Dagur - 01.08.1940, Blaðsíða 3

Dagur - 01.08.1940, Blaðsíða 3
31. tbi. D A G U R 135 Þýzkir helmsyfirráða- dranmar. Skógarteifar í fnjóskaiial Óvíða eru augljósari merki þeirrar eyðileggingar, sem framin hefir verið á skógunum, en í Fnjóskadal, sem þó er ein skógsælasta sveit landsins. Víðsvegar um Vaðlaheiði og bakka Fnjóskár, sem nú klæðast fjalldrapa og lyngi, eru grónar kolagrafir, sem ásamt umhverf- inu, minna á »hirðusemi« eyfirzkra bændahöfðingja og Fnjóskdæla, sem fyrr á tíð sendu hjú sín til kolagerðar í hin- um skógauðuga dal, og létu ganga að skógarhögginu eins og túnslætti og gæta þess að ekkert yrði eftir, hvorki nýgræð- ingur né eldri stofnar. Árið 1712 eru skrásettar sagnir um mikinn skóg i landi allra jarða báðum megin árinnar og árið 1759 þurfti að hafa bjöllur á kúm, sem gengu í skógin- um fyrir sunnan Skóga, þar sem nú eru gráir melar og blásin börð. Elztu menn muna ennþá skógarslitrur í vesturdaln- um og einnig þann hugsunarhátt, sem varð þeim skógi og öðrum að bana, — að láta eitt ganga yfir ungskóg og eldri tré, — eyðileggja allan vfsir til trjágróð- urs. — Til eru sagnir um klerk nokkurn að Hálsi, sem taldi það til afreka sinna á lífsleiðinni, að hafa hreinsað landið í sinu nágrenni af öllum trjágróðri, enda getið í kirkjubókum. Þeir, sem aka Vaðlaheiðarveg austur, tala oft um það, hversu Vaglaskógur, skrúðugur og fagur, stingi mjög í stúf við hið uppblásna land hinum megin ár- innar. Þarna er augljós munurinn á rán- yrkju og ræktun. Það er ekki ólíklegt að Fnjóskadalur allur hefði orðið svip- aðri söndunum kring um Fnjóskárbrú, en gróðrinum austan árinnar, ef allir hefðu gengið jafn rösklega fram í skóg- areyðingunni og Hálsklerkur, og hafa þó margir aðrir látið hendur standa fram úr ermum. Þeir, sem efast um þetta, ættu að skoða hnjúkana og börðin fyrir sunnan Þórðarstaði. Þar stendur barátt- an milli lífs og dauða, — skógar og Nefnd sú, sem aðalfundur K. E. A. kaus, til þess að hafa á hendi framkvæmdir við garðyrkjusýn- ingu þá, sem fyrirhuguð var hér á Akureyri í sumar, hefir ákveðið að sýningunni verði aflýst. Ástæðan er ekki ónógur áhugi, eða þátttaka, heldur það óeðlilega ástand, sem nú ríkir hér í bœnum uppblástur, sem hæzt. Sumstaðar er skógurinn að feta sig upp gráa melana, en annarsstaðar standa einstakar hrislur eins og skipbrotsmenn á eyðiskeri og bíða óumflýjanlegra örlaga, þótt ræt- urnar haldi dauðahaldi í þá litlu gróður- mold, seni eftir er, og spyrni af alefli gegn yfirgangi sandsins. Þarna er skóg- urinn greinilega einasta vörn landsins gegn uppblæstrinum. Verði skógurinn eyðilagður koma eyðimerkur og börð, þar sem nú eru grænar hlíðar. En hvernig er þá búið að þessum sið- ustu leifum forns gróðurrikis i Fnjóska- dal? Vaglaskógur er að vísu girtur, grisj- aður og hirtur, en hann er langt frá þvi að vera eini skógurinn í Fnjóskadal. Norðar í dalnum er skógur í Dalsmynni; framar eru Lundarskógur, Þórðarstaða- skógur, skógarleifar fram allan dal, allt að mynni Timburvalladals, skógarslitrur í Kambfelli og stór skógur á Bleiksmýr- ardal. Ailir þessir skógar eru einstakra manna eign, ógirtir, ógrisjaðir, og að þvi er bezt verður séð ófriðaðir; víða má sjá sauðfé og jafnvel geitur á beit. Það er orðið nokkuð siðan, að það al- menningsálit virðist hafa skapast, að all- ir skógar væru ríkiseign og undir eftir- liti ríkisins og algerlega friðaðir. Þvi mætti þetta ástand í Fnjóskadal vekja nokkra furðu. F.kki sízt, sem þar er um að ræða einn þróttmesta skóg landsins, Þórðarstaðaskóg, og mjög merkileg skógarbrot annarsstaðar. Þeir einstöku bændur, sem skógana eiga, hafa hvorki vinnuafl né fjárinagn til þess að annast grisjun og aðra nauðsynlega hirðingu. Það virðist ekki nema eðlilegt í alla staði, þegar þess er gætt, hversu fá skógarbrot eru ennþá til á landinu og minnst er reynslu undangenginna alda, að ríkið eigi alla skóga, hvar sem eru, og að þeir séu stranglega friðaðir fyrir ágangi og fái nauðsynlega hirðingu. Ef sama ástand helzt í þessum efnum, er engin trygging fyrir því, að þessi merki- legu, en ófriðuðu skógarbrot í Fnjóska- dal, nái að dafna í framtíðinni. og þó sérstaklega það, að brezka herliðið hefir tekið til afnota allt húsnœði, sem til mála gat komið að nota sem sýningarskála. Vonandi tekst að hrinda þessari ágœtu hugmynd um garðyrkju- sýningu á Akureyri í framkvœmd síðar. Dorothy Thompson, íræg amerisk biaðakona og rithófundur, skrifaði fyrir skömmu grein um skipulag hins nýja þýzka heinis, sem Þjóðverjar hyggja að reisa á rústum hins gamla, að styrjöld- inni lokinni, — ef þeir sigra. Mrs Þjóðverjar hafa þegar lokið við áætlunina um skipulag hins nýja heims, sem koma á í framkvæmd ef þeir sigra í stvrjöldinni. — Eg hefi heyrt þetta frá nægilega mörgum háttsettum Þjóðverjum til þess að vera fullviss um, að þetta er rétt, og því fremur sem upplýsingar, sem eg undanfarið heíi fengið um gang styrjaldar- innar frá sömu heimildum, hafa reynzt vera alveg áreiðanlegar. Þjóðverjar ráðgera að gera Ev- rópu að einni verzlunar- og tolla- heild, með alla þræði viðskipta og fjármála sameinaða í Berlín. Á þenna hátt á Evrópa að verða mesta verzlunar- og fjármálaein- ing veraldar. * * Þjóðverjar ieikna með að ná pólitískum völdum, eftir að fjár- hags- og viðskiptakerfi þjóðanna hafa verið sveigð til samræmis við hagkerfi Þýzkalands. Smá- vægileg röskun á landamærum hinna einstöku þjóða er aukaat- riði, því það verður raunverulega ekkert ,,England“ eða „Frakk- land“ til, heldur enskumælandi og frönskumælandi deildir hinnar nýju Germaníu. Ytri tákn stjórn- skipulagsins verða einnig talin aukaatriði. Leopold fær sjálfsagt að sitja á konungsstóli áfram og fær e. t. v. að auki hina hollenzku krúnu fyrir sína þjónustu. Musso- lini fær að birtast á svölum Fen- eyjahallarinnar áfram og Viktor Emanuel að halda sínu embætti; aðrar ríkisstjórnir munu fara með völd, en engin þjóð fær að ráða yfir viðskipta- og fjármálum sín- urn, né tolleftirliti. Stjórnskipu- lagi nazista verður komið á með fjárhags- og viðskiptalegri kúgun. í öllum löndum hafa Þjóðverjar tryggt sér fylgi óánægðra kaup- sýslumanna og iðjuhölda, sem munu, ásamt Þjóðverjum sjálfum, reyna að sannfæra fólkið um, að hin mikla sósíalistiska bylting sé í nánd. * * Þegar Evrópa er orðin ein heild undir þýzkri stjórn, er ekki nauð- synlegt að láta vopnin skera úr um heimsyfirráðin milli hinnar nýju Germaníu og Vesturálfu, segja þeir, sem ráðgera hið nýja skipulag. Ameríka neyðist til þess að dansa með, vegna þess að hún þarfnast evrópiskra markaða fyrir framleiðsluvörur sínar. Með tíð og tíma verður hægt að koma hinu „rétta“ skipulagi á þar, án vopnaviðskipta. * * Til þess að þetta sé allt saman hægt, er nauðsynlegt fyrst, að vinna endanlegan sigur í styrjöld- inni. Þess vegna er árásin á Bret- Thompson er'nýkomin heim úr ferða- lagi um meginland Evrópu. Oreinin birt- ist m. a. i júlí-hefti ameríska ritsins »Tlie Reader’s Digest«, nokkuð stytt; hér lauslega þýdd og nokkuð saman- dregin. land nú undirbúin með mikilli nákvæmni. — Ef hún tekst, verða Bretlandseyjar hafðar sem gísl fyrir uppgjöf ílotans og samveld- islandanna. Það er talað um áframhald styrjaldarinnar með flotanum, frá Canada og víðar eft- ir fall Bretlands. „Slíkt er ógjör- legt“, segja Þjóðverjar, „vegna þess að Bretland og fólkið þar verður á okkar valdi. Við eyði- leggjum hafnirnar og stöðvum allan matarinnflutning og þá geta Bretar annarsstaðar valið um: annað hvort að semja við okkur, eða heimaþjóðin verður svelt og upprætt11. Nazistar trúa á hagkvæmni þess, að hafa inenn sem gísl. Þeir reyndu þetta fyrst á Gyðingum og létu Gyðinga annarsstaðar kaupa trúbræður sína út, og sönnuðu þannig. að mannúðartil- finningar allra sæmilegra manna, eru eitt af þeim vopnum, sem þeir hafa notað í baráttu sinni til heimsyfirráða. * * Rússlandi verður hlíft. „Stalin vinnur með okkur“, segja þeir. Þeir trúa því einnig, að verka- lýðurinn í löndunum muni ekki setja sig upp á móti hinu nýja skipulagi, jafnvel þótt hann gæti það. Skoðun þeirra á verkalýðn- um er þessi: verkamaðurinn vill aðeins mat og vinnu og kærir sig kollóttan um frelsi og annan slík- an hégóma. (Verkamenn mættu muna, að „ríki verkalýðsins“, Rússland, er ein meginstoðin fyrir því, ef nazistum tekst að koma þessari skoðun sinni á verkafólk- inu í framkvæmd). Ef einhverjar leifar verkamannanna vilja ekki dansa með, verður þeim fljótlega kennt það. Þýzka leynilögreglan hefir mikla reynslu í slíkum efnum. Þannig er hinn „nýji heimur“ í stórum dráttum. Dánardœgur. Nýlátin eru hér í bænurn Ásgrímur Jóhannesson verkamaður, Aðalstræti 74, hátt á sjötugsaldri, og Anna Kristjáns- dóttir verkakona, Norðurgötu 32, 82 ára að aldri. Eggert Stefánsson söngvari er kominn hingað til bæjarins og mun bráðlega syngja hér. Afmœli. Júlíus Gunnlaugsson að Hvassafelli, kunnur búhöldur, varð 75 ára í gær. Þann 30. þ. m. átti Þorleifur Þorleifsson bílstjóri á Gilsbakka- veg 5 hér í bæ.fimmtugugsafmæli. Heimsóttu hann þann dag ýmsir kunningjar, til þess að árna hon- um heilla, og þágu rausnarlegar vgitingar. Foreldrar þeir, sem ekki hafa afhent skömmtunarseðlastofna barna, sem dvelja á Laugalandi, eru beðnir að koma þeim á skömmtunarskrifstofuna sem allra fyrst. Pað tilkynnist, að konan mín, Mar^rél S8g**íðtir Friðrftksdóttir, andaðist að Kristneshæli þ. 29. júlí s. Jarðarförin er ákveðin fimmtudaginn 8. þ. m., og hefst með kveðjuathöfn að Akureyrarkirkju kl. 10 f. h. — Jarðað verður að Saurbæ kl. 12,30. Fyrir mína hönd og annara vandamanna Jón J. ftftergdal. Innilega þökkum við öllum, sem auðsýndu okkur hluttekn- ingu, við fráfall og jarðarför föður okkar og eiginmanns, Slgurbförns Kristiánssonar frá Fagrabæ Jakobína Baldvftnsdóttir og börn. Garðyrkjusýningunni aflýst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.