Dagur


Dagur - 22.08.1940, Qupperneq 1

Dagur - 22.08.1940, Qupperneq 1
DAGUR kemur it á hverjuni íimmtudegi Kostar Ur. 6.00 áig. Gjaldk. Árni Jóhannsson < Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. júli. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. XXIII • *rg.j ^ Hh ■ 4*-m- *--<»—• «*• - -»- Akureyrí 22. ágúst 1940 T 34. tbl. Leon Trotsky myrtur Leon Trotsky andaðist af sárum sínum s. 1. nótt í Mexikoborg, en í gærdag var gerð morðtilraun á honum á heimili hans þar. — Vegagerðinni um Hafrárdal — Vatnahjallaveginum — miðar vel áfram. Frá því seint í júnímánuði s.l., hefir félagið safnað sjálfboða- liði um aðra hvora helgi, til að vinna við veginn, og oftast hafa nokkrir úr fram-Saurbæjarhreppi komið til vinnunnar á sama tíma. Sunnudaginn 11. þ.m. söfnuðu þeir Eggert Stetánsson söng í Bíó s. 1. fimmtudag með undirleik Robert Abrahams. Söngvarinn var ágætlega fyrir- kallaður og greip áheyrendur þeg- ar með fyrsta lagi — „Áfram“ (Á. Thorsteinsson) — og fögnuðurinn fór sívaxandi, enda söng hann glæsilega t. d. „Hirðinginn“ (Karl Runólfsson), „Bikarinn“ (Markús Kristjánsson, „Heiðin há“ (Sigv. Kaldalóns), „Sverrir konungur“ (Sveinbjörnsson); já, svo glæsi- lega og innilega, að ég hefi enga heyrt gera það betur. Það fara ekki allir í fötin hans Eggerts; hitt er annað mál, að honum eru mislagðar hendur, og ýmislegt er það í söng hans, sem betur mætti fara, en kostirnir eru yfirgnæf- andi og hann hrífur með innileik sínum: hann lifir í því sem hann syngur, og röddin er ágæt. Eggert er nú að komast af léttasta skeiði og mætti því ætla, að honum reyndist erfitt að syngja mezzo- voce og piano, en furðu fallega söng hann „Mamma ætlar að sofna“ (Sigv. Kaldalóns) og „Draumalandið“ (Sigfús Einars- son). Annað var síður sungið. Eggert er há-dramatískur tenor- barryton og einn okkar albezti, þegar honum tekst upp, en list skal dæma eftir því sem bezt er gert, hinu ekki. Undirleikur R. Abraham var með ágætum. Hljómleikar þessir voru sönn andleg hressing og eftirminnilegir. Þökk fyrir kvöldið. Sendimenn Stalins hafa gert margar misheppnaðar tilraunir til þess að ráða hann af dögum á undanförnum árum. Garðar Sigurgeirsson Staðarhóli og Árni Jóhannesson Þverá í Öngulsstaðahreppi 33 mönnum úr hreppnum til vinnu við Vatna- hjallaveginn. Bílstjórarnir Valdi- mar Sigurgeirsson og Eiríkur Skaftason keyrðu hópinn. Fyrir hönd F. F. A. fóru þeir Þorst. Þor- steinsson og Þormóður Sveinsson og einnig Jón Siggeirsson Hólum, sem jafnan er verkstjóri við vega- gerðina. Síðastliðinn sunnudag komu 12 menn úr Hólasókn í Saurbæjar- hreppi og 11 frá Akureyri. Er nú búið að ryðja veg upp aðalbrekkuna upp á Hælinn, og er miklu hallaminna og léttara að ryðja þar eftir. Næsta vinnuferð félagsins er áætluð 31. þ. m. og svo 14.—15. sept. Ef góð þátttaka verður í þessum ferðum, er ekki ólíklegt að takast muni að aka upp allan Hafrárdal, allt á fjallsbrún, á þessu sumri. Þeir, sem vilja veita þessu vega- gerðarmáli lið, eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram við Þor- stein Þorsteinsson Brekkugötu 43 á Akureyri. KIRKJAN: Messað í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Templarar! Unnið verður í Skjaldborgarbrekkunni annað kvöld (föstudagskvöld). Enn vant- ar menn. Enn eiga margir eftir að koma. Mætið sem flestir, eldri og yngri; Eldur varð laus í Miðbæjar- skólanum í Reykjavík á mánu- daginn, og munaði minnstu að skólinn brynni, en slökkviliðinu tókst að ráða við eldinn. Nokkrar skemmdir urðu. SÖKUM SÝNINGAR ÍSLANDS- MYNDARIRNNAR Á AKUREYRI í DAG, FRESTAR EGGERT STE- FÁNSSON HLJÓMLEIKUM SÍN- UM, og verða þeir auglýstir nán- ar síðar, Halldór Þorgrímsson 'yrrum bóndi á Hafrálœk og Hraunkoti í Aðaldal, f. 3. apríl 1861. — D. 5. júní 1940. Helfregn nýja heyrði austan. Hugur syrgir látinn vin, gamlan, reyndan, trúan, traustan, tápi gæddan skógar-hlyn, — aldinn hlyn úr ættar-viði, alinn þar við skin og hregg, sem á heima-héraðs sviði hóf frá rótum grein og legg. Frændur syrgja dáða-drenginn dalsins rótum sprottinn af, mann, sem nú til moldar genginn, minning bjarta að arfleifð gaf. Hversdagslega hýr og glaður, hlýr í orði og svörum beinn, sorgum vígður sæmdarmaður sínar raunir geymdi einn. Vits er þörf úr vöndu að ráða, verði leiðin grýtt og ströng. Stilltur neytti hann dugs og dáða, dimmdi að og brysti föng. Gekk því út úr eldraun hverri orðsæll drengur jafnt sem fyr. Aldrei maður varð af verri vopnaburði í lífsins styr. Mat hann þjóðar gögn og gæði, gamla sögn og nýja smíð; lagði rækt við forna fræði, felldi hug að eldri tíð. Festi af tryggð í trúu minni tímans leiftur, stunda flug. Gengnar myndir, gömul kynni geymdi og tjáði fúsum hug. Gott var hjá hans arineldi æsku þeirri, er hlýða kann, starfs við lok á kyrru kveldi koma í bjartan sögu-rann. Muna börnin fegins-fundi. Fyllir hugann minning þess, sögu-þyrstur er eg undi að hans knjám við lágan sess. Kvaddur sértu af á og engi, æskudal og vinasveit. Minning um þig ljúft og lengi lifa mun í hjartans reit. Hljóðar þakkir, heitar bænir hlúa að þinni blíðu sál. Vonaskógar gróður-grænir glitra þar við efsta mál. Vorið dalinn döggvum græðir, dreyfir geislum kæra jörð, grænu skrúði grundir klæðir, gæðir lífi allan svörð. Gott er heim í ljós úr ljósi lúnum dreng að stíga spor. Gróa þar að al-lífs ósi eilíf blóm og stöðugt vor. llin nýja WHH Iilands- kvikmynd M. ísl. saiioRufél. verður sýnd í Samkomuhúsi bæfarins í kvöld fimtudag 22. ágúst kl. 9 stundvislega Aðgöngumiðar eru seldir f dag í brauðbiiðum Kea og við innganginn; kosta 1 kr. f. fullorðna og 50 aura f. börn. Notið þetta einstaka tækifcri tii þess að sjá þessa ágætu kvikmynd af fslenzkum at- vinnuháttum og landslagi. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦«»♦♦♦ Leyniútvarpsstöð fannst í Reykjavík í síðustu viku. Eigandi hennar er Sigurður Finnbogason rafvirkjanemi, og haiði stöð hans haft samband við Þýzkaland. Var hann'tekinn af brezka setuliðinu. Síðar í vikunni var annar maður handtekinn hér á Akureyri, Þór- hallur Pálsson útvarpsvirki, og var hann fluttur suður. Hefir mál þeirra beggja verið í rannsókn. Hörmulegt slys varð í Reykja- vík 14. þ. m. Sex ára gamall drengur féll niður um lyftuop og dó samstundis. Togarinn Helgafell kom á mánudagsnóttina til Reykjavíkur með 8 skipbrotsmenn, 7 Svía og 1 Pólverja, sem togarinn bjargaði af fleka norður af írlandi. Hafði Þýzkur kafbátur skotið skip þeirra í kaf, og mennirnir verið á flek- anum í 2 sólarhringa, er þeir fund- ust. Brœðslusíldaraflinn er nú orðinn yfir miljón hl. meiri en á sama tíma í fyrra. Síra Jakob Jónsson er alkominn heim frá Kanada eftir 6 ára dvöl þar. Frá Ferðafélagi Ákureyrar. Auditpr. K. V.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.