Dagur - 22.08.1940, Side 3
34. tbl. ;
D A G U R
147
„Eg fékk sjónina aftnr"
Kommúnistinn Howard Rushmore segir frá.
sölum, án þess að þurfa að
leggja þeim til innflutnings-
leyfi í staðinn?
3. Hvernig stendur á því, að eftir
að innflutningur kornvara var
gefinn frjáls, þá óx sala kaup-
félaganna svo mjög, að nú
hafa þau 50% af innflutningi
allrar kornvöru til landsins?
Nú, með því að „íslendingur“
klifar sífellt á því, að heildsalarn-
ir séu órétti beittir um innflutning
gagnvart kaupfélögunum, og að
þau lifi á innflutningshöftunum,
væri gott að hann svaraði þessum
spurningum af einhverju viti.
Samkvæmt skýrslum, sem ný-
lega hafa verið birtar opinberlega
um innflutning aðalhaftavaranna
fyrstu 9 mánuði ársins 1939, var
hlutur Sambandsfélaganna þessi:
Vefnaðarvörur: 15,41% af heild-
arinnflutningi.
Skófatnaður: 18,32% af heildar-
innflutningi.
Byggingarvörur: 17,38% af heild-
arinnflutningi.
Búsáhöld: 29,11% af heildarinn-
flutningi.
Nú eru félagsmenn í kaupfélög-
um 14—15 þús., auk fjölmargra
fastra viðskiptamanna, og eitthvað
af fólki hlýtur að fylgja þessum
mönnum og vera á framfæri
þeirra.
Hvað álítur nú „íslendingur“, að
þetta fólk sé margt, og hvað telur
hann réttlátt, að það fái mörg %
af heildarinnflutningi ofantaldra
vara?
Vænti eg að „íslendingur“ ræði
þetta mál með rökum, en láti
ekki sitja við staðlausar upphróp-
anir og köpuryrði.
Sagan sýnir, að það hefir verið
stofnað til smá herferða á hendur
samvinnufélögunum síðastliðin 50
—60 ár. Eldri menn muna herferð
selstöðuverzlunarinnar á Húsavík
gegn Kaupfél. Þingeyinga. Þá má
nefna „Verzlunarólagið", sem
Bjöm Kristjánsson hleypti af
stokkunum, þegar kaupfélögin
áttu í þrengingum eftir heims-
styrjöldina, og nú er það Árni fra
Múla, sem er látinn reiða upp
stóra hnefann.*
Sú var tíð, að íslendingar sátu
við átthagafjötra og áþján í verzl-
unarmálum sem öðru. Því var
hrundið fyrir forgöngu frjálshuga
framfaramanna. Það voru feigar
hendur, sem þá börðust gegn
framþróun lífsins. Stig af stigi
hefir þetta breytzt; skilningurinn
og víðsýnin vaxið. Sá, sem ekki
skilur sína samtíð og beitir hnef-
um gegn framfarastraumnum,
verður ofurliði borinn. Hnefi „ís-
lendings“ upp úr því kafi er
DAUÐA HÖNDIN.
Eyfirzkur bóndi.
* Það var Jón í Múla, faðir Árna, sem
mest og bezt studdi Hailgrím Krist-
insson á hinum stórmerka fundi, sem
haldinn var að öngulsstöðum árið
1906, þegar grundvöllurinn var lagður
að núverandi skipulagi K. E. A., sem
orðið hefir svo örlagaríkur í fram-
faramálum héraðsins. Lagði Jón þar
gott eitt til mála, en þá var Árm
ómálga og Hslendingur* ófœddur.
H6f.
Magnús Jónsson Skógi:
Verkiámsför Hólasveina
1939.
(Niðurlag).
Þá skoðuðum við hvernig skinn
og húðir eru handleikin, unz búið
er að búa til úr þeim hanzka og
töskur, trausta skó og skjólgóða
jakka o. fl. Yfirleitt máttum við
öllu kynnast þarna — jafnvel
starfsstúlkurnar var okkur leyft
að skoða líka. Og ef allir vissu,
íve álitlegar þær eru og nett-
fingraðar og flinkar við vinnuna,
er eg viss um, að ennþá meira og
fleira mundi ganga út hjá Gefj-
unni heldur en nú á sér stað.
Loks var okkur haldin sýning á
því helzta sem þarna er búið til.
Er við höfðum skoðað þarna allt,
gátum við víst allir sagt af sann-
færingu út til almennings: Styðj-
ið innlendan iðnað! Kaupið fram-
leiðsluvörur verksmiðjanna!
Þakklátir fyrir fræðsluna og
fyrirhöfnina héldum við svo inn í
bæinn aftur og var þá búið að
gera við bílinn. Tók því hver
pjönkur sínar í snatri og kl. 6 var
keyrt af stað heimleiðis, enda þótt
ótal margt væri óskoðað, sem
skemmtilegt hefði verið að sjá,
bæði á Akureyri og Inn-Eyjafirð-
inum. T. d. hefði verið gaman að
skoða gróðurhúsin og kornyrkjuna
á Klauf, sem K. E. A. rekur þar af
miklum myndarskap. Þar skammt
frá er svo kvennaskólinn á Laug-
arlandi, en þaðan var Runólfur á
Hvanneyri með sína sveina „ný-
sloppinn úr danzandi meyjaörm-
um“. — Hann átti nú líka sitt sér-
erindi þangað umfram okkur. —
Og húsmæðraskólann á Laugum
litum við heldur ekki nema að ut-
an. Hann mun þó vera þjóðlegasti
skóli þessa lands að innanhúss-
munum og herbergjaprýði.
Nú var ekki að tala um meiri
tafir. Aðeins var þó staðnæmst í
Bakkaseli og á Sauðárkróki og
komið „heim til Hóla“ laust fyrir
miðnætti. Voru þá allir svangir,
þreyttir og syfjaðir og hásir af
söng og húrrahrópum. Ferðin
hafði gengið vel og ekkert óhapp
eða slys komið fyrir. Aðeins einn
fann til bílveiki, en við hann var
bara sagt, að honum sæmdi betur
að búast kvenmannsklæðum. Það
var hans velgjumeðal.
Nú vorum við komnir heim til
námsins og starfsins aftur eftir
fjögurra daga ferðalag, innilega
þakklátir öllum þeim mörgu, sem
greiddu för okkar á einn eða ann-
an veg og gerðu hana gleðilega og
fræðandi.
Lýkur þar með frásögn þessar-
ar ferðar eins og eg minnist henn-
ar nú eftir rúmlega ár.
Ritað í Qróðrarstöðinni sumarið 1940.
Magnús Jónsson frá Skógi.
Bann.
Bannt ötlum að tina ber í
landareign ábýlisjarðar minnar,
Krossum Árskógshreppi.
Jóhann Xr. Olafsson
(Niðurlag).
Fyrsta starfsárð mitt bar það
við, að einn af embættismönnum
flokksins, sem eg hafði kynst,
mætti ekki á skrifstofu sinni einn
daginn, og aldrei síðan. Rannsókn
leiddi í ljós 2000 dollara sjóð-
surrð hjá honum.
„Hvers vegna getur kommún-
isminn ekki sigrast á þessari auð-
valdságirnd í „félögunum“? spurði
ég meðritstjóra minn við Young
Worker.
Hann sagði, að veikleikinn væri
í einstaklingunum.
„En ef einstaklingarnir eru
ósjálfstæðir og veikir, hvaða gagn
er þá að kennisetningum okkar?“
spurði eg aftur.
„Þetta eru borgaralegar hugsan-
ir hjá þér, félagi Rushmore“,
svaraði ritstjórinn kuldalega.
Eg reyndi af fremsta megni að
vera trúr takmarkinu sem eg
hafði sett mér. Eg vildi vinna að
bættum kjörum atvinnuleysingj-
anna og vonleysingjanna, sem eg
hafði hitt á lífsleiðinni. Eg sagði
meðritstjóra mínum því, að eg
þarfnaðist meiri reynslu í flokks-
legri skipulagsstarfsemi. Eg var
þá gerður að flokkstjóra ung-
kommúnista í Dakotaríkjunum
og aðstoðarflokksforingja í Iowa-
ríki.
Á einum stað komum við af stað
verkfalli. Verkamennirnir settust
að í verksmiðjunum og neituðu
að yfirgefa þær. Lögreglan kom á
vettvang og dreifði táragasi.
Smábarn varð fyrir meiðslum.
„Þetta borgaði sig ekki“, sagði ég
við félaga mína. „Hvað? Hvers
vegna ekki?“ var svarið. „Við
fengum tvo nýja menn í flokkinn,
og kannske fleiri seinna“.
„Já, — en við fengum engar
kjarabætur fyrir fólkið og barnið
slasaðist. Við getum aldrei reist
heilbrigðan, pólitískan félagsskap
á hatrinu einu saman“.
Þegar eg kom til New York aft-
ur, varð eg fréttaritari kommún-
istablaðsins Daily Worker, og síð-
ar einn af ritstjórum þess.
Eg lærði brátt að ritstjórn þessa
blaðs var blindari og þrárri en
nokkur hallúnkur, sem ég hafði
komizt í tæri við á flakki mínu á
fyrri árum. í einni grein, sem eg
skrifaði, minntist eg á, að það
hefði verið æpt að Earl Browder,
aðalritara flokksins, á fundi
nokkrum, meðan hann talaði.
Einn af starfsbræðrum mínum
strikaði þetta út, og setti í stað-
inn: „Ræðu Browders var mjög
fagnað af áheyrendum“. — „En
þetta er ekki rétt“, mótmælti eg.
„Það var ómögulegt að heyra neitt
klapp fyrir hrópum ,niður með
hann’“. „Sagan mun dæma félaga
Browder, og skipa honum vegleg-
an sess við háborð sósíalismans.
Vogar þú þér að reyna að aftra
því?“
Þegar þýzk-rússneski sáttmál-
inn var undirskrifaður, þurftum
við allir að gerazt sérfræðingar í
því að ljúga. Þetta var friðarráð-
stöfun, skrifaði ritstjórnin. Þegar
Rússar réðust á Finna var Stalin
ennþá talinn „mesti friðarvinur
mannkynsins“. Mér varð hugsað til
þess, sem mér var einu sinni sag't
um „lygasnepla auðvaldsins“. Eg
var orðinn auðvirðilegur lygari
fyrir Jósef Stalin.
Síðasta starf mitt fyrir komm-
únistaflokkinn var að skrifa rýni
kvikmyndarinnar „Gone with thc
Wind“, sem tekin var eftir hinni
frægu skáldsögu, með sama nafni.
Mér fannst myndin skemmtileg og
sönn lýsing, en ritstjórnin, sem
ekki hafði séð myndina, var á
annari skoðun. „Mynd, sem styð-
ur málstað Suðurríkjanna getur
ekki verið sönn. Þú verður að end-
urskrifa þetta og fella niður hól-
ið; flokkslínan viðurkennir ekki
að málstaður Suðurríkjanna sé
nokkurs nýtur, eða að ástandið
þar sé lýðræðinu samboðið“.
„Lýðræði", hrópaði eg. „Þið,
blindir og hatursfullir ofstækis-
mennirnir leyfið ykkur að tala um
lýðræði“.
Eg stakk greininni í vasa minn,
skrifaði stuttorða úrsögn og skildi
við Daily Worker og kommúnista-
flokkinn fyrir fullt og allt.
Eg varð Ameríkumaður aftur.
Eg get sagt það sem mér býr í
brjósti og skrifað það, sem mér
sýnist, og slíkt er ómetanlegt fyrir
hvern mann.
Eg gerðist kommúnisti af því ég
skildi ekki lýðræðið. Eg vissi ekki
meðan ég var atvinnulaus, meðan
ég vann baki brotnu og á meðan
ég var kommúnisti, að lýðræðis-
skipulagið er á leið til fullkomn-
unar, — að það þokar þjóðunum
fram á við í áttina til þess ástands,
sem ég vildi skapa. Eg hélt að lýð-
ræðið væri orsök í bágindum mín-
um. Eg veit nú, að ég er í stórri
þakkarskuld við lýðræðisskipulag-
ið. Þess vegna hafa þessi sex ár
æfi minnar ekki farið til ónýtis.
Eg ber ekkert hatur í brjósti til
kommúnistanna. Þeir hafa sýnt
mér ýmsa galla okkar þjóðfélags,
en þeir hafa jafnframt sannfært
mig um það, að lýðræðið er ein-
asta leiðin til þess að bæta þá.
(Lausl. þýtt).
Þökkum innilega öllum nær og fjær, sem sýndu okkur samúð
og hluttekningu við frátall og jarðarför mannsins míns og
föður okkar, Benedikts Jóhannssonar Baldurshaga.
Anna Stefánsdótilr og börn.