Dagur - 05.06.1941, Síða 1
DAGUR
kemur út á hverjum
fimmtudegi. Árgang-
urinn kostar kr. 6.00.
Ritstjóri:
Ingimar Eydal.
Prentverk
Odds Björnsonar.
• • -• * •
XXIV. ARG
‘I
Akureyri, 5. júní 1941.
AFGREIÐSLAN
og innheimtan í skrif-
stofu blaðsins við
Kaupvangstorg
Sími 96.
Áfgreiðslumaður og
gjaldkeri:
Jóhann 0. Haraldsson
• • •■• « » 0*4 «► <* O- « O
22. tbl.
Frá starfi Skögræktar*
félags Eyfirðinga.
Qirding á Kóngsstaðahálsi i Svarfaðardai
Samtal við Árna Jóhannsson, formann félagsins.
Viöliui’Air siðustu daga:
Qsipr Breta á Krít.
Ummæli Roosevelts um eyjarnar í Atlantshafi.
Brezkt verkamaunaflokkiirinn og styrfðldln.
Skógræktarfélag Eyfirðinga hef-
ir í vor allmiklar tramkvæmdir á
prjónunum til þess að vernda
skógarleifar 1 héraðinu og gróður-
setja nýgræðing. Tíðindamaður
blaðsins leitaði frétta af starfi fé~
lagsins hjá Árna Jóhannssyni.
„Helztu framkvæmdir á þessu
vori verða þær“, sagði Árni, „að
við höfum ákveðið að koma upp
girðingu á svonefndum Kóngs-
staðahálsi í Svarfaðardal til
verndunar skógarleifum sem þar
eru. Er þama lágvaxið kjarr á all-
stóru svæði, sem talið er að
myndi geta orðið fallegur skógur
ef það fengi að vaxa í næði. Girð-
ing þessi mun verða um 2% km. á
lengd. Með þesum ráðstöfunum
yrði aðalskógarleifunum í dalnum
bjargað, en skógur er nú orðið
ekki annarstaðar, nema í nágrenni
Karlsár, en þar er of bratt til þess
að hægt sé að girða. Svarfdæling-
ar munu vinna með félaginu. I
dalnum er félag starfandi, sem
hefir sama markmið og Skógrækt-
arfélagið og mun það vinna að
þessu með okkur, auk þess sem
ýms önnur félög og einstaklingar
þar leggja fram vinnu og e. t. v.
eitthvað fé“.
Hvernig gengur með gróður-
setninguna í Vaðlaheiði?
„Vel, held eg mér sé óhætt að
fullyrða, Við höfum sett þar nið-
ur 8—12000 plöntur á ári hverju
og vona eg að þetta ár verði engin
undantekning frá því, nema ef
meira væri að gert. Við höfum
þegar sett þar niður 2000 birki-
plöntur og um 150 barrplöntur.
En aðalerfiðleikar okkar við
skógræktina þar, eru vandræðin
með plöntuútvegun. Uppeldis-
stöðvarnar eru svo smávaxnar, að
þær koma að engu liði við skóg-
rækt sem þessa og plöntuskort-
urinn er það mál, sem þarfnast
lausnar hið fyrsta“.
Er félagið kannske að hugsa um
að koma á fót uppeldisstöð?
„Víst væri það æskilegt, ef hægt
væri, og við höfum það mál til at-
hugunar, en of snemmt er að
segja nokkuð um það frekar“.
Hvernig þroskast skógurinn i
Vaðlaheiðinni?
„Hann þroskast vel. Elztu plönt-
urnar eru nú 4 ára og eru orðnar
75 cm. háar. Auk þess hefir kom-
ið í ljós, að viltar plöntur uxu
strax upp og girðingin var komin
og landið varð ekki fyrir ágangi
búfjár“.
Er Skógræktarfélagið fjöl-
mennt?
„Nei, því miður er það alltof fá-
mennt. Til þess að verulegur
skriður komizt á starf félagsins
þyrftu félagsmenn að vera marg-
fallt fleiri. Er það undarlegt
sinnuleysi, að menn skuli ekki
vilja styrkja þetta menningarmál
af meira kappi. Allur vandinn er
sá, að ganga í félagið, og greiða 5
krónu árgjald. Ef þátttakan yrði
almenn mundi félaginu vaxa fisk-
ur um hrygg og geta lagt í stærri
framkvæmdir, en verkefnin blasa
allstaðar við.
Almenn þátttaka og aukin fram-
lög frá því opinbera er það, sem
(Framh. á. 2. síðu.)
Á síðastliðnum vetri brotnaði
frystihúsbryggja Kaupfélags Ey-
firðinga, á Oddeyrartanga, af
völdum ísreks; féll hluti bryggj-
unnar og eyðilagðist varningur
sem á henni var geymdur.
K. E. A. er nú að láta endurreisa
bryggjuna á þann hátt, og garður
er steyptur og hlaðinn eins djúpt
og hægt er um fjöru og gerð upp-
fylling fyrir ofan. Verður því
traust uppfylling framan við
frystihúsið, þar sem áður .var
timburpallur, alllangt fram, en
traust timburbryggja verður reist
þar framan við til þess að stærri
skip geti lagst að.
Þetta e fyrsta bryggjuuppfyll-
ing á Oddeyrartanga og er að því
mikil bót, því bryggjur þar hafa
oft orðið fyrir skemmdum af völd-
um íss pg sjpgangs.
Herför Þjóðverja til Krítareyjar
er lokið. Bretar hafa flutt það af
her sínum, sem þeir komust með
Karlakórinn
Vísir
af Siglufirði söng hér í Nýja-Bíó
s.l. miðvikudag, 28. þ .m., við hús-
fyllir og hinar ágætustu viðtökur
áheyrenda,
Kórinn er nú betri og fullkomn-
ari að söngkröftum og æfingu en
hann hefir nokkru sinni verið.
Var frammistaða hans öll með
ágætum og framkoma öll hin
prýðilegasta.
Þeir Daníel Þórhallsson, Halldór
Kristinsson, Sigurjón Sæmunds-
son og Þorsteinn Hannesson fóru
með einsöngva, og gerðu það yf-
irleitt vel og smekklega, og varð
að endurtaka öll einsöngslögin.
Á söngskránni var nýtt lag eft-
ir Sigurð Birkis söngkennara, sem
vakti óskiptan fögnuð áheyrenda.
Söng Halldór Kristinsson einsöng
í því lagi, og kunnu menn vel
hans kyrlátu og hreimgóðu bassa-
rödd, enda þó hann væri ekki sem
bezt fyrirkallaður.
Frú Else Blöndal aðstoðaði kór-
inn við flygel.
Söngstjóri er enn, sem áður,
Þormóður Eyjólfsson konsúll,
Að söngskrá tæmdri var kórinn
ávarpaður nokkrum þakkarorðum,
og tóku áheyrendur undir þau
með almennum húrrahrópum.
Halldór Kristinsson svaraði, og
söng kórinn enn eitt lag.
Að samsöngnum lpknum buðu
karlakórarnir á Akureyri Vísir
til borðhalds á Hótel Gullfoss.
Daginn eftir fór kórinn með bif-
reiðum vestur um Skagafjörð,
Húnavatnssýslur, Borgarfjörð, og
allt til Akraness, en þaðan til
baka aftur, og um Sauðárkrók
heimleiðis, og lét allvíða til sína
heyra.
á brott, en margt manna hefir
verið tekið' höndum, mest Ný-Sjá-
lendingar, svo og mestur hluti
þess hers, sem Grikkir höfðu á
eynni. Bretar viðurkenna að það
sé mikið áfall fyrir þá að hafa
tapað Krít og að þýzki herinn hafi
unnið mikið afrek og sýnt frá-
bæra skipulagningu, m, a. með
því að flytja 30000 manna lið loft-
leiðis til eyjarinnar, Þjóðverjar
hafa með töku Krítar fengið
bækistöð til árása á Súeskurð og
lönd Breta við botn Miðjarðar-
hafsins. Er búist við miklum átök-
um þar eystra á næstunni.
UMMÆLI ROOSEVELTS um
eyjarnar í Atlantshafi vekja að
vonum mikla athygli hér á landi.
Þykir rétt að birta þau orðrétt.
„Ef nazistum tækist að hernema
eða ná fótfestu á nokkurri eyju í
Atlantshafi, þá væri þar með ör-
yggi stórra svæða af Norður- og
Suður-Ameríku, eyja, sem til-
heyra Bandaríkjunum, og þar
með sjálfu meginlandi Bandaríkj-
anna, stofnað í yfirvofandi bættu.
Það hefir verið sökt skipum
á milli Grænlands og íslands. Það
er staðreynd, að fjölda mörgum
skipum hefir þegar verið sökkt á
svæði, sem er á vesturhelmingi
jarðar. Menn vita, að langmest af
þeim hergögnum, sem Bandaríkin
senda til Englands, fer hina norð-
lægu skipaleið, örstutt frá Græn-
landi og nálægt íslandi. Alvarleg-
ustun árásir Þýzkalands á skipa-
lestir eiga sér stað á þessari sigl-
ingaleið. Ef nazistum tækist að
hernema ísland, eða bækistöðvar
á Grænlandi, þá væri stríðið þar
með komið í næsta nágrenni við
strendur hins ameríska megin-
lands, því að þessi tvö lönd eru
eins og stiklui’ á leiðinni til
Labrador, Nýfundnalands, Nýja-
Skotlands og nyrztu ríkjanna á
austurströnd Bandaríkjanna.
Það er sama, hvaða bækistöð
það væri, sem nazistar næðu á sitt
vald á öryggissvæði Bandaríkj-
(Framh. á 2. sfðu).