Dagur - 24.01.1942, Side 4

Dagur - 24.01.1942, Side 4
4 DAGUR Laugardagur 24. jan. 1942. Plágan mlkla Mikils þykir Stalinsklíkunni nú við þurfa til þess að takast megi að fleyta Jakob Árnasyni inn í bæjarstjórnina, en hann er í baráttusæti á lista klíkunnar. Smalar klíkunnar vaða inn á friðsöm heimili bæjarbúa með miklum bægslagangi og hávaða- skvaldri og boða þar rússneskan átrúnað á Stalin. Þykir fólki þetta leiðir gestir, ekki sízt vegna þess að þeir gerast oft þaulsætnir um of. Sitja þeir stundum svo klukkutímum skiptir og jafnvel hálfan daginn yfir sama fólkinu og reyna með allskonar áróðri, lýðskrumi og blekkingum að fá það til fylgis við D-listann, en verður nauða- lítið ágengt. Kvartar fjöldi bæj- arbúa sáran undan þessum heimsóknum, og eru ýmsir farn- ir að kalla þær „pláguna miklu“, og verða þeirri s.tund fegnastir, er henni léttir af. Til eru þeir, sem kalla þetta framferði kommúnista dugnað, en hinir eru þó miklu fleiri, er nefna það sínu rétta nafni — frekju og ókurteisi. Út yfir tekur þó, er smalarnir gera næturheimsóknir, en það tíðka þeir talsvert. Ganga ýms- ar sögur fremur hjákátlegar um það efni. Hér er ein þeirra: Stúlka ein hér í bænum hafði að venju gengið til náða í svefn- stofu sinni kvöld eitt. Klukkan 11% um kvöldið vaknar hún úr fasta svefni við það, að barið er harkalega að dyrum hjá henni. Undrar hana mjög heimsókri til sín á þessum tíma sólarhrings- ins. Fer þó til dyranna á nátt- kjól einum fata og opnar hurð- ina lítið eitt. Úti fyrir stendur einn af kjósendaveiðimönnum Stalinsklíkunnar og blæs þung- ann. Segir hann, að enn vanti D-listann atkvæði og biður stúlkuna ásjár. Tekur hún þeirri málaleitun úrsinnt og er fremur úfin í skapi eins og von var til, með stírurnar í augunum. En aðkomumanni mun hafa þótt að svefninn yrði að víkja fyrir hinu frelsandi starfi kommún- ista og heldur stúlkunni upp á snakki alllanga stund. Tekur henni nú að leiðast þóf þetta og vill fyrir alla muni losna við þenna óvelkomna gest. Hugsar hún nú sitt ráð og þykir þunglega horfa. Dettur henni loks í hug að leika á veiðimann- inn. Hún segir honum að óþarfi sé fyrir hann að eiga lengur tal við sig, því að hún gangi komm- únistum aldrei á hönd, en hún viti af konu þar í grennd, sem líklegt sé að vilji hlusta á fagn- aðarboðskap hans, og segir hon- um hvar hana sé að hitta. Reyndar vissi stúlkan, að þetta var harðsvíruð sjálfstæðiskona. Snýr nú kommúnistinn allshug- ar feginn á fund konu þessarar og ærir hana úr rekkju sinni á sama hátt og hina fyrri. Var þá klukkan 12 á miðnætti. Eigi seg- ir frá viðskiptum þeirra en kaldar viðtökur mun mann- garmurinn hafa fengið. Næsta morgun kemur kona þessi á fund fyrgreindrar stúlku og er gustmikil. Segir hún, að það hafi veiið ljóta b...send- ingin, er hún hafi fengið í nótt. Var þá stúlkunni skemmt og þótti huggun í því fólgin, að fleiri en hún ein hefðu orðið varir við „pláguna miklu“. Þekkja Akureyringar foringjann? (Framh. af 1. síðu) sem í engu samræmi geta talizt við byrðar þær, sem aðrir bæj- arbúar verða á sig að leggja“ og allt annað skaðræði sem af starfsemi þess fljóti fyrir bæj- arfélagið! Nei, þá var K.E.A. „morgunstjarnan11 blessaða, er Brynleifur trúði á, enda var hann þá ekki kominn á „hinn kristilega grundvöll" Skjald- borgarinnar! Það var því sízt ástæða til þess fyrir forráðamenn félags- ins að amast við setu B. T. í bæjarstjórn, enda gerðu þeir það ekki. En „kosningakúgun“ Kea, sem blöð andstæðinga B- listans gera sér svo tíðrætt um þessa dagana, hefir þá sjálfsagt ekki verið komin til sögunn- ar(!) Að m. k. leyfðu nokkuð margir kjósendur Framsóknar- flokksins sér að nota kjörfrelsi sitt, til þess með „andans bjarta brandi“ (orðalag B. T. í kosn- ingablaðinu) að sníða þennan vænlega kvist af meiði sam- vinnumanna og byrgja fyrír honum hið bjarta ljós „morg- unstjömunnar“ — sennilega um tíma og eilífð! Skal hér ekki út í þá sálma farið, að leita frekari skýringa á því, hvers vegna hinir „óbreyttu liðsmenn“ leyfðu sér slíkt gjör- ræði, en sennilega hefir þeim ekki geðjazt allskostar að manninum. n. Þegar hér er komið, hófst hinn pólitíski vergangur nokkru síðar fram til Alþingis á vegum „Bændaflokksins“ sál- aða í Austur-Skaftafellssýslu, mannsins. Bauð hann sig en hlaut þar slæma útreið. Hvarf hann þá þegar frá þvx heygarðshorninu og leitaði nú á náðir Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningar hér 1938, og náði þá ,prófi‘ með til- styrk íhaldsins. En vinur hans og samherji, Jón Sveinsson, er með ofríki sínu og hótunum hafði beygt „frjálsræðishetj- urnar góðu“ svo mjög í duftið, að þær tóku hann þvernauð- ugar í efsta sæti kjörlista síns, hlaut nú svo háðuglega útreið, að hann féll, þótt listinn kæmi annars fjórum mönnum að, svo mjög var hann „strikaður út“. Svo vel treystu flokksmenn hans honum þá, er hann hafði nýskeð hrökklazt úr bæjar- stjórastöðunni, og enn var ekki tekið að fyrnast verulega yfir feril hans þar. Þótt saga foringjans haíi verið hálfgerður hrakfallabálk- ur fram að þessu, er hún þó engin sorgarsaga, heldur aðeins dálítið broslegur „reyfari" um skeið hins pólitíska spákaup- manns. — Nú fyrst hefst — illu heilli — hinn raunverulegi harmleikur lífs hans. — Hefði sá leikur aldrei verið leikinn, gerðist þess nú engin þörf að elta við B. T. ólar fremur en aðra góða menn, sem í póli- tískar raunir hafa ratað, skeinzt nokkuð á metnaði sínum og hégómagirnd, en annars haldið mannorði sínu og virðingu ó- skertri. Sennilega hefir frá upphafi leynzt breztur nokkur í skap- höfn Brynleifs Tobiassonar, þótt ekki kæmi fyrr að veru- legri sök. En við allar hinar hörðu byltur, er hann hafði nú hlotið, og hin andlegu koll- stökk, sem þessi maður með beinserkinn í sálinni, hafði á sig lagt, hefir sprungan kárnað, svo að hún er nú orðin fullur þverbrestur, sem gleypt getur allan orðstír hans og gott eftir- mæli, ef örlögin verða honum svo ill að gefa honum færi á að þjóna þeim hinum leiða „anda einræðisins“ sem í hann er hlaupinn. Nú gerast nefnilega þau tíð- indi næst, að Brynleifur Tobi- asson stofnar félagið „Skjald- borg“ sér og Jóni Sveinssyni til pólitísks framdráttar. Setja þeir félagar félaginu lög, er tryggja „foringjanum" einræð- isvald yfir athöfnum félagsins og ákvörðunarrétti félags- manna. Er hér um einskonar leynifélag að ræða. Semja þeir sig að ýmsu mjög að siðuin nazista, halda á fundum sínum uppi meinlegri gagnrýni og á- róðri gegn ráðandi mönnum bæjarins og illvígum undirmál- um gegn ýmsum mönnum og stofnunum í bænum, einkum og sér í lagi gegn Kaupfélagi Eyfirðinga. Væri raunar ekkett við þessu að segja, ef þeir té- lagar hefðu nokkru sinni þorað að skríða úr hýðinu, og hetja áróður sinn og gagnrýni opin- berlega fyrir opnum tjöldum, eins og bezt sæmdi drengskap- armönnum Það er fyrst nú í miðri kosn- ingahríðinni, að þeir gera til- raun til að reka af sér sliðru- orðið og taka að gefa út blað til túlkunar málstað sínum og stefnuskrá. En sá galli er á þeirri gjöf Njarðar, að allur málflutningur þessa blaðs er svo loðinn og slepjulegur, að það hefir vakið almenna furðu bæjarbúa. Eru þar öll mál fremur sótt með dylgjum en rökum, og hvorugt gert, að játa eða neita þeirri meginásökun andstæðinga E-listans, að hér sé um dulbúna liðskönnun naz- ista að ræða á kjörfylgi sínu í bænum, og prófraun þess, hve langt þeim sé óhætt að ganga í óskammfeilni sinni og virð- ingarleysi fyrir mannlegu viti og dómgreind kjósenda þessa bæjar. Hafa þeir félagar því að vonum litla sæmd af þessu málgagni sínu. Verður harla fróðlegt að fylgjast með því á kjördegi, hve vel slíkur mála- tilbúnaður muni duga þeim til pólitísks framdráttar. III. Allir lýðræðissinnar, sem skilja eðli nazismans, þekkja sögu hans og kimna nokkur skil á aðferðum hans til þess að afla hinni gjörræðisfullu heimsskoðun sinni áhrifa og fylgis, skilja vel hvílíkur háski er búinn hverju því þjóðfélagi, sem leyfir dulbúnum áróðurs- mönnum að leika lausum hala, án þess að nokkur maður þori eða vilji drepa við þeim hendi. Með þátttöku sinni í baktjalda makki Skjaldborgarinnar, for- ystu þess félags, sem að úr- skurði íslenzks dómstóls starf- ar að lögum „mjög í anda ein- ræðisstefnu nazista“ hefir Br. T. sízt unnið til þess að nokkur lýðræðissinni sýni honum lin- kind eða hlífð í hlutverki „for- ingjans“. — Það brejrtir hér engu um, hvort honum er sjálf- um að fullu ljóst eða ekki, að harm leikur hér þjóðhættuleg- an leik. — Honum er þá sjálf- um fyrir beztu að slíta þeim Hrunadansi heimskunnar og valdabröltsins, áður en kirkja hans sekkur. Bro( úr frægðarsögu Tryggva Helgasonar. „Verkamaðurinn" lofar Tryggva Helgason fyrir mikinn dugnað, sem hann á að hafa sýnt við að reyna að koma hér í framkvæmd bæjarútgerð. Flest ef nú til tínt, þegar þessar gömlu lummur eru not- aðar, sem agn fyrir háttvirta kjósendur. En þessi frægðarsaga Tryggva er á þessa leið, samkvæmt rit- uðum heimildum. Árið 1939, 23. nóv., kaus bæj- arstjórnin nefnd manna til at- hugunar og umræðna um út- gerðar- og útvegsmál í kaup- staðnum. Einn þeirra var Tr. Helgason. Á fyrsta fundi nefndai’innar var ákveðið að boða 7 útgerðar- menn bæjarins á fund, til þess að ræða málið við þá. 5 af þess- um útgerðarmönnum mættu síðan á fundi nefndarinnar þann 25. s. m. Tr. Helgason fór fram á við þessa útgerðarmenn, að þeir gerðu út á vetrarvertíð til þorskveiða. Þessari málaleitan neituðu útgerðarmenn. Sögðu sem var, að tilraun sem þsir hefðu gert með slíka útgerð hefði bakað þeim stórskaða. Þá var T. H. spurður um, með hvaða kjörum sjómenn mundu ráða sig. Því sagðist T. H. ekki geta svarað. Útgerðarmenn töldu sig þá fúsa til að leigja skipin bæjar- félaginu, eða einstökum mönn- um, gegn greiiðisiliui iiiiii þó um, gegn greiðslu í aflahluta, en veiðarfæri ættu þeir ekki, gætu ekki og vildu ekki kaupa. Auk þess vantaði línuspil og fleira, sem leigjendur yrðu að leggja til. Að þessum upplýsingum fengn- um, lagði T. H. til, að bærinn leigði 2 skip og gerði þau út á vetrarvertíð við Suðurland. Aftur á móti virtist meiri hluti nefndarinnar ekki fýsilegt að ráðast í bæjarútgerð að svo vöxnu máli. Honum var í minni Samvinnufél. sjómanna, sem bærinn var að greiða tapskuldir fyrir fram að þessu, og tilraun sú sem gerð var og áður er áminnzt, og sem vitanlegt er að útgerðarmenn þeir og bærinn töpuðu á. Þó töldu þeir ekki rétt að láta málið niður falla og lögðu til að því væri vísað til Sjómannafél. Ak. til nánari athugunar og greinargerðar. Bæjarstjórn afgreiddi málið samkv. tillögu meirihluta nefnd- arinnar. En frá Sjómannafélaginu heyrðist aldrei orð. T. H. svæfði málið í sínu eigin félagi af mikl- um dugnaði. B-lis(inn cr lisii Franisóknar- manna Mólorbúlur, 4 brutto tonn, með 1 o/18 hestafla Union- vél, til sölu með tækifærisverði. Semja ber við Insfimund Arnason, Akureyri. Xil sölu - Atvinna. tvegujajbúða stein- hús á góðum stað í bænum. Nánari upplýsingar gefur Ólafur Magnússon, sundkennarin Nokkrar stúlkur geta fengið vmnu við nær- fatasaum hjá K'æða- gerðinni AMARO h.f. Allar upplýsingar gefur Sknrphédinn Ayeirsson, rlelga magra-stræti 2.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.