Dagur - 27.06.1942, Síða 1
Vikublaðið DAGUR
Ritatjórar: INGIMAR EYDAL,
JÓHANN FRÍMANN.
AfgreiSsla, auglýsingar, innheimta:
Jóhann Ó. Haraldsson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg.
Sími 96.
Árgangurinn kostar kr. 8,00.
Prentverk Odds Bjömssonar.
GUR
XXV. árg.
Akureyri, laugardaginn 27. júní 1942
34. tbl.
Af sjónarhól
Norölend-
ings
Botninn suöur í Borgaríiröi.
TSL." hefir alveg heykzt ó því, að
sanna það með rökum, að hlut-
fallskosning um 2 menn sé réttlæti
og barátta íhaldsforkólfanna í því
sambandi „heilög barátta“. Blaðið
hefir séð sér þann kost vænstan að
minnast ekkert á þetta atriði, en
tönnlast eigi að síður í sífellu á „rétt-
iætismóli“. Auðvitað skilur ritstjórinn
það mæta vel, eins og hve annar
sæmilega greindur maður, að hlut-
fallskosning um 2 menn er herfileg-
asti óskapnaður og þekkist ekki í
nokkru lýðfrjálsu landi. Hlutfalls-
kosning er beinlínis uppfundin til
þess að veita minnihluta kjósenda
hlutfallslegan rétt, þegar kosið er um
-3 menn eða fleiri. Stjórnarskrárbreyt-
ingin fyrirhugaða veitir minnihlutan-
um sama rétt og meirihlutanum og er
þyí raunverulega alls engin hlutfalls-
kosning heldur ömurlegasta ranglæti
og heimska. ,
■LJIN S VEGAR getum vér einnig
** skilið það, að ritstj. kæri sig ekk-
ert um að skilja þessi einföldu sann-
indi, og þess vegna er engin rök að
finna í blaði hans fyrir réttmæti þessa
hluta stjórnarskrárbreytingarinnar.
Hann kærir sig ekkert um að kjós-
endur sjái það berlega, að botninn í
röksemdafærslu íhaldsins fyrir rétt-
læti hlutfallskosninga um 2 menn, er
suður í Borgarfirði eða öllu heldur þó
suður í Reykjavík, Það voru sem sé
ekki hinir óbreyttu kjósendur „Sjálf-
stæðisins“, sem hleyptu öllu í upp-
nám út af „réttlætismálinu" heldur
höfðingjarnir í Reykjavík, — hinir
umboðslausu þingmenn og auðmenn-
irnir, sem sækjast nú eftir valdinu
með óullinu, sem flóir út úr öllum
Framh. á 4. síðu.
Fðheyrt nfðingingsverh
iramil f lyrrínett ð varn-
artausrl shennn
jt NÍUNDA TÍMANUM í gær-
“ morgun, þegar komið var í fjos
Jóns Ingimarssonar á Gefjuni, en
fjósið stendur í nánd við hermanna-
skála neðan við Gefjuni, varð vart
við að brotizt hafði verið inn í fjósið
um nóttina, hrífa, er þar var, brotin af
skapti, og kýr sú, er þar var ein naut-
gripa í fjósi, særð með skaptinu á
þann hátt, að hrífubrotið hafði verið
rekið í fæðingarstað skepnunnar og
lengst fram í kviðarhol, og kálfsleg-
ið rifið svaðalega á tveim stöðum.
Beljan var þó með lífsmarki, en blóði
og sauri ötuð og hangandi í keng á
básnum. Var dýralækni og lögreglu
þegar skýrt frá atburði þessum. Mál-
ið er nú í rannsókn, og mun blaðið
flytja nánari fréttir af þvi síðar. Jón
Ingimarsson skýrði blaðinu svo frá í
gærdag, að lengi að undanförnu hafi
hann ekki getað komið neinum lás á
fjósdyrnar, því að brotizt hafi verið
þar inn á hverri nóttu að kalla að
undanförnu. En ekki kveðst hann áð-
ur hafa orðið var við, að nein spell-
virki hafi verið framin þar á skepn-
um áður.
Mál þetta er allt eitt hið and-
styggilegasta, og er ljóst, að enginn
getur verið óhultur um líf sitt eða til-
veru, meðan slíkur glæpamaður og
vitfirringur — erlendur eða innlend-
ur — sem þarna hefir verið að verki,
gengur laus og óbandaður um mitt á
meðal vor.
Kjósendur á Akureyri eru beðnir að lesa eftirfarandi með athygli og fylgj-
ast með svörum og gagnrökum andstöðublaðanna næstu daga. Hver hefir
hér á réttu að standa?
gÍÐAN kosningabaráttan hófst, hefir „íslendingur“, málgagn Sjálfstæðisflokksins á Akureyri,
birt svohljóðandi ávarp til kjósenda í bænum, geysifeitletrað og þvert yfir tvær síður
innan í hverju tölublaði: „Akureyringar! Tryggið íramgang kjördæmamálsins með því að kjósa
Sigurð E. Hlíðar!“
Með öðrum orðum: Akureyringar eiga, að dómi blaðsins, að
leggja öll hagsmunamál bæjarfélagsins á Alþingi á hilluna næsta
kjörtímabil, og haga atkvæði sínu á kjördegi með tilliti til þess
eins að tryggja bænum MINNKANDI rétt til áhrifa á gang þjóð-
málanna. Það er óvéfengjanlegt, að Akureyringar eiga ENGRA
hagsmuna að gæta í sambandi við fyrirhugaðar hreytingar stjórn-
arliðsins á kosningalögum landsins, nema síður sé: Bærinn hefir
nú þegar um langt árabil hatt EINN íulltrúa á Alþingi, og hon-
um eru ekki ætlaðir fleiri. Hins vegar er Akureyringum ætlaður
MINNl RÉTTUR hlutfallslega nú en áður á þingi, þar sem þing-
maður bæjarins verður eftir sem áður aðeins einn, en þingmönn-
um annarra kjördæma er FJÖLGAÐ, og þá íyrst og fremst
ÞINGMÖNNUM REYKJAVÍKUR, sem nýtur.þó nú þegar
geysisterkrar aðstöðu og sérréttinda í þjóðfélaginu, sem aðsetur
þings og stjórnar, auk þess að allur þorri þingmarma er búsettur
þar. Þrátt fyrir það er Reykvíkingum með fyrirhugaðri breytingu
kosrúngalaganna ætlaður MEIRI réttur hlutfallslega en t. d. okk-
ur Akureyringum: Þ. e. FÆRRI kjósendur koma þar á hvern
þingmann en hér. Ef rök „höfðatölureglunnar", er stjórnarflokk-
arnir telja sig bera fyrir brjósti, ættu að gilda fyrir aðra lands-
hluta en Reykjavík eina, ætti t .d. Akureyri að hafa 5—6 þing-
menn á móts við 1 þingmann, sem nú er og verður á Seyðisfirði.
En „höfðatölureglan" er ekkert annað en vitleysa og ranglæti,
sem hvergi er íylgt í neinu lýðræðislandi annars staðar í heimin-
um, en aðeins höfð hér að yfirvarpi, til þess að afsaka ágengni
Reykjavíkurvaldsins á rétt annarra landshluta. í „Norðanfara“,
er út kom í fyrradag, er þetta greiðlega viðurkennt með þessum
orðum: „Skal það fúslega játað, að þær breytingar, sem nú eru
fyrirhugaðar (þ. e. á kosningalögunum) BÆTA ENGAN VEG-
INN ÚR MISRÉTT 1NU“. (Leturbr. hér). Mælir blaðið þó ákaf-
lega með kosningu Sig. E. Hlíðar.
ATHUGIÐ ENNFREMUR:
Með núgildandi kosningalögum er öllum flokkum tryggður
nákvæmlega sami réttur í hverju einstöku kjördæmi landsins.
Enginn flokkur er svo mikið sem nefndur á nafn í stjórnarskrá
ríkisins, og á því er auðséð, að enginn flokkur nýtur þar sérrétt-
inda fram yfir aðra flokka. Allt skraf um hið gagnstæða er því
blekking ein og rökleysa. Hins vegar er hinum einstöku kjördæm-
um ekki gert þar jafnhátt undir höfði, heldur leitast við að taka
sanngjarnt tillit til hinnar ójöfnu aðstöðu þeirra í þjóðfélaginu
að ýmsu leyti eins og þeim málum var háttað, þegar kosningalög-
in voru sett. Þau viðhorf eru nú breytt og kosningalögin því úrelt
orðin að því leyti, enda hefir Framsóknarflokkurinn síðast í vor
boðið upp á friðsamlegt samstarf allra flokka um athugun og
breytingar á þeirri skipan. Það boð vildu stjórnarflokkarnir ekki
þýðast, heldur kusu þeir á hinum alvarlegustu tímum, þegar mest
reyndi á samheldni þjóðarinnar, að flaustra af ýmsum vanhugs-
uðum kákbreytingum í stjórnarskrá „Konungsríkisins ísland(!)“
Þ. á m. skal hlutfallskosning tekin upp í öllum tvímenningskjör-
dæmum,en það þýðir,að EINN kjósandi í minnihlutanum fær þar
SAMA rétt og TVEIR kjósendur meirihlutans. ALLIR höíuðíor-
vígismenn stjórnarflokkanna hafa þrásinnis áður lýst því yfir, að
slíkur kosningamáti sé ekkert annað en vitleysa. — En þrátt fyr-
ir allar breytingar á Akureyri langstærsti bær landsins utan
Rvíkur, með um 3400 kjósendur, eftir sem áður að sitja uppi með
SAMA rétt og Seyðisfjörður, sem aðeins heíir um 600 kjósendur,
og Reykvíkingum er, eins og áður segir, einnig ætlaður MEIRI
réttur hlutfallslega en okkur, þrátt fyrir allan aðstöðumun að öðru
leyti: 8 þingmenn fyrir aðeins ca, 25 Vz þús. kjósendur.
Mann-
skemmda-
pólitík
kommúnista
„Verkam.“ flytur hinar
svívirðilegustu aðdrótt-
anir í garð V. Þór.
í níðgrein geirri, er Verkam.
flutti s. 1. miðvikudag um Vilhj.
Þór og að nokkru var svarað í
síðasta tbl, Dags, segir m. a.:
„A meðan hann var kaupfé-
lagsstjóri, lét hann ekkert tæki-
færi ónotað til þess að hagnast á
aðstöðu sinni. Hann gerðist um-
boðsmaður fyrir hin og þessi
fyrirtæki, sölsaði undir sig per-
sónulega söluumboð, sem létc
verk var að hagnast á, umboð,
sem kaupfélagið átti sjálft að
hafa. Þannig hafði hann umboð
fyrir bíla persónulega og hagn-
aðist á því svo tugum þúsunda
skifti. Stjórn K. E. A. var óá-
nægð með þetta, taldi að hann
með þessu drægi sér óréttilega
fé, sem ætti að falla K. E. A. í
skaut“. Framhald á 3. síðu.
WINSTON CHURHILL,
forsætisráðherra Bretlands, heíir
dvalið í Bandaríkjunum undaníarið
og rætt við Roosevelt forseta og aðra
leiðtoga vestan hafs. Forsætisráð-
herrann er væntanlegur heim til Lon-
don á næstunni o£ mun þá taka þátt
í umræðunum í þinginu um ósigur-
inn í Libyu. Mikil óánægjualda hefir
risið í Bretlandi vegna þessara mála
og hörð gagnrýni komið fram á
brezku herstjórnina. Herir Möndul-
veldanna eru nú komnir inn í Egypta-
land, en Bretar búast um til varnar
við Sidi el Barrani.
Hainarfjörður
20 verkamannabústaði
1942 — Akureyri enga
Upplýsingar „Dags“ um fram-
kvæmdaleysi Erlings Friðjónsson-
ar í byggingamálum verkamanna
hafa vakið mikla athygli í bænum.
í sambandi við þetta mál vill
„Dagur" hér með leiðrétta það, að
Byggingarfélag verkamanna, undir
stjóm Erlings, byggi ekkert á
þessu ári. Þrjú hús eru í smíðum
nú, — en íbúðirnar í þeim verða
ekki tilbúnar fyrr en haustið 1943!
Niðurstöður „Dags“ í þessu máli
í síðasta blaði, standa því óhagg-
aðar. Fyrir dugleysi Erlings Frið-
jónssonar verða engir verka-
mannabústaðir tilbúnir til ibúðar
hér í ár, þótt Hafnarfjörður ætli
að hafa 20 íbúðir fullgerðar í
haust. Akureyri hefir þó a. m. k.
sama rétt og Hafnarfjörður til
framlags úr Byggingasjóði verka-
manna.
Hér með er skorað á öll andstöðublöðin að hrekja
það, sem hér hefir verið sagt undanbragðalaust og
með gildum rökum nú fyrir kosningarnar, ef þau
treysta sér til þess!
Kjósandi. Fylgst þú vel með vörn þeirra, myndaðu þér sjálf-
stæða skoðun og láttu ekki flokksböndin blinda þig. Berðu þetta
yfirlit saman við svör hinna blaðana, hlutdrægnislaust og með
rólegri íhugun, og þú munt komast að sömu niðurstöðu og aðrir
hugsandi menn, sem ekki eru handjárnaðir flokksþrælar:
Það er ósvífni að ætlast til þess, að víð Akureyr-
ingar látum á kjördegi hagsmuni Reykvíkinga sitja
fyrirrúmi fyrir okkar eigin hagsmunum, og gleym-
um okkar sérmálum á næsta kjörtímabili. Nýju
kosningalögin eru nýtt ranglæti og lítilsvirðing í
okkar garð.
KJÓSANDI! ÆTLAR ÞÚ AÐ LÁTA GINN-
AST TIL AÐ KJÓSA FYRIR REYKJAVÍKUR-
VALDIÐ 5. JÚLÍ?