Dagur


Dagur - 31.10.1940, Qupperneq 1

Dagur - 31.10.1940, Qupperneq 1
DAGUR kemur íí á hverjum fimmtudegi Kostar kr. 6.00 áig. Gjaldk. Árni Jóhannsson f Kaupfél. Eyfirðinga. Gjaldd. fyrir 1. júlí. AFGREIÐSLAN er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Tal- sími 112. Uppsögn, bundin við áramót, sé komin til afgreiðslu- manns fyrir 1. des. XXIII • árg*l Akureyri 31. október 1940 44.tbh SéraMagnús Helgason, fyrrverandi Kennaraskólastjóri, látinn. Viðburðir síðustu daea: Italir hefja ianrás í Grikkland »Eg tel mig hamingjusam- an að hafa lifað á sama tíma og Sókrates og hafa fengið að kynnast honum«. Plato. Þegar eg heyrði lát séra Magn- úsar Helgasonar fyrir nokkruni dögum, komu mér í hug þessi orð Platós, og mér þykir það meira en líklegt, að eitthvað svipað hafi þeir hugsað, hinir mörgu karlar og konur víðsvegar um land, sem áttu því láni að fagna, að vera nemendur hans, og einhvernveg- inn er það svo, að þótt séra Magn- ús hafi nú um nokkurt skeið lif- að í skugga ellinnar, þá finnst mér íslenzkt þjóðfélag nú miklu fátækara eftir en áður, þegar hann er fallinn þessi sterki og glæsilegi stofn, sem átt hefir svo ríkan þátt í að bera uppi íslenzka menningu í síðastliðna hálfa öld. Séra Magnús Helgason er fædd- ur í Birtingaholti í Árnessýslu 12. nóv. árið 1857. Faðir hans var bóndi, og svo voru forfeður hans í beinan karllegg í 15 ættliðu. Hann var ósvikinn sonur íslenzkr- ar sveitanáttúru, og mun unguv hafa fellt falslausa ást á landi og þjóð, sem entizt honum æfilangt án þess að skugga bæri á. Árið 1871 innritaðist þessi bóndasonur í latínuskólann og útskrifaðisl þaðan árið 1877. Árið 1879 fór hann í prestaskólann og vígðist fjórum árum síðar prestur að Breiðabólstað á Skógarströnd. Eft- ir tveggja ára dvöl þar sótti hann um Torfastaðaprestakall í Biskupstungum, og var þar prest- ur til ársins 1904, en þá réðist hann kennari að Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði, en þegar kennaraskólinn var stofnaður í Reykjavík árið 1908 gerðist hann skólastjóri hans og gegndi því starfi til ársins 1929 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þetta er nú, í sem fæstum orðum, hin ytri umgerð um líf og starf séra Magnúsar Helgasonar. En engum er það ljósara en okkur, sem nutum vegsögn hans og fræðslu, hve litla hugmynd hún gefur um þenna látna höfðingja, sem bar höfuð og herðar yfir flesta samtíðarmenn sína. Séra Magnús var ekki listamað- nr í venjulegum skilningi. Hvorki ojrkti hann ljóð né málaði mynóir. en hann 1 i f ð i sitt listaverk, eins og hann segir einhversstaðar um Kristófer Bruun. Og engan mann hefi eg þekkt, sem eg myndi dirf- ast að setja honum ofar að dreng- skap, mannkostum og mann- göfgi. Það hefir verið haft orð á því, að fullsterk orð væru stundum höfð um ágæti manna þegar þeir voru látnir. En það er langt síðan að séra Magnús hefir fengið slíka og þvílíka dóma frá þeim, sem þekktu hann bezt. Bæði sem prestur og kennari hefir hann ver- ið elskaður og virtur allt frá því að hann hóf það starf, og þó að langt sé liðið frá því, að séra Magnús lét af prestskap í hinm íslenzku þjóðkirkju, var hann þó alltaf prestur jafnframt í öllu sínu langa skóla- og uppeldisstarfi. Hið þjóðlega og kristilega var órjúfanlega tengt saman eins og himininn hvelfist yfir jörðinni. Séra Magnús lét lítið á sér bera í opinberu lífi þjóðarinnar, þó var hann betur til mannaforráða fall- inn en margir þeir samtíðarmenn hans, sem töldu sig til þess kjörna. Hann valdi sér annað og kyrrlát- ara hlutskipti. Hann tók að sér að stjórna litlum og fátæklegum skóla með stórt hlutverk, og þeirr. stofnun helgaði hann svo líf sitt og krafta eftir það, þar gekk hann heill til starfs á meðan honum entust kraftar til, og innan veggja hans hefir séra Magnús unnið þýðingarmeira starf en nokkur annar íslendingur fyrr eða síðar. í nær því aldarfjórðung hefic hann mótað þá stétt þjóðfélagsins, sem næst foreldrunum ber hitann og þungann af uppeldi æskunnar í landinu. Hitt er svo annað mál hvernig okkur hefir tekizt að ávaxta þetta pund sem séra Magn- ús fékk okkur í hendur í Kenn- araskólanum, um það verða aðrir að dæma. En þó að menn séu ósammála um flesta hluti, hef eg engan heyrt efast um, að í sæti séra Magnúsar í Kennaraskólan- um hafi verið réttur maður á rétt- um stað. Um kennslu hans er það að segja, að það var ekki hægt annað en hlusta. Námsgreinar þær, er hann kenndi, voru saga íslands, kristin fræði og uppeldisfræði. — Þetta voru honum sjálfum allt helgir dómar, og hann hafði eitt- hvert lag á því að snerta þá strengi í okkur, sem á hlýddum, er dýpst lágu og lengst geymdu áhrifin, hvort sem umtalsefnið var nú Kristur á Golgata, Pestalozzi í Stonz eða Kolskeggur á Eyja- sandi. Hann leitaði ætíð fyrst að því fagra og góða í hverjum manni og hverju máli, hann vildi ekki láta okkur sjást yfir það, en aftur á móti dæmdi hann misk- unnarlaust ódrengskapinn, óheil- indin og uppskafningshátt allan hvar sem slíkt var að finna. Hon- um var ekki um neina hálfvelgja gefið, og það var í krafti hans sem öll stjórn þessa skóla kom af sjálfu sér. Vilji séra Magnúsar var það lögmál, sem fáir vildu veyða til að brjóta, og það sem mi?ira var um vert; það virtist öllum Ijúf skylda að halda þessi óskráðu lög. Eg býst ekki við, að hægt ,sé að segja að Kennaraskólinn hafi, á dögum séra Magnúsar, staðið framarlega í kennslutækni á ný- tízku mælikvarða, en hann hefir áreiðanlega staðið í röð fremstu skóla sé hann dæmdur eftjr þeim anda, sem sveif þar yfir (vötnum og skólabrag öllum, og þa,nn anda mótaði séra Magnús. Sá andi var höfuðstyrkur þessarar stofnunar. Eg hefi minnst á keonslu og stjórn séra Magnúsar, en eftir er að minnast á einn þáttinp í upp- eldisstarfi hans í Kennaraskólan- um, og þann þáttinn, sem ef til vill verður okkur ógleymanlegast- ur, en það eru ræður hans á fund- um og skemmtikvöldum nemenda. Sumar af þesum ræðum hafa ver- ið gefnar út í bók, sem nefnist: „Kvöldræður í Kennaraskólanum“. þó eru hinar fleiri, sem þar eru ekki, t. d. allar þær ræður, sem hann mælti af munni fram og al- drei hafa verið skrifaðar. „Kvöldræður“ er „klassisk“ bók. Þar fer saman óvenju fagur'c mál og spakleg hugsun. Þessar ræður hafa á sér yfirbragð hins meitlaða máls íslendingasagn- anna, en eru þó í fullkomnum nú- tíðarbúningi. Sá, sem les „Kvöld- ræður í Kennaraskólanum“ hlýtuc að harma það, að maður, sem ræður yfir slíkum stíl og slíkum (Framhald á 2. síðu). Frakkland undir \mk\ PjDðverja. ítalir og Grikkir hafa átt í styrjöld síðan klukkan 6 síðastlið- inn mánudagsmorgun, er Metaxas hershöfðingi, forsætisráðherra Grikklands hafnaði úrslitakostum ítala og skipaði hernum að verja landið. ítalir notuðu hina vel- þekktu aðferðir Þjóðverja til þess að reyna að kúga Grikki til und- irgefni, en allt kom fyrir ekki, og eru þeir einhuga í baráttunni fyr- ir frelsi sínu. Engum heilvita manni dettur í hug að leggja trúnað á sannleiksgildi þeirra ástæðna, sem Mussolini hefir bor- ið fram til afsökunar þessum að- gerðum, heldur mun hér um að ræða einn þátt þeirrar skipulags- bundnu herferðar, sem öxulríkin gera á hendur öllum sjálfstæðum þjóðum Evrópu. Enn sem komið er hefir ítölum lítið orðið ágengt í Grikklandi og eru Grikkir sagðir verjast hvar- vetna. Þessi nýjasta ránsferð mælist mjög illa fyrir í Bandaríkjunum og er talin hafa þær afleiðingar þar, að öllum vígbúnaðarfyrirætl • unum verði hraðað sem mest. Bretar voru fljótir að minna á það, sem nú er öllum ljóst orðið, að loforð Mussolinis er sízt meira virði en Hitlers, en Mussolini hef- ir þrisvar sinnum að mmnsta kosti á þessu ári lofað að virða hlut- leysi og sjálfstæði Grikklands. Bretar hafa tilkynnt að þeir muni veita Grikkjum alla þá aðstoð er þeir mega, en þeir hafa nú í svo mörgu að snúast, að vafi er talinn leika á því hversu öflug sú hjálp getur orðið. Afstaða hinna Balkanríkjanna: — Svo virðist, sem nágrannac Grikkja, hafi ekkert lært af reynslu Norðurlandaþjóðanna, því telja má víst að engin þeirra ætli að veita Grikkjum lið, heldur bíða þess, er verða vill. Rúmenar eru þegar kúgaðir af Þjóðverjum, Búlgarar og Júgoslafar einnig, þótt ekki í jafn ríkum mæli. Tyrkir, þótt þeir séu vinveittir (Framh. á 3. siðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.