Dagur - 20.02.1941, Blaðsíða 1

Dagur - 20.02.1941, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgang- urinn kostar kr. fi.OO. Ritstjóri: Ingim'ar Eydal. Prentverk Odds Björnsonar. AFGREIÐSLAN og innheimtan í skrif- stofu blaðsins við Kaupvangstorg. Slmi 96. Afgreiðslurnaður og gjaldkeri: Jóhann Ó. Haraidsson XXIV. ÁRG.' Akureyri, 20. febrúar 1941. 7. tbl. O Om * » » ^ « Eyfirðingafélag - Eyfirðingasaga. Fyrir nokkrum árum hófst hreyfing hér á landi í þá átt að láta skrá og gefa út sögur ein- stakra héraða og bæja. Hafa ís- lendingar löngum verið söguelsk- ir, og marga fýst að vita deili á sögu byggðarlags síns eða bæjar, því að í þeim sögum er ætíð margt að finna, sem aldrei verður skráð í heildarsögu þjóðarinnar, þótt hún verði samin. Fyrst reið Reykjavík á vaðið í þessu efni, og reit Klemenz Jónsson sögu henn- ar, sem prentuð var 1929. Nokkru síðar kom út saga Hafnarfjarðar, er Sigurður Skúlason samdi. Munu bæirnir sjálfir hafa kostað útgáfur þessar að mestu leyti. Um þær mundir samdi Klemens Jóns- son sögu Akureyrar og keypti bæjarstjórn handritið, en ekki hefir það verið gefið út enn, enda varla fullbúið af hendi höfundar, Síðan þetta gerðist hafa ýms önnur héruð bætst í hópinn. Hafa þar verið stofnuð félög til að hrinda málum þessum fram, en flest eða öll þeirra hafa notið ríf- legra styrkja úr sýslu- og bæjar- sjóðum. Útgáfustarfsemi ýmissa þessara félaga er þegar hafin. Þannig hefir félagið Ingólfur í Reykjavík gefið út um nokkur ár ritsafn, er flytur heimildir að sögu landnáms Ingólfs, ásamt ritgerð- um um það efni. Félag Borgfirð- inga hefir gefið út tvö bindi af sagnaþáttum úr héraðinu, og Sögufélag Skagfirðinga hefir gef- ið út tvö bindi Skagfirzkra fræða, og hefir miklar ráðagerðir um út- gáfu á prjónum. Loks hefir Árnes- ingafélag sent út boðsbréf að miklu riti um sögu og lýsingu Ár- nessýslu. í mörgum öðrum héruð- um eru félög stofnuð í sama til- gangi, og ráðagerðir uppi um framkvæmdir. Ekki verður því með rökum neitað, að félög þessi vinni ekki nytsamt starf með því að bjarga frá glötun ýmsum fróðleik og menningarminjum, sem eru að líða undir lok á þeim miklu breyt- ingatímum, sem nú standa yfir. Þá er og ekki ósennilegt að held- ur kunni það að auka á heilbrigð- an héraðsmetnað og treysta bönd manna við hérað sitt, ef menn geta kynnzt sögu þess frá rótum. Við, Eyfirðingar, höfum verið ýmusm landsbúum tómlátari um jþetta efni. Veit ég eigi, hvort þar muni um valda, að sumir telja okkur ábui'ðarminni og hlédræg- ari öðrum landsbúum, eða um aðrar oi-sakir sé að ræða. En hitt er þó' víst, að hér, í landnámi Helga magra, hefir gerzt meiri saga en í mörgum öðrum héruð- um landsins. Enda varð héraðið snemma fjölbyggt, og lega þess í miðju Norðurlandi og ágætar hafnir við fjörðinn skópu hér snemma einskonar miðstöð fjórð- ungsins. Síðar í’isu hér upp vei'zl- unarstaðir, og um langan aldur hefir Akureyri verið höfuðstaður Norðurlands. Þarf því eigi að ótt- ast að hér skorti söguefnið, ef til er tekið. Fyrir rúmu ári síðan hófust Ey- firðingar loks handa um stofnun félags, til þess að vinna að útgáfu Eyfirðingasögu. Forgöngumenn þess voru þingmennirnir Bei’n- harð Stefánsson, Einar Ái'nason, Erlendur Þorsteixisson og Stefán Stefánsson. Efndu þeir til fundar meðal Eyfirðinga í Reykjavík 12. des. 1939, og var þá stofnað þar Eyfirðingafélag. Gekk þegar margt manna í félagið. Hefir og öðrum slíkum félögum verið hinn mesti styrkur að þeim héraðsbú- um, er í Reykjavík eru búsettir. Eru Eyfirðingar í Reykjavík hinir áhugasömustu um stöi-f félagsins, og þar eru einnig margir fræði- menn, sem félaginu er hinn mesti styrkur að. Eftir heimkomu þingmannanna boðuðu þeir til stofnfundar, er haldinn var 9. maí s. 1., um leið og aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga. Var þá sérstaklega gott tækifæri að ná til manna víðsveg- ar úr héraðinu. í félagið gengu um 70 manns á stofnfundi, voru þá samþykkt lög félagsins og kos- in stjórn þess. í henni eru Bern- harð Stefánsson, Einar Árnason, Snorri Sigfússon, Steindór Stein- dórsson og Þorsteinn M. Jónsson. Furðuhljótt var um félagsstofnun þessa. Blöðin gátu hennar að vísu, en ekkert hefir verið síðan gert, til þess að kynna héraðsbúum stefnu þess og fyrirætlanii'. Er því grein þessi rituð eftir samþykki stjórnarfundar, til þess að minna menn á tilveru félagsins, og jafn- framt að eyða misskilningi nokkr- um, sem vart hefir orðið um eðli þess og uppruna, Samkvæmt lögum þeim, er stofnfundur samþykkti, heitir fé- lagið Eyfirðingafélag og er félag Eyfirðinga, Akureyringa og Sigl- firðinga. Félagssvæðið nær með öðrum orðum yfir hið forna lög- sagnarumdæmi Eyjafjarðai’sýslu. „Tilgangur þess er að vinna að samningu og útgáfu sögu Eyja- fjarðarhéraðs frá upphafi land- náms til síðustu ára. Jafnframt að safna fróðleik um merka og sér- kennilega menn,- sem lifað liafa í héraðinu, og um einstaka merkis- atburði. Ennfremur að láta semja (Framh. á. 2. síðu.) Vasakver með almanaki fyrir árið 1941 hefir Samb. ísl. samvinnufélaga gefið út, og er þetta 3. árgangur kversins, sem er allmikið breytt og stækkað fi'á því, sem áður hefir verið. Ritstjóri er Árni G. Eylands, framkvæmda- stjóri. Bók þessi, sem er um 140 bls. í litlu broti, hefir geisimikinn fróðleik að geyma. Allir íslenzkir bændur þurfa fyrst og fi’emst að eignast þessa bók, því að þar geta þeir fundið margvísleg svör við ýmsum vandamálum þeirra. I. 0. O. F. = 1222219 = □ Rún 59412267 — Frl. Dánardœgur. Þann 3. þ. m. and- aðist að heimili sínu hér í bæ Jcm Markússon frá Samtúni, gamall maður, Þann 6. þ. m. andaðist að heim- ili sínu, Sörlatungu í Hörgárdal, Eiður Jónsson, ókvæntur maður um fertugt. Bar dauða hans skjótt að höndum. Þann 15. þ. m. andaðist ekkjan Anna Halldórsdóttir til heimilis á Eyrai'landsveg 4- hér í bæ. Hún var ekkja eftir Jóhannes Guð- mundsson bónda að Miðhúsum í Grundarsókn. Hún var á níræðis- aldi'i. Tundurdufl sprakk í fjörunni fi’am undan bænum Harðbak á Meli'akkasléttu að kvöldi 9. þ. m. Var sprengingin svo kraftmikil, að bæjarhúsin á Harðbak léku á í-eiðiskjálfi og margar rúður brotnuðu í þeim og fleiri smá- skemmdir ui’ðu. Sprengingin heyrðist til Raufarhafnar, um 12 km. vegarlengd, Alþingi var sett 15. þ. m. að af- lokinni guðsþjónustu f dómkirkj- unní eins og venjulega. Frá búnaðar- þinginii. Búnaðarþing stendur nú yfir í Reykjavík. Það kom saman 30. janúar. Mættir voi’u 23 fulltrúar, en 2 vantaði af Austurlandi og mun svo enn vera. Fundir hafa fram undir þetta verið stopulir vegna veikinda og íxefndastarfa, en mun nú vei'a farið að lagast. Fyrir nokkru var búið að leggja um 40 mál fyrir þingið og af- greiða þau til nefnda. Meðal þeirra mála, er fram hafa verið iögð, eru tillögur frá milliþinga- nefnd þeirri, er síðasta búnaðar- þing kaus til að gera athugun á og tillögur um nokkur mál, er þá iágu fyrir búnaðarþinginu. Leggur milliþinganefndin til: a) að styrkur á opna skurði hækki nokkuð. b) að styrkur á votheyshlöður hækki einnig. Ennfremur að heildarstyrkur til votheyshlaðna verði ákveðinn kr. 200.00 á hvert býli. c) Þá leggur nefndin til að gi'eidd sé verðlagsuppbót á jarð- ræktarstyrki, eins og hún er ákveðin á hvei'jum tíma. Þá leggur milliþinganefndin til, að 17. gr. jarðræktarlaganna falli niður. Hins vegar hefir hún sam- ið frumvarp til laga um sölugjald af jörðum og ætlast til, að þau lög komi í stað ákvæða 17. gr. Ákveðst sölugjald 15%—35% af upphæð þeirri, er jörð er seld hærra verði en gildandi fasteigna- mat hennar. Seljandi greiðir gjald þetta. Þrjá fimmtu hluta gjaldsins skal leggja í sjóð, sem er eign hinnar seldu jarðar, en % hlutar renna til búnaðarfélags hlutaðeigandi sveitar, Þá liggja' og fyrir búnaðarþing- inu breytingartillögur við lög um Byggingai’- og landnámssjóð, er fara í þá átt að hækka lán til end- urbygginga í kr. 8000.00 og styrk í kr. 500.00—3000.00. Nánari fi'ásögn af búnaðarþing- inu birtist væntanlega bráðlega í blaðinu. Bifreiðarslys varð í nánd við Reykjavík 9. þ. m. Átján ára pilt- ur, Guðmundur Eiríksson að nafni, beið bana og nokkrir aðrir meiddust,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.