Dagur - 01.04.1942, Side 3

Dagur - 01.04.1942, Side 3
Miðvikudaginn 1. apríl 1942 DAGUR 3 útvarpið kl. 8,35 að morgni. Þetta kom reyndar ekki að öllu leyti til af góðu Alllan janúarmánuð var vinnu- stöðvun í prentsmiðjum í REYKJA- VÍK, svo að fréttablöðin komu ekki út daglega. En fólk vill fréttir, miklar og fullkomnar og glœnýjar — ekki sízt á þessum viðburðaríku tímum, sem nú líða. . . . “ Kemur þetta vel heim við það, sem sagt var um „Útvarp Reykvíkinga“ hér í blaðinu fyrir skemmstu. (Letur- breytingar ,,Dags“.) Smiöur hengdur íyrir bakara. YRIR nokkru siðan birtist i„ísl.“ greinarstúfur eftir Karl nokkurn Friðriksson hér í bæ, þar sem hann lýsir yfir því, að brauðgerðarhús það, er hann hefir skipt við hér í bæn- um hafi allt í einu neitað að selja hon- um brauð ófram. Finnst Karli þetta sízt athugavert. En hann ræðst með dylgjum að K. E. A. fyrir það að vilja ekki samdægurs taka við stórri brauðapöntun hjá honum og finnst slíkt í hæzta máta undarlegt at- hæfi. Má segja að Karl hafi hér ráðizt á smið í staðinn fyrir bakara. Karli mun hafa verið sagt afdrátt- arlaust af framkvæmdastjóra K. E. A. að brauðgerð félagsins annaði ekki meiru en hún hefði þegar skuldbund- ið sig til að afgreiða og gæti af þeim ástæðum ekki tekið pöntun hans. í sambandi við hneykslun Karls á því, að brauðgerðarhúsin selji setu- liðsmönnum brauð og vilji ekki rifta samningum þar um í einni svipan til þess að þóknast honum, má beina þeirri fyrirspurn til hans hverjum hann sjálfur selji brauð og aðrar góð- gerðir í Hressingarskála sínum. Ennfremur væri gaman, ef Karl vildi upplýsa hvar hann hefir keypt brauð handa þessu ástandsfyrirtæki sínu síðan honum var neitað um brauðin, að sjálfs hans sögn? — Það mun þó ekki hafa verið hjá K.E.A.? Verzlunin LONDON hefir á boðstólum alls konar vörur við hvers manns hæfi, svo sem: Hreinlætisvörur Sælgætisvörur Vefnaðarvörur Barnaleikföng o. m. fl. Komið og reynið viðskiptin. Leikfélag Akureyrar (Framhald af 1. síðu.) væntanleg strax upp úr páskum. — Og verður nú mikið um dýrðir hjá ykkur að þessu sinni? — Ja, því ekki það. Á mæli- kvarða okkar hér að segja. Eg hygg t. d. að óhætt muni að full- yrða, að leiktjöldin og búning- arnir verði með því fegursta, sem hér hefir sézt af því tagi. Dansarnir verða og mjög fagrir, hvað sem öðru líður, en þá hefir frú Jórunn Geirsson æft, og samið suma þeirra sjálf. Meðal dansanna verður sýndur „sóló- dans“ sá, er dóttir höfundarins, leikkonan frú Guðrún Indriða- dóttir, dansaði, er leikurinn var síðast sýndur í Rvík. — Og hvað um leikkraftana. — Sama sagan eins og alls staðar og æfinlega í litlum bæj- arfélögum: Engir atvinnuleikar- ar, en aðeins áhugamenn, sem gjarnan vilja á sig leggja mikið og erfitt starf í næstum því öll- um sínum tómstundum svo mánuðum skiptir, aðeins vegna trúnaðar síns og hollustu við listina, án allra launa og þakka, annarra en misjafnra og stund- um ómildra og skilningslítilla dóma. En þarna verða þó flestir kunnustu leikarar bæjarins á sviðinu, auk fjölda nýliða, sumra mjög efnilegra að mínum dómi. Hlutverkin eru um 30 alls. — En vel á minnzt. Oss hafa borizt til eyrna þau ótrúlegu tíð- indi, að þú eigir sjálfur 25 ára leikaraafmæli á þessum vetri. — Já, ekki verður heldur fyrir það þrætt. Svona er maður allt í einu orðinn gamall, fyrr en nokkurn varir. En eg held, að eg sé nú samt býsna ungur enn! Enda var eg bara stráklingur þegar eg fékk mitt fyrsta hlut- verk í „Skugga-Sveini“, í jan. 1917. — Það var annars púki, og eg hefi stundum unað mér Elsku litli drengurinn okkar Árni, andaðist 28. marz. Siáurveió Árnadóttir. lón Odrlxxnr, Innilegt, hjartans þakklæti til allra þeirra, nær og fjær, sem við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður Halldórs Krist- ins Haraldssonar, auðsýndu okkur samúð og hluttekningu með mjirgvíslegum minningargjöfum, blómum, skeytum og á allan hátt reyndu að létta okkur hina þungu sorg. — Sérstaklega þökkum við ungmennafélögum Þorsteins Svörfuðs fyrir þá virðingu, sem þeir sýndu hinum látna. Guð blessi ykkur öll. Ytra-Garðshomi, 29. marz 1942. Foreldrar og systkini. ið upp nokkrum smámyndum af starfi hersins. * * * Við stigum á land á smáeyju undan vesturströndinni. Nokkr- ir foringjar úr sjóliðinu voru leiðsögumenn. Eyjan er venju- leg, sænsk klettaeyja, og úr bátnum gátum við ekki komið auga á nokkra lifandi veru þar. Við vorum meira að segja búnir að vera góða stund í landi, þeg- ar við urðum þess varir, að þar væri manna , von. Því eyjan geymir strandvarnarliðsdeild og þungum fallbyssum er fyrir komið þar. Allt er falið í hellum og gljúfrum svo að það má heita ómögulegt fyrir sóknarher að finna fallbyssuvígin á löngu færi og auk þess eru þau algjör- lega óhult þarna fyrir stórskota- hríð fjandmanna. Við gengum um eyna alla og skoðuðum þetta dásamlega vígi. En stór- skotaliðið er ekki þarna til þess eins að verja eyjuna; það á einnig að verja siglingaleiðir í nágrenninu og varna árásarliði að ná fótfestu á meginlandinu. Og ekki er nóg að hafa góðar byssur og ramger vígi. Skytturn- ar þurfa aðvera starfi sínu vaxn- ar, Á því veltur mjög mikið. — Eiga Svíar gott stórskotalið? Skyttuliðið þarna á eynni er sýnishorn af því. -— Framund- an er sjórinn, spegilsléttur og fagur, í glampandi vorsólinni. Eins langt og augað eygir er ekkert annað að sjá, — en einn af leiðangursmönnum fær mér sjónauka og nú sé ég hvar skot- markið flýtur á sjónum, í um það bil 6 enskra mílna f jarlægð. Á næsta augnabliki skelfur jörð- in undir fótum okkar, eins og af landskjálfta. Ein fallbyssan er að verki. Vatnssúla segir okk- ur hvar skotið hittir sjóinn, um það bil tíu metrum frá mark- inu. í reyndinni hefði þetta dug- að til þess að granda skipi. — En skytturnar eru ekki ánægð- ar. Annað skeyti flýgur út yfir sjóinn og markið hverfur sjón- um umlukt háum strókum; — skotið hafði komið í mark. Þetta var heimsókn á stór- skotaliðsstöð. Eg get ekki sagt hve margar fallbyssur sænski herinn á, — en þær eru margar, og þeim er haglega fyrir komið meðfram ströndinni. * * Jþ Einn þekktasti flugskóli sænska hersins er við Ljungby vel við svipuð heygarðshorn síðan! — Þú munt vera orðinn býsna veraldarvanur í þessum sökum. — Eg hefi leikið óslitið síðan á hverju ári að kalla, og farið með 52 hlutverk alls, minni og stærri, — allt frá Turmann pró- fessor í „Landafræði og ást“, Fristedt í „Dún-unganum“, Þóri viðlegg í „Fróðá“ og Friðþjófi í „Skrúðsbóndanum11, svo að eitt- hvað sé nefnt af hinu alvarlegra tagi, og allt niður í „gleiðgosa“ og „apaketti"; að eg nefni ekki fjandann sjálfan í „Akureyrar- revyunni“, sællar minningar! Auk þess hefi eg „komið á svið“ 24 sjónleikjum ,stærri og minni, sem leikstjóri. — Slíkt mun þó ekki heigl- um hent. — Nei, kannske ekki. En í fásinninu verða menn að notast við allt, svona í viðlögum a. m. k. Og þótt eg hafi eftir beztu getu reynt að hnýsast í þessi fræði bæði innan lands og utan, er þó engum betur ljóst en mér, hve fákunnandi eg er þó enn, jafnvel í þessum sökum, sem alltaf hafa þó verið mín helztu hugðarefni. Eg ætla mér að hætta, þegar mér finnst að eg eigi ekki fleira ólært. En það verður langt þangað til, vona eg!-------- „Dagur“ þakkar leikaranum margar ánægjustundir í leikhús- inu, og árnar honum allra heilla í tilefni afmælisins. — Leikfé- lags Akureyrar og hins merka þáttar, sem þáð hefir spunnið í hinum fábreytta menningar- og listaheimi bæjarbúa, verður væntanlega síðar minnzt hér í blaðinu, og þá helzt í tilefni af- mælisins sjálfs og hátíðasýning- ar fél. á „Nýársnóttinni“.__ KVENSKÍÐAFÖT (svört, meðalstærð) til sölu. — Tækifærisverð. Gufupressun Akureyrar. á Skáni. Nokkrir blaðamenn eru saman komnir á flugvellin- um. Yfir höfðum okkar svífa flugvélar eins og suðandi bý- flugur, — það má með sanni segja að þær séu mýmargar. — Þær fljúga í hópum, — steypa sér niður og bruna síðan hátt upp aftur. Hávaðinn er ógurleg- ur; blaðamennirnir á vellinum heyra varla til sjálfra sín. Þenna dag voru 100 flugvél- ar að æfingum við Ljungby. Þær voru allar æfingaflugvél- ar, — notaðar eingöngu til þess að æfa flugmenn. Þetta getur gefið lesendum hugmynd um að sænski flugherinn er meira en nafnið eitt, — því Ljungby er aðeins einn flugskóli af mörgum. * * * Vetrarnóttin er niðadimm. Við erum staddir langt norður í landi, allskammt frá landamær- um Noregs. Ungur liðsforingi fylgir okkur blaðamönnunum í ófærðinni og myrkrinu. — Við vitum að tvær skriðdrekadeildir eru á næstu grösum. En allt sem við sjáum er að skugga bregður fyrir, og um leið og leiðsögu- maður okkar reynir að ná í hann, er hann horfinn í myrkr- ið. Við sjáum ekkert til her- Arsfundur . . (Framhald af 1. síðu.) vegna verðhækkananna, sem orðið hafa a þessum tíma, en ef tekið er meðaltal vísitölunnar á sama tímabili, kemur í ljós, að salan hefir í raun og veru aukizt um 37,3% að magni. Er þetta stórfelld aukning á einu ári. Fé- lagiðernú orðinn stór þáttur í verzlun höfuðstaðarbúa; t. d. seldi félagið 24% af þeim korn- vörum, sem seldar voru á árinu í Reykjavík. Félagsmenn eru nú 3812 og hefir þeim fjölgað um 304 á ár- inu. Starfsmenn eru 78 talsins. Hagnaður af vörusölunni varð 310 þúsund krónur og nægði það til þess að greiða félags- mönnum 7% arð á viðskipti þeirra á árinu. Félagið kom upp myndarlegri bóka- og ritfangaverzlun á ár- inu og hefir hún átt miklum vin- sældum að fagna. Þá var saumastofu félagsins komið í nýtízku horf, nýtízku verzlunarhús var reist í Kefla- vík o. fl. byggingaframkvæmdir hafnar eða ráðgerðar. Skýrslan ber vott um vaxandi gengi félagsins og verður þess væntanlega ekki langt að bíða að það setji enn meiri svip á verzlunarlíf höfuðstaðarins en nú er, og má um það segja, að þess sé full þörf. Frá Ungmennasam- bandi Eyjaíjaróar (Framhald af 1. síðu.) Fulltrúar á sambandsþing U. M. F. í. voru kosnir: Helgi Símonarson, Dalvík. Páll Helgason, Þórustöðum. Hjalti Har- aldsson, Garðshomi. Að loknum þingfundum bauð U. M. F. „Þorsteinn Svörfuður" fulltrúum að vera gestir þess á leiksýningu er það hafði þá um kvöldið. Var að henni lokinni skemmt sér við dans lengi naetur. p. Helzlu frétfir (Framhald af 1. síðu.) SIR STAFFORD CRIPPS, stríðsstjórnaráðherra, sem nú dvelur í Indlandi og ræðir við indverska þjóðleiðtoga, flutti útvarpsræðu í New-Delhi í fyrradag og gerði grein fyrir tillögum brezku stjórnarinnar um skipun Indlandsmálanna. — Samkvæmt þeim fær Indland sömu réttindi og Kanada, Astralía og Suður-Afríka innan brezka ríkjasambandsins, — þ. e. a. s., fullt sjálfstæði, — og er þá á valdi Indverja sjálfra hvort þeir segja sig síðan úr lögum við brezka veldið. Þá er gert ráð fyr- ir að Indverjar fái strax sæti í stríðsstjórninni og Kyrrahafs- ráðinu. j^LEXANDER ALJECHIN, skákmeistarinn heimsfrægi, en hann er nú búsettur í hinum hernumda hluta Frakklands, hefir snúist til fylgis við nazista og er farinn að skrifa um „Gyð- ingaskák“ og „Aríaskák“ í þýzk og hollenzk blöð. Segir hann Gyðinga tefla af undirferli og slóttugheitum, en Aría leika djarfmannlega og drengilega! Skákmeistarar, búsettir í frjálsum löndum hafa lýst yfir því, að þeir muni ekki framar þreyta skák við Aljechin. JOSÉ R. CAPABLANCA, er var heimsmeistari í skák á árunum 1921—1927, er nýlát- inn, 53 ára gamall. Hann var Kúbamaður og háttsettur em- bættismaður í utanríkisráðu- neyti lands síns. Capablanca þótti framúrskarandi skákmað- ur, deildanna og heyrum ekkert. Þó vitum við að þær eru á ferð örskammt frá okkur. — Herinn stendur hljóðlátan, öruggan vörð við landamærin. * * * Eg gæti sagt langa sögu af nýrri tegund stórskotaliðs, sem hefir öflugar dráttarbifreiðar til þess að koma byssum af einum stað á annan á skömmum tíma, — en slíkur útbúnaður hefir ekki þekkst fyrr á Norðurlönd- um. Eg gæti bætt við mörgum sögum af þungum skriðdrekum, — nýjum loftvarnabyssum og af hinu þrautreynda skipulagi, sem kallar allan herinn til vopna á ótrúlega skömmum tíma. Þá mætti nefna sjúkrahús hersins og hinn framúrskarandi útbúnað þeirra. — Allt er vel og traustlega skipulagt og ekkert til sparað til þess að gera herinn sem bezt úr garði. Já, Svíþjóð á vel útbúinn, vel æfðan og traustan her. — Til hvers munum vér nota hann? — Því er fljótsvarað. Hann verður notaður til þess að verja frelsi landsins gegn hverjum þeim, sem dirfist að seilast til þess. —

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.