Dagur - 17.10.1940, Síða 3

Dagur - 17.10.1940, Síða 3
42. '•tbl. D A © U R 179 K.E.A. reisir þrjú hrað- frystihús Stórfelld hagsbót fyrir útvegsmenn og verkafólk. Samtal við Jakob Frimannsson framkvœmdastjóra. frumhlaup. í enska blaðinu »Spectator« birtist þann 20. sept. s.l. grein eftir Snæbjörn Jónsson, bóksala í Reykjavík. Því miður er hún of löng til að birtast hér í heild, en þess væri full þörf, þótt það muni ekki hafa verið ætlun höfundar, að hún kæmi fyrir augu Islendinga. Útvarpið ætti að láta flytja hana þýdda til eyrna landsmanna, svo að þjóðin þurfi ekki lengur að fara í grafgötur um innræti og þjóðhollustu þessa bóksala og gæti launað honum sem vert væri. Útvarpið gerir þetta vafalaust ekki frekar en margt annað æskilegt, og eina blaðið, sem eg hef orðið var við að minntist á grein þessa, er »Morgunblaðið«, en þar er tekið linleskjulega á málinu og talað i þeim tón, sem Snæbjörn Jónsson á ekki skilið. I grein Snæbjarnar segir meðal ann- ars: ».... Það er líklega rétt, að íslenzka þjóðin hefir ekki ennþá myndað sér ákveðnar óskir um framtíð landsins. Þeir, sem hallast á sveif draumóra og skortir raunsæi, kunna ennþá að hugsn um það sem lýðveldi, án nokkurs stjórn- málalegs sambands við erlent ríki og verndað af hinni eilífu ró yfirlýsts hlut- leysis. Það er samt nokkurn veginn ör- ugt að segja, að ef tilraun yrði gerð í þessa átt, inyndu inenn, af praktískum ástæðum verða að hverfa frá henni. Þeir, sem gæddir eru meiri raunsæi óska þess, 'að fsland yrði fullvalda meðr limur brezka samveldisins«. Fyrr f greininni er talað um ástandið hér á landi fyrir hernámið og komizt að þeirri niðurstöðu, að það hafi verið hörmulegt, en svo hafi landið verið her- numið og allt breytzt til batnaðar. Þar segir meðal annars: ».... Um stundarsakir, að minnsta kosti, hefir hernámið orsakað geysilega fjárhagslega velgengni í landinu. Þetta er óvéfengjanleg staðreynd, sem blasir við sjónum hvers heilvita manns. Þetta eru einu áhrifin, sem hernámið hefir haft á landið frara að þessu«. Höfundur ræðir síðan »vernd« þá, sem ísland þurfi á að halda í framtíð- inni. Telur hann »verndina« brýna nauð- syn fyrir okkur og segir í því sambandi meðal annars: ».... hernám Breta á íslandi hefir gert mönnum ljóst hver yrði bezti vörð- ur frelsis fslands og öryggis landsins«. Höfundur vitnar í greinar Héðins Valdimarssonar, í Jónas Jónsson og »Eimreiðina« máli sínu til stuðnings. Um greinar Héðins, um upptöku íslands í brezka heimsveldið, segir Snæbjörn: ».... Það er eftirtektarvert, að ekki ein einasta tilraun hefir verið gerð til þess að hrekja röksemdir herra Valdi- marssonar og er því niðurstaðan óhjá- kvæmilega sú — að blöðin og stjórn- málamennirnir hafi álitið þær óhrekj- andi«. Skal hér staðar numið við að taka orð- rétt upp úr grein þessari, enda ættu þessi dæmi að nægja til þess að öllum rnegi vera Ijóst, hvers háttar þessi skrif eru. Það er ósatt að ekki hafi verið mót- mælt greinum Héðins Valdimarssonar. Þær voru tættar sundur, mjög óvægi- lega, í »Tímanum« og áttu formælendur fá. Og hvaða nauðsyn bar til þess að skrifa grein sem þessa i víðlesið enskt blað og gefa það ótvírætt í skyn að ís- lendingar æski þess að vera teknir inn í brezka heimsveldið, þegar vitað er að mikill meiri hluti þjóðarinnar er því mót- fallinn, en vill að við verðum framvegis sjálfstætt og »verndar«laust ríki! Held- ur Snæbjörn að það yrði mjög þungur róður fyrir okkur að komast inn i brezka heimsveldið, ef við æsktum þess eindregið, og þess vegna sé vissara að fara að »agitera« í Englendingum? Hvers vegna birtir hann ekki grein sína i ís- lenzku blaði og reynir að sannfæra þá mörgu, sem eru á öðru máli. Þar er hinn rétti vettvangur slíkra rökræðna og bollalegginga, en ekki í enskum blöðum, því að hér á ákvörðunin að takast, en ekki í Englandi. Þá fyrst getunr við tekið að ræða þessi mál við Breta, þeg- ar vitað er að meiri hluti íslenzku þjóð- arinnar er því meðmæltur, en sá, sem hleypur með »privat«skoðun sína í ensk blöð á þessum hættu tímum fyrir sjálf- stæði landsins og talar eins og sá er valdið hefir, minnir óneitanlega talsvert á föðurlandsvininn Vidkum Quisling. Þessi grein Snæbjarnar er frumhlaup, svo að ekki sé notað sterkara orð, og á hann skilið fyrir hana bæði skömm og óþökk. Hann getur veikt mjög aðstöðu íslenzkra stjórnarvalda í öllum samn- ingagerðum, er hann lýsir því fyrir Bretum með fögrum orðum, hve mikið góðverk þeir hafi gert á okkur með her- náminu. Það væri æskilegt, að einhver íslenzkra stjórnmálamanna ritaði svar- grein í þetta sama enska blað, og gerði Bretum greiu fyrir því, að þótt við sé- um þeim vinveittir, þurfi það alls ekki að hafa í för með sér, að við æskjum upptöku í enska ríkið, og þótt við við- urkennum, að þeiin farizt vel við okkur, þá sé langt frá því, að við teljum, að þeir séu að vinna á okkur miskunnar- verk með því að hernema landið. í vor og sumar hafa tekið til starfa tvö ný hraðfrystihús hér við Eyjafjörð, annað í Hrísey en hitt á Dalvík. Þriðja hraðfrysti- húsið er nú í smíðum, og er það í Ólafsfirði. Kaupfélag Eyfirðinga hefir látið reisa öll húsin og starf- rækir þau. Fjórða hraðfrystihús félagsins er hér ó Oddeyrartanga. Blaðið leitaði frétta af þessum merkilegu framkvæmdum hjá framkvæmdastjóra félagsins, Jak- ob Frímannssyni, í gær. „Það, sem réði því, að kaup- félagið réðist í þessar fram- kvæmdir“, sagði Jakob, „var hin aðkallandi þörf útvegsmanna á félagssvæðinu, að eiga aðgang að hraðfrystihúsi með afla báta sinna, þar sem markaður fyrir hraðfrystan fisk er nú góður og líklegur til frambúðar, og svo nauðsyn þess að auka atvinnu- skilyrðin í sjóþorpunum. Úr hvor- tveggja var hægt að bæta með því að koma þessum húsum upp. Á Dalvík var kjötfrystihúsið, sem fyrir var þar, stækkað og endurbætt, og komið fyrir þar hraðfrystitækjum og vinnuplássi. Sömuleiðis voru geymslur mjög auknar. Húsið vinnur nú með sömu kælivélum og áður, en nú i haust verður bætt við einni stórri kælivél. Afköst þessa húss munu verða 5—8 tonn af fiskiflökum á sólarhring. Það hefir nú starfað síðan um mitt sumar, nema þann tíma sem slátrun stóð yfir, og vinna þar 20 karlar og konur, þegar fryst er. Hríseyjarhúsið hefur starfað síðan snemma í vor, er það var fullgert. Þar var geymsluhús, sem félagið átti, endurbyggt og sett í það ammoníak frystivél. Þetta hús getur nú fryst 5—8 tonn af fisk- flökum á sólarhring og hafa um 25 manns atvinnu við þetta, þá daga sem fryst er. í Ólafsfirði er nú verið að reisa hraðfrystihús á vegum kaupfé- lagsins. Er gert ráð fyrir að það muni geta tekið til starfa um nýár og afköst þess verði svipuð og hinna, eða 5—8 tonn á sólarhring, og mun það veita um 25 manns at- vinnu, þá daga, sem fryst er“. „Það er um öll þessi hús að segja“, sagði Jakob ennfremur, „að þau eru byggð fyrir framtíð- ina ekki síður en hina aðkallandi þörf nú, því gert er ráð fyrir að þau verði stækkuð strax og þörf krefur og er allt fyrirkomulag í samræmi við það“. Hvaða fyrirkomulag er á fisk- kaupum húsanna? „Fiskurinn hefir verið keyptur föstu verði, sem Fiskimálanefnd ákveður. En útgerðarmönnum stendur til boða hvenær sem er að leggja fisk sinn inn, og fá verð við reikningslok. Þetta er það skipulag, sem bændur búa við t. d. um kjötsölu, og tryggir þeim Jakob Frímannsson, greitt áætlunarverð, en fullnaðar- raunverulegt sannvirði vörunnar. Fram að þessu hafa útvegsmenn ekki notfært sér þetta, en taka það vonandi til athugunar“. Hvernig hefir þessum fram- kvæmdum verið tekið af félags- mönnum á þessum stöðum?“ „Þeim hefir verið mjög vel fagnað, þori ég að fullyrða, enda var það eindregin ósk félags- manna að stjórn K. E. A. hæfist handa. Húsin hafa þegar veitt verulega atvinnu, sérstaklega í Hrísey, þar sem unnið hefir verið í allt sumar, og það hefir komið mörgum vel“. Telur þú þá, að hraðfrystihús þessi séu veruleg hagsbót fyrir út- vegsmenn hér við fjörðinn? „Já, ég tel hiklaust að svo sé. Saltfiskmarkaðurinn er óviss, en markaðurin fyrir þessa vöru er góður. Fiskimenn fá andvirði fiskjarins í sínar hendur strax. Auk þess stuðla öll hraðfrystihús, auk ísfisk-útflutningsins, að því að rýmka saltfiskmarkaðinn, sem verið hefir mjög takmarkaður undanfarið, og ættu því að létta undir með þeim sem verða að saltverka mest af sínum afla“, Fjórða hraðfrystihúsið, sem er á Oddeyrartanga, hefur kaupfélagið starfrækt allmörg undanfarin ár og veitt þar móttöku fiski, bæði frá smábátum og stærri skipum. En sökum fjarlægðar hafa fiski- menn utarlega við fjörðinn ekki getað notað sér það að verulegu leyti, og fiskur, sem á það hús hefir komið, verið mestmegnis frá fiskimönnum héðan úr bænum og nágrenni hans. Með þessum framkvæmdum hef- ir stjórn Kaupfélags Eyfirðinga enn á ný sýnt að félagið er vel á verði um hagsmunamál almenn- ings í þessu héraði, og skjótt til framkvæmda þegar á ríður. A. I ' Öllum þeim, sem auðsýnt hafa oss samúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför Sigurbfargar DavíðidóHur VíOlgerðl vottum vér hérmeð innilegustu þakkir. Aðstandendur. Innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur hluttekningu við fráfall Jóns Þórðarsonar, frá Þóroddsstöðum í ölafsfirði. Sérstaklega þökkum við sveitungunum fyrir virðulega útför og margvíslega vinsemd. Aðstandendurnir. Hjartans þakkir til allra, sem með nærveru sinni heiðruðu jarðarlör móður minnar, Hólmfriðar Jónsdóttur, Melgerði. F. h. aðstandenda Ólafur Jóhannesson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.