Dagur - 19.05.1942, Page 4

Dagur - 19.05.1942, Page 4
4 Þriðjudaginn 19. maí 1942 DAGUR ÚR BÆ OG BYGGÐ Da£ur kemur næst út á laugardag. Auglýsingar þurfa aS vera komnar til afgreiðslunnar eða í prentsmiðjuna í síðasta lagi fyrir hádegi á föstudag. Þýzk sprengjuflugvél sást yfir Austfjörðum á uppstigningardags- morgun og var hrakin á brott með skothríð úr loftvarnabyssum, segir í tilkynningu frá amerísku herstjórn- inni. Fjársöfnunin til styrktar Norð- mönnum (sjá ávarpið í blaðinu í dag) hófst á þjóðhátíðardag norsku þjóð- arinnar, sunnud. 17. maí. Hér í bæn- um voru seld merki á götunum og dagsins minnzt með fjölmennri kvöld- samkomu í Samkomuhúsinu. Karla- kórinn „Geysir“ söng norsk og íslenzk lög, Helgi Valtýsson flutti snjalla ræðu og mælti á norsku, þá voru les- in upp kvæði eftir norska skáldið Nordal Grieg. . Norðmenn þökkuðu. Norræna félagið og Rauði Krossinn stóðu að samkomunni. St. Brynja heldur fund í Skjaldborg annað kvöld. Inntaka nýliða. Skýrsl- ur og innsetning embættismanna. Kosning fulltrúa á Stórstúkuþing. A- ríðandi að allir embættismennirnir mæti. Félagar, fjölmennið á þennan síðasta fund vorsins. Frá verstöðvunum. Afli hefir verið sæmilegur s.l. viku á báta, sem sækja sjó frá eyfirzku verstöðvunum. All- mörg erlend smáskip taka nú fisk til útflutnings hér við fjörðinn. K. E. A. annaðist um útvegun þessara skipa. Garðrækt. Menn eru nú almennt famir að undirbúa garða sína til sán- ingar. Skrúðgarðar bæjarbúa eru og óðum að komast í sumarbúning. Garðarollurnar eru komnar á stjá og farnar að vinna hervirki í görðun- um. Blaðið beinir hér með-þeirri fyr- irspurn til lögreglunnar, hverjir séu rétthærri í þessu bæjarfélagi, borgar- arnir, sem reyna að prýða garða sína með blómrækt ,eða sauðfjáreigend- umir, sem brjóta lögreglusamþykkt bæjarins daglega, með því að sleppa sauðfé lausu í bænum. Sprengjur enn. Fyrir nokkrum dög- um síðan féll eldsprengja úr flugvél á hlaðið á Ærlækjarseli í Norður- Þingeyjarsýslu. Sviðnaði allstórt svæði umhverfis sprengjuna, en tjón varð ekki á húsum né mönnum. Brunarústirnar. Ennþá bólar ekkert á því, að hreinsa eigi burt hinar ömur- legu brunarústir úr miðbænum. Al- menningur undrast þetta seinlæti. Er tilætlunin að „prýða“ bæinn með þessum ófögnuði í sumar? Vilja ekki yfirvöld bæjarins taka þetta mál til athugunar áður en þau festa upp hina árlegu auglýsingu um utanhússþrifn- að fyrir hvítasunnuna? Sendiherraskipti. Lincoln McVeagh, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, hefir verið skipaður sendiherra í Suð- ur-Afríku. Ekki er vitað um hver verð- ur eftirmaður hans hér. Nýr skrúðgarður. Skógræktarfélag- ið hefir hafizt handa til þess að vinna að stofnun skrúðgarðs í brekkunni neðan Eyrarlandsvegar. Ahugamenn girtu brekkuna fyrir nokkrum árum síðan og gróðursettu þar trjáplöntur. Er ætlunin að þarna geti orðið fagur garður. Jón Rögnvaldsson frá Fifil- gerði hefir gert teikningu af tilhögun garðsins. Blaðið leyfir sér að vekja athygli á auglýsingu Fiskideildar Akureyrar um stofnun slysavarnasveitar karl- manna. Væri líklegt, að sem flestir ungir og hraustir karlmenn sæktu stofníundinn í Verzlunarmannahúsinu annað kvöld, kl. 8,30. Gluggatjaldaefni tekin upp í dag. Hannyrðaverzlun Ragnheiðar O. Björnsson. Halldór Kristinn Haraldsson FRÁ YTRA-GARÐSHORNI. Hann var fæddur á Þorleifsstöðum í Svarfaðardal 23. febr. árið 1920. Foreldrar hans eru þau Haraldur Stefánsson, fyrrum skipstjóri og nú bóndi í Ytra-Garðshorni, og kona hans, Anna Jóhannesdóttir. Barn að aldri fluttist Kristinn sál. ásamt for- eldrum sínum að Ytra-Garðshorni og ólzt upp þar með þeim alla stund síðan. Um tvítugs aldur gekk Kristinn í Bændadeild Hólaskóla og útskrifað- ist þaðan með loflegum vitnisburði. Að því námi loknu hvarf hann aftur heim til foreldra sinna, en litlu síðar réðist hann að Sámsstöðum í Fljóts- hlíð sem algengur verkamaður og dvaldi þar rúmlega eins árs tíma. För sína að ' Sámsstöðum mun Kristinn hafa gert meðfram til þess að kynn- ast kornyrkju og öðrum nýjum jarð- yrkjuaðferðum, og kom hann þaðan heim aftur á síðastliðnu vori. Dvaldi hann nú enn hjá foreldrum sínum og hafði á hendi formennsku í ung- mennafélaginu „Þorsteinn Svörfuð- ur“. Kristinn sál. varð bráðkvaddur þann 18. marz síðastliðinn og hafði ekki áður, svo vitað sé, kennt sér nokkurra meina. Hann varð aðeins rúmlega 22 ára gamall. Svo sem sjá má hér að framan varð lífsdagurinn stuttur og starfs- tíminn skammvinnur. „Skjótt hefir sól brugðið sumri". Þannig eru upphafsorðin í snilld- aróði Jónasar Hallgrímssonar, þá er hann kveður eftir Bjarna amtmann vin sinn. Einhvern veginn ósjálfrátt duttu mér þessi orð Jónasar í hug, þá er eg frétti andlátsfregn Kristins Haraldssonar, því þó að hver maður geti ef til vill búizt við dauða sínum og annarra svo að segja á hverju augnabliki æfinnar, þá fer svo oft, að dauðinn verður ekki aufúsugestur, og sízt þá er ungir menn og mannvænir eru burt kvaddir. Kristinn sál. var búinn flestum þeim eðliskostum og manndyggðum, er ávallt hafa verið taldir nauðsyn- legir til uppbyggingar og viðhalds hverju þjóðfélagi. Hann var myndarmaður að vallar- sýn, óáleitinn og prúður, stilltur og skapfastur, með góða greind og drjúgur í skiptum, tillögugóður og gat við hvern mann geði blandað og fékk því hvers manns lof, er honum hafði að nokkru kynnst. Mátti og af ýmsu sjá, að hann kynni með fé að fara, sjálfum sér og öðrum til hag- sældar. Það hefir lengi verið sagt, að ung- ir menn og efnilegir væru dýrmæt- asta eign þjóðar hverrar. I höndum hinna yngri manna liggur framtíðin. Það verður því ætíð tilfinnanlegt tjón hjá svo fámennri þjóð, sem við íslendingar erum, að missa frá störf- um hvern efnismikinn og góðan dreng. Barátta mannlxfsins er marg- vísleg og oft ærið erfið, og við missi hvers góðs einstaklings þynnist fylk- ingin. Vonirnar daprast, og þá fer oft svo, að starfsorka þeirra, sem eftir lifa, dofnar eða jafnvel þverr með öllu. Þetta er eðli okkar mannanna og néttúrufar og ekki auðvelt að ráða bót á því. Við fráfall ástvinar eða góðs manns verður sjaldan gengið fram hjá ítökum og ríki tilfinninganna. Söknuður og harmur fer svo að segja hamförum um Iendur mannssálarinn- ar, svo að oft verður lítið viðnám veitt. Og í slíkum kringujnstæðum verðum við þess eigi sízt vör, hve ei- lífðarvonin og guðstraustið er ónógt hjá oss mönnunum. Aukin menntun og margra alda gamall boðskapur kirkjunnar megn- ar stundum ekki hót að veita ofur- harmi viðnám. Sú hefir raunin á orðið. En — „Getan býr í grennd við nauðsyn", sagði einn af spekingum fornaldarinnar. Og það er víst, að þó að óföllin séu stór og höggin þung, sem falla á hjartastað okkar veik- burða manna, þá leynist með flestum einhver dulinn máttur, sem ver al- gjörðu falli eða uppgjöf, þá er í nauð- ir rekur. Á þessu sviði gengur mönn- um misvel að bjargast eftir eðlisfari og aðstöðu. En flest sár læknar tím- inn að lokum. Og er það ekki guðs- hjálp? Við unnendur Kristinns sál. vonum hiklaust að treganum létti og að síðar meir sjáum við og finnum réttmæti þeirrar ráðstöfunar, að hann hvarf oss á brott svo að segja á morgni sinna manndómsára. Kristinn Haraldsson! Eg vil þakka þér fyrir viðkynninguna. Þú beinlínis með drengskap þínum og skilningi hlúðir að hag mínum og gerðir þitt til þess að létta mér þungbæra erfið- leika. Þú sýndir mér bróðurhug, þeg- ar mér lá á fulltingi þínu. Og þó þú sért nú horfinn út fyrir skynvídd minnar jarðnesku tilveru, þá vil eg samt varpa til þín þakklæti mínu, og það þakklæti mitt skal fylgja þér, ungi dulúðgi sveinn, hvar sem þér verður til starfs skipað af dulmætti lífsins, alheims og alda. Runólfur í Dal. Mikið úrval af allskonar Vefnað* arvöru komið og vænt- anlegt á næst- unni. & Co. Tilkynning. Allir aðgerðarmunir ósk- ast sóttir fyrir næstu mánaðamót. — Annars seldir fyrir viðgerðar- kostnaði. Guðjón Bernharðsson gullsmiður. Þá, sem vantar K V A R S, til að húða með hús sín, ættu að tala við mig strax. TRYGGVI JÓNATANSSON byggingameistari. Fataefnin komin. & Co. MATJURTAFRÆ flestar tegundir fyrirliggjandi. Stjörnu Apótek K. E. A. nýlendu- og hreinlætisvörur frá útibúum vor- um í . STRANDGÖTU 25, HAFNARSTRÆTI 20 og BREKKUGÖTU 47. Viðskiptavinir vorir eru þó beðnir að síma aðal- pantanir sínar, eins og að undanförnu, til Ný- lenduvörudeildarinnar. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA ^HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKBKHKH* Fyrir forgöngu Fiskideildar Akureypar verður fundur haldinn í Verzlunarmannahúsinu miðvikudagskvöldið 20. þ. m., kl. 8,30 e. h. til að stofna slysavarnasveit karlmanna á Akureyri. — Þess er vænzt, að allir þeir, sem áhuga hafa fyrir þessu málefni mæti á fundinum. - N e f n d i n. Hjá mér gerið þér beztu kaupin, Alls konar matvörur og nýlenduvörur á boð- stólum: Hveiti og ger Kartöflumjöl Hafragrjón Hrísgrjón Hrísmjöl Kókosmjöl Sagógrjón Molasykur Strásykur Kaffi Export Harðfiskur Smjörlíki Smjör Egg 5% afsláttur gegn stað- greiðslu. Hringið í síma 475, þá kemur það. Verzlun JónsEgils Strandgötu 23 ATVINNA Nautgriparæktarfélag Akureyrar óskar eftir tilboðum í að halda 2 kyn- bótanaut félagsins frá því síðar í sum- ar og framvegis eftir samkomulagi. Er þetta góð atvinna fyrir þá, sem hafa ástæður til. — Allar upplýsingar gef- ur formaður félagsins, Jón Kristjáns- son ökumaður, svo og meðstjórnend- ur hans, Gestur Jóhannesson og Sveinn Bjarnason. Sendisvein vantar nú þegar. VERZLUN EYJAFJÖRÐUR. Kaupi hæsta verði KIÐLINGASKINN, GEITASKINN og LAMBSKINN. J. S. KVARAN. Kaupum hæsta verði gegn vöruúttekt: Ull, Kálfskinn, Lambskinn, Vettlinga, Sokka, Leista, Tuskur o. fl. Vöruhús Akureyrar SKJALA OG BRÉFAÞÝÐ- INGAR, ensk-íslenzkar — ís- lenzk-enskar. BRAGI EIRÍKSSON, Brekkugötu 7. . Sími 479. Aöalfundu]* FLUGFÉLAGS ÍSLANDS, h.k, verður háldinn að Odd- fellow-húsinu, Reykja- vík, miðvikudaginn 27. maí kl. 4 e. h. Dagskrá samkvæmt < i félagslögum. STJÓRNIN.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.