Dagur - 26.02.1942, Blaðsíða 1

Dagur - 26.02.1942, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓH.4NN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. - Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odda Bjömssonar. XXV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 26. febrúar 1942 9. tbl. Hagnýtir slólar verða Ijörorð tramííðarinnarjjpoldismáluiii. Samtal við frk. Jóninnu Sigurðardóttur. Húsmóðurinni er nauðsynlegra að kunna að matreiða góða og holla máltíð, sauma flík, hirða um þvott sinn, ræsta hús sitt og hjúkra barni sínu en að geta stautað sig fram úr erlendum reyfara og tízkublaði eða leyst þrautir hinnar hærri stærðfræði. Þrír brautrySjendur og helztu íorví&ismenn Kaupfélags Þingeyinga á frumbýlingsárun- um: Benedikt Jónsson, Jakob Hálfdánarson og Pétur Jónsson á Cautlöndum. Tók sá síöastnefndi upp merki fööur síns, Jóns á Gautlöndum, í fylkinéarbrjósti K. Þ. o£ átti um langt árabil sæti í stjórn félagsins. Myndin er augnabliksmynd tekin um 1896, og er mjög merk í sinni röö. Birtist hún hér í fyrsta sinni á prenti, Skipatjón Bandamam. Sigtxr íið Leningrad, BOKAFREGNIR Jóharmes úr Kötlum: Bakka- bræður. Kvæöi handa börnum, með myndum eftir Tryggva Magnússon. Útg. Þórhallur Bjarnason. Rvík 1941. G minnist þess varla að hafa séð öllu betur gerðar pennateikningar eftir ísl. dráttlistarmann en þær, sem prýða þetta kver. Þær eru eðli- legar og lifandi, margar þeirra óvenju- lega fagrar, en aðrar þrungnar mildri glettni og hvergi afkáralegar, svo sem oft vill þó verða um skopmyndir. Kverið er og snoturlega prentað á góðan pappír, og hæfir að því leyti myndunum vel. En skáldskapurinn á þessari rímuðu sögu hinna frægu Bakkabræðra sver sig hins vegar greinilega í ætt höfundarins. Kveð- skapur Jóhannesar úr Kötlum, þessa rímslinga og orðhaga gáfumanns, minnir víðast hvar fremur á beizlaða verksmiðjubunu, í opinni og sléttri rennu, en á frjálsan fjallalæk i bratta og flugum: Vatnsmagnið er mikið, en fallhæðin lítil. Og vísurnar um Bakka- bræður eru sjálfsagt skemmtilegar fyrir börn, enda vel gerðar að ýmsu leyti, en hvergi bregður þó fyrir hin- um einföldu en þó óskýranlegu töfr- um, sem breyta barnagælum stundum í sígildar og ógleymanlegar þjóðvísur. En pennateikningar Tryggva Magnús- sonar skapa þó úr kveri þessu verð- mæta bók, sem fullorðnir ættu að bjarga úr tóruni óvnanua, aóur eu hún er rifin í tætlur, til geymslu og góðrar umhirðu í bókasafni sínu. Siguröur Helgason: Við hin gullnu þil. Saga. Víkingsútgáf- an. Rvík 1941. AGAN er lipurlega rituð, víðast hvar á góðu og vönduðu máli, þótt út af bregði þó sums staðar. Persón- umar eru og allskýrt dregnar, en koma mönnum hvergi á óvart. Efnið er gamalkunnugt og vinnubrögð höf- undarins sömuleiðis. A stöku stað bregður fyrir leiðinlegri tilfinninga- væmni (sentimentalitet), en víða all- miklum prédikunartón og illa duldum bindindisáhuga. Mun það lofsvert út af fyrir sig, en þó verður sérlega lag- lega á að halda, ef slíkur áróður á ekki að lýta bækur sem skáldverk. Sagan er þó allskemmtileg aflestrar með köflum. Höfundurinn virðist vera gáfaður maður og ritfær í bezta lagi, en ekki verður hann þó enn talinn til höfuðsmiða. Verk hans sómir sér vel í venjulegu bókasafni, álíka og slétt- hefluð og vel máluð dragkista í snot- urri baðstofu. Pappírinn er sérlega þunnur og andagitun heidur eklu þykk undir belti. /. Fr. Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. næstk. sunnudag. P Rún S942347 — Frl, Dagur hefir komið að máli við frk. Jóninnu Sigurðardóttur, gistihúseiganda að „Hótel Goða- foss“, og spurt hana um álit hennar um horfur í húsmæðra- skólamáli bæjarins, en frk. Jón- inna er, svo sem kunnugt er, ein af helztu forvígiskonum þess málstaðar hér um langt skeið, enda mjög áhugasöm um menntun kvenna og ýms önnur menningarmál. Auk þess er hún ein af þekktustu húsmæðrum bæjarins, þar sem hún hefir um langt árabil rekið fjölsótt gisti- hús með mikilli prýði og dugn- aði og skrifað einhverja beztu og kunnustu matreiðslubók, sem til er á íslenzku. — Húsmæður á Akureyri munu lengi hafa borið þetta sjálfsagða menningarmál fyrir brjósti? — Já, mér er a. m. k. kunn- ugt um, að kvenfélagið Fram- tíðin hóf máls á þessu fyrir heimsstyrjöldina síðustu, eða um 1912—14. Kaus félagið nefnd í málið, en hún fékk til samstarfs við sig ýmsar aðrar konur í bænum. Hófu þær þá þegar fjársöfnun í þessu skyni og hafa ávallt síðan haldið mál- inu vakandi. Hefir nefnd þessi nú allstóran sjóð í vörzlum sín- um og mun nota hvert tækifæri til þess að hrinda málinu í fram- kvæmd. — Hvaða konur eru enn starfandi í nefnd þessari? -— í hinni upphaflegu nefnd eiga þessar frúr ennþá sæti: Gerða Tulinius, Álfheiður Ein- arsdóttir, Sigurlaug Jakobsdótt- ir, Gunnhildur Ryel, Guðrún Ólafsson, Sigríður Davíðsson og svo ég. — Auk þess veit ég, að mikill fjöldi kvenna er fús og reiðubúinn til sam- starfs við okkur, hvenær sem færi býðst að vinna málsstaðn- um nokkuð gagn. Og mér þykir líklegt, að öll kvenfélög bæjar- ins munu einhuga um að veita málinu fullt brautargengi. — Hvað segið þér um hug- mynd þá, er fram hefir komið í blaði einu hér í bænum og síðar í bæjarstjórn, að breyta núver- andi bókasafnshúsi í kvenna- skóla, þegar að því kemur að byggt verður yfir Amtsbóka- safnið annars staðar? — Að sjálfsögðu væri gott eitt um hana að segja sem bráðabirgðalausn, ef engin hætta væri á, að slík ráða- breytni tefði fyrir endanlegri lausn málsins. Nauðsynlegar breytingar og endurbætur á þessu gamla og fornfálega húsi myndu kosta mikið fé, og að mínum dómi getur húsnæðið þó aldrei orðið skemmtilegt eða hentugt til frambúðar. Húsið er og illa sett í bænum, og staður- inn svarar engan veginn þeim kröfum, er framtíðin mun gera til skólaseturs: Húsið er að- kreppt undir brattri og hárri brekku, er skyggir mjög á suð ur- og vestursól, fjarri íþrótta- svæðum, leikvöllum, sundlaug og annari aðstöðu til íþróttaiðk- ana, bæði úti og inni, en fast við eina aðalumferðagötu bæjarins. — Hvaða leið teljið þið þá færasta í þessum efnum? — Nefndin hóf fyrir nokkr- um árum síðan samstarf við stjórn Gagnfræðaskóla Akur- eyrar og Iðnskóla Akuréyrar um undirbúning að sameigin- legri byggingu fyrir þessa þrjá skóla. Var raunar þá þegar gengið frá uppkasti að sameig- inlegum starfsgrundvelli, skipt- ingu húsnæðisins og öðrum slíkum atriðum. Kostnaðará- ætlun var samin og frumdrög gerð að útliti byggingarinnar og húsaskipan. Við höfðum þá lofað ákveðnu fjárframlagi af okkar hálfu, og þessir aðilar höfðu raunar gengið endanlega frá þessum málum að sínu leyti og vísað þeim til aðgerða bæj- Framhald á 3. «í8u, Kafbátahemaður Þjóðverja vestur undir Ameríkuströndum vekur einna mesta athygli þeirra viðburða, sem eru að ger- ast í stríðinu um þessar mundir. Undanfarna daga hefir þýzka herstjórnin birt miklar sigur- fregnir af þessum kafbátum og að þessar fregnir hafi við nokk- uð að styðjast, má marka af ræðu Churchills á þingi í fyrra- dag, Hann játaði þar hreinskiln- islega, að skipatjónið væri vax- andi og hið mesta áhyggjuefni. Flotastjórnin í Washington hef- ir einnig birt margar tilkynning- Skattur Nýja-Bíós til bæfarsjóðs Akurcyrar. Sem svar við blekkingum þeim, er Verkam. flutti síðast um skattgreiðslur Nýja Bíós til bæjarsjóðs og afgreiðslu síðasta bæjarstjómarfundar á því máli, skal eftirfarandi tekið fram eftir upplýsingum sem blaðið hefir aflað sér til bráðabirgða: Skattur sá, sem N. B. hefir boðizt til að greiða til bæjar- sjóðs Ak., em rétt 20% af and- virði seldra aðgöngumiða. Að sjálfsögðu greiðir það ekki skatt til bæjarins af skatti þeim, sem lagður er á aðgöngueyrinn og rennur til ríkissjóðs. Samkv. lögum þeim um skemmtana- skatt, sem Vm. vitnar í, má slík- ur skattur til bæjarsjóðs aldrei fara fram úr 20%. Hefir því stjórn N. B. boðizt til að greiða hámarks þess skatts, sem heim- Framh. á 4. síðu. ingar þess efnis, að skipum hafi verið grandað nú undanfarna daga; þ. á m. allmörgum olíu- skipum, nú síðast í gær 2 all- stórum skipum, en vitað er að olíuskipakostur Bandamanna er af nokkuð skornum skammti. Þótt erfiðlega blási á Asíu- vígstöðvunum, þar sem Japanar eru enn í sókn og nálgast óðum Rangoon, er ekki ólíklegt, að hinn aukni kafbátahernaður Þjóðverja valdi Bandamönnum jafnvel meiri áhyggjum. Þessi vaxandi sókn Þjóðverja á sjó, getur einnig verið undanfari alls herjar vorsóknar innan skamms. Bandaríkjamenn hafa nú fengið hemaðaraðgerðir við landsteina sína, við úthöfin tvö, í fyrsta skipti í þessari styrjöld. Þýzkir kafbátar hafa skotið á olíuver á eyjum í Karibska hafi og japanskur kafbátur hefir skotið á St. Barbara á Kalifor- niuströnd. Vekja þessir atburðir mikla athygli vestra. SICUR VIÐ LENINGRAD. Rússar tilkynna áframhald- andi sókn, einkum hefir þeim orðið ágengt á Leningrad svæð- inu og hafa þeir tekið hernaðar- lega mikilvægan bæ, um 200 km. frá landamærum Lettlands, Er þetta talinn stórsigur. Her- fang Rússa var mjög mikið og mannfall Þjóðverja ógurlegt, að því er segir í rússneskum til- kynningum. STEFAN ZWEIG, hinn heimsfrægi landflótta þýzki rithöfundur, framdi ný- lega sjálfsmorð í Suður-Amer- íku. Hann var grafinn með mik- ÍIU viðhöfn í fyrjaöag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.