Dagur - 14.11.1940, Qupperneq 3
47. tbl.
Ð A G U R
201
Dög u n.
Eftir því, sem þessi styrjöld stendur
lengur, sannfærast menn betur um það,
að þótt lýðræðisþjóðirnar sigri, verður
stórfelld breyting að gerast á lifnaðar-
liáttum þjóðanna, ef friðurinn á að varð-
veitast Iengur en 20 ár. Með hverri vik-
unni verða fleiri menn af öllum frjálsum
þjóðum, sannfærðir um það, að
þjóöfélagsbúskapur, sem rekinn er með
gróðavonina eina fyrir augum, með
»frjálsri samkeppni« einstaklinga og fé-
laga, um gróðann, hlýtur að enda ineð
styrjöld.
Þeir tímar, þegar einstaklingum og
einkafyrirtækjum leyfðist að nota sér
þörf almennings, til þess að raka saman
fé, nota sér ósamlyndið í mannheimi, til
þess að auðga fámennan hóp, eru liðnir,
þegar lýðræðisþjóðirnar hafa brotið á
bak aftur hina villidýfslegu tilraun til
þess að hefta frjálsan heim í fjötra
þúsund ára gamallar þrælkunar.
Langvarandi friður, verður aldrei ríkj-
andi, meðan hver einstaklingur streitist
við að skara eld að sinni köku, án tillits
til náunga síns, eða hver þjóð að auka
veg sinn og vald á kostnað landamæra
og lifnaðarhátta þeirrar næstu.
Um nær 100 ára skeið hafa samvinnu-
menn bent á allar hinar hörmulegu af-
leiðingar þess þjóðskipulags, sem dýrk-
ar óháð framtak einstaklingsins til þess
að auðga sig, á kostnað nágrannans. Um
100 ára skeið hefir samvinnustefnan ver-
ið að vaxa og þroskast i því nær öllum
þjóðlöndum jarðarinnar. Án tillits til
stjórnmálaskoðana, trúarbragða og efna-
legrar velmegunar hafa menn bundizt
samtökum um það, að gera lífsbarátt-
una léttari, leitast við að gefa hverjum
einstaklingi tækifæri til þess að uppskera
eins og hann sáir, án úlfúðar, haturs og
togstreitu, sem einkennt hefir allan feril
hinnar óháðu einstaklings samkeppni.
Einmitt innan samvinnuhreyfingarinn-
ar er hið æðsta lýðræði ríkjandi. Þar er
það maðurinn sjálfur, hver einstaklingur,
sem leggur fram sinn skerf, til stjórnar
þeirra málefna, sem varða heimili hans
og þjóðfélag.
Úlfúð, togstreita, illindi og styrjaldir
verða ekki útilokaðar fyrri en hinni
sjálfselsku einstaklingshyggju er þokað
burt, og samvinna einstaklinga og þjóða,
til aukinnar velferðar allra, verður ráð-
andi.
Þessvegna er það, að samvinnustefnan
á sér glæsilega framtíð fyrir höndum.
Þeir menn, sem nú standa í fylkingar-
brjóstum Iýðræðisins, og þjóðirnar, sem
að baki þeim standa, gera sér það ljóst,
að það nægir ekki nú að undirbúa 20 ára
frið, heldur frið um alla framtíð. Og til
þess er ekki nema ein leið: Lýðfrjáls
samvinna allra einstaklinga stétta og
þjóða.
O.
Htii nýja Akur-
eyrarkirkja,
veglega sta hú$
þjóðkirkjunnar,
verður vígð snnnn*
daginn 17. nóvcniber.
Frá samvinnufélögunum:
„Luma“ glóðlampar fást nú
hjá K. E. A.
Lumaverksmiðjurnar,
eign samvinnumanna,
í stöðugri baráttu við
glóðlampa-hringana.
Sænskur iðnaSur.
Glóðlampar eru ein þeirra vöru-
tegunda, sem hafa verið fram-
leiddir af „hringum“, sem ná yfir
lönd öll svo að segja. í Svíþjóð
voru t. d. tvö fyrirtæki, fyrir
nokkrum árum síðan, sem fram-
leiddu glóðlampa, sem taldir
voru „sænsk framleiðsla“, en þessi
fyrirtæki voru eign hringanna, og
það verð, sem neytendum var
gert að greiða, var ákveðið af höf-
uðstöðvum hringanna, og almenn-
ingur í löndunum hafði ekkert
þar um að segja. Sænska sam-
vinnusambandið lét gera áætlun
um kostnaðinn við að framleiða
lampa, og komst að þeirri niður-
stöðu, að vel mætti selja þá fyrir
85 aura stykkið, þá, í stað, kr.
1.35, sem var hið ríkjandi verðlag
í Svíþjóð. K. F., sænska samvinnu-
sambandið, réðist skömmu síðar í
að byggja glóðalampaverksmiðj-
una Luma. Meðan á byggingunni
stóð lækkuðu hringarnir sitt verð
niður í 1.10, og þegar Luma-lamp-
inn kom á markaðinn fyrir 85
aura neyddust þeir til þess að
dansa með. Talið er að Lumaverk-
smiðjurnar hafi sparað sænskum neytend-
um 12 milj. króna útgjöld frá því árið
1928, er hún tók til starfa, fram til árs-
ins 1936, er vér höfum síðustu tölur um
þetta.
Sameiginlegt fyrirtæki brezkra og
sænskra samvinnumanna.
Skozka samvinnusambandið hóf samn-
ingaumleitanir við sænska sambandið
um sameiginlega Lumaverksmiðju í
Skotlandi, fyrir nokkrum árum síðan.
Fóru þær umleitanir svo, að ákveðið var
að reisa verksmiðju í Glasgow og var
því verki lokið í ófriðarbyrjun í fyrra
Verksmiðja þessi hefir því starfað í eitt
ár, og hefir í alla staði reynzt prýðilega,
að því er segir í tímariti enska sam
vinnusambandsins. Hinn nýi, skozki
»Luma« lampi, er þegar orðinn út-
breiddur á Bretlandseyjum, og nú er
þessi nýjasta framleiðsla samvinnumanna
koniin liingað til lands.
Með þessari baráttu við glóðlampa
auðhringana, hafa samvinnumenn ekki
aðeins sparað brezkum og sænskum
neytendum stórfé, heldur og neytendum
margra annara landa, með því að þvinga
hringana til að lækka verðið á heims-
markaðinum. Co.
Samtal við
séra Friðrik J. Rafnar,
vígslubiskup.
Lindarpenni
(conklin) með stöku loki tap
aðist á götum bæjarins. —
Skilist gegn fundarlaunum til
ritstjóra þessa blaðs.
Pakka samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför
sonar míns.
Björn Guömundsson.
Sunnudaginn 17. þ. m., sem er
26. sunnudagur eftir Trinitatis,
klukkan 1 e. h., verður Akureyrar-
kirkja vígð af biskupi landsins,
herra Sigurgeir Sigurðssyni; lík-
lega verður kirkjumálaráðherra
viðstaddur vígsluna.
„Dagur“ leitaði staðfestingar á
þessari frétt hjá séra Friðrik J,
Rafnar, vígslubiskupi, og kvað
hann þetta rétt vera. Séra Friðrik
lét blaðinu góðfúslega í té nokkrar
aðrar upplýsingar um kirkjumálið.
„Akureyrarkirkja er hin gamla
Hrafnagilskirkja, sem er léns-
kirkja, en leyfi til flutnings hing-
að til Akureyrar var gefið með
konungsbréfi árið 1851 og úrskurð-
ur um flutninginn 20. júní 1880.
Akureyri var því annexía frá
Hrafnagili þangað til 1880, er hún
var gerð að sérstöku prestakalli
og var séra Guðmundur Helgason
fyrsti þjónandi prestur hér. Séra
GuðmUndur hafði brauðabýtti við
Þórhall Bjarnarson, síðar biskup,
sem þjónaði hér í nokkra mánuði,
eða þangað til séra Matthías Joch-
umsson tók við 1886. Séra Matt-
hías þjónaði til ársins 1900, en þá
tók við séra Geir Sæmundsson, til
ársins 1927“.
Hvenær hófst undirbúningur
hinnar nýju kirkju?
„Gamla kirkjan var reist 1860,
og er því orðin 80 ára gömul, og
fyrir löngu orðin of lítil fyrir
söfnuðinn. Kirkjubyggingamálið
er búið að vera'^á döfinni síðan
1923, en þá var gerð safnaðarsam-
þykkt um kirkjubyggingarsjóð, og
eftir því sem ég bezt veit, var
hann stofnaður þá, með 100 króna
gjöf frá Davíð Sigurðssyni. Á síð-
ari árum komst svo allmikil'.
skriður á málið, með aðstoð ýmsra
góðra safnaðarmanna og sérstak-
lega kvenna, Má þar fyrst ti
nefna Kvenfélag Akureyrarkirkju
sem vann af hinum mesta dugn-
aði að fjársöfnun fyrir kirkjuna
og hefir styrkt málið á margvís-
legan hátt.
Kirkjan var afhent söfnuðinum
árið 1938, en þá var fjársöfnunin
komin vel á veg, og undirbúning
ur verksins þegar hafinn. Alls
munu þegar hafa safnazt í kirkju
byggingarsjóð, gjafir og samskot,
um kr. 40.000“.
Hvenær var byggingin hafin?
„Fyrsta rekan var tekin
Grunngröfturinn var gerður í á-
kvæðisvinnu og unnu skólapiltar,
undir stjórn Stefáns Reykjalín, að
dví, Tilboð þeirra var lang lægst,
en þeir unnu kappsamlega og vel,
og munu hafa verið ánægðir með
sinn hlut, ekki síður en sóknar-
nefndin með sinn
Undirstöður og kjallara upp að
neðsta gólfi reisti Guðmundur Ól-
fsson, byggingameistari, og í
fyrravor tóku þeir byggingameist-
ararnir Þorsteinn Þorsteinsson frá
Lóni, Ásgeir Austfjörð og Bjarni
Rósantsson við smíðinni, í ákvæð-
isvinnu, og eru um það bil að
ljúka við hana nú.
Uppdrætti og yfirumsjón smíð-
innar hafði á hendi prófessor dr.
Guðjón Samúelsson, húsameistari
ríkisins,
Indriði Helgason, rafvirkjameist-
ari sá um raflagnir en Raftækja-
verksmiðja Hafnarfjarðar um hit-
unartæki.
Málningu annaðist Osvald Knud-
sen, málarameistari, bekki smíðaði
Kristján Aðalsteinsson húsgagna-
smíðameistari, en brjóstpanel, alt-
ari og umbúnað í kór Ólafur
Ágústsson húsgagnasmíðameistari.
Loks gerði Ásmundur Sveinsson,
myndhöggvari, lágmyndir á söng-
loftsgafl.
Hin nýja kirkja er stærsta og
veglegasta hús þjóðkirkjunnar ís-
lenzku; rúmast a. m. k. 600 manns
í sæti. Allur frágangur er hinn
vandaðasti, og er kirkjan öll söfn-
uðinum til hins mesta sóma.
ur
grunninum 3. september 1938
Frá og með 15. þ. m. eru saumalaun
sfofunnar, eins og hér segir:
Alfatnaður karla með till. kr. 85.00
Frakki karla með tilleggi — 85.00
Jakki, sérstakur, með till. — 50.00
Buxur, sérstakar, með till. — 19.00
Vesti, sérstakt, með till. — 16.00
Kvenkápur og dragtir án till. — 32.00
Saiimastflfa
GEFJDNAR.
Húsi K. E. A. III. hæð.