Dagur - 05.03.1942, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Fimmtudaginn 5. marz 1942
ÚR BÆ OG BYGGÐ
Kirkjan: Messað í Akureyrarkirkju
næstk. sunnud. kl. 2 e. h.
Cuðsþjónustur i Grundarþinga-
prestakalli: Hólum, sunnud. 15. marz,
kl. 12 á hád. — Saurbae, sama dag, kl.
2 e. h. — Grund, sunnud. 22. marz,
kl. 1 e. h.
Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. 100.00
frá ónefndri. Þakkir. Á. R.
Skarlatssótt. í síðastl. viku komu
hér upp 2 tilfelli af skarlatssótt, að
því er héraðslæknir tjáir blaðinu. Er
ekki fullkunnugt um, hvernig sóttin
hefir borizt hingað, en hún hefir und-
anfarið gengið á Siglufirði og í sveit-
um hér fyrir austan, m. a. á Lauga-
skóla. — Þessir 2 sjúklingar liggja
báðir á sjúkrahúsinu í einangrun.
Uppbót á verksmiðjusíld.
Rvík í gær.
Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins
hefir ákveðið að greiða uppbot á inn-
lagða síld í verksmiðjurnar fyrir árið
1940, er nemur 1 krónu á mál síldar.
Mun heildarupphæð þessara uppbóta
til útgerðarinnar nema um 911 þús.
kr.
Barnastúkan „Samúð“ heldur fund
næstk. sunnudag, kl. 10 f. h., í Skjald-
borg. — Tekin mynd af stúkunni, ef
nógu margir mæta. — A-flokkur
skemmtir og fræðir. — Fjölmennið
vegna myndatökunnar!
Cullbrúðkaup áttu þau nýlega
hjónin Ingigerður Zophóníasdóttir og
Árni Friðriksson, nú til heimilis hjá
syni sínum, Stefáni kaupmanni hér í
bænum. Þau eru bæði Svarfdælingar
að ætt og uppruna og dvöldu þar í
sveit lengst æfi sinnar, bjuggu m. a.
lengi á Skáldalæk, en fluttust hingað
fyrir allmörgum árum. Ingigerður og
Árni Friðriksson eru um margt merk-
ishjón. Þau voru afburðadugleg og
ráðdeildarsöm, enda jafnan sjálf-
bjarga, þótt barnahópurinn væri stór.
Og þau nutu jafnan óskertrar virðing-
ar og mikilla vinsælda sveitunga
sinna, enda var hjálpsemi þeirra og
glöðu viðmóti jafnan við brugðið. Á
þessum tímamótum munu allir gamlir
og nýir vinir hinna aldurhnignu hjóna
flytja þeim þökk og blessunaróskir.
Fiskiþiné hefir staðið yfir í Rvík
undanfarna daga. Þingið sækja 12
menn alls, 2 úr hverjum landsfjórð-
ungi og 4 úr Reykjavík.
Bæjarstjórnarkosninéar fara fram
í Reykjavík sunnudaginn 15. marz.
Forseti sr.msin_-s þings er að þessu
sinni Gísli Sveinsson sýslumaður.
St. Brynja. Fundur í Skjaldborg nk.
miðvikudag, kl. 8,30. Inntaka. Bama-
stúkubörnum, 13 ára og eldri boðið á
fundinn kl. 9. Ávarp, upplestur, söng-
ur, leikir.
lðnaðarmannafélaé Akureyrar hélt
aðalfund sinn 22. f. m. Stjóm félags-
ins er þannig skipuð: Formaður Indr.
Helgason raffr., ritari Vigfús Friðriks-
son ljósmyndari og gjaldkeri Stefán
Árnason forstjóri, og var hann kjörinn
í stjórnina í stað Guðm. Guðlaugsson-
ar forstjóra, er baðst undan endur-
kosningu, en hann hefir verið gjald-
keri félagsins að undanförnu í 6 ár
samfleytt. I skólanefnd Iðnskólans
voru kosnir: Guðjón Bernharðsson
gullsm., Gaston Ásmundsson bygg-
ingameistari og Guðm. Guðlaugsson
forstjóri. Hagur félagsins stendur nú
með miklum blóma, enda á það fyrir
höndum mikið hlutverk, sem er þátt-
taka í byggingu samskólans, þegar þar
að kemur. Hefir félagið heitið álit-
legri upphæð sem byrjunarframlagi
til byggingarinnar, og nemendur Iðn-
skólans safnað fé í sama skyni undan-
farin ár. íWSIÍÍ
I.O.G.T. Fundur í ungmennastúk-
unni Akurlilju nr. 2, í Skjaldborg
sunnud. 8. marz, kl. 8,30 e. h. Fundar-
efni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Til-
kynningar. 3. Hagnefndaratriði. 4.
Dans. Fjölmennið.
Námsmeyjar Húsmæðraskólans á
Laugalandi halda samkomu í þing-
húsi Öngulsstaðahrepps laugardaginn
7. og sunnudaginn 8. marz næstk. —
Hefst kl. 9 e. h. bæði kvöldin. — Til
skemmtunar verður sjónleikur, söng-
uf og dan*. ___________
Athugasemd
(Framhald af 3. síðu).
ekki við, að neinn annar mundi
gera það, því að um vandamenn
Guðmundar var mér ekki kunn-
ugt, að öðru leyti en því, sem
áður hafði verið upplýst í sam-
bandi við styrk til hans, að hann
væri barnlaus ekkjumaður og
ætti engan styrktarmann að. Á
meðan hann dvaldi á sjúkrahús-.
inu, sem gamalmenni og sjúkl-
ingur — rúma 15 mánuði —
hafði ekkert skyldmenni hans,
að því er yfirhjúkrunarkonan
bezt vissi, spurt eftir honum eða
vitjað hans, né á nokkurn hátt
skipt sér af honum, og getur G.
S. sjálfur rannsakað, hvort hér
er ekki rétt með farið.
Þökk fyrir birtinguna.
Sveinn Bjarnason.
ULLAR.JAVl
nýir litir.
STRAMMI
3 tegundir.
KAFFID ÚKAEFNl
margir litir.
HANNYRÐAVERZLUN
RAGNH. O. BJÖRNSSON.
2 — 3 samliggjandi
lierbers'i,
með aðgangi að baði og síma,
óskast til leigu af einhl. manni
frá 14. maí n. k. Ritstj. vísar á.
Adalfundur
Skógrœktarjél. Eyjafjarðar
verður haldinn fimmtudaginn 12.
þ.m. í bæjarstjórnarsalnum og hefít
hann kl. 8,30 e. h. — Dagskrá :
Venjuleg aðalfundarstörf. — Félagar
►jölmennið. Stjórnin.
Saumnr
l‘/2” - 2” — 2'l2” -
3” _ 4»_ 5» _ 6”
Kaupfél. Eyfirðinga
Járn- og glervörudeild.
h>íb><h>íhkhKhKh>íhwbkh>íhKhkb>-
Framsóknarfélaé Akureyrar heldur
aðalfund sinn í Skjaldborg n.k. mánu-
dagskvöld.
Dánardæéur. Jóhann Ragúels kaup-
maður, lézt að heimili sínu hér í bæn-
um s.l. mánudag. Hann var fæddur
að Unaðsdal við ísafjarðardjúp 3.
sept. árið 1875 og var því 66 ára gam-
all er hann andaðist. Jóhann kom
ungur í latínuskólann í Reykjavík, en
varð að hætta námi eftir 3 vetur,
vegna sjóndepru, er þjáði hann, það
sem eftir var æfinnar. Hann giftist
árið 1902 eftirlifandi konu sinni, Guð-
rúnu Davíðsdóttur frá Patreksfirði, og
sama ár fluttist hann hingað til bæj-
arins. Jóhann var maður hæglátur,
prúðmenni hið mesta og vinsæll. Með
honum er fallinn í valinn einn af elztu
og beztu borgurum bæjarins.
Gullbrúðkaup áttu hjónin Sigríður
Helgadóttir og Bjami Pálsson beykir,
Krabbastíg 2, 2. marz s.l. Var gest-
kvæmt á heimili þeirra um daginn,
enda eru þau hjónin annáluð fyrir
gestrisni og hjálpsemi, þótt oft hafi
verið þröngt í búi. Bárust þeim marg-
ar góðar gjafir frá vinum og velunnur-
um og fjöldi heillaskeyta.
Barnast. Bernskan. Fundur sunnud.
8- mari, VI 2 f> h. A-flokkur skemmtir.
Peir, sem vilja tryggja sér
útsæðiskarlöllur
af eftirtöldum tegundum, ættu að
senda pantanirsem fyrst: »Gullauga«
»Rauðar íslenzkar* »Jarðargull«
• Stóri Skoti* »Gular íslenzkar*
Pöntunum má skila til Bjöms Sig-
mundssonar, Byggingavörudeild
K. E. A.
Kristinn Sigmundsson,
Arnarhóli.
Laxveiði
í Hofsá í Vopnafirði, fyrir
landi baejanna Hofs, Teigs,
f*orbrandsstaða, Bustarfellsog
Einarsstaða er til leigu surr-
anð 1942. Væntanleg tilboð
sendist séra Jakobi Einarssyni
Hofi, fyrir 1. maí næslk.
KAUPUM
V2 flöskur og
meðalaglös.
STJÖRNU APÓTEK
K.E.A.
Stramnii
nýkominn.
Kaupfél. Eyfirðinga
• Vefnaðarvörudeild.
Notaöar
LEÐUR-
SA UMAVÉLAR
til sölu. — Vil kaupa notaöar
GRAMMOFÓN -
FJAÐRIR.
Skóverksmiðjan KRAFTUR.
HÚS TIL SÖLU
OG VERÐBRÉF
BJÖRN HALLDÓRSSON,
Sími 312.
ilöfum til:
CORN FLAKES, 2 teg.,
ALL BRAN,
VANILLESTENGUR,
CITRÓNUDROPA.
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild.
KARLMANNSÚR fundið.
Björn SigmundBson,, K, E. A.
Framsóknarfélag
Akureyrar.
Aðalfundur félagsins verður haldinn í sam-
kl
komuhúsinu Skjaldborg mánud. 9. þ.m.
8,30 stundvíslega.
D a g s k r á : Venjuleg aðalfundarstðrf.
Fjölmennið. # Stjórnin
»♦»»♦♦♦<»♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<»♦♦»♦♦♦♦»♦»♦»♦♦♦♦♦<
< ►
L Ö G
um viðauka við og breyting á Iðgum 8. sept. 1941
um húsaieigu.
RÍKISSTJÓRI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefir fallizt á lög þessi og ég staðfest
þau með samþykki mínu:
1. gr.
Leigusala er óheimilt að segja upp leigusamningum um hús-
næði, nema honum sé þess brýn þöri til íbúðar fyrir sjálfan sig
eða skyldmenni 1 beinni línu, svo og fósturbörn, að dómi húsa-
leigunefndar (fasteignamatsnefndar), og að hann hafi veriö orðinn
eigandi hússins, áður en lög þessi öðluðust gildi.
Uppsagnir á íbúðarhúsnæði, sem frara hafa farið fyrir gildis-
töku þessara laga og ekki hafa komið til framkvæmdar, skulu
vera ógildar, nema húseigandi sanni fyrir húsaleigunefnd, aö hann
sé hUsnæöislaus og þurfi þess vegna á húsnæðinu aö halda til
íbúðar fyrir sjálían sig.
2. gr.
Húseiganda er óheimilt að leigja öðrum en heimilisföstum inn-
anhéraðsmönnum íbúðarhúsnæði.
Leigusamningar, sem gerðir hafa verið fyrir gildistöku þess-
ara laga. en óheimilir væru eftir ákvæði 1, m gr., eru ógildir.
Þegar alveg sérstaklega stendur á, er húsaleigunefnd (fast-
eignamatsnefnd) heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum þessar-
ar greinar.
3. gr.
Ef íbúðarhúsnæði er heimildarlaust tekið til annarrar notkunar
en íbúðar, er húsaleigunefnd rétt að skylda húseiganda, að við-
lögðum allt að 100 kr. dagsektum, að taka upp fyrri notkun
húsnæðisins.
4. gr,
Úrskurðum húsaleigunefndar um mat á húsaleigu má áfrýja
til yfirhúsaleigunefndar, er í eiga sæti fimm menn, og skulu þrír
þeirra skipaðir af ríkisstjórninni, en tveir af hæstarétti, og sé
annar þeirra lögfræðingur og formaður nefndarinnar. Ríkisstjórn-
in setur yfirhúsaleigunefnd stai fsreglur, og greiðist kostnaður af
störfum hennar úr ríkissjóði,
5. gr.
4. mgr 1, gr, laga 8. september 1941 um húsaleigu er úr
gildi felld.
6. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til 15. júní 1942.
Gjört í Reykjavík, 9. desember 1941.
Sveinn Björnsson.
(L. S.)
Stefán Jóh. Stefánsson.
Káputau
margar gcrðir og litlr.
Verð við allra hæfi.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Vefnaðarvörudeild.