Dagur - 19.02.1942, Síða 1
Vikublaðið DAGUR
Ritstjórar: INGIMAR EYDAL,
JÓHANN FRÍMANN.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Jóhann Ó. Haraldsson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg.
Sími 96.
Árgangurinn kostar kr. 8,00.
Prentverk Odda Björnsaonar.
XXV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 19. febrúar 1942
8. tbl.
Símon á
Sllluillli.
Gömul saga um meinlætamarm.
T7INHVER frægasti meinlætamaður
"*"* fomkristninnar var Símon á súl-
unni (Simon Stylites). Hann dvaldi
að sögn full 30 ár að staðaldri uppi á
grannri og hárri súlu, batt reipi um
mitti sér svo fast, að hold hans rotn-
aði fyrst og maðkaði síðan, en ó-
dauninn lagði af honum langar leiðir.
Trúarbragðasagan geymir ýmsar aðr-
ar merkilegar og sannar frásagnir um
ofsatrúarmenn fyrri tíma, er lögðu á
hold sitt ýmis konar pyndingar guði
til dýrðar. Voru slíkir menn nefndir
meinlætamenn, og þekkist það orð
ekki í nokkurri annarri merkingu í
íslenzku máli.
Ný saga um meinlætamann.
■piTARI „Alþýðumannsins“ hér býr
**' yfir allmikilli orðgnótt, sem lætur
misjafnlega í eyrum siðaðra manna,
er hann hyggst vanda andstæðingum
sínum kveðjumar. Þó hrekkur sú orð-
snilld ekki alltaf til, þegar honum
þykir mest við þurfa að svala skaps-
munum sínum, og grípur hann þá
stundum til óvenjulegs orðsköpunar-
hæfileika, sem honum einum er gef-
inn. Virðist t d. auðþekkt á tungu-
takinu,að þessi rithöfundur hafi orðað
ályktun þá, er birtist í Alþm. 10. þ. m.
og látið stjórn Verklýðsfélags Akur-
eyrar skrifa undir. Þar kallar hann
Steingr. Aðalsteinsson „meinlæta-
mann í verklýðsmálum“, en af sam-
henginu virðist mega ráða, að átt sé
við það, að Stgr. A. sé meinfanéamað-
ur, þ. e. óhappamaður, en ekki sjálf-
kvalari. Ritstj. nær sér þó enn betur
niður á öðrum stað í sömu grein, en
þar er aumingja Steingrímur nefndur
„verklýðsmálamisbrestamaður", og
fer það nýyrði einkar vel í munni,
sökum mýktar þess og sveigjanleika,
en auk þess mun það réttnefni og
sannleikanum samkvæmt.Er því hvíld
nokkur fyrir augað að slikum blóma
máls og menningar í dálkum Alþm.
Halldór stariar aö stórþvotti.
TjÁ birtast og í nefndu tbl. Alþm.
* alllangar og harla fróðlegar hug-
leiðingar undir fyrirsögninni: Er hirm
nýi ritstjóri Dags íasisti? Er þar veitzt
allharkalega að Jóhanni Frímann fyr-
ir fasista-upplag hans, og þykir rit-
stjóranum jafnvel tilhlýða að viðhafa
allberorðar hótanir um atvinnusvipt-
ingu í þessu tilefni. Stendur þar m. a.:
„Þessi maður (þ. e. J. Fr.) er upp-
fræðari ungs fólks hér í bænum, og
það er alls ekki ósk aðstandenda þess
að haia fasista að leiðtoga þess."*j
(sic). Nú vill svo illa til fyrir Alþm.,
að ritstjóri blaðsins, H. F., ber bróð-
urpartinn af ábyrgðinni á uppeldis-
starfi þessa hættulega fasista, þar sem
H. F. hefir nú um alllangt skeið verið
formaður í skólanefnd Gagnfræða-
skóla Akureyrar og ráðið „sem slíkur“
J. Fr. sem fastan kennara við skól-
ann. En þó er sú bót í ináli, að ritstj.
á enn sæti í nefndinni, og hefir því
ennþá nokkur tök á að ráða bót á
þessu glapræði sínu og hreinsa kenn-
aralið skólans af þessum hættulega
einræðissinna! Mun ofangreind at-
hugasemd blaðsins vafalaust eiga að
skiljast svo, að skólanefndarmaðurinn
hugsi til nauðsynlegra hreingerninga á
sínum eigin höndum í þessu efni.
*) Leturbreyting hér.
Frwnbald A 3. «W«I'
Er lii ngilegi ttg
Ríkið þarf að eiga kornmyllu.
Uggvænlega þykir mörgum
nú horfa um hag vorn, íslend-
inga.
Með vorinu hefjast átök stór-
veldanna í Evrópu á ný, tryllt-
ari en nokkru sinni fyrr. Þótt
vér vonum, að fá að sitja hér
áfram óáreittir að kalla, þá væri
óskynsamlegt að loka augunum
fyrir þeim möguleika, að leikur-
inn kunni að berast hingað inn
fyrir landssteinana. Við það fá-
um vér ekki ráðið.
Hitt er oss skylt, að vera eins
vel viðbúnir og frekast er unnt;
vér þurfum að geta mætt hverj-
um vanda fullvissir um, að vér
höfum gert allt, sem í voru valdi
stendur, til þess að þjóðin megi
komast klaklaust út úr erfið-
leikunum.
LOFTVARNIR.
Nauðsynlegt er, að loftvörn-
unum í stærstu bæjum landsins
sé komið í það horf, að enginn
þurfi að finna til þess að slælega
hafi verið unnið þar, ef til al-
vörunnar kemur.
MATVÆLABIRGÐIR.
Annað mál, og stærra, er á-
standið í birgðamálum landsins.
Siglingar geta stöðvazt um
lengri eða skemmri tíma. Ef svo
færi, þurfa miklar birgðir korn-
matar að vera til í landinu. A
það þarf að leggja höfuðáherzlu
á næstu mánuðum. Önnur
stefna í innflutningsmálunum
væri óskynsamleg, eins og nú
horfir í styrjöldinni.
SEKKJAVARA.
Vitað er, að allar komvöru-
birgðir landsins, hversu miklar
sem þær annars kunna að vera,
eru í sekkjum. Sú staðreynd
gefur til kynna, að þær séu ekki
nægilega miklar til þess að
tryggja öryggi þjóðarinnar um
langa framtíð, ef í harðbakk-
ann slær; því sekkjavara geym-
ist ekki lengi, svo að vel sé.
Kaupfélög, kaupmenn og heild-
salar hafa áreiðanlega ekki
miklar birgðir af þessum vörum,
af þeim ástæðum m. a. Heimilin
eiga litlar, sem engar birgðir,
vegna skömmtunarinnar. Það
virðist því ekki ofmælt að segja,
að kornvörubirgðir landsins séu
glannalega litlar á þessum tím-
um óvissu og óvæntra atburða.
ÓMALAÐ KORN.
Eina lausn þessa máls nú, og
í framtíðinni, er að taka upp
(Framh. á 3. síðu).
Bændur f engu 46 aura
meðalverð fyrir xnjólkina.
Frá ársfuudi Mióikursamlagsins.
Ársfundur Mjólkursamlags
K.E.A. var haldinn hér í bænum
12. þ. m. Fundinn sátu, auk
stjómar og framkvæmdastjóra
K.E.A. og samlagsstjórans, 57
fulltrúar mjólkurframleiðenda;
ennfremur margir bændur víðs-
vegar úr héraðinu og nokkrir
aðrir gestir.
Mjólkursamlagið tók á móti
rösklega 3 millj. lítrum mjólkur
til vinnslu á árinu 1941 og er
það 126 þúsund lítrum meira
en árið 1940.
Af þessu mjólkurmagni seld-
ust 1.356.201 ltr. til neyzlu, en
1.688.782 ltr. fóru til smjör-,
skyr- og ostagerðar.
Samanlagður reksturskostn-
aður Samlagsins , ásamt sölu-
og dreifingarkostnaði fram-
leiddra vara, venjulegra af-
skrifta af húsum og vélum,
reyndist vera 9,9 aurar á lítra.
Bændum hafði verið greiddar
fyrir mjólkina kr. 940.376,00,
eða em næst 31 eyrir á lítra.
Eftirstöðvar á rekstursreikn-
ingi Samlagsins voru kr. 470.-
481,00 og samþykkti fundurinn
að verja þessu fé til verðupp-
bótar á innlagða mjólk fram-
leiðenda. Samkvæmt þessu
verður meðalverð útborgað til
bænda fyrir mjólk innlagða s.l.
ár, 46 aurar á ltr.
Meðalútsöluverð neyzlu-
mjólkur hefir verið 51,3 aurar
sama ár.
(Framh. á 4, síðu).
Er rorsókniit
mM hefjast?
Átökin í Libyu.
Margt bendir til þess, að hin
mjög umtalaða „vorsókn“ öxul-
ríkjanna sé um það bil að hefj-
ast. Eftir að Japanar hafa náð
Gerðardómurinn heiir
staðfest mjólkurverðið
hér.
Kaupfélagi Eyfirðinga hefir bor-
izt svohljóðandi símskeyti frá
verðlagsnefnd, dags. 10 þ. m.
„Gerðardómur í kaupgjalds- og
verðlagsmálum hefir samþykkt að
heimila eftirfarandi útsöluverð á
mjólkurvörum á Akureyri: Mjólk í
lausu máli 70 aura lítrinn, mjólk í
heilflöskum 75 aurar, rjómi 520
aurar, skyr 136 aurar kg. Ennfrem-
ur á Siglufirði mjólk í lausu máli
82 aurar lítrinn, rjómi 560 aurar
skyr 154 aurar kg,
Verðlagsnefnd."
Hver
græðir ?
„Verkamaðurinn" segir s. 1.
laugardag, að gerðardómslögin
orsaki 10—12 miljóna kr. fjár-
hagslegt tap á þessu ári. Að
þessari reikningslegu niður-
stöðu kemst blaðið með því að
gera ráð fyrirt að kaup hefði
hækkað við vinnu hjá setulið-
inu, ef gerðardómslögin hefðu
ekki verið sett, og að verð á vör-
um, sem setuliðið kaupir að
landsmönnum, hefði og hækkað
að sama skapi. Á þenna hátt
skapar „Verkamaðurinn“ í huga
sér 10—12 millj. gróða, en því
miður yrði hann hvergi til,
nema í heilabúum ritara „Verka
mannsins".
Eða hjá hverjum ætti þessi
mikli gróði að safnast fyrir?
Ekki hjá verkamönnum, því
að verðhækkun á vörum æti
upp kauphækkunina.
Ekki hjá framleiðendum, því
að meðal þeirra æti kauphækk-
un upp hækkað verð á fram-
leiðslu þeirra.
Þar sem nú að hvorki vinnu-
seljendur eða vinnukaupendur
geta grætt á aukinni verðbólgu
og hækkandi kaupgjaldi, þá
hlýtur einhver þriðji aðili að
sitja uppi með allan miljóna-
gróðann, ef kenning Vm. væri
rétt. En sá þriðji aðili er bara
ekki til.
Þessi gróðahugmynd komm-
únista er því helber vitleysa,
Singapore á vald sitt og þannig
opnað sér leið inn á Indlands-
haf og Persneska flóann, jafn-
framt því sem mótspyma Þjóð-
verja í Rússlandi fer harðnandi,
þykir sýnt að Rommel, þýzki
hershöfðinginn í Libyu sé að
hefja sókn, sem beint mun vera
gegn Egyptalandi og Suez.
Sókn hans beinist nú fyrst
að Tobruk, vígi Breta, er stóðst
margra mánaða umsátur á s.l.
ári, og varnaði Þjóðverjum för-
ina inn í Egyptaland.
Antonescu, sá sem stendur fyrir „end-
urvakningu rúmensku þjóðarirmar á
þjóðlegum og kristilegum £rundvelli“.
Óeirðir hata nú brotizt út í Rúmeníu,
segja amerískir fréttaritarar í Ankara.
Ekki þykir ólíklegt að Jap-
anar hugsi sér að létta Rommel
sóknina, með því að ráðast á
lönd Breta við Persneska fló-
ann, jafnframt því, sem Þjóð-
verjar byrja sókn í Suður-Rúss-
landi. Líklegt er, að mikilla við-
burða sé von á næstunni.
Orrusta brezks flug- og sjó-
liðs við þýzka flotadeild á Erm-
arsundi bendir einnig til þess,
að vorsókn sé í vændum í norð-
urvegum.
AÐRAR FREGNIR.
Japanar hafa byrjað stórsókn
á hollenzku eyjuna Sumatra
Bandaríkjamenn verjast enn
vasklega á Batanskaga á Fil-
ippseyjum.
Óeirðir hafa brotizt út i Rú-
meníu, vegna stöðugra liðsflutn-
inga til austurvígstöðvanna og
mikils mannfalls í her Rúmena
þar.
Alþingi var sett s.l. mánudag.
Kvenfélaé Akureyrarkirkju heldur
aðalfund sunnud. 22. febr. kl. 4 e. h.
í kirkjukapellunni. Dagskrá eftir fé-
lagslögmp.