Dagur - 23.04.1941, Side 3

Dagur - 23.04.1941, Side 3
1@. tbl. D AGUR 69 mikill vexti og hraustmenni að afli eins og Jón bróðir hans, en skaphægari og dulari í lund, verk- maður mikill og búþegn góður. Þuríður Sigfúsdóttir ólst upp hjá foreldrum sínum. Tuttugu og þriggja ára gömul giftist hún Jóni Jónssyni frá Göngustöðum. Munu þau Jón og Þuríður hafa verið fremur fátæk framan af hjúskap sínum og eigi náð öruggri ból- festu. En mörg árin hin síðari höfðu þau átt heima á Dalvík og búið þar í eigin húsi við góða, efnalega líðan. Þau Þuríður og Jón eignuðust 6 börn. Lifa nú að- eins 2 þeirra, uppkomnir synir. Þuríður líktist um margt ætt- mennum sínum að dugnaði og góðleik. Hún mun jafnan hafa kunnað háttsemi sinni í hóf að stilla, hvort heldur sem hún var annara þjónn eða sjálf húsráð- andi. Henni var eigi hugleikið að gera sífelldar kröfur til annara og heimta rétt sinn óskoraðan. Hún var og vinnugefin og afkasta mik- il atorkukona, En meginþættirnir í eðlisfari Þuríðar voru mildin og fómarlundin. Henni var því eigi hætt við að steyta fót sinn við yfirsjónum þeirra, er af einhverj- um ástæðum verða sekir við al- menningsálitið. Eru slíkir eðlis- kostir að vísu ekki allra eign, en þó allra manndyggða líklegastir til verndar friðnum í mannheimi og góðri sambúð á meðal skyldra og vandalausra. Þuríður naut þvi alla stund vinsælda hjá öllum þeim, er henni höfðu kynnzt og kunnu gott að meta. Þá var hún veitul og gestrisin í bezta lagi. Mun það eigi hafa verið fátítt að hún reiddi þurfandi gestum sína eigin rekkju, en byggi sjálfri sér náttból við lítinn kost í framhýsi. Oft tók Þuríður sjúka menn á heimili sitt, er þurftu veikinda vegna að dvelja í nábýli við lækni. Mun hún eigi hafa gert það fyrir sakir fjár eða metnaðar. Seint á síðastliðnu sumri lagð- ist Þuríður á sjúkrahús Akureyr- ar. En bráðlega kaus hún að hverfa heim aftur og lá rúmföst eftir það, unz yfir lauk. Þjáningar sínar og óvægin hel- tök bar Þuríður sál. með þreki og stillingu. Henni brást eigi mann- dómur í hinum þyngstu raunum. Hún hafði ætíð leitazt við að gera skyldu sína. Þessvegna þorir hún að deyja. Og þegar Þuríður hús- freyja hefir lagt af sér vosklæðin og er horfin á brott af baráttu- vettvangi hins sýnilega heims, þá er bjart um legstað hennar og minningu. Runólfur í Dal. KIRKJAN: Messað verður í Ak- ureyrarkirkju n. k, sunnudag kl. 5 e. h. Ferðaáœtlun Ferðafélags Akur- eyrar 1941 hefir blaðinu borizt. Upphaf hennar er á þessa leið: 1. ferð, 27. apríl. Kerling. Ekið að Espigrund, gengið upp Kvarn- árdal á Kerlingu og heim Glerár- dal. Sýning á handavinnu náms- meyja Laugalandsskólans verður í skólanum n. k. sunnudag, opnað Isl. 1 e. h. Mjög fallegt úrval af íslenzkum leirmunum tekið upp í dag. Hannyrdaverzlun Ragnh. 0. Bförnsson. Leistaprjónar og aðrar tegundir af pr jón- um og handheklunálar. Hannyrdaverzlun Ragnh. 0. Bförnsson. Sterkir og fallegir ullarsokkar og silkisokkar. Sömuleiðis góðir og ódýrir sokkar nýkomnir i HannyrÖaverzlun Ragnh. 0. Bförnssonar. I. 0. 0. F. == 1224259 == í auglýsingunni SÓLRÍK STOFA á 4. síðu hefir misprentazt 14. maí fyrir 1. maí. Dánardœgur. Þann 13. þ. m. andaðist að heimili dóttur sinnar hér í bæ ekkjan Þóra Þorkelsdótt- ir, fyrrum húsfreyja að Botni í Hrafnagilshreppi. Hún var 93 ára gömul. Þann 11. þ. m. andaði'st hér á sjúkrahúsinu Kristín Jóhannes- dóttir, kona Guðmundar Kristj- ánssonar verkamanns, Brekku- götu 19 hér í bæ. Hún var 61 árs að aldri. Þann 20. þ. m. andaðist að heim- ili sínu, Lundargötu 7 hér í bæ, Fnðbjörg Guðjónsdóttir, kona Ól- afs Jónatanssonar járnsmiðs, 73 ára að aldri. DAGUR óskar lesendum sínum gleðilegs sumars. GLEÐILEGT SUMAR! Gufupressun Akureyrar. GLEÐILEGT SUMAR! Kaffibrennsla Akureyrar. \ GLEÐI LEGT SUMAR! Bólsturgerðin. GLEÐILEGT SUMAR! Pöntunarfélagið. GLEÐILEGS SUMARS óska ég öllum nœr og fjœr... Valtýr Aðalsteinsson, klæðsk. GLEÐILEGT SUMAR! Bókaverzlun Gunnl. Tr, Jónssonar. Munið eftir Sumar- gföfunum handa börnunum úr Sókaverziun Þarst. Itiorlacius. GLEÐILEGT SUMAR! Hvannbergsbrœður, skóverzl. GLEÐILEGT SUMAR! Verzl. Eyjafjörður. GLEÐILEGT SUMAR! Tómas Steingrímsson & Ca. GLEÐILEGT SUMAR! Jón & Vigfús. GLEÐILEGT SUMAR! Vöruhús Akureyrar. GLEÐILEGT SUMARl Dívanavinnustofa Akureyrar. GLEÐILEGT SUMAR! Ölr og Gosdrykkjagerð Akureyrar. ÍSLENZK Ullarteppi stór og góð á kr. 26.50 BRAUNS-VERZLUN PÁLL SIGURGEIRSSON. Fjármark mitt er: Blaðstýft aftan, biti fr. hegra og blaðstýft aftan vinstra. Haraldur Kr. fónsson, Gránufélagsg. 55, Akureyri, kaupir notuð húsgögn og ýmsa aðr* muni, cnnfr. bækur og blöð.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.