Dagur


Dagur - 07.05.1942, Qupperneq 2

Dagur - 07.05.1942, Qupperneq 2
V 2 DAGUR Fimmtudaginn 7. maí 1942 Hrunadans Alþýðu flokksins Líklega eru þess engin dæmi í víðri veröld, annarstaðar en á íslandi, að stofnað sé til grimmilegs innanlandsbardaga um stjómarskrá ríkis á sama tíma og heimsstyrjöld geisar. Þetta hefir Alþýðuflokkur- inn á þingi gert. Að þessu leyti mun hann vera ólíkur öllum öðmm þingflokkum í heimi. Margvísleg og stór verkefni bíða úrlausnar í sambandi við heipsstyrjöldina. Ætla mætti, að þingfulltrúunum væri fyrst og fremst um það hugað að leysa þessi aðkallandi verkefni þjóðinni til hagsældar. En svo er ekki um þá alla. Nokkur hluti þeirra leggur aðaláherzlu á að stjórnarskránni sé um- turnað, ný kjördæmi verði mynduð, hlutfallskosning verði upp tekin í tvímenningskjör- dæmum og þingmönnum fjölg- að. Vitanlegt er, að stjórnar- skipti og harðvítugar deilur sigla í kjölfar þessara breytinga, einmitt á sama tíma og mest á ríður að allir snúi bökum saman í ægilegri varnaraðstöðu gegn aðsteðjandi utanaðkomandi hættum. En foringjar Alþýðu- flokksins fara ekki að því. Þeir skirrast ekki við að kynda ófrið- arbál um alinnlent málefni, þeir bjóða Sjálfstæðisflokknum í þenna Hrunadans með sér. Að vísu var þetta boð upphaflega ekki annað en veiðibrella á Sjálfstæðisflokkinn, en eftir blöðum hans að dæma mun hann bíta á agnið og ganga í dansinn með Alþýðuflokknum. En hver verða leikslokin í þessari dansskemmtun þing- flokkanna? Verða þau hin sömu og í kirkjudansinum í Hruna? Sekkur þjóðfélagið í eymd og volæði vegna flótta flokkanna frá aðkallandi vanda- málum? Þau úrslit verða að lokum á valdi kjósendanna í landinu. Þekki þeir sinn vitjunartíma, getur allt snúizt til betri vegar. Er ekki ólíklegt, að meiri hluti þeirra líti svo á, að þýðingar- meiri verkefni bíði þings og stjórnar en að kveikja ótíma- bærar deilur um stjórnarskrána. Að vísu neitar enginn því, að stjómarskráin standi til bóta og þurfi breytinga við að undan- gengnum nægilegum undirbún- ingi En þann undirbúning skortir enn, og hollari eru eng- ar breytingar, en flaustursleg afgreiðsla þess máls. Því mega menn heldur ekki gleyma, að innan tiltölulega skamms tíma verða íslendingar að gera st j órnarskrárbreytingu, þegar kemur að formlegum skilnaði við Dani, ef allt fer með felldu. Og þegar litið er til. þess, að ekki em nema 8 ár síðan kjör- dæmaskipuninni var breytt, þá sýnist ekki nein stórhætta vera á ferðum, þó að ný breyting í því efni bíði fyrst um sinn, og að allt verði látið fylgjant að( kjördæmamálið og sjálfstæðis- málið á sínum tíma. Verði hins vegar kjördæmamálið sam- þykkt nú á þinginu, fara fram tvennar kosningar í sumar og jafnframt nokkurnveginn víst, að hin mesta ringulreið skapast um stjórn landsins. Fer þannig langvarandi tími í kosningahita og stjórnarskiptariðl. Innan fárra ára verður svo aftur að gera stjórnarskrárbreytingu vegna sjálfstæðismálsins, og verða þá enn að fara fram tvennar kosningar. Framsóknarflokkurinn lítur svo á, að þessi vinnubrögð séu ekki aðeins óþörf og andhælis- leg, heldur beint skaðleg. Þess vegna ber hann fram á þinginu rökstudda dagskrártillögu og leggur til, að milliþinganefnd verði kosin, er taki stjórnar- skrána í heild til athugunar og geri á henni nauðsynlegar breytingar, er fyrir liggi eigi síð- ar en að stríðslokum. Allir gætnir og rétt hugsandi kjósendur munu fallast á, að sú leið, er Framsóknarflokkurinn vill að farin sé í þessu máli, sé happadrýgri og haldbetri en Hrunadans Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins með föður- landslausa flokkinn í eftirdragi. Þess verður og að gæta, að við vitum ekkert, hvaða viðhorf kunna að skapast, áður stríðinu lýkur. Enga framtíðar-stjórnar- skrá er því hægt að gera nú sem stendur. Það frumvarp, sem nú liggur fyrir þinginu, er flaustursverk, sem fleygt hefir verið inn í þingið, ekki til þess að bæta stjómskipun landsins, heldur með það fyrir augum að hnekkja áhrifum eins stjórn- málaflokksins, þess flokksins, sem af mestri alvöru og óhvik- ullri stefnu hefir beitt sér fyrir lausn þeirra vandamála, er hin- ir óvenjulegu tímar hafa knúið fram. Það mun vera álit flestra þANN 3. sept. árið 1783 birt- ist nýtt heimsveldi, Banda- ríki Norður-Ameríku, á leik- sviði mannkynssögunnar. Þann dag lauk frelsisstríði Ameríku- manna og friðarsamningar voru undirritaðir. Með samningum þessum neyddust Bretar til þess að viðurkenna frelsi og fullveldi hins nýja ríkjasam- bands. Samningsaðiljar völdu Missisippifljótið að landamær- um milli landa sinna, og þannig teygðu nýlendurnar þrettán, er fyrstar hófu uppreistina gegn veldi Breta í Vesturálfu, áhrifa- svæði sitt svo langt í vesturátt, að landsvæði það, er þær réðu nú að fullu yfir, var þá þegar rösklega tuttugu sirmum víð- lendara en allt fsland. — En þetta var þó aðeins tiltölulega hógvær byrjun: í dag ráða Bandaríkin yfir landsvæði sem er hér wm bil 97 sinnum *taerra þroskaðra manna, að stjómar- skráin eigi að vera hafin yfir að sæta sífeldum breytingum og hringli, en að því er stefnt með frv. Alþýðuflokksins, þar sem gert er ráð fyrir, að breytingar á stjórnarskránni séu bundnar við flutninga manna frá einu landshomi til annars. Virðist sá grundvöllur vera nokkuð laus eða raksandskenndur. Þó að andstæðingar Fram- sóknarflokksins sameinist nú um að kippa úr áhrifum flokks- ins með stjórnarskrárbreytingu, þá má benda þeim á, að þetta er hægra sagt en gert. Vel má vera og er jafnvel líklegt að þeim takist að fækka þing- mönnum flokksins í bili; en þegar til lengdar lætur er það ekki augnabliks þingmannatala Framsóknarflokksins er ræður áhrifum hans á þjóðmálin, held- ur er það málefnaleg barátta flokksins, er þyngst verður á metunum um það lýkur. Um þá baráttu ráða and- stæðingarnir engu. Framsókn- arflokkurinn heldur áfram landsmálabaráttu sinni utan við allan Hrunadans hinna annarra flokka. Snurpn- nólagarn, FLESTIR SVERLEIKAR, fyrirliggjandi. Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. en ísland. Sé nú þessarri landa- aukningu skipt jafnt á þau ca. 160 ár, sem liðin eru síðan hið unga ríkjasamband kom til skjalanna, stappar nærri að Bandaríkjamenn haii bætt við sig áltka stóru landsvæði og ís- landi annað hvort ár. Þeirri hænu mun því sízt vaxa í aug- um, þótt hún taki annan eins kjúkling eins og hið verðandi, Stélíjöðrin og hænurnar sjö. j^OFTVARNARMERKI munu hafa verið gefin í Reykjavík á sunnudaginn var, en sem betur fór dró ekki, að þvi er vitað verður, til frekari tíðinda að þessu sinni. Hér í bænum gekk þó sú saga frá manni til manns á mánudagsmorguninn, að sprengju hefði verið varpað á Reykja- víkurhöfn, og þegar leið að kveldi voru þær jafnvel orðnar sjö í með- förunum, og á þriðjudagsmorgun mun tjónið hafa verið orðið mikið, og loft- árásin endurtekin á mánudag. — Fróðlegt væri að vita, hver hefir gaman af að smíða' slíkar sögur. Tím- arnir eru sannarlega of alvarlegir til þess að slíkur leikur sé hættulaus eða sæmilegur. Nógur mun eðlilegur kvíði manna og hrelling yfit aðsteðj- andi ógnum, þótt stórlygarar láti í- þrótt sína niður falla að sinni á þessu sviði, og láti sér enn nægjá að tosa aftan við æru náungans. Virðist ekki úr vegi, að lögreglan taki sig til og reki slóðina mann frá manni, unz komið væri að höfundinum sjálfum, ef spæjarahæfileikar hennar hrykkju til, og skyldi hann þá hýddur opin- berlega — á Ráðhústorgi, réttlátum mönnum til hugarhægðar, en frænd- um hans í andanum til „verðugs skrekks og aðvörunar“. Kennari o£ lærisveinn? DOOSEVEZ-T forseti Bandaríkj- anna hefir lagt tillögur stjómar sinnar varðandi ýmsar nauðsynlegar fjárhagslegar ráðstafanir vegna styrj- aldarinnar fyrir þjóðþingið. Er talið víst, að þær verði samþykktar. For- setinn telur nauðsynlegt, til þess m. a. að koma í veg fyrir hrun og vand- ræði að styrjöldinni lokinni, að lög- festa kaup launþega allra og verka- manna, svo og afurðaverð í landinu, ennfremur að leggja á háa skatta og sérstakan stríðsgróðaskatt, taka upp skömmtun á matvörum og ýmsum öðrum nauðsynjavörum og nákvæmt eftirlit með hámarksálagningu verzl- unarfyrirtækja. Þá eru og einstakling- arnir hvattir til aukins sparnaðar. Með þessum ráðstöfunum hyggst stjórn Bandaríkjanna koma í veg fyr- ir vaxandi verðbólgu og hrun at- vinnuveganna. Tillögur forsetans minna undarlega nákvæmlega á gerð- ardómslögin sælu hér úti á Islandi og aðrar dýrtíðarráðstafanir ríkis- stjórnar Hermanns okkar Jónassonar. Þar sem það er nú vitanlegt (skv. upplýsingum alþýðuflokksmanna og kommúnista að segja), að slíkar ráð- íslenzka lýðveldi undir væng sinn, þegar mikið liggur við, og mundi slíkt því -naumast með tíðindum talið þar í landi, ef það stæði ekki í nánu sam- bandi við aðra og örlagaríkari atburði á sviði alþjóðamála. — Bandaríkjamenn eru frægir af sínum mörgu ,metum‘, og eru þó sum þeirra talin harla vafasöm. En í landvinningum hafa þeir stafánir á ófriðartímum eru algert ný- mæli, og þekktust hvergi í lýðfrjálsu landi, fyrr en þeir félagar Hermann og Eysteinn fundu upp á slíku gjör- ræði, liggur nærri að álykta sem svo, að hér hafi Roosevelt gamli þurft að bregða sér í smiðju til „kollega" sinna á Islandi og læra af þeim klæk- ina; virðist því ekki marklaust með öllu, að forsetinn hefir nú betri að- stöðu til þess en áður að fylgjast með stjómarháttum hér og nýmælum ísl. stjórnarvalda, fyrst hann telur þau svo mjög til fyrirmyndar. . . . Al- þýðublaðið segir í lok greinar um þessar ráðstafanir Roosevelts, þar sem það minnist á ræðu forsetans, er hann gerði þjóð sinni grein fyrir til- lögum sinum: „Forsetinn sagði að lokum, að nú væri röðin komin að borgurum Bandaríkjanna að taka þátt í baráttu siðmenningarinnar fyrir lífi sínu“. — Hvenær skyldi röðin koma að Alþýðuflokknum og kommúnist- um, að þeir læri að skammast sín? Hvorum þeirra skal nú trúa? JJANNES á horninu ræðir í Alþýðu- blaðinu um verkafólksekluna og vandræði þau, er af henni fljóti. Seg- ir þar m. a.: „Það er mikið kvartað yfir því um þessar mundir, að til stórkostlegra vandræða horfi með að fá starfsfólk til nauðsynlegra verka. Er nefnt sem dæmi, að ekki sé hægt að fá nægilegt starfsfólk í sjúkrahús- in, og t. d. á Kleppi sé ástandið þann- ig, að ekki sé hægt að taka heila, nýja, fullgerða deild til afnota, vegna þess að starfsfólk vantar, og þó bíða sjúklingar eftir rúmi. Þá er vitað, að mjög er nú þegar óskað eftir fólki til landbúnaðarstarfa, en ekki lítur út fyrir, að það fáist, nema þá ef til vill að litlu leyti“. — Kveður hér við annan tón en hjá „kollega" Hannesar, „Alþýðumanninum" hér í bæ. S. 1. þriðjudag er að heyra á blaðinu, að allt tal um skort á vinnukrafti í land- inu sé ómerkt hjal, enda muni sízt nokkur vandræði af því stafa. Öll opinber afskipti af þeim málum séu því öldungis óþörf, og til þess eins ætluð að gera verkalýðnum bölv- un, því að stjórnarvöldin „hrökkvi við, þegar ekki eru lengur tveir eða fieiri menn um hvert handarvik". „Ráðningabras Búnaðarfélagsins reyndist óþarft“. — „S. 1. sumar fóru allir, sem vildu, úr Bretavinnunni", segir blaðið, „bæði til sjós og í kaupa- vinnu, með góðu samþykki yfir- rnanna" (sér eru nú hver gæðin!) — „Og þegar- verkamennirnir komu af sett heimsmet, sem ekki verður véfengt. jyjENN skyldu nú ætla, að þjóð þessi sé mjög herská, og því verður heldur ekki neit- að, að Bandaríkjamenn hafa háð fjórar styrjaldir, síðan frels- isstríðinu lauk — og ávallt bor- ið sigur af hólmi að Iokum. Sennilega hafa þessar stað- reyndir skapað orðtakið „hin ameríska alríkisstefna" (im- perialismi), sem ýmsir hafa borið sér svo mjög í munni nú upp á síðkastið. En þess ber að geta, að þessar fjórar styrjaldir hafa þó samtals staðið aðeins í fimm ár, og má í því sambandi minna á það, að frændur okkar, Svíar, er naumast verða þó sak- aðir um nokkra alríkisstefnu (á seinni öldum a. m. k.) hafa á' þessu sama tímabili háð stríð í sjö ár samtals, en Þjóðverjar BANDARÍKI NorSur-Ameríku, stórveldi hins nýja heims, hafa háð margar styrjaldir, en fæstar þeirra hafa þó kostað blóðsúthellingar eða mannfórnir heldur — dollara. Við íslendingar munum flestir fremur ófróðir um sögu hinnar nýju, voldugu sambýlisþjóðar okkar, sem ætla má að við munum eiga miklu nánari mök við eftirleiðis en verið hefir fram að þessu. — í eftirfarandi grein, sem styðst að mestu við heimildir í merku sænsku vikuriti, er gerð nokkur grein fyrir aðferðum Bandaríkjamanna, er þeir heyja styrjaldir, á sína vísu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.