Dagur - 20.11.1941, Side 2

Dagur - 20.11.1941, Side 2
188 DAQUB 4t>. Uti, • ** • « » * * •-• • • ■ Hvað hefir áunnist? Jón Benediktsson lögregluþjónn spyr í 46. tbl. íslendings, hvað hafi áunnizt með skrifum Dags um peningahvarfsmálið á Mold- haugahálsi, og kemst að þeirri niðurstöðu eftir miklar málaleng- ingar, að ávinningurinn sé allur neikvæður (negativ); með skrif- um blaðsins hafi verið auglýst „þrekleysi“ piltsins, er játað hafi á sig verknað, sem hann hafi verið saklaus af, ennfremur hafi afgreiðslustúlkunni í K. E. A. verið gerður óleikur með því að upplýsa að maður sunnan úr Reykjavík hafi fundið peningana, því að það komi í bága við fram- burð hennar fyrir rétti, og loks hafi Dagur orðið þess valdandi, að komizt hafi í „hámæli“, að deild- arstjóri „hafi brotið lagalega og sjálfsagða skyldu“ með því að til- kynna ekki lögreglunni peninga- fundinn. Hverskonar réttarfars- og sið- gæðisreglur eru þetta, sem þjónn réttvísinnar er hér að prédika fyr- ir öllum landslýð? Hann talar í sterkum umvöndunartón til Dags, af því að blaðið hafi með skrifum sínum orðið þess valdandi, að sannleikurinn um ýms atriði þessa máls hafi komið í ljós, svo sem það, að pilturinn hafi játað sig sekan af hræðslu, að afgreiðslu- stúlkuna hafi misminnt fyrir rétti, og að deildarstjórinn hafi, að dómi lögregluþjónsins, vánrækt skyldu sína við lögin. Það er m. ö. o. að dómi J. B. negativ árangur, að sannleikurinn verði opinber, ef það kemur einhverjum illa. Þá á að hylma yfir sannleikann. Það er ekki sérlega ánægjulegt, ef þessi skoðun verður ríkjandi í lögregluliði Akureyrar. En það er eitt atriði í þessu máli, sem J. B. minnist ekki á, líklega af því að honum þyki það svo lítilfjörlegt. Það var á vitorði margra, að Ingvar Axelsson hafði játað á sig peningaþjófnað. Meira vissu þeir ekki. — Síðar sannaðist, að pilturinn var hafður fyrir rangri sök, og ekki var kunnugt um, að réttvísin gerði neinar ráð- stafanir til þess, að almenningur fengi að vita hið rétta. Sýnileg hætta var á því, að þetta gæti haft spillandi áhrif á framtíð piltsins. Með skrifum sínum hefir Dagur upplýst fyrir almenningi, að Ingvar var hafður fyrir rangri sök, að hann var saklaus borinn þjófnaði. Ekki er að vita nema Jón Benediktsson kalli þetta „negativan“ ávinning. Hann um það. Allir aðrir munu viðurkenna, að hér sé um jákvœðan (posi- tivan) ávinning að ræða. Á sjónarmið Jóns Benediktsson- ar gagnvart afgreiðslustúlkunni og deildarstjóranum hefir nokkuð verið minnst hér að framan. Hann bendir á það, að stúlkan hafi haldið fram ósannindum í lögreglurétti Akureyrar, þar sem fundið umslagið með peningunum í, en þó hafi komið í ljós, að mað- ur sunnan úr Reykjavík hafi fundið peningana. Að vísu er hér ekki um nákvæmlega réttan framburð að ræða, því maður úr Reykjavík tók umslagið upp af búðargólfinu, rétti stúlkunni það samstundis, og hún afhenti það tafarlaust deildarstjóranum, án þess vitanlega að koma til hugar að hún þyrfti að rifja þenna at- burð upp fyrir rétti, taldi sig að sjálfsögðu engan veg eða vanda hafa af þessu framar. Peningarnir komu þannig fyrst í hennar hend- ur af starfsfólkinu, og í framburði sínum fyrir réttinum gætir hún þess ekki að skýra frá því, að annar maður hafi rétt henni pen- ingana. Þetta er yfirsjón hennar. Engum, sem þekkir þessa stúlku, kemur til hugar, að hún hafi vís- vitandi skýrt rangt frá. Það er því alveg óþarfi og óverðskuldað að bera hana brigzlyrðum um ósannindi, þó að henni yrði þessi yfirsjón á. Lögregluþjóninn er svo naergæt- inn við stúlkuna að taka það fram, að hún hafi í lögreglurétti fengið „mjög alvarlegar áminning- ar um sannsögli“. (Leturbr. Dags), og' gefur þar með í skyn, að þeirrar áminningar hafi verið full þörf. J. B. hefir tvívegis haldið því fram, að deidarstjórinn hafi brotið einhver lög með því að tilkynna ekki lögreglunni peningafundinn, en hafi í þess stað haldið hjá sér peningaupphæðinni. Fyrir hverj- um hélt hann peningunum? Hann auglýsti þá í bæjarblöðunum, eins og lög mæla fyrir, og lét þá strax af hendi, þegar réttur eigandi kom í ljós. Þessi aðdróttun lög- regluþjónsins er því rakalaus. J. B. hefir heldur ekki vitnað til neinna sérstakra laga máli sínu til stuðnings; ætti það þó að vera auðvelt fyrir hann, jafn lögfróður maður og hann þykist vera. Það skyldi þó aldrei vera að hann hengi hatt sinn á vafasaman lagabókstaf ,en gangi fram hjá skýlausum lagaákvæðum um þessi efni? J. B. hótar Degi stefnu fyrir rógskrif, „sýni framtíðin að þau hafi einhver spillandi áhrif haft á starf mitt eða framtíð“, segir hann. Þá er að taka því. En hvernig stendur J. B. sjálfur að vígi? í íslendingsgrein sinni frá 14. þ. m. segir hann um frásögn Ing- vars Axelssonar, er birt var í Degi 6. nóv. sl.: „Það sem Dagur tilfærir síðan um hugsanagang piltsins og ástæðuna til þess að hann játaði á sig verknaðinn, er augsýnilegan saman sett af tíð- indamanninum“. (Leturbr. blaðs- ins). J. B. ber þannig á Dag, að blað- ið hafi falsað skýrslu Ingvars, þar sem hann fullyrðir, að nokkur hluti hennar sé samsetningur getur á engan hátt staðið við, enda uppspuni einn og rætinn rógur. Handritið af skýrslu Ing- vars er vel geymt með eiginhand- ar undirskrift hans. Og það skal Jón Benediktsson lögregluþjónn vita, að ef nokkuð verður annað úr því en orðafleipur, að hann stefni Degi, skal hann tafarlaust fá gagnstefnu fyrir rógburð sinn um blaðið og jafnvel hvort eð er, sýni framtíðin, að rógur hans hafi einhver spillandi áhrif haft á framtíð blaðsins. Kennarafélag Eiljiar 10 ára. Hinn 4. október 1931 komu nokkrir kennarar saman í barna- skólanum á Akureyri í þeim til- gangi að stofna til félagssamtaka er létu sig einkum varða uppeld- is- og skólamál. 2. grein félagslaganna, sem þarna voru samþykkt, hljóðaði svo: „Tilgangur félagsins er að efla kynningu og samstarf á milli allra kennara á félagssvæðinu um hverskonar stéttarmál, og vinna að alhliða framförum í öllu er varðar uppeldi barna, svo sem kraftar þess leyfa“. Á þessum fundi var svo félagið stofnað með 17 félögum, 6 af Ak- ureyri, en hinir voru utan Akur- eyrar. í stjórn félagsins voru kosnir: Snorri Sigfússon, formað- ur, Hannes J. Magnússon, ritari og Ingimar Eydal, gjaldkeri. Hafa tveir hinir fyrrtöldu setið í stjórn félagsins öll þessi 10 ár, en gjaldkera skipti hafa orðið tvisvar sinnum. Það hefir verið því nær föst venja að halda tvo fundi á ári, vor og haust, og hafa þeir venju- lega staðið í tvo daga. Þar hafa verið rædd uppeldis- og kennslu- mál, og hefir það ætíð verið mál manna, er þessa fundi hafa setið, að þeir hafi farið þaðan ríkari en þeir komu. Starf félagsins þessi 10 ár hefir því nær eingöngu beinst inn á við, með umræðufundum, með því að samræma kennsluaðferðir og kennsluhætti á félagssvæðinu, og með því að gera tilraunir með að skipuleggja kennsluna í hinum ýmsu námsgreinum, og þá einkum í móðurmálinu. Þarna hafa ýmsir lagt sinn skerf fram, og eigi sjaldan hafa starfað millifunda- nefndir til að vinna að 'slíkri skipulagningu. Stundum hafa ver- ið send verkefni til allra skóla á félagssvæðinu, er síðan hefir ver- ið unnið úr til að fá yfirlit yfir ýms mikilsverð atriði móðurmáls- námsins. Þá hefir félagið gengist fyrir kennaranámsskeiðum hér á Ak- ureyri þrisvar sinnum, og hafa þau venjulega verið fjölmenn og sótt af kennurum víðs vegar af Norðurlandi, og jafnvel af Aust- fjörðum. Á námsskeiðum þessum hefir verið leiðbeint í byrjunar- kennslu, skrift, stafsetningu, vinnubókagerð, reikningi, teikn- ingu, leðuriðju, útskurði, pappírs- °g pappavinnu o. fl. og hafa oft verið fengnir til þessara leiðbein- inga úrvalskennarar, t. d. einn hinn þekktasti skólamaður Svía, L. G. Sjöholm frá Gautaborg. í sambandi við námsskeið þessi hafa svo jafnan verið flutt erindi með umræðufundum á eftir. Geta má þess, að félagið hefir komið sér upp vísi að bókasafni um uppeldis- og kennslufræðileg efni, og eru bækumar lánaðar út meðal félaga. Þess var áður getið að félagið hefði því nær eingöngu unnið inn á við þessi 10 ár, sem það hefir starfað. En á síðasta haustfundi var samþykkt að hefja útgáfu á alþýðlegu mánaðarriti um uppeld- ismál, upp úr næstu áramótum, og hefst væntanlega með þeirri ákvörðun nýr áfangi í sögu fé- lagsins. Félagar í Kennarafélagi Eyja- fjarðar eru nú 38. H. J. M. □ Rún 594111267 = Frl/. I. O. O. F. =12311219 =2 Ljósmyndasfofan í GRÁNUFÉLAGSGÖTU 21 er opin frá kl. 10—6. HVERGI ÓDÝRAR. GUÐR. FUNCH-RASMUSSEN. hún hafi þorið það, að hún hafi Dags, Þetta er áhurður, sepi J. B- ■ffnmmHnmnmB i ,flristBC‘ 09 ,Bondor‘ I silkisokkar ávalt fyrirliggjandi. Kaupfálag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.