Dagur - 23.04.1941, Page 1

Dagur - 23.04.1941, Page 1
DAGUR kemur út á hverjum fimmtudegi. Argang- urinn kostar kr. 6.00. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentverk Odds Bjömsonar. AFGREIÐSLAN og innheimtan I skrif- stofu blaðsins við Kaupvangstorg. Sími 96. Afgreiðslumaður og gjaldkeri: Jóhann Ó. Háraldsson Akureyri, 23. apríl 1941. Aoalfundur K. E. A. 1941. Fimmtudaginn þ. 17. þ. m. hófst aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga í Nýja-Bíó á Akureyri. Mættir voru á fundinum 158 fulltrúar úr 21 félagsdeildum, stjórn félagsins, framkvæmda- stjóri, endurskoðendur og ýmsir aðrir félagsmenn. Eftir að rannsókn kjörbréfa var lokið var Hólmgeir Þorsteinsson kjörinn fundarstjóri, en hann kvaddi sér til aðstoðar sem vara- fundarstjóra Stefán Ingjaldsson. Skrifarar fundarins voru Skafti Guðmundsson og Garðar Hall- dórsson, en Sveinn Bjarman var ráðinn þeim til aðstoðar við bók- unina, SÝRSLA STJÓRNARINNAR. Varaformaður félagsins, Ingi- mar Eydal, flutti fyrir hönd fé- lagsstjórnarinnar skýrslu um helztu framkvæmdi'r félagsins á árinu 1940. Voru þær sem hér segír: Sölubúð félagsins í Ólafsfirði endurbætt. Keyptur meiri hluti af hluta- fjáreign bifreiðaverkstæðisins H/f Hamarinn Mjölnir á Akureyri. Bygging frystihúsa í Hrísey og í Ólafsfirði og endurbætur á frystihúsinu á Dalvík. Gefín út ýtarleg skýrsla yfir starfsemi félagsins á árinu 1939 er send var hverjum félagsmanni að loknum aðalfundi 1940. Hafngerð Dalvíkur veitt 10 þús. kr, fjárframlag samkv. málaleitun frá hreppsnefnd Svarfaðardals- hrepps. Veittar ki'. 150.00 til varnargirð- ingar vegna fjárpestar í Hóla- og Viðvíkurhreppum í Skagafirði. Stjórnin fól Árna Björnssyni kennara að safna vanhaldaskýrsl- um í héraðinu til undirbúnings stofnunar búfjártryggihgarsjóðs. Ábúanda jarðanna Flögu og Ein- hamars í Hörgárdal seldar þær fyrir kr. 8000.00. Selt til niðurrifs svokallað Njarðarhús á Svalbarðseyri, er var að hálfu leyti eign K. E. A. Stofnsett lítil skipasmíðastöð á Oddeyrartanga. Eru þar nú í smíðum nokkrir mótor- og trillu- bátar og hafinn undirbúningur að smíði á 150 smálesta mótorskipi fyrir félagið. Varaformaður lauk máli sípu K.E með hvatningarorðum til félags- manna um að standa einhuga saman um málefni samvinnustefn- unnar, er hann taldi hið öruggasta vígi á þessum alvarlegu tímum. Tóku fundarmenn undir það með almennu lófataki. SKÝRSLA FRAMKVÆMDA- STJÓRA. Framkvæmdastjóri félagsins, Jakob Frímannsson, flutti grein- argerð og nákvæma skýrslu um reksturstarfsemi félagsins og fyr- irtækja þess á liðnu ári. Gerði hann glögga grein fyrir sölustarf- semi, iðnrekstri, útgerðarstarfsemi og afurðasölu félagsins og birti út- komu og árangur hverrar starfs- greinar fyrir sig. Verzlunarrekstri félagsins hefir verið hagað í öllum aðalatriðum á sama hátt og undanfarin ár. Hefir verið reynt eftir megni að hafa á boðstólum sem fjölbreyttastan varning og gæta þess, að birgðir af öllum brýnustu nauðsynjavör- um væri ávallt meiri en venja hefir verið, vegna yfirvofandi sigl- ingateppu af völdum ófriðarins. IJefir þetta haft talsvert aukinn kostnað í för með sér, sérstaklega vaxtatap og húsaleigukostnað. Jafnframt hefir verið leitazt við að hækka ekki álagningu en frek- ar draga úr henni á þeim vörum, sem fyrir mestri verðhækkun hafa orðið. Vörusalan hefir að peningaverðmæti numið alls um 4Y2 miljón ki'ónum í búðum fé- lagsins á Akureyri og útibúum þess við Eyjafjörð og í Grímsey. Er þetta talsvert minni aukning en gera hefði' mátt ráð fyrir, ef salan hefði aukizt í hlutfalli við verðhækkunina. Framan af árinu 1940 var verzlunin mjög dauf og leit á tímabili út fyrir, að vörusal- an mundi mihnka stórlega frá því sem hún var 1939. Úr þessu fætt- ist þó vonum framar seinni hluta ársins sökum aukinnar atvinnu og hækkandi verðs á framleiðsluvör- unum. Samt sem áður hefir vörusalan ekki aukizt nema um ca. 15%, sem er talsvert minna en sem svarar verðhækkuninni.. eða hækkun á kostnaði við verzlunarreksturinn. Sala kjötbúðarinnar var sú langmesta, sem nokkurntíma hefir orðið, eða tæpar 590 þús. kr. Miðstöðva- og hreinlætistæki voru seld fyrir um 180 þus. kr. Hefir salan á þessum vörum eins og öllum öðrum byggingavörum minnkað að miklum mun. Kola- og saltsala var að pen- ingagildi talsvert meiri en árið áð- ur, ‘ þótt vörumagnið minnkaði verulega. Kolaverð fór heldur lækkandi eftir því sem leið á ár- ið; verðjöfnun var framkvæmd og verðinu haldið niðri eins og mögu- legt var, enda var enginn ágóði af kolaverzlun félagsins að þessu sinni. Félagið keypti rúmlega 1000 tonn af salti síðastl. vor, sem kost- aði kr. 165.00 tonnið. Með hjálp eldri birgða var þó hægt að selja það salt fyrir kr. 145.00 tonnið, og hélzt það verð allt árið. Hraðfrystihús félagsins á Odd- eyri var endurbætt hvað vélakost og frystitæki snertir. Beinamjölsverksmiðjan á Dalvík var flutt til Akureyrar og endur- byggð þar. Lifrarbræðslu rak félagið eins og að undanförnu á Dalvík, Hrís- ey, Grenivík og Grímsey, og var framleiðslan sú mesta, sem nokkru sinni hefir verið, Verksmiðjur félagsins, brauð- gerð og pylsugerð, störfuðu allt árið. Var eftirspurn eftir öllum framleiðsluvörum meiri en dæmi eru til, en örðugleikar um útveg- un hrávara talsvert tilfinnanlegir. Sala sjávarafurða má heita að hafi gengið gr&iðlega og eru flest- ar framleiðsluvörur útgerðarinnar nú seldar. Fiskurinn var að mestu fluttur út ísvarinn eða hraðfryst- ur. Verðið var mjög hátt, sérstak- lega seinni hluta ársins, og hefir árið 1940 verið það mesta veltiár fyrir sjávarútveginn, sem dæmi eru til. Af saltfiski hafði félagið um 6000 skp. til sölumeðferðar og er það 4000 skp. minna en árið áður. Verðmæti þessara 6000 skþ. varð þó fullt eins mikið og 10000 skp. árið 1939. Hraðfrystihúsin framleiddu alls um 447 þús. kg. af fiskiflökum (aðallega þorskur, ýsa og koli) fyrir að verðmæti um 800 þús, kr. Sala landbúnaðarafurða hefir gengið mjög treglega. Má þó heita að nú séu flestar afurðir ársins seldar. Ull og gærur liggja þó enn í landinu, en frá sölu mun hafa verið gengið fyrir skemmstu. End- anlegir sölureikningar hafa enn ekki borizt yfir neinar af aðal- landbúnaðarafurðunum, sem út (Frsmh, át 2. síðu.) Allir samlaka. Sumardagurinn fyrsti er á morg- un. Sumardvalarnefnd barna hef- ir ákveðið að gera hann að fjár- söfnunardegi hér á Akureyri í þeim tilgangi að safna saman svo miklu fé, sem unnt er, til þess að kosta Akureyrarbörn á sveita- heimilum í sumar, Fjársöfnunin fer fram á þann hátt, að merki verða seld á götun- um og í húsum, Kvenfélagið Hlíf hefir bazar í bæjarstjórnarsalnum og kaffisölu í Skjaldborg og renn- ur allt, sem inn kemur í sumar- dvalasjóðinn, Þá hefir Nýja Bíó kvikmyndasýningu til ágóða fyrir sjóðinn og karlakórinn Geysir mun halda útisamsöng. Merkjasölunni verður hagað þannig: öll merkin verða aí sömu gerð, en hver kaupandi látinn sjálfráður, hve mikið hann greið- ir. Þó er ætlazt til þess, að lág- marksgreiðsla fullorðinna sé ein króna. Hver merkjasali fær inn- siglaðan kassa, sem peningarni'r verða- látnir í, og á þann veg tryggt, að peningarnir komast til skila í réttar hendur, Laugalandsskólinn er fenginn sem dvalarheimili fyrir Akureyr- arbörn í sumar. Alltaf er þörf fyrir kaupstaða- börn að komast á góð heimili í sveit á sumrin, en nú er þó nauð- synin brýnni en nokkru sinni' áð- ur af ástæðum, sem öllum eru ljósar og ekki þarf að rekja. Fjöldi bæjarbúa hefir rýmri hendur fjárhagslega en venjulega. Látum það sjást við fjársöfnun til hjálpar börnunum á morgun. Öll framlög í þá átt eru lögð í sjóð framtíðarinnar. Verum sam- taka. Kvikmyndasýningar í Nýja Bíó næstu daga. Á sumardaginn fyrsta kl. 5 og kl. 9 og á laugardagskv. kl. 9 verð- ur sýnd myndin Eiginkona að nafninu til, með Carole Lombard og Cary Grant í aðalhlutverkun- um. Allt, sem inn kemur á þessum sýningum, gengur til styrktar börnum til sumardvalar í sveit. Á föstudag og sunnudag verður sýnd myndin óveðursnóttin, með Irene Dunn og Charles Boyer í að- alhlutverkununu

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.