Dagur - 31.10.1940, Síða 1
DAGUR
kemur ít á hverjum
fimmtudegi Kostar
kr. 6.00 áig. Gjaidk.
Árni Jóhannsson 1
Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjaldd. fyrir 1. júlí.
AFGREIÐSLAN
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Tal-
sími 112. Uppsögn,
bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslu-
manns fyrir 1. de’s.
XXIII
. árg.J
• #"•
Akureyri 31. október 1940
; 45. tbl.
Fundarályktanir.
Islenxkur svika
I I
fðill
Aðalf.undur stjórnar Sambands
ungra Framsóknarmanna var
haldinn í Reykjavík 19.—22. þ. m.
Á fundinum voru rædd ýms
mikilvæg landsmál og félagsmál.
Meðal ályktana fundarins voru
þær, er hér fara á eftir:
RÁÐSTÖFUN
STRÍÐSGRÓÐANS.
„Vegna núverandi ástands í
fjármálum íslendinga, þegar þjóð-
inni safnast erlendur gjaldeyrir og
atvinnutekjur ýmsra eru óvenju-
lega miklar, og með skírskotun
til fjármálareynslu þjóðarinnar
frá síðustu heimsstyrjöld, á-
lyktar fundurinn, að ríkisvaldið
verði að sjá svo um, að þessar
tekjur hverfi ekki í súginn vegna
gálítillar eyðslu líðandi stundar,
heldur notist til að mæta þeim
erfiðleikum, sem koma munu að
styrjöldinni lokinni, og til marg-
háttaðra endurbóta, sem fresta
verður nú vegna styrjaldarinnar,
svo sem ræktunar í sveitum og
byggingu og endurnýjunar veiði-
flotans.
Til þess að ná þessum ára^ign
telur fundurinn að þurfi:
1. Að hafa glöggt eftirlit með
gjaldeyrisverzluninni, og þótt á-
standið leyfi nú nokkra tilslökun
á innflutningshöftum, þurfi að
herða á þeim aftur, ef horfur
versna í gjaldeyrismálum, enda
þurfi stöðugt að fyrirbyggja sem
mest óþarfan innflutning.
2. Að nota tækifæri yfirstand-
andi tíma til að lækka erlendai
skuldir þjóðarinnar og mynda inn-
stæður til að mæta erfiðleikum og
aukinni gjaldeyrisþörf síðar.
3. Að skattalöggjöfinni verði
þannig beitt, að ríkissjóður geti
veitt rífleg framlög til uppbygg-
ingar atvinnulífi landsmanna á
næstu missirum og að stríðinu
loknu.
4. Að skattfrelsi útgerðarinnar
verði afnumið og haft verði
strangt eftirlit með því, að þeim
varasjóðum, sem útgerðarfélögin
kunna að safna, verði varið á til-
ætlaðan hátt.
5. Að útlánastarfsemi bankanna
verði í samræmi við framan-
greinda stefnu og þess gætt, að
þeir láni ekki til einstaklinga eða
fyrirtækja án viðunandi trygg-
ingar.
Jafnframt þessu bendir fundur-
inn á, að vinna þurfi meira en
gert hefir verið að því undanfarið,
að heimilafjölgun verði þar, sem
atvinnuskilyrði eru fyrir hendi.
Fundurinn leggur því áherzlu á
pað, að framlög verði stórum
aukin til undirbúnings nýbýla og
samvinnubyggða í sveitum og til
ræktunar og annara umbóta við
sjávarþorp, þar sem lífsskilyrði
eru góð til lands og sjávar. Telur
úndurinn sjálfsagt, að sé fé veitt
til atvinnubóta, verði því sem
mest má verða varið til þessara
undirbúningsstarfa“.
Á þenna hátt markar Fram-
sóknaræskan stefnu sína. Hún
vill að ríkisvaldið geri ráðstafanir
til að tryggja það, að stríðsgróð-
inn fari ekki út í veður og vind,
en verði varið til eflingar atvinnu •
vegunum og verklegum fram-
kvæmdum í landinu.
(Framh. á 2. síðu).
Formaður Í.RJ.
hefir beðið blaðið að birta eftir-
farandi útdrátt úr gjörðabók ráðs-
ins frá 10. febrúar síðastliðinn.
„Hermann Stefánsson, formað-
ur ráðsins, hóf máls á því, að hann
hefði orðið var misskilnings hjá
utannefndarmönnum um að í-
þróttahúsið fyrirhugaða ætti að-
eins að vera fyrir íþróttafélögin
en ekki skóla bæjarins.
Bar hann upp svohljóðahdi til-
lögu til yfirlýsingar og birtingar:
„Að gefnu tilefni lýsir íþrótta-
hússnefnd í. R. A. því yfir, að til-
ætlun hennar með stofnun’ í-
þróttahússjóðs Akureyrar er sú,
að byggt verði fullkomið íþrótta-
hús í Akureyrarkaupstað fyrir
skólana, íþróttafélögin og aðra
bæjarbúa, í trausti væntanlegs til-
styrks almennings og opinberra
stjórnarvalda, bæjar og ríkis“.
Tillagan samþykkt með öllum
atkvæðum.
Axel Kristjánsson. Björn Halldórs-
son. Hermann Stefánsson. Jón
Benediktsson. Karl Benediktsson.
Jósef Sigurðsson. Friðþjófur Pét,-
ursson. Hans Jörgenson. Halldór
Halldórsson. Snorri Sigfússon.
Happdrœtti íþróttahússins. Út-
sölumenn, sem eg næ ekki til ?
dag, gjöri svo .vel að. hitta mig í
kvöld á Hótel Akureyri, herbergi
nr, 12, — Hermann Stefánsson,
Margir kannast við frú Láru Á-
gústsdóttur í Reykjavík vegria
miðilsstarfs hennar, sem hún hefir
stundað um mörg ár. Hefir hún
haldið tilraunafundi, ekki aðeins
í Reykjavík, heldur einnig annar-
staðar á landi hér, þar á meðal á
Akureyri. Eitt sinn fór hún ti)
London til rannsóknar, og mun
eitthvað grunsamlegt hafa komið
þar í ljós í sambandi við miðils-
starf hennar.
Á fundum Láru hafa ýms fyrir-
brigði gerzt, svo sem líkamningar,
útfrymisfyrirbrigði, afholdgunar-
fýrirbrigði, skyggnilýsingar og
miðilstal.
Aðgangur að líkamningafundum
hefir verið 3 krónur á mann, en 2
kr. að skyggnilýsingafundum.
Fyrir milligöngu Sigurðar
Magnússonar löggæzlumanns í
Reykjavík hafa komizt upp stór-
felld svik í sambandi við miðils-
starf Láru. Skeði það í sambandi
við pakka, er hann fann undir
skáp í fundarherberginu, og 1 var
gardínutau og gasslæður; kom í
ljós við athugun að fundi loknum
að hreyft hafði verið við innihaldi
pakkans. Neitaði Lára, að hún
vissi um pakkann og kvaðst ekki
eiga hann. Fannst fyrrnefndum
Sigurði þetta allt svo grunsamlegt,
að hann kærði Láru. Hófust nú
yfirheyrslur í málinu með þeim
árangri, að Lára hefir játað að
hafa haft svik í frammi við sýni-
legu fyrirbrigðin, svo sem líkamn-
inga og útfrymi. Hefir játning
hennar hlotið enn fyllri staðfest-
ingu við vitnaleiðslur og játningu
meðsekra manna, er hafa verið í
vitorði með henni og hjálpað
henni við svikin.
Menn þeir, er þessa aðstoð hafa
veitt, eru Þorbergur Gunnarsson,
er var eiginmaður Láru, Oskar
Þórir Guðmundsson, sem hefir
búið með henni og er aðeins tví-
Ódýr fiskur.
Hraðfrystihús K. E. A. á Odd-
eyrartanga starfar nú með fullum
krafti. Að jafnaði gengur úr eitt-
hvað af fiski, sem síðan er á boð-
stólum fyrir neytendur í bænum
og nágrenninu. Þessi fiskur er
seldur mun lægra verði, en fiskur
sem seldur er á götum bæjarins.
Ættu bændur, sem kaupa fisk til
heimflutnings, að athuga þetta.
tugur að aldri, og Kristján Kuúst-
jánsson húsgagnabólstrari. Var
fólk þetta tekið í gæzluvarðhald,
nema Óskar.
Svik Láru eru fólgin í því að
hafa notað slæður og grímur.
Ennfremur hefir hún játað að
hafa notað barnunga dóttur sína
til aðstoðar við svikin.
Rannsókn í þessu svikamáli mun
enn ekki lokið að fullu.
íramsoknailélas Akureyrar
hélt fund í Samkomuhúsi bæjar-
ins síðastl. mánudagskvöld. Þar
flutti Bernharð Stefánsson alþm.
ýtarlegt og glöggt erindi um verzl-
unarmálin, og auk þess var rætt
um vetrarstarfið.
Fyrirspurnir.
Vill „Dagur“ gera svo vel að
koma eftirfarandi fyrirspurnum á
:;ramfæri?
1. Af hvaða ástæðum er lögreglu-
þjónn, sem á að gegna útistörf-
um að deginum til, tekinn úv
umferð og settur inn við að
selja áfengisbækur?
2. Á bæjarfógeti eða bæjarsjóðu:
að kosta afhendingu á þessum
bókum?
X.
KIRKJAN. Messað á Akureyri
næstk. sunnudag kl. 2 e. h. (Allra-
heilagramessa).
Námsflokkastarfið hér í bænum
hefst um aðra helgi. Enn eru pláss
fyrir nokkra, og ættu þeir, sem
þau vilja nota, að gefa sig fram
hið allra fyrsta við forstöðumanr.
námsflokkanna, Steindór Stein-
dórsson menntaskólakennara.
Leikfélag Akureyrar sýnir
Tengdapabba næstkomandi laug-
ardag og sunnudag með lœkkuðu
verði.
Verður það næstsíðasta sýning
félagsins á þessum vinsæla gam-
anleik.
* Dánardœgur. Þann 26. þ. m. and-
aðist að heimili sínu hér í bæ
Guðjón Helgason fiskimatsmaður.
Bar dauða hans brátt að. Hann
var hálfáttræður að aldri.