Dagur


Dagur - 22.04.1942, Qupperneq 2

Dagur - 22.04.1942, Qupperneq 2
DAGUR Miðvikudagur 22. apríl 1942 RéttlætisþrenniDgin Þrír þingflokkamir, Alþýðu- flokkurinn, kommúnistar og Sjálfstæðisflokkurinn, sem al- drei koma sér saman um neitt nýtilegt mál, hafa nú skriðið saman í kjördæmamálinu. í nafni réttlætisins heimtar þessi þrenning hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmum áþeim grundvelli, að það sé óþolandi óréttlæti að minnihluti kjós- enda í 6 kjördæmum, Eyja- fjarðarsýslu, Múlasýslum, Rangárvalla-, Árnes- og Skaga- fjarðarsýslu, fái ekki jafnan rétt við meirihluta í þessum kjör- dæmum. Á hitt minnast bylt- ingasinnar í kjördæmamálinu ekki, að ef óréttlæti ríkir í fyr- greindum tvímenningskjör- dæmum í þessu falli, þá er sama óréttlætið uppi í öllum ein- menningskjördæmum, nema hvað það er miklu víðtækara, þar sem einmenningskjördæm- in eru 20 að tölu, en tvímenn- ingskjördæmin aðeins 6. Hvaða réttlæti er t. d. í því að veita minnihluta í Eyjaf jarð- arsýslu jafnan rétt við meiri hlutann þar, en láta minnihluta í Austur-Húnavatnssýslu vera réttindalausan? Hið sama má segja um öll hin kjördæmin. Þvi á minnihluti í Rangárvalla- sýslu að vera rétthærri en minnihluti í Vestur-Skaptafells- sýslu, því á að veita minnihluta 1 Árnesssýslu meiri rétt en minnihluta í Borgarfjarðar- sýslu o. s. frv.P Hvernig sem menn velta fyr- ir sér kröfu réttlætisþrenning- arinnar um hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmum, hljóta þeir að komast að einni og sömu niðurstöðu: Hún er ekki fram komin af réttlætiskennd, og framkvæmd hennar skapar nýtt óréttlæti og er röskun á réttindajafnvægi milli kjör- dæmanna. Hitt er rétt, að með hinu nýja fyrirkomulagi eru líkur til að andstæðingar Framsóknar- flokksins græddu nokkur þing- sæti á kostnað flokksins. Það er þetta, sem fyrir byltingamönn- um i kjördæmamálinu vakir, en ekki löngun eftir auknu rétt- læti, því að það fæst ekki með hlutfallskosningum í tvímenn- ingskjördæmum, auk þess að það fyrirkomulag stríðir á móti heilbrigðri skynsemi. Andstæðingar Framsóknar- flokksins klifa jafnan á því, að hver flokkur eigi að fá þing- mannatölu í samræmi við at- kvæðamagn sitt við kosningar. Það er höfðatölureglan ein, sem þeir vilja að ráði um tölu þingmanna hvers flokks og annað ekki. Þetta lítur nú nógu fagurlega og meinleysislega út á yfirborðinu. Samkvæmt þessu er það persónuréttur einstakl- inganna, sem einn á að gilda. En þröngsýn er þessi ályktun. Til er annar réttur en per- sónuréttur einstakra manna, er taka verður tillit til. Það er sameiginlegur réttur félags- heilda, sem í þessu falli mætti ef til vill kalla héraðarétt. Hvert sýslufélag er samsafn einstaklinga, sem hafa sameig- inlegra hagsmuna að gæta. Hið sama er að segja um bæjarfélag. Mjög er það varhugavert að binda þenna rétt við höfðatölu einvörðungu. Með því móti get- ur hlutur hinna smærri eða fá- mennari félagsheilda orðið mjög fyrir borð borinn, og ætti það sízt að vera að skapi for- sprökkum Alþýðuflokksins og kommúnista, sem jafnan segjast bera velferð hinna veikari og smærri mjög fyrir brjósti. Setjum svo, að meira en helmingur þjóðarinnar þyrpist saman í þéttbýli á tiltölulega litlum bletti landsins, sem allar horfur eru á að geti orðið, sam- kvæmt höfðatölureglunni ætti þessi rúmur helmingur þjóðar- innar að fá rúman helming allra þingmanna og komast þannig í þá aðstöðu að geta ráðið lofum og lögum yfir öllu hinu víðáttu- mikla dreifbýli landsins og íbú- um hinna dreifðu byggða, sem enn berðust sinni baráttu í heimahögunum. Væri þetta réttlæti? Væri þetta sann- gjarnt? Þeim spurningum svar- ar hver á þann hátt, sem hann hefir vit og upplag til. Mál þetta er margþætt og krefst rólegrar yfirvegunar, en ekki flausturslegrar skyndiaf- greiðslu, eins og Alþýðuflokkur- inn og kommúnistar krefjast í hamskiptum sínum. Lang- skynsamlegast og heppilegast væri því að fara að ráðum Framsóknarmanna og taka málið að þessu sinni til sameig- inlegrar og framhaldandi athug- unar og rannsóknar af öllum ábyrgum flokkum, en fresta framkvæmdum þar til að stríð- inu loknu í þeirri von, að við getum þá um frjálst höfuð strokið. Aðeins eftir þessari leið má vænta þess, að málið fái happasæla úrlausn. Vandir að ¥inui f Síðasti „íslendingur" ræðir nokkuð um „lýðræðisást vinstri flokkanna“. Hvað kommúnista snertir segir blaðið: „Um kommúnista er það vit- að, að þeir dansa eftir pípu er- lends stjómmálaflokks, sem komið hefir á í heimalandi sínu því „lýðræði“, að enginn annar stjórnmálaflokkur en hann má hafa mann í kjöri við almennar kosningar. . . .“ Um Alþýðuflokkinn segir „ísl.“: „Eitt af kjörorðum hans er: „Lýðræði, skipulag, vinna“. En lýðræðisást hans kom einna gleggst í ljós innan verklýðsfé- laganna, þar sem ekki mátti kjósa verkamenn á stéttarþing hans, Alþýðusambandsþingið, nema hann væri í Alþýðu- flokknum. Þar gilti því sams- konar lýðræði og í Rússlandi“. Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja efla og styrkja lýðræðið. Samverkamenn sína við það göfuga starf hefir hann valið kommúnista, sem blað hans segir að „dansi eftir pípu er- lends stjórnmálaflokks“, og Al- þýðuflokkinn, sem sama blað segir að vilji að samskonar lýð- ræði gildi og í Rússlandi. Þeir eru vandir að vinum í lýðræðisást sinni, foringjar Sjálfstæðisflokksins! 1101 loll hefi ég opnað í Skipagötu 8. (Gengið inn í portið hjá reið- hjólaverkstæðinu.) Þeir, sem hugsa sér að fá hjá mér fermingargjafir, eru vinsamlega beðnir að athuga það sem allra fyrst. Sigiryggur Helgason gullsmiður. J'okdreifar. | „Oddeyrméui'1 skrifar blaðinu: TjAÐ VAR hérna eitt kvöld um daginn, að eg þurfti að skrifa tengdamóður minni nokkrar línur. Eg var í ágætu skapi, eins og alltaf þeg- ar svo ber undir, og skrifaði því langt^ bréf og hjartnæmt. Jæja, nú þurfti eg að koma því í póstinn. Eg leitaði í öllum vösum mínum, í tösku konu minnar, fór í tvö næstu hús, en allt kom fyrir ekki. Það var hvergi frí- merki að fá. Póstferð var snemma að morgni næsta dags, bréfið var áríð- andi, en eg gafst upp, því að heldur léti eg hengja mig eða gengi í Skjald- borgina en láta tengdamútter kaupa út bréf frá mér. Bréfið komst því ekki með þessari ferð, þó að eg hefði ver- ið búinn að lofa því símleiðis, og eg sofnaði þetta kvöld út frá blótsyrðum um vissa menn. Það versta er þó, að bréfið er ekki farið enn, eg stein- gleymdi því, er næsta ferð féll, og nú er gamla konan orðin svo reið við mig, að hún hringdi af í eyrað á mér í gær, eg fékk skammarbréf í dag, og nú hefi eg ekki nokkra von um aö hún skrifi upp á víxil fyrir mig, sem eg þarf þó nauðsynlega á að halda á næstunni, og þar að auki hefir konan mín tekið upp þykkjuna fyrir móður sína, svo að eg helzt varla við á. heim- ilinu. I stuttu máli sagt: eg er senn í fjár- kröggum, eg er óhamingjusamur mað- ur, og allt er það pósthúsinu að kenna. Það á að hafa sjálfsala fyrir frímerki á aðgengilegum stað í bæn- um. Þannig er paö í Kvík. Hamingjan hjálpi yður, Oli póstmeistari, et eg kemst ekki í sátt við tengdamóðui mína áður en víxillinn fellur og kon- an hetir hlaupizt frá mér!“ Kaili úr bréfi. T^EGI" hefir borizt bréf frá Þár- halli Sigtryééssyni kaupfélags- stjóra á Húsavík, þar sem hann ræðir um tillögu séra Björns Stefánssonar á Auðkúlu um útgáfu á æfisögu Jak- obs Hálfdánarsonar, fyrsta kaupstjóra K. Þ. — En eins og lesendur blaðsins munu minnast, var þessari hugmynd séra Björns hreyft hér í blaðinu fyrir skemmstu. — „Mér þótti mjög vænt um þessa uppástungu" segir framkv.- stjórinn í bréfi sínu, „því að Jakob Hálfdánarson er að mínu áliti svo sérstakur maður í sögu samvinnu- hreyfingarinnar hér á landi, að yfir- gefa orf sitt, til þess að vinna þessari stefnu fylgi hjá þjóð sinni, og hafa þar ekki, að nútíma hætti, hátt kaup né dýrtíðaruppbót sem sjónarmið, heldur eldlegan áhuga, og offra sjálf- ur fé og tíma. Vil ég geta þess, að böm Jakobs eru nú að láta semja æfisögu hans. Herra ættfræðingur Sverrir Kristjánsson er að rita hana, og dvaldi hann hér í sumar alllengi, til þess að safna gögnum í skjalasafni K. Þ. Árið áður var dóttir Jakobs, Herdís búin að dvelja hér í sömu er- indum, sem og til þess að ná í það, sem unnt var, hjá þeim eldri mönn- um, sem enn eru á lífi, um föður sinn og starf hans. Vona eg því, að þetta mál sé komið í trygga höfn og mátti exki seinna vera. Hins vegar vona eg, aö þaö veröi ekki misskinö, þó aö K. P. eigi hér ekkx nemn vxrkan hlut að maii, par sem ou ara saga pess er nú x prentun og Jakoos par getiö að maklegxeikum. Atu pað (,K. P.J ekki gott nieo ao taka par einn mann ut ur, og gexa ut hans æxxsogu serstakiega, pvi aó margxr tlexri attu svo vxrkan patt x stoinuii pess. Nýja Bíó Sumardaginn fyrsta kl. 5: Stúlkan frá Kentucky Kl. 9: Flughetjur Kyrrahaisins Eöstudaginn kl. 6 og 9: Söngvasetrið Laugardaginn kl. 6 og 9: Flughetjur Kyrrahafsins Sunnudaginn kl. 3: (allra síðasta sinn). Ceorg getur allt Kl. 5: Fjörutíu þúsund riddarar Kl. 9: Söngvasetrið SamgöngumálOlafsfjarðar Sterk átök eru nú hafin meðal allra Olafsfirðinéa um að komast á aðat bílveéakerfi landsins, um Láéheiði til Skaéafjarðar. — Samvinna fenéin við Fljótamenn um framéané málsins. — Þórður Jónsson, bóndi að Þórodds- stöðum í Ólafsfirði, var sendur til Reykjavíkur til að éreiða fyrir mál- inu við þiné oé stjórn. Ólafsfjörður er einn hinna afskekktari sveita á landi hér. Byggðin er fjöllum lukt, nema til norðausturs, — er veit að sjó, — utarlega við Eyjafjörð, vestanverðan. Fjallvegir allir til nærliggjandi sveita eru brattir mjög og fremur seinfærir, nema um svonefnda Lágheiði til Fljóta. Þessi heiði mun hvergi vera yfir 200 m. yfir sjávarmál og er talið mjög ódýrt að ryðja bílfæran sumarveg yfir hana. — Eins og nú standa sakir, er bílfær vegur frá Ólafsfjarðar- kauptúni um 9 km. fram eftir sveitinni. Er síðan um 5 km. vegur ólagður að fremsta bæn- um við Lágheiði, en heiðin það- an mun vera ca. 9 km. milli bæja. Tekur þá við Stífla í Skagaf jarðarsýslu og er þar enn nokkur vegarspotti ólagður nið- ur undir svokallaða Stífluhóla, en þaðan liggur vegurinn óslit- inn upp í Skagafjörð og í sam- band við aðalbílvegakerfi landsins. Sameiginlegur fundur hrepps- nefndar Holtshrepps í Skaga- fjarðarsýslu og tveggja fulltrúa frá hreppsnefnd Ólafsfjarðar- hrepps, haldinn 17. febr. s.l., samþykkti áskorun til Alþing- is um að vegurinn yfir Lágheiði yrði gerður bílfær nú á næsta sumri, eða ekki seinna en á tveim næstkomandi sumrum. Ennfremur skoraði hrepps- nefnd Ólafsfjarðar á þing og stjóm, að veita nú á næstu ár- um nægilegt fé til þjóðvegarins í Ólafsfirði, svo hann gæti orðið fullger jafnframt heiðarvegin- um. Kjöri svo hreppsnefndin einn sinna manna, Þórð Jónsson frá Þóroddsstöðum, til að fylgja þessum sanngirnikröfum okkar Ól.f. til þings og stjórnar. Mun hann í þeirri ferð hafa fengið hina beztu áheyrn hjá öllum þeim, er um þessi mál þurfa helzt að f jalla og fól þau að lok- um umsjá þingmanna okkar, sem við fyllilega treystum til að sjá þeim svo vel borgið, sem unnt er. Og næst okkur Ólafs- firðingum sjálfum, er ég viss um, að þeim er fyllilega ljóst, hve afar örðuga aðstöðu við höfum átt við að búa, hvað samgöngurnar snertir. Og það mega hreint og beint teljast undur, að þrátt fyrir alla þá erf- iðleika, sem samgönguleysið hefir orsakað, skuli þó vera vax- ið hér upp í Ólafsfirði eitt af fjölmennustu kauptúnumlands- ins. Já, og það aðeins á 30 ár- um. En það er einungis að þakka þrautseigju og dugnaði þeirra, er sjávarútgerðina stunda hér. Menn hafa hér sótt fang sitt til Ægisdætra með slíku harð- fengi og ofurkappi að dásama má. Höfn er hér engin. Sam- göngur á sjó eru því mjög ó- fullkomnar. Ekkert strand- ferðaskip á hingað áætlun. Fólksflutningar að og frá Ólafs- firði fara því eingöngu fram á mótorbátum. Landbúnaðaraf- urðir margar, svo sem mjólk, sláturafurðir og hey verðum við

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.