Dagur - 31.10.1940, Blaðsíða 2

Dagur - 31.10.1940, Blaðsíða 2
186 D A G U R 44 tbL taf Ibocði Peðin á Stalins. Nokkrum mánuðum áður en stríðið brauzt út, vitnaðist það, að Þjóðverjar ætluðu að senda hing- að til lands skólaskip í kurteisis- heimsókn. Við þessa fregn urðu íoringjar kommúnista svo skelk- aðir, að þeir grátbáðu íslenzku ríkisstjórnina að gangast fyrir því við stjórnir Breta og Bandaríkja- manna, að þær tækju að sér að vernda ísland fyrir þeirri voða- legu hættu, sem koma þýzka skipsins, Emden, hefði í för með sér. Þessi ótti hinna prúðu hetja kommúnistaflokksins var að vísu ástæðulaus, en hann sýndi þó, að þá óskuðu kommúnistar eftir hjálp frá lýðræðisþjóðum gegn nazistisku ofbeldi. Þetta hugarfar leiðtoga komrn- únistanna stjórnaðist vitanlega af því einu, að þeir töldu Stalin vera á bandi Breta, en svarinn óvin Hitlers og nazismans. Ef vilji og óskir kommúnista hefðu komizt í framkvæmd, hefðu Bretar orðið að hertaka ísland, með öðru móti gátu þeir ekki veitt vernd þá, er kommúnistar báðu um. Svo liðu tímar fram, stríðið skall á, og Bretar tóku að sér mál- stað þeirra þjóða, er nazisminn svipti frelsi sínu. Loks fram- kvæmdu þeir í verki þá beiðni kommúnista að vernda ísland fyr- ir væntanlegum yfirgangi og kúg- un þýzka nazismans, ekki fyrir bænastað þeirra, heldur af hern- aðarlegri nauðsyn, er Bretar töldu á vera í þessu efni. Kommúnistar báðu um vernd á friðartímum. Því var ekki sinnt. Nokkru síðar veita Bretar þessa vernd óumbeðið á ófriðartímum. Mátti nú ætla, að kommúnistar létu sér vel lynda, en reyndin hefir orðið nokkuð önnur. Síðan Bretar veittu þá vernd, er komm- únistaforingjarnir höfðu beðið um, hefir naumast komið svo út blað frá þeirra hendi, að það hafi ekki flutt níð, róg og ósannindi um brezka setuliðið hér á landi, jafnframt skömmum um íslenzku ríkisstjórnina fyrir, að hún skuli ekki reka Breta burt af íslandi! Er nú á nokkurn hátt hægt að skýra þenna snarsnúning komm- únistaforingjanna í afstöðu þeirra til lýðræðisþjóðanna? Skýringin er auðveld. Leiðtogar kommúnista eru ekk- ert annað en viljalaus peð á tafl- borði Stalins. Rússneski einræðis- herrann teflir þeim fram og aftur eftir vild sinni. Margt hafði fyrir komið, síðan kommúnistar báðu um vernd Breta. Stalin sveik lýð- ræðisþjóðirnar og batzt „órjúfandi vináttu- og tryggðaböndum“ við „blóðhundana“ þýzku, eins og kommúnistar kölluðu foringja nazista jafnan áður. Sem þæg verkfæri Stalins eru þeir nú hætt- ir öllu slíku tali um valdamenn Þýzkalands, en snúa hrakyrðum sínum að þeirri lýðræðisþjóð, er þeir fyrir nokkru töldu ákjósan- lega verndara sína. í skjóli ófriðarins, sem Stalin sleppti lausum með vináttusamn- ingi sínum við Hitler, hafa Rússar gripið tækifærið og lagt undir sín yfirráð þrjú smáríki og rænt lönd- um frá þremur öðrum ríkjum. Á þann hátt hefir Stalin sýnt í verki verndarhug sinn til smáríkjanna, sem kommúnistar gumuðu mest af. Þrátt fyrir þetta hafa komm- únistar brjóstheilindi til þess að benda á Stalin sem ákjósanlegast- an verndara frelsis og sjálfstæðis okkar íslendinga. Með allt þetta fyrir augum er það ekki undrunarefni, þó að kommúnistar, þessi vesölu peð á taflborði Stalins, hafi einangrazt meir og meir í íslenzku þjóðlífi, enda er nú svo komið, að enginn utan þeirra flokks vill eiga tal við þá lengur, en hjá hinu verður ekki komizt með öllu, að tala um þa einstöku sinnum og þann ógeðs- lega málstað og málsmeðferð, er þeir hafa valið sér. Séra Magnús Helgason, (Framhald af 1. síðu). anda, skuli ekki hafa skrifað meira fyrir alþjóð. En auk þess- arar bókar hafa tvær aðrar kom- ið út á prenti eftir séra Magnús: Uppeldismál og Skólaræður, báð- ar hin ágætustu rit. Þegar séra Magnús flutti ræðu var ekki hægt annað en hlusta, og þáð sem meira var um vert; það Var ekki hægt annað en hugsa líka. Það var einhver ilmur úr málí hans, einhver silfurtær hljómur, einhver hlýja, sem við bjugguni lengi að, og það fóru allir ríkari út heldur en þeir komu inn. Freysteinn Gunnarsson, núver- andi skólastjóri Kennaraskólans, hefir sagt, að það hafi aðallega verið þreiint, sem ráðið hafi lífs- stefnu sérs Magnúsar og öllu han„ starfi, en 'pað var: Ástin á ætt- jörðinni, iraustið á þjóðinni og trúin á gvð. Úr þessum þáttum voru allar ræður hans stungnar. Á þessum þremur meginstoðum var allt hans skóla- og uppeldis- starf byggt. ísland var alltaf fegursta landið sem hanrt hafði séð, þjóðina gal hann ekki hugsað sér öðru vísi en hrausta, dáðríka drengskaparþjóð, en yfir öllu þessu vakti svo guð kærleikans, fyrir honum gat þetta andlega karlmenni kropið í dýpstu lotningu. Trúin á guð var dýrasta perlan sem hann hefði kosið að mega gefa hverjum einasta nem- anda sínum að skilnaði. Eg veit ekki hvernig hinn ytri viðbúnaður verður, þegar séra Magnús Helgason verður kvaddur hér í síðasta sinn, en hitt veit ég, að óteljandi hljóðar kveðjur þakk- lætis og virðingar munu fylgja honum, frá okkur nemendum hans eldri og yngri. Þannig er gott að mega kveðja, og þannig er gott að koma heim. Það sem ég svo að lokum vildi segja er það, að ég get ekki óskað íslenzkum skólum, íslenzkri kirkju og hinu íslenzka þjóðfélagi neins betra en þess, að andi og lífsskoð- un séra Magnúsar Helgasonar mættu marka þar sem dýpst spor. Hannes J. Magnússon. Minningarorð. Með öldum útvarpsins barst sú fregn, að séra Magnús Helgason væri látinn. Fyrir 28 árum hófust kynm okkar. Hann var þá skólastjóri Kennaraskólans, og eg þar læri- sveinn. Þeir tímar fyrnast seint. Við skólann störfuðu þá ýmsir afburða kennarar. En hver þeirra fór sínar leiðir og setti sinn svip á kennslustundirnar, og verkaði það á hugina líkt og tilbreytni veðurfars og útsýnis, þegar horft er yfir umhverfið af sínum sjón- arhólnum hvert sinn. Veðri var svo háttað í kennslu- stundum séra Magnúsar, sem þíð- ur andvari liði yfir sóluvermda sveit. Staðið væri hátt í hlíð og horft um dalinn endilangan. — Gleymdist þá ekki að festa sjónir á því, sem fagurt er. En ef að auganu mætti eitthvað úfið og grátt, var það ósjaldan að hann tæki til að vinda af því viðjunum, og brást þá aldrei, að á gullkorn glitraði. Yfir kennslustundum hans hvíldi tign, festa og ró. Þar voru myndir skýrðar, og mál rakin, af þeirri frásagnarsnilld, sem fágæt mun. Og eg hefi engan fundið, hvorki fyrr né síðar, er svo hefir leikið íslenzkt mál í munni, sem honum. Það streymdi af vörum hans, hreint og fágað, eins og tær fjallalind. Ef að útaf bar um háttprýðina hjá okkur, og einhverjum fannsc hann eiga vantalað við sessunaut, þá stóð hann við, leit yfir hópinn mildum augum, og varð þá sam- stundis hljótt. Þar þurfti engra orða. Engan refsivönd. Eg kom heim til hans veturinn 1935. Þá voru liðin nálega 22 ár í'rá því, að fundum okkar hafði borið saman. Hann fylgdi mér til dyra, og er við kvöddumst, sagði hann: „Nú sjáumst við ekki oftar“. Þetta varð sannmæli. En þeir munu margir vera, sem ekki gleyma séra Magnúsi, þótt hann sé horfinn sjónum. Yfir minningu hans hvílir virð- ing, ástúð og þökk. Kristján Eggertsson. í viðbót við það er kom hingað í s.l. maí af norsku flóttafólki, er nýlega komið til viðbótar rúmlega 20 konur og börn. Flest af þessu fólki hefir fengið húsnæði; m. a. eru 4 húsfreyjurnar með 12 börn sín á Svalbarði. Hér í bænum hafa 2 fengið húsnæði, en vegna hús- næðiseklunnar í bænum hefir ekki tekist að útvega sérstakar íbúðir fyrir tvær konur með tvö börn og eina einhleypa eldri konu. Norska konsúlatið hefir óskað þess, að það yrði látið vita um, ef mögulegt væri að fá leigt, þó ekki væri nema eitt herbergi í stað með aðgangi að eldhúsi, handa fólki þessu. Um helgina kemur út 25 ára af- mælisrit íþróttafélagsins Þór hér á Akureyri, og verður það til sýn- is, ásamt verðlaunagripum félags- ins, í glugga Polyfoto, Strandg. 1. Rit þetta er 64 blaðsíður í stóru broti með fjölda mynda, og er pappír og allur frágangur þess mjög vandaður. í það skrifa marg- ir menn um íþróttamál og er það því gott heimildarrit um þróun íþróttahreyfingarinnar hér á Ak- ureyri síðastliðin 25 ár. Á sunnudaginn verður gengið með ritið um bæinn, en þar sem upplag þess er mjög takmarkað, er mönnum ráðlagt að tryggja sér það í tíma. Á Ijósmyndastofunni í GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21 getið þér fengið nýmóðins Kombinaíionsmyndir og margar fleiri gerðir, sem hvergi fást annars staðar Guðr. Funch-Rasmussen. ■wiwwnnmwmM Karlmannanærföt aí öllum stærðum, nykomin. Kaupfálag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. 25 áfa aliiiælisfit íþróttafélagsins Pór.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.