Dagur


Dagur - 16.07.1942, Qupperneq 1

Dagur - 16.07.1942, Qupperneq 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Simi 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Björnssonar. I ■ GUR XXV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 16. júlí 1942 40. tbl. Óvenjulegui* atburöup jt BJÖRGUM í Kaldakinn búa ^ hjónin Björg Sigurðardóttir og Sigurbjörn Jónsson. Sigurbjörn er góður smiður bæði á tré og járn og hefir þó hvergi numið smíðar. Hefir hann til margra ára verið mjög bilað- ur á heilsu og eigi mátt vinna árum saman. Kona hans er með afbrigðum dugleg og útsjónarsöm, svo að orð er -á gert. Hefir hún staðið fyrir búi í veikindum bónda síns og farizt prýði- lega. Eru þau hjón í góðum efnum og þó alið upp 6 börn sín. TJINN 2. þ. m. var drengur, 12 ára gamall, Sigurður að nafni, sonur hjónanna á Björgum, sendur til að líta eftir varpi og sækja hesta. Átti hann alllanga leið að fara í norður frá bænum. Þegar hann kemur norður á móts við svokallað Straumslækjargil, sér hann hvar refur er á ferð þar norð- ur með fjallinu, og veit, að hann muni ráðast til uppgöngu í gilið,því að bæði norðan og sunnan við það eru ókleif- ir hamrar, mönnum og skepnum. En sökum þess að drengurinn átti marg- falt styttri leið að fara að gilinu, er hann kominn þangað á undan refnum. Þegar refurinn verður þess var, að þar er manni að mæta, snýr hann frá og bregður sér í stórgrýtta urð, sem er þar norður af fjallinu. Af drengnum er það að segja, að hann sezt að í gilinu og dvelur þar samfleytt í 6 klukkustundir. Var móð- ur hans farið að lengja eftir drengn- um, og var hún búin að fara út og grennslast um komu hans, en varð einkis vör. — Eitt sinn heyrist henni hún heyra hljóð úr sömu átt og drengsins var von. Rennur hún þegar á hljóöið. Þegar hún kemur norður á móts við áður nefnt Straumslækjar- gil. sér hún drenginn og vitjar hans þegar. Segir hann móður sinni, hvers hann hafi orðið var, og hvað hafi valdið töf sinni. — Fer húsfreyja þeg- ar á vakt þar í gilinu, en sendir dreng- inn heim til föður síns, er var í vega- gerð eigi langt frá bænum. Er Sigur- björn bóndi heyrir málavexti, bregð- ur hann skjótt við, fer heim að bæ sínum, tekur með sér haglabyssu og kúluriffil og heldur þegar að gilinu til konu sinnar. Hyggur konan, að refurinn muni leynast í urðinni, er fyrr getur. Snýr bóndi þaðan frá. Skilur hann byssuna eftir hjá konu sinni, en fer með riffilinn niður á jafnsléttu og heldur norður með urð- inni. Þegar hann hefir gengið um stund, sér hann til refsins, er tekur þegar á rás að gilinu. Sér bóndi að skjótt muni fjarlægjast á milli þeirra, svo að hann sendir skot í áttina til refsins — á mjög löngu færi — en hittir eigi. Sér nú Björg húsfreyja hverju fram fer og til ferða tæfu. Klifrar hún upp bratta skriðu og hef- ir byssuna með sér. — Þegar henni finnst, að refurinn muni vera kominn í sæmilegt færi, grípur hún til byss- unnar og hleypir af skoti. Fellur þá dýrið dautt til jarðar. tjESSARI sögu er þá lokið. — Hafa * aðrar íslenzkar konur gert eins vel, eða betur, þegar líkt stóð á? Ef einhver vissi þess dæmi, væri fróðlegt að hafa fregnir af því. Eg hefi sagt frá þessum atburði af því að hann lýsir áræði, snarheitum og nákvæmni konunnar, og í öðru lagi þrautseigju og viljaþreki 12 ára drengs. Hvortveggja þetta er óvenju- legt. Loks má geta þess, að dýrbitur hef- ir legið í varplandi á Björgum á þessu vori, og eyðilagt það að miklu leyti. 8. júlí 1942. B. B. Erjum flokka og stétta er lokið, — þjóðin öll heyr örvæntingarbaráttu íyrir frelsi fósturlandsins. Prófessor WORM-MÚLLER segir frá Próíessor Jacob S. Worm-Muller kom hingað til bæjarins íyrra þriðjudag, ásamt Friid blaðafulltrúa við norsku sendisveit- ina í Reykjavík, og ílutti hér opinberan fyrirlestur um frelsis- baráttu Norðmanna í Samkomuhúsi bæjarins s.l. fimmtudags- kvöld. Var fyrirlesturinn fluttur af mikilli mælsku og snilli, svo að vakti almenna hrifningu áheyrenda, en þeir voru þó færri en skyldi. Blaðamenn ræddu við Worm-Muller s.l. föstudag, og kurmi hann frá mörgu að segja um ástand og horfur í Noregi, enda þaulkurmugur öllum málum þar eftir irmrásina, þar sem harm fór ekki úr landi fyrr en í árslok 1940, og átti um skeið það sumar mikirm þátt í opiríberum málum. Prófessorinn sagði svo frá: — Eftir að eg hvarf á brott úr Noregi, haustið 1940, hefi eg þrásinnis orðið þess var, að fólk í þeim löndum, sem ennþá eiga við frelsi og lýðræði að búa, eins og í Svíþjóð, Englandi, Bandaríkjunum og íslandi, á mjög erfitt með að átta sig á því, sem gerzt hefir og er að gerast í Noregi. — Þetta er þó raunar ekkert undarlegt. Norðmenn sjálfir skildu ekki hvað var raunverulega að gerast fyrstu dagana og vikurnar eftir innrás- ina. í stríðsbyrjun voru Norð- menn án alls efa mjög vinveittir lýðræðisþjóðunum, en þrátt fyr- ir það engir hatursmenn Þjóð- verja. Langt frá því. Þeir vildu helzt af öllu vera hlutlausir og fá að lifa í friði og sátt við alla menn. Þýzka innrásin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í þennan friðsama, norska heim. í einu vetfangi var allt krökt af þýzkum hermönnum; fólkið var höggdofa af undrun. Al- menningur gat ekki gert sér neina grein fyrir ástandinu í heild sinni. Á þessum fyrstu vikum var mjög erfitt að átta sig á því, hvernig þjóðin í heild myndi snúast við þessum örlaga- þrungnu atburðum. Allir góðir Norðmenn hörmuðu það sem skeð hafði, — en ekki var víst nema að fjöldinn mundi reyna að sætta sig við orðinn hlut úr því sem komið var, enda horfði þá mjög óvænlega fyrir Banda- mönnum í stríðinu og ekki glæsilegt fyrir hina norsku smá- þjóð að leggja út í harðsnúna baráttu við hið þýzka ofurefli, sem þá fór sigri hrósandi um gjörvallt meginland Evrópu. Þar við bættist svo það, að Þjóðverjar komu fyrst með út- rétta höndina og þóttust vera vinir Norðmanna. Menn áttu bágt með að trúa því að óreyndu, að þetta væri fals eitt og það því fremur, sem þýzki herinn hagaði sér prúðmannlega til þess að byrja með. En ekki leið á löngu þangað til úlfshárin fóru að sjást á bak við sauðar- gæruna. Til að byrja með voru Þjóð- verjar mjög varkárir í skiptum sínum við norska verkalýðinn. Þeir greiddu mjög hátt kaup. Það átti að vinna verkalýðinn til fylgis við nazista. En það kom fljótt í.ljós, að það var ekki þýzka ríkið sem greiddi þetta háa kaup, — heldur norska rík- ið. Það sama varð upp á ten- ingnum annars staðar. Þjóð- verjar fóru innan skamms ráns- hendi um birgðaskemmur og peningastofnanir Norðmanna. Verkalýðurinn gein ekki við agninu og mótspyrnan gegn Þjóðverjum fór vaxandi. Þegar Þjóðverjar fundu það, sneru (Framh. á 4. aíöu.) Kaupiélaé Þinéeyinga og Kaupfél. Eyfirðinga hófu starfsemi sína með því, að „senda þeim herrum L. ZöIIner & Co. í Nýja- kastala" sauði á fœti, og fá nauðsynjavörur sendar til íslands til endurgjalds. Útflutningur sauða varð um skeið gildur þáttur í verzlun íslendinga. — Myndin sýnir islenzka sauði komna til Eng- lands. Mennirnir á mynd- inni eru þeir Jón Vídalín og L. Zöllner. Myndin er úr hinu nýútkomna mirm- ingarriti K. Þ. á Húsavík. Kosningaúrslitin FmsðKnarllokkiirinii lær 20, Sjðifstæðlsllokkurinn 17, kommonistar 6 og Aipýðufiokkurinn 6 klngmenn Úrslitin eru nú kunn í öllum kjördæmum landsins. Hér á eft- ir fara atkvæðatölur úr þeim kjördæmum, sem ekki var greint frá í síðasta blaði. SUÐUR-ÞINGEY JARSÝ SLA: Kosinn var Jónas Jónsson (F) með 1180 (1054) atkv, Júlíus Havsteen (S) fékk 348 (288) atkv, Kristinn Andrésson (K) 279 (213) og Oddur Sig- urjónsson (A) 79 (235). Framsóknarflokkurinn hefir bætt við sig rúml. 100 atkv. Jafnaðarmenn hafa misst fylgi til íhaldsins og kommúnista. NORÐUR-ÍSAFJARÐARS.: Kosinn var Sigurður Bjama- son (S) með 611 (B. B. 576) atkvæðum, Barði Guðmunds- son (A) fékk 432 (V. J. 754) atkv. og Kristján Jónsson (F) 148 (Ll. 8) atkv. —Úandlisti kommúnista fékk 7 atkvæði. EY J AF J ARÐARSÝ SLA: Kosinn var Bernharð Stefáns- son (F) með 1577 atkv. (1654) Aukinn ðrnngur af Lauga- lands-boruninni ^KUREYRARBÆRhef- ir undanfarna mánuði látið vinna að hitaveituborunum að Laugalandi í Glæsibæjarhreppi. Fyrra miðvikudag er borholan var orðin 109 metra djúp, var komið niður á vatnsæð. — Streyma nú 4—5 lítrar á sek. af 78 stiga heitu vatni úr hol- unni. Gefur þetta auknar vonir um árangur af þessum fram- kvæmdum, — en takmarkið er að fá svo mikið vatnsmagn, að takast megi að koma hér upp hitaveitu. Er áætlað að til þess þurfi a. m. k. 40 lítra á sek. og Einar Árnason (F) með 1522 (1593). Garðar Þor- steinsson (S) fékk 1080 (1356) og Stefán Stefánsson (S) 1078 (1292). Erl. Þorsteinsson (A) 486 (653). Kristján Sigurðsson (A) 349 (582). Áki Jakobsson (K) 727 (278 Þ. G.) og Gunnar Jóhannsson (K) 662 (291). VESTUR-SKAFTAFELSS.: Kosinn var Sveinbjöm Högna- son (F) með 460 (289), Gísli Sveinsson (S) hlaut 378 (436), Hlöðver Sigurðsson (K) fékk 21 (16), Guðjón B. Baldvinsson (A) fékk 13 (32) atkv. í seinustu kosningum fékk frambjóðandi Bændaflokksins 105 atkv. (Framh. á 2. síðu). Gagnfpæða- skólans liafln fRÁ því var skýrt bér í blað- inu fyrir skemmstu, að búið væri að ákveða hinni fyrirhug- uðu byggingu Gagnfræðaskól- ans stað á syðri brekkunni, á milli íþróttahallarinnar og Barnaskólans. Eru bygginga- framkvæmdir nú hafnar og far- ið að grafa fyrir grunni hússins. Er ætlun bygginganefndarinnaiy að húsið verði komið undir þak á hausti komanda og að bygg- ingin verði tilbúin fyrir kennslu haustið 1943. Húsið verður byggt eftir uppdrætti húsa- meistara ríkisins, próf. Guðjóns Samúelssonar. Skólanefnd Iðnskólans og Gagnfræðaskólans sér um fram- kvæmdir fyrir hönd bæjarins, en Gaston Ásmundsson bygg- ingameistari stjórnar verkinu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.