Dagur - 31.10.1940, Side 2

Dagur - 31.10.1940, Side 2
90 DAGUB 45. tbl. ysfarir. fslenzkur iopi sekkur við Engiand. Þegar blaðið var um það bil að verða fullprentað bárust því eftirfarandi tíðindi: Enskt herskip sigldi á íslenzka botnvðrpunginn »Braga«, skammt undan Englandsströndum í gær. Sökk »Bragi« og druknuðu 10 íslenzkir sjómenn. Um nánari atvik þessa hörmulega slyss, er blaðinu ekki kunnugt. Skákæfingar að hefjast i Skákféiaginu. Skákfélag Akureyrar er nú um það bil að hefja vetrarstarf sitt. / Hefir félagið ný húsakynni til um- ráða í Verzlunarmannahúsinu og verða fundir þar á mánudags- og föstudagskvöldum. Er mikill áhugi ríkjandi innan félagsins um það að hafa starfið mikið og gott í vet- ur. Innan skamms mun félagið ætla að gangast fyrir keppni milli út- bæinga og innbæinga. Er sagt að útbæingar vilji ólmir hefna ófar- anna í fyrra, er þeir töpuðu 7 :21. Þá munu verðlaunakappskákir hefjast fljótlega í I. og II. flokki. Er þar tækifæri til æfinga fyrir alla þá sem hafa í hyggju að sækja íslandsþingið, sem að öllu forfallalausu verður háð hér á Ak- ureyri í vetur. Hér er gott tækifæri til þess að nema holla íþrótt og verja tóm- stundunum á nytsaman hátt. — Nú er mikið talað um miklar inni- setur í vetur og litlar skemmtanii. Góðir skákmenn eru aldrei í vand- ræðum með frístundirnar. — Því ætti að mega vænta þess að marg- ir nýir félagar bætist Skákfélag- inu í vetur. O. Bækur. Elinborg Lárusdóttir: Föru- menn. III. Solon Sókrates. Rvík. 1940. Með þessari bók er lokið hinu mikla ritverki frú Elinborgar Lár- usdóttur: Förumenn. Þó að þetta þriðja bindi beri nafn Sölva Helgasonar, er hann enganveginn þungamiðja sögunnar, heldur er honum aðeins helgaður síðasti þátturinn, auk þess sem hann kemur víðar við sögu Efra-Ás- ættarinnar. En í þessum kafla er þó skyggnzt af síðasta áfanganum yfir æfi þessa stórláta flakkara og ferli hans og skapgerð lýst í örfá- um en ógleymanlegum dráttum. Annars er þetta bindi framhald af sögu Efra-Ás-ættarinnar, sem er sú meginuppistaða skáldverks- ins alls, sem hinir litauðugu þætt- ir Förumannanna eru ofnir í. Gegnir það furðu, hvað skáldkon- unni hefir vel tekizt, að skapa kjarnmikla og djúpúðuga sögu- heild úr hinu mikla og sundurleita efni, sem hún hefir tekið sér fyrir hendur. Efra-Ás-konurnar eru stórlátar og vilja ekki láta blóð ættarinnar blandast aukvisum. Þessvegna hafa þær sterkt taumhald á til- finningum sínum og láta skyn- semina ráða í makavalinu fremur en bráðræðislöngun. Um þetta er að fornri venju farið að ráðum hinnar eldri og reyndari kynslóð- ar, og þykir það einsætt að hlíta þeirri forsjá, hvað sem æsku- draumunum líður, Þ6 getur brugðið út af þessu. Einkum er hætta á ferðum, þegar dökkhærð- ar meyjar fæðast, því að í þeim brýzt út hið niðurbælda ástríðu- magn kynstofnsins og hefnir sín á ættinni. Blóð þessara kvenna er heitara og óstýrilátara og þess- vegna standa ættmæðurnar á nál- um, þangað til séð er á viðunandi hátt fyrir ráði þessara viðsjálu dætra. Þannig er ástatt um Þórdísi á Bjargi, sem giftir dóttur sína, Þór- gunni, nauðuga. Þó að hún láti kúgast í bili, hefnir hún sín á þann hátt, að láta manni sínum enga blíðu í té árum saman. Mörg öfl stuðla þó að því, að þetta ræðst til betri lykta, en á horfist og verða það þó eðliskostir Þórgunn- ar sjálfrar og manns hennar, sem þar vega þyngst á metunum. Lífsvizka hinnar eldri kynslóð- ar stendur því í mörgu á traustum fótum. Þó getur ættmæðrunum skeikað í vali sínu, er þær reyna að knýja hinar dökkhærðu dætur sínar til hjúskapar við menn, sem hafa auðinn einn sér til ágætis, en láta sér eigi nægja gott blóð ef fé skortir. Þannig er Bóthildur hin fagra hrakin út í dauðann og í dauðanum útskúfað úr ættinni. Hin dapra saga hennar er sögð með ágætum. Svo og þáttur gamla prestsins og völvunnar Kötlu. Yfir allri frásögninni hvílir dulmagn- aður þjóðsagnablær og eru örlaga- þræðir atburðanna fimlega stungnir saman. Sköruleg er sú uppreisn, er þær systur frá Bjargi veita Bóthildi frændkonu sinni, enda leysa þær hnútana með skapfestu ættar sinnar, en meiri víðsýni. Ræða Þórgunnar við barnsskírnina er ef til vill naum- ast eðlileg við það tækifæri, en gerir þó glögga grein fyrir hug- renningum hennar og skapferli og má því vel vera. í Förumönnum Elínborgar Lár- usdóttur kennir margra góðru grasa. Það er skáldverk með víð- um sjóndeildarhring, þó að fyrst og fremst sé skyggnst um íslensk- ar jarðir. Að svo vel tekst, er ekki sízt að þakka því, að skáldkonan lýsir einungis því, sem hún þekkir og elskar og hefir samúð með, þ. e.: sveitalífinu og förumönnunum. Þeir verða ekki í augum hennar nein börn útskúfunarinnar, heldur eru þeir bræður hinna, sem betur mega, og hafa einnig sinn boðskap að flytja og sitt erindi að reka í heiminum. Gegnum tötrahjúpinn kemur hún auga á dýrlingasálir og misheppnaða gáfumenn og sér þess ýmsan vott eins og Bólu- Hjálmar, „að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpiriu“. „Erum við ekki öll förumenn á þessari jörð“, segir Þórgunnur, er hún lokar þreyttum brám Sólons Sókratesar í lok bókarinnar. Þetta eru um leið ályktunarorfi skáld- konunnai’, og ekki síður hitt, sem stendur í fyrsta bindi, í hinni táknrænu sögu um álfkonuna í Dimmuborgum: „Þegar einhver líður, þá hljómar örvæntingaróp þeirra yfir alla jörð eins og þung ásökun, því að allir, bæði við og þið, eruð í raun réttri bræður og systur“. Það er þessi andi göfugleiks og samúðar, sem gerir Förumenn að hollum lestri fyrir hvern sem er og dregur þó á engan hátt úr skáldskapargildinu. Mennirnir eru eins og bergnumar í Dimmuborg- um fávizku og hjátrúar, hnepptir í álagafjötur "margvíslegustu eymdar. Sumir hafa aldrei hlotið blóðdropa af mennskri þrá og una því lífinu þolanlega. Öðrum hefir verið gefin sýn út í ljósið og dag- inn, sem þeir sjá þó eins og i skuggsjá og ráðgátu og það kem- ur fyrir, að þeir veslast upp af friðlausri leit eftir hinni full- komnu mynd sem sál þeirra skynjar, en þeim tekst aldrei að fullgera í lífinu á jörðu. Því að þekking vor er í molum og spá- dómur vor er í molum. Þegar hið fullkomna kemur, líður það undir lok, sem er í molum. Það er fyrst í dauðanum, sem skáldkonan læt- ur Sölva Helgason sjá til fullnustu þá mynd, sem hann alla æfina þráði heitast að mála. Hafi Elinborg Lárusdóttir þökk fyrir þessa bók. Það er fengur að henni í íslenzkum bókmenntum og hún mun verða lengi lesin meðal íslenzkrar alþýðu. Benjamín Kristjánsson. Barnastúkan Samúð heldur fund næstkomandi sunnudag í Skjaldborg kl. 1.30 e. h. — A- flokkur sér um fræðslu- og skemmtiatriði. Fundarályktanir. (Framhald af 1. síðu). LÝÐVELDI. Þá samþykkti fundurinn svo- hljóðandi ályktun: „Aðalfundur stjórnar S. U. F. lítur svo á, að ísland eigi að ger- ast lýðveldi, þegar tekin verður framtíðarákvörðun um æðstu stjórn landsins, og ennfremur, að sjálfsagt sé að vinna að fullri lausn sjálfstæðismálsins strax á næsta ári“. SJÁVARÚTVEGSMÁL. Enn samþykkti fundurinn eftir- farandi ályktun í sjávarútvegs- málum: „Aðalfundur stjórnar S. U. F., haldinn í Reykjavík 19.—22 okt. 1940, telur nú eftirfarandi megin- verkefnin í sjávarútvegsmálunum: 1. Að veita rífleg fjárframlög til aukningar vélbátaflotans, ýmist með hagstæðum lánum eða bein- um styrkjum. Skuli þess jafnan gætt, að samvinnu- eða hlutarút- gerðarfélög sitji fyrir lánum og styrkjum þess opinbera. 2. Að peningastofnanir þjóðar- innar hagi útlánastarfsemi sinni þannig, að atvinnutæki sjávarút- vegsins komist sem mest í hendur félagssamtökum, og nýsköpun öll, sem verður í sjávarútveginum, byggist á grundvelli félagslegra samtaka. 3. Að ríkið kaupi eða láti reka allar þær síldarverksmiðjur, sem Sonur minn, Arnór Bförn, andaðist þann 29. þ.m^ Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 7. nóv. og hefst frá heimili mínu, Hólabraut 17. kl. 1 e.h. Björn Guðmundsson. Faðir okkar og tengdafaðir, Guðfón Delgason, fiskimatsmaður, andaðist að heimili sínu Bæjarstræti 1, laugardaginn 26 þ.m, Jarðarförin ákveðin síðar. Aðstandendur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.