Dagur - 31.10.1940, Blaðsíða 3

Dagur - 31.10.1940, Blaðsíða 3
44. tbl. DAGUB 187 Lífæð Kínaveldis. Burmabrautin, eitt af furðuverkum veraldar. í fréttum í sumar og haust, hefir hvað eftir annað veriö talað um Burmabraut- ina, sem nú er orðin einasta samgönguleið Kíua við umheiminn, og eitt helzta ágreiningsefni Breta og Japana. Bretar opnuðu brautina til umferðar á ný 18. október s.l., en s.l. sumar gerðu þeir samning við Japani u mað Ioka braut- inni i 3 rnánuði og var ákvörðun Churehillstjórnarinnar um að opna hana á ný talin merki þess að nú væri lokið undanlátssemi Breta við Japani. Eftirfarandi grein ræðir um sögu þessa merkilega mannvirkis. • •• •-•-•-• •• • • •• • Gestir. Það er sízt ofsagt, að styrjöldin kem- ur viða við; líklega er nær lagi, að hún hafi áhrif á alla, bæði þjóðir og einstak- linga. Því jafnvel þeir, sem búa víðs- fjarri sjálfum orustuvöllunum hugsa nú um »þá góðu, gömlu tíina«, þegar öll viðskipti þjóða í milli féilu eftir örugg- um farvegi, þegar póstsamgöngur voru í bezta lagi, þegar hæfni mannsins var beitt til uppbyggingar en ekki eyðilegg- ingar. Nú virðast þau árin dýrðlegir tím- ar; þótt sitt hvað hefðum við við þau aö athuga þá. En það er ekki aðeins í mannheimum, sem allt eðiilegt líf fellur um annarleg- an farveg af völdum styrjaldarinnar; ríki dýranna hefir ekki farið varhluta af ringulreiðinni. Ensk blöð birta nú frásagnir um ferð- ir fugla til Bretlands, sem sjaldan eða aldrei hafa sézt þar áður; þá má einnig finna frásagnir um það, að fuglar farast Samvinnuíélögin: K. E. 1 Éeluí reikninos- verð á hadÉrðum. Stjórn K. E. A. hefur nýskeð á- kveðið áætlunarverð á innleggs- vörum bænda á þessu hausti. Er það sem hér segir: Kjöt: I. kr. 1.40; II. kr. 1,25; III. kr. 1.10; IV. kr. 1.40. Ull: I, kr. 3.50; II, kr. 3.00; III, kr. 2.20; IV, kr. 3.50; V, kr. 1.90; VI, kr. 2.40. Gærur: Kr. 2.10. Áætlunarverð kjötsins mun vera nokkuð lægra en margir höfðu ráðgert og stafar það af því, að sala á kjöti frá sláturhúsinu á inn- lendan markað hefir verið með minna móti í ár. Þótt kjötsalan til brezka setuliðsins sé meðtalin, mun bæjarsalan ekki vera nema um 4/5 hlutar af því magni, sem selt var í fyrra. Af þessu leiðir að minnsta kosti helmingurinn af kjöti kaupfélagsins verður að flytjast á er- lendan markað, og um endanlegt verð þar er ekki vitað með neinni vissu. Af þessum ástæðum hefir stjórnin ekki talið sér fært að áætla kjötverðið hærra. Uppbót verður reikningsfærð á sinum tíma, ef sölureikningar sýna að betra verð hefir fengizt fyrir kjötið á erlend- um markaði en varlegt þótti að áætla nú. AUKNAR VÖRUR — LÆGRA VERÐ. K. E. A. fékk allmikið úrval af vefn- aðarvörum með skipum nú um síðast- liðna helgi. Þessar vörur eru keyptar frá Bretlandi. Þá eru einnig komnar nýjar matvöru- birgðir og hefir félagið enn getað lækk- að verð á nokkrum tegundum. Þessar eru helztar: Molasykur lækkaði úr 116 au. kg. í llOau. Strásykur — — 95------ 90 — Rúgmjöl — — 53------ 48 — Hveiti — — 68------ 60 — Þá eru hrísgrjón seld lágu verði nú, miðað við aðrar vörur, eða 88 aura kg. Þegar athugað er að frá þessu verði dregst 5% við staðgreiðslu og arður við reikningslok, er vafalítið að hér er um að ræða hagkvæmustu verzlunarkjör. C O. '-• ••••••••• ••—• •• • • • • í stórum stíl af völdum sprenginga og loftþrýstingsins, sem verður við spreng- ingar. Ekki er talið líklegt að margii hinna nýju gesta finni friðland í Bret- landi, heidur muni þurfa að leita enu nýrri heimkynna; einnig mun það ekki ólíklegt mega teljast að ýmsir þeir fugl- ar, sem heimkynni eiga í Bretlandseyj- um, þurfi nú að leita nýrra heimkynna; að minnsta kosti muni eitthvað af þeim hrekjast til ókunnra staða. Sagt var að ýmsir fuglar hefðu sézt hér í fyrsta sinn á stríðsárunum 1914— 1918. Kannske eiguin við enn von á gest- utn. Það væri gaman að frétta af ferðum slíkra gesta og ættu menn að gefa fugl- um sérstakan gaum á þessum vetri og komandi vori. Kannske eiga einhverjir af .faríuglunum okkar eftir að leita liing- að aftur á þessu hausti, úr ógnum meg- inlandsins, þar sem þeir ætluðu að Ieita friðar í sólríkari löndum. Þá er vissulega orðið undarlegt ástand í veröldinni ef sólelskir fuglar leita frið- lands i íslenzka skannndeginu, í stað skóganna á meginlandi Evrópu. ViSSIíiarðir siðiisSts dagau (Framhald af 1. síðu). Bretum og í bandalagi við þá og Grikki, virðast ætla að taka upp sömu stefnu og Noregur í Finn- landsstyrjöldinni, og bíða átekta. Rússar: — Þessir „útverðir lýð- ræðis og mannréttinda“ og „verndarar smáþjóðanna“, hafa lítið um þessa nýjustu atburði sagt, og telja sumir fréttaritarar að afstaða Tyrkja sé bundin, vegna þess að ekki sé vitað hvern- ig Rússar muni snúast við, ef að þeir hefja þátttöku í styrjöldinni með Grikkjum. Kannske ætla Rússar enn að leika hlutverk hý- enunnar, eins og í Póllandi? Hitler ekki aðgerðarlaus: — Hitler hefir ekki setið um kyrt, meðan Mussolini undirbjó þessi nýjustu ofbeldisverk öxulríkj - anna. Hann hefir verið önnum kafinn við að kúga Frakka enn betur en hingað til. Óstaðfestar fregnir frá Zurich og Stokkhólmi segja, að Vichy-stjórnin muni ætla að semja frið við Þjóðverja (vopnahlé en ekki friður komst á milli Þjóðverja og Frakka í júní). Segja þessar fregnir að Frakkar ætli að láti af hendi við Þjóðverja héruðin Elsass-Lothringen, franska ílotann og flotahafnir við Mið- jarðarhaf, við ítali, Nissa og Korsiku, við Spán, Marokko, og að lokum eigi Japanir svo að fá Indo- Kína. Af viðræðufundum Francos og Hitlers hefir ekkert spurst, en af þeim er enginn sýnilegur árang- ur orðinn ennþá. Orustan um Bretland: — Meðan á öllu þessu gengur heldur orust- an um Bretland áfram. Bretar telja að þessar nýjustu aðgerðir öxulríkjanna sanni það, að allar vonir þeii’ra um að sigra Breta heima fyrir séu brostnar og nú þurfi nýrra meðala við. Loftárásir Þjóðverja hafa verið með minna móti þessa viku, en Bretar hafa heimsótt Þýzkaland svo að segja á hverri nóttu og er engan bilbug að finna á flugher þeirra. Flestir búast við að helztu við- burðir næstu daga verði á Balkan o| við Miðjarðarhaf, Það eru engar ýkjur, að kalla Burmabrautina eitt af furðuverk- um veraldar, því það er vafalítið að vestrænum verkfræðingum, með nýjustu tæki og tækni, mundi hrjósa hugur við því, að eiga að leggja akveg um slíkt land. En Kínverjarnir höfðu ekk- ert nema mannlegt afl, og verk- færi, sem einnig tíðkuðust í Kína á dögum Konfúsíusar, til þess að júka þessu risavaxna fyrirtæki. Vegurinn, eins og hann er nú, er ágætt dæmi urn hæfileika og getu Kínverja, til þess að fram- kvæma ótrúlegustu hluti, á ein- faldasta og frumstæðasta hátt. Annað dæmi um þetta er kín- verskur listiðnaður, glergerð, og dýrindis smíðagripir, allt gert með áhöldum, sem vestrænum mönn- um mundu vart þykja hæf til þess að smíða einföldustu barnaleik- föng með. Þá er ennþá eitt atriði í sam- bandi við Burmabrautina, sem er sérlega athyglisvert, en það er hih mikla forsjá kínversku stjórnar- innar. Þegar byrjað var á vegar- gerðinni í október 1937, þá var helzti vettvangur stríðsins í ná- grenni Shanghaiborgar. Nanking féll í hendur Japana í desember það sama ár, og þá voru margir, sem héldu að stríðið myndi þá og þegar búið. En á meðal þeirra var kínverska stjórnin ekki, eins og Burmaveg- urinn sýnir ljóslega. Og á því geta Japanir bezt séð að Kínverjum er allt annað í hug, en að hætta bar- áttunni. Með vegargerðinni var lagður grundvöllurinn að mót- spyrnu Kínverja, eftir fall Nan- king, og tryggt að þessi mótspyrna ætti eftir að harðna, eftir því sem tímar liðu. Vegurinn er 772 mílur á lengd, frá Lashio í Burma, til Kumming í Yunnanfylki í Kína. Frá Lashio til landamæra Kína eru 124 mílur. Þennan kafla lét Burmastjórnin leggja og hefir haldið honum í góðu lagi. Frá Kumming til Hsia- kuan, 281 mílna spotta, var vegur, sem fullger var 2 árum áður en styrjöldin hófst, og var hluti vega- kerfisins, sem stjórnin var að láta leggja um landið. En frá Hsiakuan til landamæra Burma, 367 mílna veg, varð að leggja nýja braut, yf - ir eitthvert stórhrikalegasta land sem til er. í vestur Yunnan-fylki liggja fjallgarðarnir frá norðri til suðurs, og tvær stórár, Salween og Me- kong, falla hvítfyssandi á milli 8000 feta hárra fjalla og litlu nær Burma eru fleiri fjallgarðar 2— 3000 feta háir. Landið er undur- fagurt; þakið skógum og fjölmörg- um öðrum gróðri, en leoparðar og tigrisdýr ráfa þar villt um. Það er erfitt að gera sér í hug- arlund þá erfiðleika sem eru sam- fara vegagerð yfir slíkt land, þar sem ógurlegar regnskúrir falla dag eftir dag, frá því í júlí þangað til í október. En Kínverjarnir notuðu aðferð- ir forfeðra sinna við þetta jötun- vaxna starf; kex-rur dregnar af uxum og óteljandi aragrúa vinn- andi manna. Jafnvel konur og börn tóku þátt í starfinu. Á 14 mánuðum var Hsiakuan tengd Burma með akbraut, sem þoldi létta vagna. Smámsaman var brautin endur- bætt; jarðgöng gerð, útleggjarar hingað og þangað o. s. frv. En ennþá tekur ferðin frá Lashio til Kumming 6—7 daga, ef sæmilegc ferðalag á að teljast. Eins og nú er komið er Burma- brautin í ráun réttri lífæð Kína- veldis. Allar hafnir eru í höndum Japana, og aðrir vegir út úr land- inu eru lokaðir; síðast vegurinn til Indo-Kína, sem nú má teljast í höndum Japana. Kína hefir orðið fyrir mörgum þungum áföllum á undanförnum árum. En nú virðist ríkið vera að rétta við. Margt bendir til þess, að þriggja ára stríð sé orðið tilfinn- anlegra fyrir Japan, en Kína, og Japan þarf að flytja miklu meiri varning til sín, til þess að geta átt í styrjöld, heldur en Kína. Japanir munu vitanlega varpa sprengjum á veginn, en ekki er talið líklegt að þeim takist að eyðileggja hann þannig. Að minnsta kosti er óhætt að gera ráð fyrir því, að Kínverjum muni takast að halda þessari leið op- inni, með sömu iðninni og snilld- inni, sem kom fram þegar þeir leystu það þrekvirki af höndum, að leggja færan akveg yfir eitt torfærasta landsvæði, sem til er í nokkru landi. □ Rún 59401167 - I I. O. O. F. == 1221119 = O. Afmœli Kristneshælis er 1. nóv- ember. Verður þá ýmislegt til skemmtunar á hælinu, þar á með- al bögglauppboð. Guðsþjómistur í Grundarþinga- prestakalli: Kaupangi, sunnud. 10. nóv, kl. 12 á hádegi. — Munka- þverá, sunnud. 17. nóv. kl. 12 á hádegi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.