Dagur - 19.03.1942, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR
Ritstjórar: INQIMAR EYDAL,
JÓHANN FRÍMANN.
AfgreiSsla, auglýsingar, innbeimta:
Jóhann Ó. Haraldsaon.
Skrifstofa viS Kaupvangstorg.
Simi 96.
Árgangurinn kostar kr. 8,00.
Prentverk Odda Bjömsaonar.
XXV. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 19. marz 1942
12. tbl.
Nánara samstarf en verið hefir milli heimila og
skóla um bættar aðferðir við lestrarkennslu yngstu
barnanna er höfuðnauðsyn, ef vænta skal vaxandi
árangurs af öllu striti barnanna og kennaranna við
„hinn dauða bókstaf“, segir Egill Þórláksson kenn-
ari. - Enga námsgrein er jafn-örðugt og vandasamt
að kenna börnum eins og lesturinn, enda ber allt
það mikla starf, er skólar og heimili leggja á sig í
þeim efnum, oft sorglega lítinn árangur. - Engin
námsgrein er þó börnunum nauðsynlegri, þar sem
segja má, að lestrarleiknin sé lykillinn að öllu öðru
bóklegu námi.
Bretar hata tilkyrmt missi brezka beitiskipsins ,£xeter“, ástralska beiti-
skipsins „Perth“ pé ameríska beitiskipsins „Houston" í sjóorustu við ja-
pönsk herskip við Java, tyrir skemmstu. Auk þess fórust þar 2 hollenzk
beitiskip og maréir tundurspillar. —Myndin sýnir „Exeter“, 8 þús. smál.
beitiskip, vopnað 8 þuml. iallbyssum. „Exeter“ gaf sér heimsfrægð í við-
ureiéninni við þýzka orustuskipið „Craf Spee“ í desember 1939.
Frá sýslufundi
Ráðstafanir gegn mæðiveiki.
Framlag til sjúkrahússins.
Sexfiti ára
reynsla
TTM þessar mundir eru liðin sextíu
^ ár frá því að bændur í Þingeyjar-
sýslu stofnuðu kaupfélagið á Húsavík.
Kaupfélag Þingeyinga er elzta sam-
vinnufélag landsins. Með stofn-
un þess hófst nýtt tímabil í sögu ís-
lendinga.
/ Með stofnun þessa kaupfélags hóf-
ust harðar félagsmáladeilur á Húsa-
vík. Annars vegar var gáfaður og
harðduglegur kaupmaður, Þórður
Gudjohnsen. Hann hélt fast fram
samkeppnisstefnunni. Hins vegar var
fylking efnalegra sjálfstæðra og vel
menntaðra samvinnumanna. Þeir hófu
merki hinnar frjálsu samvinnu.
Átök kaupmannsins og kaupfélags-
ins á Húsavík voru löng og hörð. Þeim
lyktaði svo, að báðir sýndu tilveru-
rétt sinn. Reynslan sýndi, að fólkið
vildi hafa bæði kaupmann og kaup-
félag á Húsavík. Hvorug stefnan hafði
algert fylgi. Á Húsavík og í Þingeyj-
arsýslu allri mynduðust því hliðstæð
ríki, sem stóðu hlið við hlið í verzlun-
ar- og félagsmálum. Svona hefir
reynslan orðið víðast hvar á landinu,
þar sem kaupfélagsstefnan og kaup-
mennskan hafa þreytt leik á verzl-
unarsviðinu.
ITIÐ kosningar þær, sem nú eru ný-
* lega um garð gengnar, var um að
ræða einkennilega nýung á Húsavík.
Þar var sameiginlegur framboðslisti
af hálfu samvinnumanna og sam-
keppnismanna. Efstur á listanum var
einn kunnasti og áhrifamesti sam-
vinnuleiðtogi í Þingeyjarsýslu, Karl
Kristjánsson. Næstur honum var Ein-
ar Gudjohnsen, kaupmaður í Húsa-
vík, sonarsonur Þórðar Gudjohnsen,
sem kippir í kyn til afa síns um dugn-
að og festu í framkvæmdutn. Móti
þessum lista vóru boðnir fram kjör-
listar frá tveimur ábyrgðarlausum
flokkseiningum á Húsavík. Ahnar
þeirra var beinlínis frá kommúnistum.
Reynslan á Húsavík er sú, að fyrir
4 árum lá við borð að Húsavík yrði
stjórnlaust kauptún. Kommúnistar
áttu þá 3 fulltrúa í hreppsnefndinni,
Alþýðufl. 1, Framsóknarmenn 2 og
Sjálfstæðismenn 1. Alþýðuflokkurinn
bauð kommúnistum að standa með
þeim að stjóm bæjarins. En þá bilaði
þrek kommúnista. Þeir kenndu sig
ekki menn til að stjórna, heldur að
leysa upp og sundra. Þeir gáfust upp.
Minni hlutinn varð að stjóma Húsa-
vík og gerði það með mikilli prýði.
Karl Kristjánsson og Einar Gudjohn-
sen unnu þar hlið við hlið. Nú vildu
Framsóknar- og Sjálfstæðismenn á
Húsavík ekki stjóma kauptúninu svo
sem af náð og miskunn ábyrgðar-
lausra kjósenda.
OEXTÍU ára reynsla hafði sýnt
^ samvinnumönnum og samkeppnis-
mönnum, að þá greindi að vísu á um
ýmislegt. En þeir áttú líka margt
sameiginlegt, svo sem ættjörðina,
móðurmálið, sögu landsins og bók-
menntir þjóðarinnar. Þeir áttu enn-
fremur sameiginlega þá þrá, að skipu-
legt mannfélag gæti haldizt við á ís-
landi. Þroski þeirra og lífsreynsla
benti þeim á hina eðlilegu leið. Sam-
vinnumenn og samkeppnismenn á
Húsavík fylktu liði móti upplausnar-
öflunum ,báru fram sameiginlegan
lista við kosningarnar og hafa nú um
næstu ár ábyrgan meirihluta í stjóm
kauptúnsins.
t*INKENNILEGT má það kallast,
að fjölmennustu flokkar iands-
ins, samvinnu- og samkeppnismenn,
fylgdu skjótleg* íordseminu frá Húsa-
EINS og lesendum blaðsins
er kunnugt hélt Egill Þórláks-
son kennari ekki alls fyrir löngu
erindi á vegum bamaskólans
hér í kapellu Akureyrarkirkju
um byrjendalestrarkennslu og
lestrarnám barna. Var erindi
þetta eitt hið merkasta, enda
mun Egill einn í hópi slingustu
lestrarkennara þjóðarinnar sem
stendur. Var barnaskóla Akur-
eyrar það mikið happ, er honum
bættist svo dugandi og áhuga-
samur kennari sem Egill er, til
viðbótar við hið ágæta kennara-
lið, er fyrir var við skólann. —
„Dagur“ kom nýlega að máli við
Egil og spurði hann frétta um
árangurinn af lestrarkennslunni
og skoðanir hans um horfur í
þeim efnum.
— Þess er enginn kostur,
segir Egill, að gera í stuttu máli
grein fyrir athugunum þeim og
niðurstöðum, er ég leitaðist við
að skýra nokkuð frá í erindi
mínu á dögunum. En mér þykir
vænt um, að þér teljið það
nokkru máli skipta, hvað við
kennaramir höfum um þetta
Loftvarnanefndin boðaði
starfsmenn loftvamanna, bæj-
arstjóm og blaðamenn á fund
sinn í gærkvöld, til þess að
skýra frá því skipulagi, sem
komið hefði verið á loftvarnir
bæjarins og ræða um þau mál
almennt.
Samkvæmt skýrslu nefndarinnar
mun hljóðmerkjakerfi bæjarins verða
vík. Framsóknarmenn og Sjálfstæðis-
menn hafa nú í bili og um stund á-
kveðið að starfa saman við að verja
landið hruni og .eyðileggingu, sem
stafar frá upplausnaröflunum í þjóð-
félaginu. Á þessari leið er byggt á
sextíu ára reynslu,
bl
að segja. Okkur finnst stundum
sjálfum, að við eigum ekki of
greiðan veg framhjá tómlæti
almennings — og það jafnvel
foreldranna sjálfra — um það,
hverju fram vindur í skólunum.
En á nánu samstarfi og gagn-
kvæmum skilningi skóla og
heimila veltur auðvitað árang-
urinn af náminu og kennslunni.
Hvorugur aðilinn getur þar án
hins verið, og fátt er háskalegra
í þessum efnum en fullt ósam-
ræmi milli starfsaðferða þeirra,
er skólarnir beita við lestrar-
kennsluna, annars vegar, og til-
sagnar þeirrar og hjálpar, er
börnin njóta heima hjá sér,
hins vegar. Nú má það öllum
augljóst vera, að ef kenna skal
sama barni byrjunarstig lestrar
með tveimur gerólíkum aðferð-
um, í heimili og skóla, þá rífur
annar aðilinn það niður, sem
hinn byggir. Börnin ruglast
stundum svo hrapallega í rím-
inu af þessum sökum, að við
borð liggur, að allur eðlilegur
breytt; verður hættumerki gefið með
rafflautum. Tvær flautur eru þegar
komnar og uppsettar og þrjár eru
væntanlegar á næstunni.
Brunaliðið hefir verið aukið úr 40
mönnum í 100 og því fengin ný tæki,
sjúkraliði hefir verið komið á fót og
barnaskólahúsið undirbúið, sem
sjúkrahús ef með þarf. Þá hyggst
nefndin að leggja áherzlu á loftvarna-
æfingar á næstunni og kennslu í með-
ferð eldsprengja, m. a. með sýning-
um. Eggert St. Melstað slökkviliðs-
stjóri er ráðinn framkvæmdastjóri
nefndarinnar.
Allmiklar umræður urðu um loft-
varnamálin á fundinum. Vegna þess
að fundurinn var haldinn seint í
gærkvöldi, getur blaðið ekki tekið
þessi mál til rækilegrar meðferðar
nú, en mun væntanlega eiga þess
SÍ9*r.
Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu
hófst 5. marz og lauk þ. 16.
laust fyrir hádegi. Helztu álykt-
anir fun/darins voru þessar:
1. Sýslunefndin skoraði á
sauðfjársjúkdómanefnd ríkis-
ins að setja upp á næsta vori
vamargirðingu í Eyjafirði gegn
mæðiveikinni, svo veikin berist
ekki út um sveitir milli Eyja-
fjarðar og Héraðsvatna.
2. Til vega í sýslunni vom
veittar kr. 56900.00.
3. Sýslunefndin mælti með
því, að vegurinn yfir Öxnadals-
heiði yrði fuhgerður á næsta
sumri.
4. Samþykkt var að veita til
nýs sjúkrahúss á Akureyri kr.
10000.00, til menntamála veitt
Bæjarstjómarkosningar fóm
fram s. I. sunnudag í Reykjavík.
Á kjörskrá vom 24432 nöfn, en
19519 neyttu atkvæðisréttar
síns, eða tæplega 80%.
Úrslit urðu þessi:
Alþýðuflokkurinn 4212 atkv.
3 fulltrúar.
Framsóknarflokkurinn 1074
atkv. Enginn fulltrúi.
Kommúnistar 4558 atkv. 4
fulltrúar.
Sjálfstæðisflokkurinn 9334
atkv. 8 fulltrúar.
289 seðlar voru auðir og 50
ógildir.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
því enn meirihluta í bæjarstjóm
Reykjavíkur.
Við kosningarnar 1938 féllu
atkvæði þannig:
Alþýðu- og Kommúnistafl.
6464 atkv. 5 fulltrúar.
Framsóknarflokkurinn 1442
atkv. 1 fulltr.
Sjálfstæðisflokkurinn 9893
atkv, 9 íulltrúar.
kr. 2300.00. Til heilbrigðismáia
kr. 12000.00 og til búnaðar-
mála kr. 3500.00.
Laugardaginn 14. marz hélt
sýslunefndin sýslumanni Sig-
urði Eggerz og frú hans sam-
sæti. Davíð Jónsson á Kroppi
flutti sýslumanni kvæði og
margar ræður vora fluttar.
*
Islenzknr
maður
skofinn Ifll bana
Sá hörmulegi atburður gerð-
ist skammt innan við Reykja-
vík s. 1. laugardagskvöld, að
amerískur varðmaður skaut á
íslenzka bifreið og beið farþegi
í bifreiðinni, Gunnar Einarsson,
bana af.
Tildrög atburðarins voru þessi: Um
'tl. 11 e. h. voru þeir Magnús Einars-
■;on, forstjóri, og Gunnar Einarsson,
vélfræðingur, á ferð um veg skammt
crá amerísku herbúðunum innan við
bæinn. Er vegur þessi opinn til um-
'erðar. Amerískur varðmaður stöðv-
iði bifreiðina, en leyfði þeim síðan
rð halda áfram. Litlu síðar stöðvaði
nnar varðmaður bifreiðina, hafði tal
if þeim og leyfði þeim síðan að halda
ifram, að því Magnúsi skildist, en er
beir voru rétt komnir af stað aftur,
reið af skot úr byssu varðmannsins
Dg kom í hnakka Gunnars. Lézt hann
á hjúkrunarstöð ameríska hersins 2
rist síðar. — Gunnar Einarsson var
maður á fertugs aldri, sonur Einars
Jónssonar, málara, er dvaldi alllengi
bér í bænum um s. 1. aldamót. —
Hann var nýlega kvæntur Þóru Borg,
leikkonu.
Mál þetta, ásamt öðrum fáheyrðum
ofbeldisverkum ameríska „úrvals-
liðsins" mun verða tekið til umræðu
á lokuðum fundi Alþingis innan
skamms.
Húsbruni. Kl. 8,10 s.l. föstudags-
morgun kviknaði í húsinu nr. 102 við
Hafnarstræti, en brezka setuliðið
hafði vörugeymslu í húsinu. Sluppu
menn nauðuglega úr húsinu og meidd-
ust 2 brezkir hermenn töluvert. Húsið
eyðilagðist að mestu af eldi og vatni.
Eigandi hússins var Jón Stefánsson
kaupmaður.
Framh. á 3. síðu.
Loftvarnir bæjarins