Dagur - 25.07.1940, Síða 2

Dagur - 25.07.1940, Síða 2
130 D A G U R 30. tbl. Eyfirðingavegur endurruddur. Eins og kunnugt er, var á s.l. hausti hafin vegagerð suður úr Eyjafirði áleiðis á fjöll fram, og stendur Ferðafélag Akureyrar þar á bak við. Verki þessu hefir verið haldið áfram í sumar, þannig, að unnið hefir verið þar af nokkrum mönnum um þrjár helgar, og er ákveðið að svo verði gert fram til septemberloka, um aðra hverja helgi. Verður þá væntanlega orð- ið bílfært upp á svokallaðan Hæl, en þetta er fyrsti og erfiðasti áfanginn af þessari leið. Er fjallið þarna mjög bratt, og hefir því orðið að sniðskera þar allmikið, brúa gilskorninga, byggja ræsi og sprengja stór Vjörg úr vegi. Verð- ur þessi hluti vegarins fullur V-k km. Næsti áfanginn er af Hælnum og suðvestur á fjallsbrún, eftir svonefndum Hafrárdal, allt að 2V2 km. Er þar víðast líðandi halli, sem að eigi veldur fyrirstöðu bíl- um, en jafna verður þar nær all- staðar undir og malbera langa kafla. En það er auðunnara en brekkan sem er langt komið að yfirstíga. Má gera ráð fyrir að með sama áframhaldi verði þess- um hluta vegalagningarinnar lok- ið haustið 1941, svo að þá verði hægt að gista að „Sankti Pétri“. En þá hefst þriðji og síðasti þátturinn, og hefir mönnum eigin- lega ekki verið það ljóst fram að þessu, hversu langur hann kynni að verða. En s.l.'sunnudag, að lok- inni vinnu þarna fremra, lögðum við þrír á fjöllin til að yfirlíta þetta. Voru það Þorsteinn Þor- steinsson, bæjarfulltrúi, sem að séð hefir um aðalframkvæmd þessa verks frá því fyrsta, Björn Þórðarson, afgreiðslumaður í Sjöfn, og eg undirritaður. Við lögðum af stað kl. 5 síðd., og fór- um eftir hinum forna Vatnahjalla- \ vegi, og náðum suðvestur að Geldingsá inn af Skagafjarðardöl- um kl. 9.50 um kvöldið. Við höfð- um 3 hesta, en einn þeirra var undir farangri okkar, svo aðeins tveir gátu riðið í senn, og skipt- umst við á að .ganga, og varð sá sem fyrir því varð oft að hlaupa við fót til að dragast ekki aftur úr. Má gjarnan benda fjallaförum, þeim sem vilja spara nokkuð ferðakostnað, en kjósa þó að leggja eigi ofmikið á sig og hafa samt drjúgar dagleiðir, á, að þetta er ágætt fyrirkomulag. T. d. að fjórir menn hafi 2 hesta til reiðar og einn undir burði. Fyrir mann, sem er nokkuð vanur göngu, en óvanur að sitja á hesti, verður í raun og veru hvorutveggja hvíld — að ganga og ríða til skiptis. Um nóttina gistum við í gangna- mannakofa við Geldingsá. Að morgni héldum við svo suður með Austari Jökulsá að Eystri-Pollum og þaðan suðaustur á öræfi, land- norður af Laugafelli og snerum jþíu' við og fórum nofður eftir há- öldum á milli Austurdals og Eyja- fjarðardalsins, eða sem næst því. Við Urðarvötn komum við svo á veginn aftur og náðum tjaldstað okkar kl. 5 á mánudaginn, eftir rétta sólarhrings burtveru. Álit okkar, að lokinni þessari rannsókn, er það, að af fjallsbrún og spölkorn suðvestur fyrir Urð- arvötn, muni þurfa að gera all- mikið til þess að bílar fari þar um. Mun þetta vera allt að 12 lcm. vegalengd. Nokkrir kaflar eru þó þar, sem lítið eða ekkert þarf við að gera, en aftur aðrir, sem munu verða all erfiðir. En mal- burður kemur þar hvergi til greina, né ræsagerð, en það eru þau atriði, sem að jafnaði munu reynast dýrust við alla vegalagn- ingu. Er hér aðallega um ruðning að ræða, og ætti þetta því að vera framkvæmanlegt, ef til vill á einu sumri — 1942. Þegar kemur suður fyrir Vötnin verður að beygja um stund til vesturs eins og gamli vegurinn var ,enda verður að fylgja honum að mestu norðanað. En þar skiptir um svo gersamlega, að eftir það virðist hvergi þurfa að kasta steinvölu úr vegi, svo langt suður sem við fórum, og má hiklaust ætla að sama landslag sé þar áfram allt suður á Sprengisand, enda styðst það við umsögn manna, sem farið hafa þar um. Eru þarna hvarvetna rennisléttir, smágrýttir melar og ávalar öldur, sem keyra má um vítt og breitt sem verða vill. Yfir Geldingsár- drögin, sem sumir óttuðust að mundi skapa farartálma ,má víða fara viðstöðulaust. Framhald þessa verks veltur mjög á því, að það njóti sömu vel- vildar og hjálpfýsi manna hér eftir sem verið hefir hingað til. Það nýtur enn einskis opinbers styrks og óvíst hvort að það verð- ur nokkurn tíma. Fjöldi manna hefir þegar lagt hönd að þessari vegargerð endurgjaldslaust. Svo að segja hefir öll vinna verið gef- in. Og eg hygg líka, að engan muni iðra þess, að fara þangað og vinna þar einn dag, enda fjölgar alltaf þeim, sem fúsir eru, og bjóða sig fram til þess. Bílstöðvar og bílaeigendur hafa sýnt lofs- vert örlæti og skilning á þessari framkvæmd. Þeir hafa oftast ým- ist gefið með öllu bílferðirnar á vinnustaðinn, eða aðeins reiknað sér benzíneyðsluna. Loks hafa ýmsir aðrir, sem ekki áttu kost á að vinna þarna sjálfir, stutt þetta verk með peningagjöfum. Nemur sú upphæð svo skiptir hundruð- um króna. Vatnahjalli var ruddur fyrir rúmum 100 árum síðan, svo að greiðara yrði þar um með hest. Var það fyrir atbeina Bjarna amtmanns Thorarensens. Sér þessa enn menjar. En það var um seinan. Tapgferðunum, sem tíðk- Magnús lónsson Skógi: Verknámsför Hólasveina 1939. (Framhald). II. Eftir mikla máltíð um kvöldið og væran svefn um nóttina vökn- uðum við snemma til að snæða og pöntuðum mat til kvöldsins. Þetta var að Laugum að morgni hins 12. júní. Kl. 8 vorum við komnir út að bílnum og röðuðum okkur í sætin. Svo rennur bíllinn af stað niður Reykjadalinn, en þrátt fyrir greiðan veg er ganghraðinn hæg- ur. Bíllinn er kominn að því að „fella fjaðrir“ og hjartað berst hræðslulega í brjósti bílstjórans. En áfram er haldið þó hægt miði, unz komið er í námunda við Nes í Aðaldal. Þar sprettur upp maður, sem setið hafði fyrir okkur við veginn. Það var Hermóður, sonur Guðmundar á Sandi. Hann hafði útskrifazt frá Hólum fyrr um vor- ið og var nú kominn til að bjóða okkur heim. Urðu þarna fagnaðar- fundir og fýsti flesta til að eignast ánægjusama og eftirminnilega stund heima hjá skólabróður okk- ar og skáldinu á Sandi, sem fæst- ir okkar höfðu séð. en allir heyrt eitthvað eftir. En tíminn var tæpur og ekillinn neitaði að aka þangað og þar með var draumur- inn búinn. En Sandsfólkinu send- um við kærar kveðjur, þrungnar þökkum fyrir höfðinglegt heim- boð. Til Húsavíkur komum við kl. rúml. 10 og stóðum þar við í tvo tíma vegna óhjákvæmilegrar bráðabirgðaraðgerðar á bílnum. Skemmtum við okkur við að skoða kauptúnið á meðan, sem er einkar snoturt og aðlaðandi. ast höfðu öldum saman þarna um, var að mestu lokið þá. Síðasta skreiðarferðin yfir Vatnahjalla eftir hinum gamla Eyfirðingavegi var farin fáum árum síðar. Við viljum fara öðru vísi að. Við viljum ryðja veginn og gera hann góðan, áður en umferðin hefst að nýju. Þormóður Sveinsson. Héldum við út á Höfðann, en það- an sézt bezt yfir þorpið og þaðan sáum við hilla undir Grímsey í hafinu íyrir norðan heimskauts- baug — eyjuna, sem Einar Þver- æingur vildi ekki láta af hendi við Ólaf helga 1024 af ótta við er- lent setulið. Þegar við komum inn í kaup- túnið aftur, tók ég að mér að leita uppi lykilinn að kirkjunni, en hún er sérstæð að útliti og innri gerð. Aðeins tvær kirkjur aðrar eru eins til á landinu, en allar eru þær smíðaðar eftir uppdrætti Rögn- valdar heitins Ólafssonar húsa- meistara. Þegar eg svo kom með leiðsögu- mann og lykilinn, voru sumir Hólasveinar týndir, en fljótlegt var að finna þá, því auðvitað höfðu þeir brugðið sér inn í búð- irnar og hótelið. Einmitt á veit- ingastöðum og í verzlunum — að ógleymdum apótekum — er helzc von „sætra“ svanna og flestir vilja sjá það sem fagurt er. En samt eiga afdalakotin efni í mestar frúr, því bæjanna mannrækt er rotin þó rætist þar sumum úr. Kirkjan er byggð 1906—7 og rúmar um 400 manns í sæti. Turn- inn er 25 m. hár og fórum við þar efst upp til að njóta útsýnis yfir bæinn og skrifa nöfn okkar meðal margra annarra til kennimerkis um komu okkar. Kl. 12.10 héldum við frá Húsa- vík austur Reykjaheiði. Sóttist leiðin heldur seint, því vegurinn var blautur og snjór lá yfir hann á köflum. Urðum við sumstaðar að ýta á bílinn, og fengu þá sumir Á Ijósmyndastofunni í GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21 getið þér fengið nýmóðins Kombinationsmyndir og margar fleiri gerðir, sem hvergi fást annars staðar Guðr. Funch-jRasmussen. höfum við nú í afar miklu úrvali Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.