafntramt afturkallast mark-
ið: Heilrifað biti fr. h. Mið-
hlutað v. sem auglýst var
7. maí s. 1.
Bási 17/í 1940.
Friðfinnur Magnússon.
Sem hafa pantað
hjá okkur þakjárn verða
að vitja þess sem fyrst.
Kauplél. Eyf.
Akureyrarkaupstaður
Tiikynnmgiim innheimtu Qtsvara
Par sem bæjarstjórn Akureyrar hefir samþykkt að haga
innheimtu útsvara í Akureyrarkaupstað samkvæmt á-
kvæðum laga nr. 23, 12. febr. 1940, er hér með vak-
in athygli útsvarsgreiðenda á því, að frá næstu mán-
aðarmótum verða útsvör fastráðinna starfsmanna og
launþega, sem ekki hafa þá greitt fyrri hluta útsvars
síns fyrir yfirstandandi ár, krafin hjá þeim, sem hafa
með höndum kaupgreiðslur þeirra. — Ber kaupgreið-
endum þá skylda til að halda eftir af hverri launaút-
borgun hluta af útsvarinu samkvæmt nánari kröfu bæj -
argjaldkerans.
Bæjarstjórinn á Akureyri, 20. júní 1940
Steinn Steinsen.
Tilkynning.
Vegna mikillar verðhækkunar á lyfjum og daggjaldahækk-
unar á sjúkrahúsum, hefir stjórn sjúkrasamlagsins ákveðið
að iðgjöldin hækki 1. júlí næstkomandi úr kr. 3.00 í
kr. 3.50 á inánuði. — Jafnframt verður gengið
ríkt eftir því að útgerðarmenn og aðrir vinnuveitendur og
húsbændur gefi skýrslur um vinnufólk sitt og greiði ið-
gjöld fyrir það samkv. ákvæðum alþýðutryggingalaganna,
ef um vanskil er að ræða. Eyðublöð undir skýrslur þessar
lætur skrifstofa samlagsins í té.
$|úkcasamlag Akureyrar.
Munið það að SKYR er besta og ódýrasta fæðan.
Pað er enginn galli á góðum mat
þd hann sé ódýr
Kaupi
ket af sjáifdauðu
tii refafóðurs.
Ari Jónsson, Pverá.
Hefi til sðlu
hásnemmbæra kú eftir
31. júlí n. k.
Staðartungu 22. júní 1940.
Friðbjörn Bfornsson.
Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prtantverk Odds Björnssonar,