Dagur - 19.12.1940, Síða 1
DAGUR
kemur út á hverjum
fimmtudegi. Árgang-
urinn kostar kr. 6.00.
Ritstjóri:
ingimar Eydal.
Prentverk
Odds Björnsonar.
XXIII
» # # #.#. # # #■ # # —# #■#»#■#-#-#-#-#-#-#-#--•#• #-♦ • • • » • ♦ ♦
. árg.i Akureyri 19. desember
> # #-#■#■#■■#-#-# • # # # ■# #-#-#■•-■• # # #"■#■■#■ # # #■■# # # # # # #-# # # # #»-#-• -•■
1940
AFGREIÐSLAN
og innheimtan í skrif-
stofu blaðsins við
Kaupvangstorg.
Sími 96.
Afgreiðslumaður og
gjaldkeri:
Jóhann 0. Haraldsson
52. tbl.
í síðasta „íslendingi“ gefur bæj-
arfógetinn á Akureyri það fyrir-
heit, að svara fyrirspurnum um
lögreglumál. Eg vil því nota tæki-
færið og biðja bæjarfógetann að
svara eftirfarandi atriðum:
Er það rétt, að bæjarfógetanum
hafi verið afhentar kærur og
rannsóknir út af ölbruggi sam-
hljóða eftirfarandi skýrslu:
1. öl, framleitt af Axel Schiöth,
Akureyri, í desember 1936 og hafi
innihaldið 3,55% vínanda að rúm-
máli.
2. Öl, framleitt af Eggert Ein-
arssyni, Akureyri, 1. desember
1936, hafi innhaldið 5,2079% vín-
anda að rúmmáli.
3. Öl, framleitt af Helga Schiöth,
Akureyri, 1937, hafði vínandainni-
hald 5.20—5,90 og 6,40% að rúm-
máli.
4. Öl, bruggað af Eggert Einars-
syni, Akureyri, 1937, innihélt
4,00% og 4,20% vínanda að rúm-
máli.
5. Öl, frá Helga Schiöth, Akur-
eyri, framleitt 1939, reyndist vín-
andainnihald þess 6.09% og 6,10%
að rúmmáli.
6. Öl, frá Axel Schiöth, rann-
sakað 17. ágúst 1939 og reyndist
vínandi þess 6,1% að rúmmáli.
7. Öl, frá Eggert Einarssyni,
rannsakað 17. ágúst 1939, reyndist
vínandainnihald þess 5 og 5,1% að
rúmmáli.
Hér er um stórfellt, ólöglegt
áfengisbrugg að ræða, og það
marg endurtekið brot á áfengis-
löggjöfinni, ‘ samanb. 1., 6. og 8.
grein nefndra laga.
í fyrstu gr. áfengislaganna
stendur: „En áfengur drykkur eft-
ir lögum þessum telzt vera sá
vökvi, sem meira er en 2Y4% af
vínanda að rúmmáli“.
Þá mælir 6. gr. svo fyrir:
„Bannað er að brugga á íslandi
eða búa til áfenga drykki eða
áfengisvökva og að gera drykk-
hæft það áfengi, sem er eða gert
hefir verið óhæft til drykkjar“.
Þá hljóðar 8. gr. áfengislaganna
þannig:
„Upptæk skal gera og ónýta öll
áhöld, sem nota á eða hafa verið
notuð við bruggun eða tilbúning
áfengra drykkja, eða til þess að
gera drykkhæft það áfengi, sem
ódrykkhæft var. Aíengi það, sem
búið hefir verið til, eða_ aftur gert
drykkhæft, skal og upptækt ásamt
ílátum.
Andvirðið rennur í ríkissjóð“.
Þá má minna á kafla úr 12. gr.
sömu laga. Þar stendur:
„Láti nokkur viðgangast ólög-
legan tilbúning áfengis, ólöglega
sölu, eða geymslu þess í húsum
sínum, eða á landi sínu, skal hann
sekur samkv. 33. gr“, en hún
ákveður 100—2000 kr. sekt fyrir
1. brot en kr. 200—4000 sekt ef
brotið er ítrekað.
Nú er talið að mál þessi hafi
ekki verið tekin fyrir á venjuleg-
an hátt. Lögreglustjórinn hér á
Akureyri hafi eigi látið dóma
ganga i þeim, heldur jafnvel látið
þynna út ölið hjá Eggert Einars-
syni og leyft að selja það.
Eru það tilmæli mín, að bæjar-
fógetinn greini frá, eftir hvaða
lögum það hefir verið gert.
Borgari.
Úr Setberosainál.
1372. Kom mikið fjúk á jóla-
d.aginn; tók upp ei fyrri en fimmta
dag jóla.
(Óskiljanlegt, að þetta skyldi
þykja frásagnarvert, nema tíðar-
far hafi þá verið miklum mun
öðruvísi en nú er það).
1530. Átti einn förupiltur vest-
ur í' Breiðafirði barn 12 vetra
gamall við fimmtugri konu, er
með honum fór að biðja sér ölm-
usu. Ólst það barn upp og varð
hreppstjóri.
1532. Rak eitt ógnarlegt sjó-
skrímsl austur í Landeyjum, því
nær í hestslíki.
Austur í Meðallandi bakskelldi
maður konu sína með pál í fjár-
húsi sínu, og var hún illa verkuð
af honum.
Átti ein kýr kálf í folaldsmynd
austur í Hreppum.
Deildu tvær förukerlingar í Pat-
reksfirði, og duttu báðar dauðar
niður.
Drukknaði eða forgekk hollenzkt
skip í Eyjafirði.
Bækur.
EIMREIÐIN, 4. hefti 1940.
Efni: Málvernd og menning, eft-
ir Svein Sigurðsson. Edda Finn-
lands (með 5 myndum), eftir
Bjarna M. Gíslason. Fimm á .báti.
Sögusamkeppni Eimreiðarinnar
1940. — Úrslit. Kvöld eitt í sept-
ember (verðlaunasaga m. mynd),
eftir Stefán Jónsson. Kýmni.
Brynjólfur Jóhannesson leikari
(með 6 myndum), eftir Lárus Sig-
urbjörnsson. Á mölinni (brot úr
ferðasögu með mynd), eftir Helga
Valtýsson, Um Nýfundnaland og
skuldabaslið þar (með mynd),
eftir Steingrím Matthíasson. Hinn
óþekkti landnámsmaður (kvæði),
eftir Kolbrún. Dagbók frá styrj-
öldinni 1939—1940 (nokkrir við-
burðir fyrstu átta mánuðina). Við
rokkinn (kvæði), eftir Hjört frá
Rauðamýri. Saklausa barn (jóla-
saga), eftir Martin Andersen
Nexö (Óskar Hólm íslenzkaði).
Bílaframleiðsla heimsins. Ósýnileg
áhrifaöfl, eftir Alexander Cann-
on (framh.), Fólksfjölgun ‘og
barnsfæðingar. Raddir: Ný þýð-
ing á „Norðurljós“. — Um vetrar-
kvíða (í. P.). Ritsjá, eftir Stefán
Einarsson, Ólaf prófessor Lárus-
son, Halldór Jónasson ^og Svein
Sigurðsson.
Morgunn, júlí—des. 1940. —
Ritstjóri Jón Auðuns.
Af greinum þeim, er birtast í
þessu hefti Morguns, má gera ráð
fvrir að flestum. leiki mest hugur
á að lesa ritgerðina: „Einar H.
Kvaran eftir andlátið“, sem er
eftir ritstjórann, sr. Jón Auðuns.
Er þar skýrt frá tilraunum þeim,
er Einar hefir gert eftir dauða
sinn til þess að gefa til kynna og
sanna, að hann sé snarlifandi og
starfandi í öðrum heimi. Um það
efni segir svo m. a.: „Hann var
ekki fyrir löngu farinn af jörð-
unni, þegar honum tókst að eiga
sæmilega auðveld samtöl við oss,
þótt stutt væru. Málhreimurinn
var hans, orðatiltækin voru hans
og lifandi var enn gamli áhuginn
hans fyrir málefninu, sem hann
unni mest. Hann hefir talað bæði
um látna vini sína og jarðneska og
líðan sína eftir umskiptin“.
Auk þessa eru í heftinu margar
greinar, þýddar og frumsamdar,
um sálræn efni og merkileg fyrir-
brigði, og sálmur þýddur úr ensku
af J^kob Jóh. Smára.
Quðbrandur Jónsson: Að ut-
an og sunnan. Greinar um
sundurleit efni.. í.&afj. —
Prentstofan Rún — 1940.
Aðaluppistaðan í greinum þess-
um er gömul útvarpserindi, er
höf. hefir flutt, en hann er af
mörgum talinn einn skemmtileg-
asti flytjandi orðsins á þeim vett-
vangi. Greinarnar í bók þessari,
sem er um 200 bls. að stærð, eru 9
að tölu og fjalla um eftirgreind
efni: Struensee. — Vínarborg. —
Sagnfræði. — Ferð um Neckar og
Rín. — Mannanöfn. — Krossfei’ð-
irnar. — Guðmundur biskup góði.
— Átthagabandið í Danmörku og
afnám þess. — Dithmar Bleike.
Margt er vel sagt í bók þessari
og í henni er talsverður fróðleik-
ur. Höf. er orðfær í bezta lagi.
Guðsþjónustur í Grundarþinga-
■prestakalli: Hólum, jóladag, kl. 12
stundvíslega. — Saurbæ, sama
dag, kl. 2 e. h. — Grund, annan í
jólum, kl. 12. — Kaupangi, gamla-
ársdag, kl. 2 e. h. — Munkaþverá,
nýjársdag, kl. 12.
Hjánaband. Fimmtudaginn 12.
des. s.l. voru gefin saman í hjóna-
band af prestinum í Grundarþing-
um: Ungfrú Ingibjörg Sæmunds-
dóttir úr Ólafsfirði og Jón Ás-
kelsson, sjómaður, Hrísey. Heim-
ili þeirra verður í Hrísey.
Hlutaveltu og dans heldur U.
M. F. „Ársól“ að Munkaþverá
annan í jólum. Hefst kl. 9 e. h.
Barnastúkan „Sakleysið“ heídur
fund næstk. sunnudag á venjuleg-
um stað og tíma. — Jólafundur. —
A-flokkur fræðir og skemmtir.
Dagur kemur næst út á Þor-
láksmessudag (23. þ. m.). Auglýs-
ingar í það blað mega ekki koma
síðar en um hádegi næstkomandi
laugardag. Verður þetta síðasta
blaðið, er út kemur á þessu ári.
Fyrsta blað næsta árgangs kem-
ur út fimmtudaginn 9. jan. 1941.
Kirkjukonsert Kantötukórs Ak-
ureyrar, sem áformað var að halda
síðastliðinn sunnudag, fórst fyrir
vegna veikinda söngstjórans,
Björgvins Guðmundssonar. Voru
þetta mikil vonbrigði fyrir bæjar-
búa.
Rauðir hundar ganga nú hér í
bænum. Veikin mun vera væg og
legst einkum á börn og unglinga.
„Allir eitt“. Síðasta dansskemmt-
un 1940, laugardaginn 28. des., kl.
10 e. h.
Nýlátinn er Jón Ingjaldsson á
Laxamýri í Þingeyjarsýslu.