Dagur


Dagur - 05.03.1942, Qupperneq 2

Dagur - 05.03.1942, Qupperneq 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 5. marz 1942 Dýrfíðarsjóður og skattalögin Um síðustu áramót var það orðið ljóst, að „frjálsa leiðin“ í dýrtíðarmálinu, sem Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn höfðu valið sér, myndi leiða til fullkomins öngþveitis. Framsóknarmenn voru þá sem fyrr reiðubúnir að grípa til rót- tækra ráðstafana. Alþýðuflokk- urinn vildi ekkert gera frekar en á aukaþinginu, sökum bæjar- stjórnarkosninganna, er fram- undan voru, en Sjálfstæðis- flokkurinn var tvískiptur í mál- inu. Meðal hinna hyggnari og gætnari manna flokksins hafði stefna Framsóknarflokksins í dýrtíðarmálinu náð verulegu fylgi, en hinsvegar voru blöð flokksins búin að æsa talsverð- an hluta af verkamönnum og launamönnum, sem flokknum hafa fylgt, gegn stefnu Fram- sóknarflokksins með því að telja hana andstæða hagsmun- um þeirra. Það var þvi orðið miklu erfiðara fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að standa að lausn þessa máls um síðustu áramót, en það hefði verið á haustþing- inu. Niðurstaðan varð samt sú, að samkomulag náðist milli Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins um skipun gerðardóms í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Má ekki gera neina breytingu á kaupgjaldi eða verðlagi helztu nauðsynja án leyfis dómsins. Gerðardómslögin ná skemmra en dýrtíðarfrumvarp það ,sem Framsóknarflokkurinn barfram á aukaþinginu. Aðalkostur þeirra er sá, að þau koma í veg fyrir grunnkaupshækkanir. — Hinsvegar hindra þau ekki verðhækkanir erlendra vara og stöðva ekki ein síns liðs hækk- un vísitölunnar og kaupgjalds- ins, eins og dýrtíðarfrv. hefði gert, ef að lögum hefði orðið. En þrátt fyrir þenna annmarka hikaði Framóknarflokkurinn ekki við að beita sér fyrir lög- unum, því að með þeim var stigið fyrsta stóra sporið í dýr- tíðarmálinu og fyrsti verulegur árangur fenginn af baráttu Framsóknarmanna á aukaþing- inu, þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn hafði orðið að lögfesta það, sem hann áður var á móti. Framsóknarflokkurinn lét það ekki hafa nein áhrif á af- stöðu sína til málsins, að það hlaut að vera miklu erfiðara að framkvæma gerðardómslögin, en það var síðastliðið haust að fá almenning til að sætta sig við lögfestinguna, er fólst í frv. Framsóknarmanna. Þá voru engar kaupdeilur hafnar, en um áramótin byrjuðu verkföll, og eru menn þá alltaf tregari til undanlátssemi. Hin slælega framkoma aukaþingsins hefir líka bersýnilega ýtt undir kröf- ur stéttarfélaganna, því að þær urðu miklu stórfelldari en gert var ráð fyrir á síðasta hausti. Blöð Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokksins höfðu líka, eins og áð- ur er sagt, reynt eftir megni að I gera lögfestingarleiðina sem óvinsælasta meðal launastétt- anna. Það höfðu því skapazt verulegir nýir örðugleikar við framkvæmd þessara mála, síð- an dýrtíðarfrv. Framsóknar- manna var fellt á aukaþinginu, en þeir voru eigi að síður reiðu- búnir að taka á sig vandann og óvinsældirnar, sem oft eru því samfara að vinna fyrir framtíð- arheill þjóðarinnar gegn skammsýnum stéttarkröfum, er miðast við augnablikshagnað. Með gerðardómslögunum var fengið fram veigamikið atriði úr dýrtíðartillögum Framsókn- arflokksins. En þó eru enn óleystir mikilvægir þættir máls- ins; eru þeir einkum breyting á skattalögunum og framlög úr dýrtíðarsjóði, til þess að halda niðri verðlagi erlendra vara. Um þetta síðara atriði er mælt að náðst hafi samkomulag milli Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksins, og ætti því framgang- ur þess að vera tryggður á yfir- standandi þingi. Jafnframt er brýn nauðsyn á því að koma í veg fyrir, að á meðan kaup launamanna og bænda er lögbundið, geti einstakir menn safnað stórfé og notað það til að auka braskið og verðbólguna. Þess vegna er hækkun skatta á hátekjum einn helzti liðurinn í dýrtíðartillögum Framsóknar- flokksins. Sökum frádráttarfyr- irkomulagsins svokallaða, þ. e. að draga má skatta og útsvör fyrra árs frá skattskyldum tekj- um, þurfa helztu stríðsgróðafyr- irtækin ekki að greiða nema mjög lága skatta af tekjum síð- asta árs, ef þessu fyrirkomulagi er ekki breytt. Eftir að búið er að binda kaupgjald vissra stétta, nær það enn síður nokk- urri átt, að fáum mönnum og fyrirtækjum sé leyft að safna stórfé og nota að eigin vild til aukningar dýrtíðinni, sem á öll- um öðrum sviðum er verið að berjast á móti. Þess vegna gera gerðardómslögin breytingu skattalaganna ennþá brýnni en ella. Því er það, að Framsóknar- Af síðustu blöðum kommún- ista og nazista, „Verkamannin- um“ og „Norðanfara“, sé eg að ritstjórum þessara blaða hefir gefist mjög kærkomið tækifæri til að ráðast á mig persónulega með dylgjum um, að eg misnoti stöðu mína sem bæjarfulltrúi, til að auðga fyrirtæki, sem eg sé aðalhluthafi í, sem sé h.f. Nýja-Bíó hér í bæ. Reyndar hafði eg ekki hugsað mér að svara neinum skætingi þessara einræðisblaða í minn garð, en tel þó í þetta skipti rétt að gefa opinberlega skýringu á viðhorfi fjárhagsnefndar og meiri hluta bæjarstjórnar til skattálagning- ar á Nýja-Bíó, þar sem bæði þessi blöð fara með vísvitandi ósannindi og blekkingar í þessu máli. Blöðin telja mig aðal hluthafa flokkurinn lítur á það sem eitt af aðalhlutverkum yfirstand- andi þings, að samþykkja skattahækkun á stríðsgróðann. Ýmsir kunna að líta svo á, að ólíklegt sé að Sjálfstæðisflokk- urinn vilji fallast á þetta, þar sem hann hafi áður talið það hlutverk sitt að hlífa stríðsgróð- anum við sköttum svo sem unnt væri. En hin ákveðna og mark- vissa barátta Framsóknar- manna í dýrtíðarmálinu sýnist nú hafa orðið þess valdandi, að meiri hluti af forráðamönnum Sjálfstæðisflokksins telji sér ekki lengur fært að fylgja hinni óábyrgu afstöðu, sem flokkur- inn hafði valið sér, en sveigist í þess stað inn á stefnu Fram- sóknarmanna, og það einnig í skattamálinu Því til sönnunar má benda á eftirfarandi um- mæli Morgunblaðsins frá 7. febr. s.l.: „Baráttan gegn dýrtíðinni verður langvarandi og hörð. Hún krefst mikilla fórna allra stétta og einstaklinga. Auðvitað eiga þeir að fórna mestu, sem mest hafa grætt á stríðinu. Að þessu verður stefnt, og það eru þeir, sem krafðir verða fjár- framlaga, sumpart til beinna ráðstafana gegn dýrtíðinni og sumpart í varasjóð, sem geymd- ur verður þar til eftir stríðið, þegar hrunið kemur“. Og enn segir Mbl. m. a.: „Þeir stjórnmálaflokkar, sem nú skerast úr leik og berjast gegn þeirri viðleitni, sem hafin er til stöðvunar á dýrtíðarflóð- inu, eru gersneyddir allri á- byrgðartilfinningu og eiga eng- an tilverurétt". Þessi ummæli aðalmálgagns Sjálfstæðisflokksins, sem ætla verður að séu töluð fyrir hönd flokksins, eru ómyrk og ótví- ræð. Framsóknarflokkurinn met- ur það réttilega meira að þiggja stuðning Sjálfstæðisflokksins til þess að koma í framkvæmd stefnu sinni í dýrtíðarmálinu, en að erfa við þá fyrri andstöðu og erfiðleika, sem þeir hafa valdið í þessum málum. Ætla verður, að ekki aðeins gerðardómslögin, heldur og dýr- tíðarsjóðurinn og skattalögin eigi víst meiri hluta fylgi á Al- þingi því, er nú situr að störfum. Hvorum á að trúa? K MERÍSKI blaðamaðurinn og rit- ** höfundurinn W. L. Shirer dvaldi á meginlandi Evrópu á árunum 1934— 1941, se'm fréttaritari amerískra stór- blaða og útvarpsstöðva. Er hann lét af þessum störfum gaf hann út bók- ina „Berlin Diary“, þar sem hann seg- ir frá dvöl sinni og hefir sú bók þótt bera af ritum annara fréttaritara um ástandið í Evrópu á þessum árum. Enskir og amerískir gagnrýnendur hafa talið bókina mjög merkilega í sinni röð og gott heimildarrit. — Til dæmis um það, hversu mikla athygli bókin hefir vakið, má geta þess, að frá því að hún kom í sept. 1941 og til nóvemberloka sama ár, var hún end- urprentuð fjórum sinnum. „Dagur“ hefir undanfarið birt, í þýðingu, ágrip af tveimur köflum úr þessari bók; nú síðast um fall Frakklands. Steingr. Aðalsteinsson, ritstjóri, gerir bók Shirers að umtalsefni í síð- asta tbl. „Verkam." og kallar hana þar „styrjaldarreifara" (án þess að hafa lesið bókina) og niðurstöður Shirers „lygi“. Hinn ameríski blaðamaður byggir niðurstöður sínar á 7 ára starfi á meginlandinu og nánum kynnum af ástandinu þar. Stgr. Aðalsteinsson rökstyður fullyrðingar sínar með átrúnaði sínum á Jósef Stalin. Mega menn af því dæma, hvor sé líklegri til að fara með rétt máll „Hin nýja skipan“. IWfÁLGAGN Brynleifs Tobiasson- A * ar sóknarnefndarmanns, „Norð- anfari“, vill koma nýrri skipan á af- urðasölumál landsins. Mun það eiga að vera einn þáttur „endurvakningar- innar“ sem Skjaldborgin berst fyrir. Segir í langri grein um mjólkur-„okr- ið“ í blaði þessu 28. f. m., að „land- búnaðarafurðirnar séu seldar með ok- urverði, sem áreiðanlega sé einsdæmi um víða veröld“. Sem dæmi um gott ástand í þessum efnum og andstætt þeirri skipan, sem hér ríkir, nefnir sóknarnefndarmaðurinn ástandið í Kaupmarmahötn, þar sem hin „kristi- le"a endurvakning“ er nú ráðandi, og segir, að þar kosti mjólkin 40—48 aura, smjörið 2.65 o. s. frv. Er auðséð að greinarhöfundur öfundar Dani sár- lega. Þó gleymir safnaðarfulltrúinn að geta þess, að allar þessar vörur, sem hann telur upp, eru naumlega skammtaðar í Danmörku. Hitt man hann vel ,að þar „er veltan og pen- ingaflóðið svo mikið, að bankar eru fyrir löngu hættir að borga vexti af innstæðum", og gefur í skyn, að vel- megun almennings sé eftir þessu! Hvað segja Danir? 'T’IL samanburðar fara hér á eftir ummæli dansks manns, Bjarke að nafni, sem kom til New York frá Danmörku haustið 1940 og skrifar eftirfarandi orð í fréttablað Amerísk- Skandinavisku stofnunarinnar 9. des. 1940: „— Ástandið í bæjunum fer hrað- versnandi, því hvert iðnaðarfyrirtæk- ið af öðru verður að hætta fram- leiðslu vegna hráefnaskorts. Siglingar allar eru úr sögunni. Atvinnuleysingj- um hefir fjölgað um röskan helming og fer enn ört fjölgandi. Skattar hafa hækkað um 50% og í sumum tilfell- um meira og þrátt fyrir ráðstafanir ríkisins er verðlag á nauðsynjum komið upp úr öllu valdi. Fleiri og fleiri vörutegundir eru skammtaðar. Rafmagn og gas er naumlega skammt- að. I byrjun nóvember hófst smjör- skömmtun í Danmörku, en áður fluttu Danir út smjör í stórum stíl, og litlu síðar byrjaði mjólkurskömmtun- in. Aðrar landbúnaðarafurðir komu á eftir. Á meðan Danir verða að búa við mjög þröngan kost í þessum efn- um heimilast Þjóðverjum í Dan- mörku að kaupa það sem þeim sýnist utan skömmtunar og nota þeir þetta óspart til þess að senda matvæli til fjölskyldna sinna í Þýzkalandi“. Þannig var ástandið í Danmörku eftir 8 mánaða „endurvakningu", að sögn þessa danska manns. — Má hver trúa því, sem getur, að í Kaup- mannahöfn séu þeir dýrðartímar nú, í ársbyrjun 1942, sem Skjaldborgar- málgagnið greinir frá. En þessi mála- flutningur þeirra sýnir, að „það ber allt upp á sama daginn“ hjá þeim Skjaldbyrgingum. En meðal annara orða: Hvaðan koma „Norðanfara" upplýsingar um verðlag á ýmsum nauðsynjavörum í Danmörku? Enn um Dani. JJAUSTIÐ 1940 lét hinn þekkti danski stjórnmálamaður Christ- mas Möller, þá verzlunarmálaráð- herra, — svo um mælt, í ræðu, að fyrstu fjóra mánuði þýzka hemáms- ins hefðu Þjóðverjar aukið skuld sína við Dani um kr. 800.000.000 og að það væri sitt álit að líklegast væri að Danir sæju aldrei einn eyri af þessu fé framar. — Fyrir þessi ummæli kúguðu Þjóðverjar Möller til þess að fara úr stjóminni. (Fréttabl. Amerísk-Skandinavisku stofnunarinnar 9. des. 1940). Kemur þetta einkar vel heim við upplýsingar Skjaldborgarmálgagnsins um fjárhagslegt velgengi Dana um þessar mundir! Nýja>Bíó ogf skatt- greiðslurnar N.-B., en sannleikurinn er sá, ( að eg er einn minnsti hluthaf- inn, eða á aðeins 1/12 hluta fyrirtækisins. — Fyrir mig sjálfan skiftir það því mjög litlu máli hvort Bíóið græðir þús- undinu meira eða minna. Fyrsta tillagan um að skatt- leggja N.-B. til ágóða fyrir bæj- arsjóð, er fram komin frá Fram- sóknarmönnum í bæjarstjórn. Það er því tæpast hægt að áfella okkur Framsóknarmenn frekar en aðra flokka bæjar- stjómarinnar fyrir það, að ekki skuli vera fyrir löngu síðan búið að leggja sérstakan skemmtana- skatt á Bíóið. í lögum um skemmtanaskatt, sem umrædd blöð vísa til, er ákveðið, að skemmtanaskattur- inn geti verið mishár, en þó al- drei hærri en 20% af aðgöngu- eyri á hverja skemmtun. — Eins og vitanlegt er greiða Bíóin skemmtanaskatt til ríkisins og reiknast hann prósentvís af að- göngueyrinum. Telst aðgöngu- eyririnn þá verð aðgöngumiðans að frádregnum þessum skatti, eða t. d. hinn eiginlegi aðgöngu- eyrir að almennum sætum hjá N.-B. kr. 1.03, en skatturinn til ríkisins kr, 0.22, samtals verð aðgöngumiðans kr. 1.25. Er því sennilegt að hæsti skattur, sem kæmi til greina, að heimilt væri að leggja á almenn sæti, þótt reglugerð yrði samin samkv. til- lögum kommúnista í bæjar- stjórninni, væri nákvæmlega sá sami og Bíóið hefir boðizt til að greiða, enda er tilboð N.-B. miðað við 20% skatt af netto- verði aðgöngumiðanna (verð aðgöngumiðanna að frádregn- um ríkisskattinum). Nú er vit- anlegt, að Bíóið hlýtur að hækka verð aðgöngumiðanna, sem svarar skattinum til bæjar- ins, alveg á sama hátt og það leggur ríkisskattinn sérstaklega á hvern aðgöngumiða. Taldi stjóm N.-B. að tæpast mundi gjörlegt að hækka aðgöngumið- ana meira, en sem svarar þeim skatti, er hún bauðst til að

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.