Dagur - 26.02.1942, Blaðsíða 2

Dagur - 26.02.1942, Blaðsíða 2
DAGUR Fimmtudagur 26. febrúar 1942 Kaupfélag Þingey- inga sextíu ára. Á fyrra hluta síðastliöinnar aldar fór að brydda á því, að ís- lendingar létu sér ekki lengur lynda að búa við áþján þá og hörmungar í verzlunarsökum, er einokunartímabilið og síðan sel- stöðuverzlanatíminn skapaði þeim. Víða um land fóru að myndast félagssamtök bænda til úrbóta. Merkast þessara fé- lagssamtaka var Gránuíélagiö, er að vísu misheppnaðist, þegar fram í sótti, en gerði þó mikið fjárhagslegt gagn, meðan Tr. Gunnarsson stýrði því. En öll biðu samtök þessi sömu örlaga. Þau voru sem góugróðurinn, „er grær oft fljótt, en varir sjaldan lengi“. Þó höfðu þau verulega þýðingu að því leyti, að undir- búa jarðveginn fyrir starfsemi samvinnufélaganna. Kaupfélag Þingeyinga er elzta samvinnufélag hér á landi. Það var stofnað til fulls á fundi er haldinn var að Þverá í Laxár- dal 20. febrúar árið 1882 og átti því félagið 60 ára afmæli síðastliðinn föstudag. Á Þverár- fundinum voru félagslögin sam- þykkt og gerðabók félagsins lát- in byrja með þeim fundi. Forgöngumaður K. Þ. og fyrsti framkvæmdastjóri þess var Jakob Hálfdánarson, bóndi á Grxmsstöðum við Mývatn. Hann hefir því með réttu verið talinn faðir samvinnufélags- skaparins á landi hér. Er þetta því merkilegra, þar sem honum var þá með öllu ókunn reynsla erlendra þjóða á þessu sviði. Var því framkvæmd hans alger nýsköpun. Jakob hafði mjög farsælar gáfur, var maður yfir- lætislaus, þéttur í lund og þraut- seigur með afburðum. Þessir eiginleikar voru honum líka ó- missandi í þeirri löngu baráttu, er hann varð að heyja fyrir framgangi áhugamáls síns og vegna hins þrotlausa stríðs, er hann átti í við dönsku selstöðu- verzlunina á Húsavík. Helztu stuðningsmenn Jak- obs við kaupfélagsstofnunina voru Jón Sigurðsson á Gaut- löndum, Benedikt Jónsson frá Auðnum, sem valdi félaginu nafn, og Benedikt Kristjánsson prestur í Múla. Allir voru þeir mikilhæfir menn. Þeir Jón og sr. Benedikt voru í fremstu röð þingskörunga á sinni tíð, og Benedikt á Auðnum var flug- gáfaður hugsjónamaður, sem kunni mörg tungumál og varð manna fróðastur og fjöllesnast- ur allra fslendinga um allt, er laut að samvinnu- og félags- málahreyfingum um víða ver- öld. Fleiri menn mætti nefna, er snemma koma mjög við sögu K. Þ., svo sem hinn skárpgáfaða mælskumann og þinggarp, Jón í Múla, Gautlandabræður o. fl. Við mikla erfiðleika var að stríða fyrir félagið fjnrst um sinn og mæddu þeir erfiðleikar mest á framkvæmdastjóranum. T, d. «tóð hústikortur á Húsa- vík mjög fyrir þrifum verzlunar- reksturs félagsins. Næsta sumar eftir stofnun félagsins var eiít hið allra versta, sem komið hefir yfir Norðurland, mislinga- sumarið svokallaða. Þá lagði hafís að landinu í apríl og leysti eigi frá aftur fyrr en snemma í september. Þar með fylgdu tíð- ar fannkomur, féll snjór í hverri viku. Grasleysi var magnað og sífelldir óþurrkar. I viðbót við þetta bága árferði gekk þung mislingaveiki um land allt og hindraði heyvinnu að miklum mun. Fóðurbirgðir manna voru því um haustið bæði litlar og lé- legar, en þó kom harðæri þetta nokkuð misjafnt niður á byggð- ir og einstaklinga. Það haust gengust þau Eiríkur Magnússon meistari í Cambrigde og kona hans fyrir því að flutt var gjafa- korn til landsins. Þrátt fyrir alla erfiðleika gafst Jakob Hálfdánarson og samherjar hans ekki upp. Þeir söfnuðu nokkurri fjárhæð með 10 kr. hlutum til að koma upp verzlunarhúsi á Húsavík og til nauðsynlegustu áhaldakaupa. Hver hlutur gaf félagsmanni rétt til að geyma og fá afgreidd- ar í húsinu 100 kr. virði af vör- um. Mestallar vörurnar voru pantaðar fyrirfram og afgreidd- ar í kauptíðum vor og haust. Laun framkvæmdastjóra voru ákveðinn hundraðshlutur, og hvíldi því ábyrgðin og áhættan mest á honum, bæði inn á við og út á við. Vörurnar voru afhent- ar með kostnaðarverði, þ. e. inn- kaupsverði, flutningsgjaldi og óhjákvæmilegum kostnaði við afhendingu. Verð á erlendri vöru varð yfirleitt um 25% lægra hjá K. Þ. heldur en dönsku verzluninni á Húsavík. Opnaði þessi verðmunur augu manna fyrir því, hverja þýð- ingu félagið hafði til að auka al- menna velmegun. Þórði Guðjohnsen verzlunar- stjóra dönsku verzlunarinnar á Húsavík þótti samkeppnin við kaupfélagið ískyggileg og hugð- ist að brjóta það á bak aftur, áð- ur en það næði fullum þroska. Guðjohnsen var vel viti borinn og hafði marga þá kosti, sem nauðsynlegir eru hverjum for- ingja. Um hann hefir verið sagt, að hann væri tryggur vinum sínum, en grimmur andstæðing- um. Fyrst reyndi hann að kreppa að félaginu með lóða- kaupum, svo að landþrengsli yrðu því að baga. Þegar það til- ræði bar ekki tilætlaðan árang- ur, valdi hann þá leið að svelta andstöðumenn sína. Haustið 1886 var sýnilegt, að ekki voru nema fáir menn í Kaupfélagi Þingeyinga, sem höfðu matar- forða til alls vetrarins. Á Húsa- vík var enga matvöru að fá, nema hjá Guðjohnsen, en hann neitaði miskunnarlaust að láta nokkra björg af hendi, nema til þeirra, sem sneru algerlega baki við félaginu og verzluðu við sig einan. Á þenna hátt ætlaði hann að kúga félagsmenn til þess að ganga sér á hönd og yfirgefa samvinnuhugsjónina. En kaupfélagsmenn dóu ekki ráðalausir. Þeir reyndu að fá vetrarskip til Húsavíkur með matvöru til kaupfélagsins. Á þeim tíma þótti það glæfraleg hugmynd að sigla smáskipum fyrir norðan land um hávetur, enda fullkomin nýung. Bene- dikt á Auðnum og Jón í Múla fylgdu málinu fram við formann félagsins, Jón á Gautlöndum. Hann féllst á hugmyndina. — Menn biðu óþreyjufullir eftir (Framh. á 3.-síöu). J'okdreifar. Bréikorn úr Reykjavík. ■tTÉR hefir fátt orðið til titla né J'tíðinda síðan ég skrifaði á dögun- um, nema þetta sem allir vita, um „bæjarstjómarkosningarnar utan Reykjavíkur". Allir stjórnmálaflokk- arnir era næsta glaðir yfir úrslitunum, því að allir hafa sigrað — einhvers staðar. Framsóknarflokkurinn gerði góða vertíð á Akureyri, Sjálfstæðis- flokkurinn í Hrísey og Alþýðuflokk- urinn tapaði ekki Hafnarfirði. Héðinn steinlá í Dagsbrún. Sá heit- ir Sigurður Guðnason, er stóð yfir höfuðsvörðum hans. Þetta er snöfur- legur sveitakarl, ættaður úr Tungun- um eða Hreppunum, gott ef hann er ekki með mosa í skegginu, eins og „Mogginn" orðaði þá hugmynd hér á árunum. Aður fylgdi hann Héðni fast að málum í Dagsbrún og beitti sér fyrir einhverju mesta velferðarmáli verkamanna á þeim áram, en það var að gera Héðinn að heiðursfélaga í Dagsbrún. Leiddi Sigurður það mál til lykta með glæsilegum sigri og þótti hafa vaxið af. Enda fóra svo leikar, að hvorki hann sjálfur né meiri hluti Dagsbrúnarmanna vissi annan verð- ugri til að vega nú að Héðni. Þetta mundi mega kalla að gera vel og hitta sjálfan sig fyrir. Héðinn fékk góða iðran, að tilhlut- un Sjálfstæðisflokksins, og varð vel við dauða sínum. Hafa og sumir fyrir sennilegt, að hann muni berja á hið „Gullna hlið“ Sjálfstæðisflokksins um kosningaleytið í sumar. þA er „vinnustöðvun“ prentara lok- ið — verkfall má ekki nefna í því sambandi. Það varðar sektum. Blöðin eru farin að koma út „með eðlilegum hætti“, eins og Jakob Möller orðaði það. Hillir senn undir „bæjarstjórnar- kosningar innan Reykjavíkur". Lítil hugarfarsbreyting virðist hafa orðið hjá blöðunum við hvíldina, að því er séð verður. Morgunblaðið býr sæmilega að samstjórninni, en Vísir iðkar tvísöng eins og fyrri daginn, enda er Árni frá Múla þekktur og all- vinsæll tvísöngvari. JJELZT væri það saga til næsta * bæjar, að „Spegillinn" og „Þjóð- ólfur“ hafa skipt um stefnur. Spegill- inn hefir alltaf verið stjómarblað fram að þessu, hvaða stjóm sem setið hefir að völdum, en hefir nú tekið upp harðsnúna andstöðu við ríkis- stjórnina, einkum ráðherra Sjálfstæð- isflokksins. Þjóðólfur heitir nú „Óháð vikublað" og virðist helzt vera að söðla yfir á stjómargæðinginn. En hvað sem því líður munu fáir gera sér vonir um, að gifta né geta fylgi braski þeirra Jónasar útvarpsstjóra og Valdemars: „Skrattinn fór að skapa mann, skringilegan með hár og skinn. Andanum kom hann ekki i hann... Það gengur víst álíka böngulega fyrir þeim félögum að koma andan- um í Þjóðólfsflokkinn. Listi þeirra til bæjarstjómarkosninga kom að vísu undir, en leystist sundur, án þess að komast í höfn. Nú er blaðið á enda. Ég segi eins og Vilhjálmur: í guðs friði. Reykvíkingur. Auglýsingamálið, — ill danska. j^ESANDI skrifar: „Leikfélag Reykjavíkur auglýsir sýningu á „Gullna hliðinu“ í nýkomnum sunn- anblöðum og stendur þar með stórum stöfum „Útselt“. Þetta mun eiga að þýða, að allir aðgöngumiðar séu þeg- ar seldir, þ. e. a. s. „Udsolgt". Á ís- lenzku er ekki sagt að selja eitthvað út (nema þá úr landinu), heldur upp, og ætti því að auglýsa „Uppselt", er svona stendur á. Það er annars skylda blaða og út- varps, að taka ekki auglýsingar á hrognamáli. í fyrra eða hitteðfyrra kom útvarpsauglýsing, sem var ein- hvern veginn svona: „Með ljósvakans kallandi raust býð ég yður bæjarins bezta skófatnað.“ Þegar ég heyrði þessa auglýsingu, hugsaði ég mér með sjálfum mér, að heldur skyldi ég ganga á sokkunum alla æfi en kaupa skó í þessari verzlun. Sumir auglýsa þannig, að áhriíin verða gagnstæð við þau, sem til er ætlazt. Margir kannast við hina yfir- lætislausu auglýsingu: „Allt frá Lofti.“ Morgunblaðið hefir líka flaggað með auglýsingu í mörg ár, sem áreið- »Dagur« birti nýlega ágrip af kafla úr bókinni »Berlin Diary«, bók ame- ríska blaðamannsins W. L. Shirer, þat sem hann ræddi um ástæðurnar fyrir því, að innrásin í Bretland var ekki gerð sumarið 1940. — Hér á eftir fer annar kafli úr bók Shirers, ekki síður eftirtektarverður, um fall Frakklands. Kaflinn er ritaður í Berlín, 27. júní 1940, eftir ferðalag um vesturvíg- stöðvarnar. Þótt eg hafi ferðazt víða um vesturvígstöðvarnar, allt til Par- ísar, talað við fjölmarga Þjóð- verja, Belgíumenn, franska og brezka fanga, geri eg mér vel ljóst, að margt hefir farið fram hjá mér og um annað er o: snemmt að dæma. En eitt virð- ist mér þó deginum ljósara: Frakkar börðust ekki. Hafi þeir gert það, var erfitt að sjá nokkur merki þess. Eg er ekki eipn um að halda fram þessari skoðun. Margir af starfs- bræðrum mínum óku einnig eft- ir aðalveginum allt til Parísar og til baka aftur. Enginn þeirra sá nein merki þess að barizt hefði verið að nokkru ráði á þessum leiðum. Það var ekki barizt á neinni samfelldri víglínu. Þýzki herinn geystist fram eftir vegunum, en jafnvel á veg- Franski harmleikurinn. Úr bókinni „Berlin Diary“ eftir W. L. Shirer. unum voru lítil merki þess, að Frakkar hefðu veitt alvarlega mótspyrnu. Og jafnvel sú mót- spyrna var aðeins veitt í ná- grenni þorpa og bæja. Sú bar- átta var aðeins gerð til þess að tefja fyrir Þjóðverjum; engin tilraun var gerð til þess að stcðva framsókn þeirra á sam- felldri víglínu og heíja vel skipulagða gagnsókn. En fyrst að Þjóðverjar kusu að berjast á vegunum, hvers vegna reyndu Frakkar ekki að eyðileggja þá? Vegir eru ágætt skotmark fyrir stórskotallð; eg hefi ekki séð einn metra af nokkrum vegi í Norður-Frakk- landi, sem ber nokkur merki stórskotahríðar. Á leið okkar til Parísar ókum við um þær stöðvar, sem önnur stórsókn Þjóðverja hófst. Þýzk- ur foringi var í fylgd með okk- ur; hann hafði ekki tekið þátt í sókninni, en sagði okkur «8 hann gæti ómögulega skilið, hvernig Þjóðvei'jar hefðu getað komizt áfram svo fyrirhafnar- lítið á þeim stað; því skammt framundan voru skógivaxnar hæðir, -þar sem franskt stór- skotalið hefði auðveldlega getað búizt um og haft vald á vegin- um. Aðeins örfáar fallbyssur hefðu dugað. Við gengum um hæðirnar og sannfærðumst um, að þar hefðu engar byssur verið. Vegurinn var heill og óskaddað- ur og engan sprengjugíg að sjá. Þjóðverjar höfðu farið þarna fram hjá án þess að hleypa af skoti. Frakkar sprengdu margar brýr í loft upp. En þeir létu líka margar óskaddaðar brýr í hend- ur Þjóðverja, og það þá oft ekki ómerkilegustu brýrnar. Við Meusefljót er gott til varnar; áin rennur um djúpan dal, en brattar, skógivaxnar hlíðar eru báðum megin íljóts- ins. En Meusebrýrnar voru ekki sprengdar í loft upp. Þjóðverjar óku liði sínu yfir þær, mót- spyrnulítið. — Margir franskir hermenn, sem eg talaði við, töldu að þar hefði verið um stórfellda svikastarfsemi að ræða. Hvergi í Frakklandi sá eg nokkurn vegarspotta, sem hafði verið lagður jarðsprengjum, svo að nokkru næmi. í þorpum og bæjum hafði verið komið upp flausturslegum skriðdrekagirð- ingum, venjulega úr grjóti og járnarusli, en Þjóðverjar sóp- uðu þeim burtu á fáeinum mín- útum. Það er ekkert áhlaupa- verk að fylla stóra sprengju- gígi á þjóðvegi, en þá var hvergi að sjá. Félagi minn, sem dvaldi í Par- ís meðan sókn Þjóðverja stóð yfir, og sá því hina hlið stríðsins, segir mér að franski herinn hafi verið holgrafinn af svikastarf- semi; frá efstu foringjum til óbreyttra liðsmanna. Fasistarnir voru í foringjastÖðunum, en kommúnistar grófu stoðirnar undan kjarki hinna óbreyttu liðsmanna og trúnaði þcirra við land sitt og þjóö,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.