Dagur - 20.02.1941, Qupperneq 2
90
3> A O U R
7. tbi.
Kapphlaupið
UBii vernd þjóðernis*
Iskvaldri og sjálfshóli. „Hinn fórn-
M MPM. MMM« | an(ji nráttur er hljóður“, segir
skáldið spaklega.
Ritstjóri íslendings reynir með
lævísi að læða þeirri hugsun inn
meðal lesenda sinna, að Dagur
sitji á svikráðum við sjálfstæði
íslenzku þjóðarinnar, Öðruvísi
verða orð hans ekki skilin, þar
sem hann segir, að skrif Dags séu
til þess fallin að afla kenningum
Snæbjarnar Jónssonar fylgis og
spyr síðan hvort Dagur berjist
fyrir því.
Þetta • leyfir ísl. sér, þó honum
hljóti að vera það fullkunnugt, að
strax og vitað var um grein Sn.
J, í enska blaðinu Spectator, erút
kom í september s.l., mótmælti
Dagur efni hennar og anda harð-
lega og einarðlega. Aftur má
benda ísl. á annað fyrirbrigði,
sem honum liggur nær að hugsa
um. Þremur mánuðum áður en
grein Snæbjarnar birtist í
Spectator, skrifaði Héðinn Valdi-
marsson um það í blað sitt, Nýtt
land, að bezt færi á að íslendingar
steyptu sér kollhnís inn í brezka
heimsveldið, því þar væru þeir
bezt komnir. Þenna mann með
þessum hugsunarhætti hafa
flokksmenn íslendings tekið í
bandalag við sig og ætla að hjálpa
honum til að eiga framvegis setu
á Alþingi.
Var þetta gert til þess að „halda
heilbrigðum þjóðarmetnaði vorum
vakandi?"
Hvað segir íslendingur um það?
Kommúnistar hafa gemsað um
það nýlega, að þeir væru eini
flokkurinn, sem í alvöru berðist
fyrir verndun þjóðlegra verðmæta
og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar.
Það dettur nú engum í hug að
leggja nokkurn trúnað á svona
heimskulegt sjálfshól kommún-
ista. Mönnum er í of fersku minni
afstaða þeirra til árása Rússa á
sjálfstæði smáþjóða til þess að
geta treyst þeim hér heima fyrir.
Nú hefir annar aðili hafið kapp-
hlaup við kömmúnista um þetta
mál. Það er blaðið íslendingur,
málgagn Sjálfstæðisflokksins hér
á Akureyri. Það er á íslendingi að
heyra, að hann sé eini aðilinn af
blöðum bæjarins, er sé á verði
gagnvart glötun þjóðernisins og
þjóðlegra verðmæta. Jafnframt
hreytir hann að Degi, fyrir að
hafa gengið slælega fram í því að
vara við þeirri hættu,. er okkur
standi af veru brezka setuliðsins
hér.
Þess er ekki að dyljast, að Dag-
ur lítur svo á, að þessi hætta sé
miklu minni en ísl. vill vera láta
í kapphlaupi sínu við kommún-
ista. Sá, sem ekki hefir meiri trú
á styrkleik íslenzks þjóðernis en
það, að hann hyggur það fari for-
görðum, ef brezkt setulið hefir
hér dvöl um stundarsakir, er
sannarlega trúardaufur á mátt
þess. Hitt er rétt, að alltaf eru
fyrir hendi einstaklingar, sem eru
svo lítilsigldir, að þeir liggja flat-
ir fyrir útlendum áhrifum; er þar
nærtækasta dæmið auðmýkt og
undirlægjuháttur kommúnista
gagnvart öllu því, sem rússneskt
er, svo og dýrkun nazista á þýzkri
yfirdrottnunarstefnu. En þetta
snertir aðeins einstaklinga, að
vísu alltof marga, en ekki heild-
ina.
íslendingi líkar það illa, er
Dagur benti á, að eðlilegt væri að
afstaða íslendinga til brezka setu-
liðsins væri önnur en Dana og
Norðmanna til þýzka hersins í
löndum þeirra. í Danmörku og
Noregi „nægir andúð fólksins
gegn innrásarhernum til að varð-
veita þjóðernið og tunguna“, seg-
ir blaðið. Hér sé hættan meiri, af
því að Bretar séu mildari í okkar
garð en Þjöðverjar eru fyrnefnd-
um löndum. Það er á ritstjóra ísl.
að heyra, að honum þyki það
miður, að Bretar hafi ekki leikið
okkur hart, því þá myhdi þjóð-
ernistilfinning okkar hafa magn-
azt. En er sú þjóðernistilfinning
sérlega eftirsóknarverð, sem
sprottin er af kúgun útlends valds
og nærð af hatri til annara? Sú
sanna ættjarðarást og þjóðernis-
tilfinning á rætur í sjálfri sér en
ekki í utanað-komandi áhrifum.
Það er mjög haepið, að hún sé
rL-rkusí þnr sem hún kemur fram
í sífcldum prédikunum, orða-
Eyíirðingafélag —
Eyfirqingasaga.
(Framh. af 1. síðu).
héraöslýsingu, þar sem lýst er
landslagi og gróðri svo og merk-
isstöðum, atvinnuháttum og and-
legu lífi“.
Með þessari grein laganna er
stefna félagsins og starfssvið svo
skýrt markað, að ekki er þörf
frekari athugasemda. Síðan hefir
stjórnin nokkuð rætt um, hversu
framkvæmdum skuli hagað og
hafið undirbúning í því efni í
samráði við stjórn Reykjavíkur-
félagsins, en formaður þess er
Ingólfur Davíðsson magister. Á-
kveðið er að láta rita fullkomna
héraðssögu, og heflr Barði Guð-
mundsson þjóðskjalavörður tekið
að sér að semja fyrsta bindi henn-
ar, um sögu þjóðveldistímans.
Ætla má að sagan verði alls 4—5
bindi, þar af sennilega eitt bindi
Akureyrarsaga. í sambandi við
söguna verður gefin út héraðslýs-
ing, er undirrituðum hefir verið
falið að annast. Þá hafa og verið
teknir til athugunar möguleikar á
því, að gefa út árlegt ritgerðasafn
í líkingu við útgáfu félagsins Ing-
ólfur í Reykjavík. Þar verða gefin
út óprentuð heimildarrit um hér-
aðið á liðnum öldum ásamt rit-
gerðum um einstakar fannsóknir
á sögulegum atriðum eða öðru, er
héraðið snertir, ennfremur sagna-
þættir o. fl. Helzt er ráðgert að
fyrsta hefti ritsafns þessa komi út
á þessu ári, þar sem útgáfa aðal-
ritsins hlýtur að dragast nokkru
lengur, sakir þess undirbúnings,
er það krefst. Nokkuð hefir og
stjórnin rætt um söfnun örnefna,
þjóðhátta, atburðasagna o. fl. án
þess nokkur starfsáætlun hafi ver-
ið gerð þar um.
Það er auðsætt af þessu, að fé-
lagsins bíða mikil verkefni, og
allt líf þess og framkvæmdir er
undir því komið, að það njóti
styrks og velvildar héraðsb.úa.
Leitað verður fjárstyrks til sýslu-
sjóðs, bæjarsjóða Akureyrar og
Siglufjarðar og Menningarsjóðs
Kaupfélags Eyfirðinga; er þess að
vænta, að þeir aðilar bregðist hér
vel við. Annars hlýtur megin-
styrkur félagsins að verða í því
fólginn, að sem flestir gerist með-
limir þess og um leið áskrifendur
og kaupendur rita þeirra, er það
gefur út. Enn hefir lítið verið
eftir því leitað, að safna mönnum
í félagið. En nú bráðlega mun
verða hafist handa í því efni og
áskriftarlistar sendir meðal
manna. Væntir stjórn félagsins
þess, að héraðsbúar allir, í bæjum
og sveitum, bregðist vel við, því
að ekki er það héraðinu vansa-
laust, ef félagið fær ekki komið
verkefnum sínum í framkvæmd
vegna ónógrar þátttöku í einu af
fjölmennustu og þéttbýlustu hér-
uðum landsins. Þá væntir stjórn-
in einnig samvinnu við alla þá
menn, sem einhverjum fróðleik
hafa að miðla um efni þau, er
greinir í stefnuskrá félagsins.
Mælist hún til þess, að þeir gefi
sig fram við einhvern af meðlim-
um stjórnarinnar, ef þeir vilja
taka að sér störf í sambandi við
efnissöfnun eða skrásetningu ey-
firzkra fræða. Trúum við ekki
öðru, en Eyfirðingar reynist hér
trúir byggðarlagi sínu og bregðist
drengilega við málaleitan þessari.
Akureyri 9. febr. 1941.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.
KAUPI
notud ísi. frímerki hæsta verði
Ouðm. Oliðiaugsson, Kea
■■■■
*mm»
!!
$!
Bollu-
dagino jj
borða allir
fiskbollurÍ
fel
i
I !. Ul jffijyiidðU!! Cel\VU!UIi jj
--IMIWMÍ ■■
i™» — ■■ WIHIH>'!■■■ ■»«>
frá S. I. F.
i
■ ■■■4
■PBB1
20. febrúar
er að líða. Hafið þér at-
hugað það, að þessi dag-
ur getur valdið yður missi
hárrar peningaupphæðar, ef
þér hafið gleymt að end-
urnýja happdrættismiða yð-
ar frá í fyrra, því að þeg-
ar 21. febrúar getur hann
verið seldur öðrum.
Og fyrir yður, sem
bíðið þess að núm-
er losni, geturrunn-
ið upp nýtt happa-
tímabil
21. febrúar.
Notið P E R L U-þvottaduft.
Á Ijósmyndastofunni í
GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21
getið þér fengið nýmóðins
Kombinationsmyndir
og margar fleiri gerðir, sem hvergi
fást annars staðar
Guðr. Funch-Rasmussen.
wmmHKifffnHtfiB
Gúmmí§(ígvél og
gúmmíbú§$ur
nýkomið.
Kaupfélag Eyfirðinga. J|
Skódeild
f iiliiilll i liillillliM