Dagur


Dagur - 22.08.1940, Qupperneq 2

Dagur - 22.08.1940, Qupperneq 2
146 Ð A G U I< 34. tbl. Eins og kunnugt er, hafa Sjálf- stæðismenn stjórnað málefnum Reykjavíkur á undanförnum ár- um. Margt hefir verið að þeirri stjórn fundið af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, en blöð hans hafa alltaf verið þar til varnar, aldrei viljað taka bendingar eða tillögur til úrbóta til greina, ef þær hafa komið frá andstæðingum flokksins, og jafnan fullyrt, að Reykjavík væri stjórnað bezt af öllum bæjum og sérstaklega lofað „hina ágætu fjármálastjórn“ höfuðstaðarins. Þann 13. þ. m. birtist svo grein í „Vísi“ um þessi málefni, eftir einn af forsprökkum Sjálfstæðis- flokksins, Björn Ólafsson stór- kaupmann, og kveður þar við nokkuð annan tón en menn hafa átt að venjast úr herbúðum Sjálf- stæðisflokksins. „Vísir“ fylgir grein B. Ó. úr hlaði með nokkrum formálsorðum og skýrir m. a. fra því, að greinarhöfundur hafi kom- izt að niðurstöðum sínum „eftir rólega íhugun, með víðsýni hins reynda fjármálamanns“. En hverjar eru þá aðalniður- stöður „hins víðsýna fjármála- manns“, sem hann hefir komizt að „eftir rólega íhugun “ Til þess að sýna fram á það, skulu hér tilfærð nokkur megin- atriði úr grein B. Ó. Um afstöðu ritstjóra Sjláfstæð- isflokksblaðanna og annara flokksmanna til flokks síns og andstæðinganna segir hann: „Mönnum hættir við að syngja gagnrýnislaust lofsöng sínum eig- in flokki, ef hann situr við stýrið, og telja tillögur andstæðinganna fávíslegar og einkis nýtar. En vandamálin verða ekki leyst á þann hátt. Þau verða aðeins leyst með því að gera sér ljósa grein fyrir hvar skórinn kreppir að og hafa fulla einurð til að gera það sem þarf til úrlausnar, jafnvel þó bjargráðið komi frá andstæðing- unum“. B. Ó. hefir stórmikið að athuga við stjórn Reykjavíkur, einkum fjármálastjórnina. „Allir eru sam- mála um, að skattarnir fari langt úr hófi fram“, segir hann. Aðal- ástæðuna fyrir hinu bága ástandi og þungu skattabyrðum gjald- þegnanna telur hann vera of mik- ið aðstreymi fólks til höfuðstaðar- ins. Um það efni segir hann m. a.: „Mest öll fólksfjölgun landsins hefir streymt til Reykjavíkur og myndað þar sívaxandi ölmusulýð“. Það er þessi „sívaxandi ölmusu- lýður“, sem að dómi greinarhöf- undar er að sliga bæjarfélagið fjárhagslega og verði því nú þeg- ar að reisa skorður við fólks- straumnum til Reykjavíkur. Þá segir B. Ó., að verði ekkert verulegt gert til úrbóta á stjórn bæjarmálanna, þá muni „fyrst bresta gjaldþolið, svo lánstraust- ið, síðan traustið á þeim sem stjórna og trúin á framtíðina". B. Ó. lítur meira að segja svo dökk- um augum á ástandið í Reykja- vík, að verði ekki skjót lækning framkvæmd, þá muni það sýkja út frá sér, „dreifast sem eitur um þjóðarlíkamann og veikja starfs- krafta þjóðarinnar“. Þess vegna sé lífsnauðsyn „að reyna nýjar leið- ir, nýjar aðferðir, nýjar hugmynd- ir, nýja menn, til þess að leysa úr vandamálunum“. B. Ó. kemst ekki hjá því að benda á, að þetta ástand hafi skapazt undir stjórn Sjálfstæðis- manna, en af skiljanlegum ástæð- um gerir hann misheppnaða til- raun í þá átt að velta sökinni af flokksmönnum sínum og kenna öðrum um ófarirnar. Er þetta gömul og ný saga meðal þeirra, er eitthvað ferst óhönduglega. Hverj- um öðrum er það t. d. að kenna að Reykjavíkurbær er „raun- verulega forystulaus“, að því er Það sannast á ritstjóra íslend- ings, að „Oft fer sá villt, er geta skal“. í svari sínu til mín grípur hann til þess óyndisúrræðis, sem stundum hendir rökþrota menn, að smokka sér út úr klípunni með því að hengja bakara fyrir smið. Hefir slíkur verknaður þó aldrei verið talinn stórmannlegur. Þessu hreystiverki lætur hann svo fylgja fremur óviðkunnanlegan munn- söfnuð, svo sem: „rægikarl“, „marðareðli“ og „marðartennur“. Þar með telur hann málið afgreitt og hengingunni lokið. En málið er ekki svona einfalt. Það er ekki hægt að hlaupa frá sínu eigin umkomuleysi með því einu að búa til persónu til að skeyta skapi sínu á. — En þetta er nú kannske vorkunnarmál. Mál- staður ritstjórans er erfiður. Það er þungur róður að fá fólkið of- anaf því, að ráða sínum eigin við- skiptamálum. Það verzlar þar, sem það telur sig fá bezt kjör. Þar ber þróun Kaupfélags Eyfirð- inga síðustu 30 ár órækast vitni. Hitt gegnir meiri furðu, að ritstj. skuli ekki hafa komið auga á það, að almenningur 1 landinu hafi kallað þá Kristinssyni og Vilhjálm Þór til alþjóðastarfa. Eg hélt þó, að þessir 14—15 þúsund félags- menn samvinnufélaganna að við- bættum öllum þeirra framfæring- um, væri töluverður hluti af þjóð- inni. Og ekki mun eg vera einn um þá skoðun, að ef gæfa íslenzku þjóðarinnar hefði verið svo mikil, að hún hefði getað notið hinna skapandi krafta Hallgríms Krist- inssonar lengur en raun varð á, þá hefði hún skipað honum í fylk- ingarbrjóst í framfarabaráttu sinni, þrátt fyrir það þótt rit- stjóra „íslendings“ kynni að hafa þótt hann litill maður, Úr hörð- B. Ó. segir? Hverjir eiga að „hreinsa burt það sem er sofandi og óstarfhæft“ í stjórn málefna Reykjavíkur, „en setja í staðinn dugnað, framtak og árvekni“, ef ekki sá meiri hluti, sem öllu ræð- ur — Sjálfstæðismenn? Og hvers vegna þarf að dómi B. Ó. að fá „nýja menn“ til þess að leysa úr vandamálum Reykjavíkur? Auð- vitað vegna þess að B. Ó. álítur „eftir rólega íhugun“, að þeir, sem hingað til hafa stjórnað Reykja- vík, hafi ekki haft til brunns að bera „dugnað, framtak og ár- vekni“. Er ekki von að vel hafi farið, þegar alla þessa kosti vantar. Ef þessi dómur um stjórn bæj- armála Reykjavíkur hefði komið frá andstæðingum Sjálfstæðis- flokksins, mundi hann hafa verið kallaður rógur í blöðum flokksins. En nú er það kunnur sjálfstæðis- maður, sem kveður upp dóminn, og það „eftir rólega íhugun“ og „með víðsýni hins reynda fjár- málamanns“, að því er „Vísir“ segir. ustu átt kemur það og hjá ritstj., að vekja upp hálfgleymdar end- urminningar um sendimann íhaldsins hér um árið, sem aldrei fann Ameríku, með því að látast ekki vita, að V. Þór hafi, af hálfu þjóðarinnar, verið falin mikilvæg- ustu trúnaðarstörf í Vesturheimi. Sama gildir um þá kaldhæðni, sem kemur fram í ummælum hans um Garðar Þorsteinsson, þar sem hann segir, að G. Þ. „hafi dyggi- lega stutt hvert það mál, er til heilla hafi horft fyrir Eyfirðinga11. Nú veit eg ekki til, að G. Þ. hafi í orði eða verki stutt samvinnumál Eyfirðinga. Er því annað hvort að hann er að gera gys að G. Þ., eða þessi ummæli verða að skoðast sem yfirlýsing ritstj. um það, að samvinnufélagsskapurinn hér sé óheillamál. „íslendingur“ minnist með tví- ræðum orðum á skilsemi K. E. A. á opinberum gjöldum og hyggst með því að réttlæta sleifarlag íhaldsins í Reykjavík á útsvars- greiðslum þar. En hér er áreiðan- lega skotið yfir markið. Eg held því fram, þar til annað reynist sannara, að K. E. A. hafi ætíð staðið við allar sínar greiðslu- skyldur samkvæmt lögum og samningum, og það hygg eg sé meira en hægt er að segja um þau fyrirtæki, sem munu vera ástfóst- ur „íslendings“. Og þá kem eg að því, sem er mergurinn málsins, sem sé, þessu þráláta nuddi „íslandings“ um það, að samvinnumenn vilji við- halda innflutningshöftunum ein- göngu kaupfélögunum til fram- dráttar. Þetta eru hin herfilegustu öfugmæli. Innflutningshöftin eru sérstaklega fjötur um fót kaup- félaganna. En samvinnumenn hafa þann þegnskap að vera þeim fylgjandi, af því þeir skilja nauð- syn þjóðarheildarinnar, eins og ástatt er og hefir verið undanfar- in ár. En þeir þrá jafnframt, að viðskiptaástandið og afkoma þjóð- arinnar breytist svo til batnaðai’, að öllum þessum hömlum verði hægt að létta af sem fyrst. Kaupfélögin hafa sýnt það und- anfarna áratugi, að þau hafa dafn- að og þroskast í frjálsri sam- keppni. Hvers vegna ættu þau þá að þurfa innflutningshöft til að geta starfað? Um þetta mætti skrifa langt mál. En í þetta sinn læt eg nægja, að varpa fram nokkrum spurningum og drepa h örfá atriði, sem ef til vill gæti orðið „íslendingi“ íhugunarefni. 1. Hvernig stendur á því, að sala S. í. S. á innlendum fram- leiðsluvörum hefir á árunum 1916—1936 meira en tólffald- ast og sala útlendra vara auk- izt í hlutfalli við það? Varð þessi aukning í skjóli innf lutningshaf tanna ? 2. Hvernig stendur á því, að oft- sinnis þegar K. E. A. hefir skort vörur handa viðskipta- mönnum sínum sakir synjun- ar um innflutning, hefir það getað fengið vörur hjá heild- Á Ijósmyndastofunni í GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21 getið þér fengið nýmóðins Kombinationsmyndir og margar fleiri gerðir, sem hvergi fást annars staðar Guðr. Funch-Rasmussen. JlfSlf!!!!!! f f ffffftffffl *® Handklæði og handklæðadreglar nýkomið. Kaupfólag Eyfirðinga. Vefnaðarvðrudeild. ■IMHHiMHiHHiiW Dauða höndin

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.