Dagur - 01.08.1940, Page 4

Dagur - 01.08.1940, Page 4
136 0A6U8 31. tbl. sveitamanns. Eg ólst upp við fátækt á afskekktri strönd með æskunnar framadrauma. Af arfi eg fékk hvorki fé né Iönd og fræðslu og þekking nauma. Otþráin dró mína ungu lund til ókunnra sveita og fjalla; og nú er hún komin sú stóra stund, — til starfa mig skyldur kalla. En viðfangsefni mig vanta enn til a ðvinna á lífs mlns sigra. — Eg hlusta’ ekki á »launaða heldri menn«, sem hrópa með barka digra: >Þinna handa er þörf milli fjöru og fjalls og fólksekla hvar sem við gistum«. — Eg býð ekki frjálsbornri dóttur dals upp á dægurlangt strit í vistum. Frá Happdrættinu Oreglð verður laug ardaginn lO. ágásf. Pér œttuð að athuga vel, hvað það getur kostað yður að gleyma að endurnýja. Eftir er að draga: 1 vinning á 50.000.00 2 vinninga á 25.000.00 3 — á 20.000.00 1 vinning á 15.000.00 1 - á 10.000.00 6 vinninga á 5.000.00 18 - á 2.000.00 66 - á 1.000.00 125 - á 500.00 600 - á 200.00 2850 - á 100.00 3700 vinningar á 798.000.00 Eg vil yrkja sjálfur mitt eigið líf, arftaki stoltra feðra. — Frá lífstefnu þeirri ei leita og svíí sem leiksoppur allra veðra. Eg vil reisa mitt ból og rækja störf og ráð út úr vanda finna; mín orka skal ganga í eigin þörf, — sem arfur til bama minna. Hvern þessara vinninga getið þér mist, ef þér gleymið að endurnýja. Pér, sem endurnýjuðuð ekki í síðasta (5.) flokki, getið endur- nýjað nú. Sel/um nýja miöa daglega og til kl. 12 kveldið fyrir drátt. En sköpunarþrá minni er skorða sett — skortur á óðalssetri. Ef ríkið gæfi mér rótgóðan blett að rækta — eg þættist betri. Þótt örðugt sé snauðum að byrja bú og byggja ’oná fenginn grunninn, þá vex hjá flestuin þrek og trú, er þrautin fyrsta er unnin. Starfsþrá min taumlaus á takmörk nein og trúin á gróðurmáttinn. Um vor kallar moldin hrjúf og hrein og hækkandi grös um sláttinn. Við sveitina tengir mig sifjaband, þar er sál mín í gleði og harmi, en ónumið bíður mín ekkert land né athvarf í hennar barmi. Kristjdn Einarsson frá Djúpalæk. Bækur . . . (Framhald af 1. síðu). ur þeirri hugsun eigi varizt, að þær séu þarflegri en margan grunar, og gildi þeirra meira en til stundargamans eða að geyma nokkra fróðleiksmola um liðna tíma. Þess verður ískyggilega vart, eigi sízt við sjávarsíðuna og í kaupstöðum, hversu íslenzk tunga spillist og orðaforði, eink- um unglinga, minnkar. Orsakir þessa verða eigi ræddar hér, en fátt hygg ég vænlegra til að spyrna gegn slíku, en ef unnt væri að beina lestri unglinga að bók- um, sem einmitt fjalla um ramís- lenzk efni, og eru jafnframt skrif- aðar á góðu máli, og framreiða efnið þannig, að frásögnin veki á- huga lesandans. Báðar þessar bækur eru í þeim flokki, sem nú var getið, og má þakka hverjum þeim útgefanda, sem lætur slíkar bækur á markaðinn. Hefir ísafold- arprentsmiðja átt í því drjúgan þátt. í þessu sambandi vil ég og minnast að frá sömu útgáfu er nýlega komin á prent sagan Sig- ríður Eyjafjarðarsól, prýdd fögr- um myndum eftir Jóhann Briem listmálara. Þannig útgáfur eru TAPAST hefur, frá Bási í Hörgárdal, grár hestur 11—12 vetra. Mark: stýft vinstra; al- járnaður. — Sá sem kynni að verða var við hest þennan, er vinsamlega beðinn að gera að- vart í síma að Þúfnavöllum. Friðflnnur Magnússon. valdar barnabækur, og geta Þjóð- sögur Jóns Árnasonar í þeirri mynd enn á ný orðið ótæmandi uppspretta til gagns og gamans unglingum landsins, og víst er það að hverjar stefnur sem ríkja í bókmenntum, þá verður aldrei um það deilt, að í þeim þjóðsög- um er íslenzkt mál eins og það getur hreinast verið á vörum al- þýðu. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Hólasveinaförin. (Framhald af 2. síðu). fossana, sem eg er kunnugastur, er sendast fram af svimandi há- um hömrum, fannst mér fallhæð- in lítil, en vatnsmagnið leizt mér svo mikið, að það muni duga til að drekkja þar enn sem fyrr hjá- trú og hindurvitnum úr Þinghá þeirra Ljósvetninga. Hjá Skógum skildi Haraldur á Steinkirkju við okkur, og húrra- hrópin fylgdu honum og hljóm- uðu fram allan Fnjóskadal, gylltan geislakransi kvöldsólarinnar. Ef til vill var líka einhver ungfrúin þar að vökva blómabeðin sín og bergmálsómarnir næðu eyrum hennar um leið. Við horfðum yfir Vaglaskóg, Veisu og Fjósatungu, æskustöðvar skólastjóranna á Hólum, og krók- um upp Vaðlaheiðina, 10 eða 12 haglega byggðar beygjur. Nú er orðið of seint að koma við hjá skrúðgarðafræðingnum í Dráttarvextir 0 falla á fyrri helming þeirra útsvara í Akureyrarkaup- stað á yfirstandandi ári, sem eigi eru greidd fyrir 1. ágúst 1940. Vextir eru 1 prc. á mánuði og reiknast frá 1. júní síðastl. Dráttarvaxtaákvæðin ná þó eigi til þeirra gjaldenda, sem greiða mánaðarlega af kaupi samkv. lögum nr. 23, 12. febr. 1940. Akureyri 31. júlí 1940. Bæjargjaldkerinn. Ef ekkert óheppilegt kemur fyrir yður alla tíð til elliára, þá standið þér vel að vígi með að leggja nokkrar krónur á ári í yðar eigin varasjóð, til þess svo að fá sjóðinn útborgaðan t. d. um 60—65 ára aldur. En ef ólánið kemur, og það kemur til margra, þá er fátt til, sem jafnast á við góða h'ftryggingu. Líftryggið yður strax. (Pað verður líka dýrara, eftir því sem þér verðið eldri). Lfftryggingárskýrteinin frá „S{óvátrygf{iiigH er bezta eignin, sem þér getið átt. aq íslandsf Umboð ú Akuceyci: ðxgl Ui\mm k.f. <* Kaupfélag Eyiinga. Fífilgerði, en þar eru um 400 teg- undir trjáa og jurta til að skoða. Og hliðið á Gróðrarstöðinni var harðlæst, enda var klukkan komin langt yfir 10 og fáguðustu borgar- ar bæjarins haldnir til húsa. Það var því ekki um annað að gera en að leita sér að mat og legurúmi sem fyrst. Fóru nokkrir til vanda- manna og vina í bænum, en Björn fékk „pláss“ í barnaskólanum handa hinum, sem veitt var end- urgjaldslaust. Eftir ágæta máltíð á einu Hótel- inu var svo lagst til hvíldar eftir ánægjulegan dag og svo viðburða- ríkan að sumum gekk illa að sofna. (Framhald). Ferðafélag Akureyrar fer til Herðubreiðar og Öskiu um næstu helgi. Verður lagt af stað frá Ak- ureyri kl. 3 á laugardaginn í lang- línubílum. Við Herðubreið snúa sumir við og verða komnir heim á mánudagskvöld, en aðrir fara til Öskju og þaðan að Svartárkoti og koma heim á miðvikudagskvöld. Hópur frá Ferðafélagi Reykjavík- ur slæst með í förina. Búizt við mikilli þátttöku úr bænum. Michael, en ekki Ríkarð, hét yngri maðurinn, er drukknaði á Norðfirði í síðustu viku. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Björnssonar,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.