Dagur - 23.12.1940, Blaðsíða 1

Dagur - 23.12.1940, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgang- urinn kostar kr. 6.00. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Björnsonar. AFGREIÐ SLAN og innheimtan í skrif- stofu blaðsins við Kaupvangstorg. Sími 96. Afgreiðslumaður og gjaldkeri: Jóhann ó. Haraldsson Akureyri 23. desember 1940 • -• « * • * * o • #-• «•««»»« « « v • \ 53. tbl. • • • • >cxz>o< Liós yfir dauðadjúpið svarta! Jólahugleiðing. ,flann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem eingetins sonar frá föður“. (Jóh. 1. 14.). Skáldið Matthías Jochumsson kemst þannig að orði í kvæði sínu um hafísinn: j-Hundrað þúsund kumbla kirkjugarður, kuldalegt er voðaríki þitt, hræðilegi heljararðurl hrolli slær um brjóstið mitt«. En ekki þarf hafið og ísinn til að fylla oss hrolli. Sjálf jörðin, sem vér göngum á, er líka „hundr- að þúsund kumbla kirkjugarður“. Svo þétt eru grafirnar orpnar, að naumast verður stigið niður milli þeirra. Duftið undir fótum vorum er ekkert annað, en þögular minj- ar um lifanda líf, sem eitt sinn var lifað á jörðu. Ekki hundrað þúsundir, heldur óteljandi milljónir manna hafa komið og horfið á brott héðan innan stundar. Þeir hafa eins og vér horft sínum undrandi barns- augum upp í himininn, móti sól- arljómanum, sem kemur að ofan. Þeir hafa glaðst hér eða grátið um nokkur ár, barizt og vonað, elskað og strítt, dáið og gleymzt. Og eins og þeir munum vér einn- ig hverfa til duftsins undir fætur komandi kynslóða. Með ægilegu. og óstöðvandi ör- yggi fer hinn hræðilegi heljararð- ur dauðans um alla jörð, dreginn af stríðefldum fákum tímans, og jafnar yfir allt. Jafnvel pýramíd- arnir á eyðimörkum Egyptalands munu hjaðna og slitna af vindum og veðri, áður en liðið er augna- blik af eilífðinni. Þannig þurrkar hönd eyðingarinnar svipinn af ásýnd allra hluta, svo að framtíðin megi eftir vild rita nýja stafi í sandinn, Sjaldan eða aldrei hefir þó plógur dauðans verið jafn stór- virkur á akri jarðlífsins eins og hann er nú, þegar mennirnir sjálf- ir draga tauma hans. „Öllum hafís verri er hjartans ís“. Helkuldi íss og snæs er mildur og blíður, hjá þeim kulda mannvonzkunnar, sem kemur í ljós í drápsvélum þeim, sem nú erja löndin og hirða blóm- ann af æskumönnum þjóðanna. Þá syrtir fyrst verulega af nóttu, þegar sjálft mannvitið, þessi yfir- jarðneski þáttur veru vorrar, legg- ur sitt pund á vogai'skálina með dauðanum, í stað þess að berjast gegn honum. Þá vei'ður harð- neskjan djöfulleg og eyðilegging- ingin að viðurstyggð. Svo dapurleg er 'hún sú veröld, sem vér lifum í, svo koldimm heljarslóð glötunai'aflanna! * * * Ljúft mætti oss því verða, að hvarfla augum vorum til hæða, og leita þar enn eftir bláma og sól- skini bernskunnar, ef það skyldi ekki vei'a byrgt af eiturþoku eða púðurreyk þeirra, sem hörmunga- eldana kynda á jörðu. Margur mundi nú vilja hugsa eins og sálmaskáldið foi'na: „Eg hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá guði, skapara him- ins og jarðar“. Víst gæti þessi jörð orðið dá- samlegur bústaður lifandi manna, ef vér vissum hvað til vors friðar heyrði. En hefir hún nokkru sinni komið þessi hjálp frá guði, sem trúmennirnir hafa hrópað á? Kristindómurinn þekkir frásög- una um það, hvernig hún kom í heiminn, en mennirnir tóku ekki við henni, af því að verk þeirra voru vond. Hjálpin frá guði — orð hans, eins og Jóhannesarguðspjall seg- ir, varð hold á jörð og bjó með oss. Hann bjó með oss fullur náð- ar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður. í persónu Krists birtist oss allt, sem mönnunum sæmir að stefna að og leitast við að verða. Þess vegna var hann ljósið, sem kom í heiminn, réttborinn meist- ari og drottinn lifandi manna. Hann var eingetinn, því að eng- inn hefir verið eins og hann, full- ur náðar og sannleika, ástúðar og mildi. Hann fæddist sem himna- barn í lágu hreysi, gekk um sem útlendingur á jörðinni. Og eins og jólasagan segir frá því, hvernig hann kom frá himni, þannig skýrir sagan um uppstigninguna »Almáttka fegurð, .hrein og há, ég Imeigi þér, ann þér með brennandi þrá. Stjörnudjásnið mitt dýrðar bjarta, demant á guðdómsins tignarbrá! Ljós yfir dauðadjúpið svarta!« Þannig orti Einar Benediktsson, einn hinn spakvitrasti og háfleyg- Eftir séra Benjamín Kristjánsson. oss frá því, hvernig hann hvarf til himins aftur, og ský huldi hann fyrir sjónum þeirra. * * * Þetta er sagan, sem alltaf er að gerast. Vér höfum misst sjón- ar af Kristi, ský hefir numið hann brott frá augum vorum. Hann, sem á að vera fyrirmynd- in, orð guðs til vor mannanna, vér látum hann verða burt num- inn í skýi fyrir augum vorum, vér fleygjum honum burt úr hugsun- arlífinu. Fyrir trumbuslætti og lúðraþyt hernaðarins, fyrir stolti og drambi hai’ðstjói'narand- ans, fyrir heift og ágirnd og öll- um þeim hei'skörum dauðlegra ástríðna, sem fara stormi um hugann og eldi um löndin, þokar hann um set og hverfur á ný upp í himin sinn, sá drottinn, sem oss var sendur til leiðsagnar á jöi'ðu. Því áð ekki ryðst hann neins- staðar til sætis með ofsa eða yfii'- gangi, og ekki kúgar hann neinn til fylgdar við sig. Andinn guð- dómlegi kernur aðeins, þegar vér þráum hann og biðjum um hann af alhug sálarinnar. Ekkei’t, sem er gott eða fagurt keiTiur nokkru sinni til vor öðru vísi. Það eitt, sém er af hinu illa, leggur hald á oss og vill knýja oss til síns vilja. En lögmál kæi’leikans er hið full- komna lögmál frelsisins. Það er þess vegna, sem vér öðlumst ekkert af hinu góða og fagra, fyrr en vér viljum það sjálf, fyi’i' en sál vor snýr augliti sínu í hæðirnar. asti skáldandi, sem vér höfum átt, um þá himnesku fegurð, sem heillaði ávalt sál hans og snart hana „sem geisli af kæi’leik frá guðdómsins hjarta“. Slíkt ljós yfir dauðadjúpið svarta er Kristur, sá sem kom, og mun ennþá koma í dýrð sinni með hersveitum engla, ef vér hefjum augu vor til fjallanna, lyftum þeim upp í hæðirnar til hans. Emxþá ljómar stjai’na hans á himninum, mild og skær, hátt yfir dauðlegri baráttu mannanna. Ög blikandi fegurð hennar þarf ekki að fölskvast fyi’ir oss, og ekkert ský þai'f að nema ljós hennar burt frá augum vorum, nema vér sjálf látum soi'garmóðu vantrúarinnar og ísingu haturs og heljarafla myrkva sál vora þangað til hún er ekki lengur nógu skyggn, til þess, að verða snortin af hinu himneska ljósi og endurspegla það. „Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun lcoma á sama hátt og þér sáuð, hann fara til himins“. Undir eins og vér strjúkum óhreinindin af skuggsjá hugans og látum hina brennandi þrá eftir náð og sann- leika, bræða þann hjartans ís, sem nú veldur mestu bölvi og myrkvar alla vora vegi, þá birtir aftur af degi, þá stígur drottinn út úr skýinu á ný. Manninum einum er það gefið að geta lyft augum sínum til him- ins og hann einn getur skoðað ljóma himinhvelfingarinnar. Hví skyldi hann þá ekki notfæra sér þessi forréttindi sín, hví skyldi (Framh. á 2. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.