Dagur - 16.07.1942, Side 4
4
DAGUR
ÚR BÆ OG BYGGÐ
Áheit á Akureyraikitkju: Kr. 10.00
frá B., og kr. 5.00 frá X. L. — Þakkir.
Á. R.
Hjúskapur. Nýlega hafa verið gef-
in saman af sóknarprestinum hér, sr.
Friðrik J. Rafnar vígslubiskupi, þessi
hjón: Ungfrú Borghildur Eggertsdótt-
ir, Einarssonar kaupmanns og Vil-
hjálmur Aðalsteinsson. Ungfrú Ásta
Thoroddsen og Edwald Malmquist
búnaðarráðunautur. Ungfrú Bryndís
Björnsdóttir og Odd Hope, símritari.
Stórstúkuþiné■ Blaðinu hafa borizt
þingtíðindi stórstúkuþings I. O. G. T.
á íslandi, er háð var í Reykjavík dag-
ana 22. til 26. júní s. 1. Þingið sátu 78
fulltrúar frá 3 umdæmisstúkum og 14
barnastúlkum. í Reglunni eru nú 4719
félagar í undirstúlkum og 4675 í
barnastúkum, eða 9394 félagar alls.
Þingið valdi nefnd manna til að ganga
á fund ríkisstjórnarinnar, til að flytja
henni kröfur bindindismanna í land-
inu um algera lokun áfengissölustaða,
og að tekiö verði fyrir allar undan-
þágur til áfengisveitinga. Annarra
helztu ályktana þingsins verður e. t. v.
getið nánar hér í blaðinu síðar.
Biíreiðatslys. Á þriðjudagsmorgun
varð það slys á þjóðveginum skammt
frá Húsavík, að áætlunarbifreið frá
B.S.A. fór út af veginum. Var bifreið-
in fullsetin farþegum og meiddust
nokkrir þeirra, er bifreiðin valt út af.
Voru þeir fluttir á sjúkrahúsið í Húsa-
vík og gert að sárum þeirra. Ekki eru
meiðslin talin hættuleg. Einn maður
var sendur til Akureyrar til læknis-
aðgerðar og voru meiðsli hans mest.
Ekki er vitaö um orsakir slyssins.
Mikil síldveiði. Uppgripa sildaraíii
hefir verið hér fyrir iNorðurlandi und-
anfarna daga. Hefir óhemjumikil síid
borizt til verksmiðjanna og munu þær
nú allar fullar eða þvi sem næst. Alls
voru verksmiðjurnar búnar að taka á
móti 106 þús. hektólítrum um siðustu
helgi og er það nærri íimm sinnum
meira en á sama tíma í fyrra. tíildin
er þegár um 17% feit og telja sjó-
menn utlit meö veiöi ágætt. bildar-
verksmiðjurnar greiða 18 krónur fynr
málið.
Deila sjómanna og Eimskipafélags-
ins, sem getið var um í síðasta biaoi,
er ennþá óleyst. Dettifoss liggur ner a
hölninni og munu skipsmenn, aðrir
en yfirmenn, vera komnir til Reykja-
yíkur. Afgreiðsla Eimskipafelagsins
fékk því þó til leiðar komiö, að menn
ur landi hófu uppskipun á vorum, sem
hingað áttu áð iara, í gærmorgun. —
Meðan þessu fer fram her, bioa pús-
undir smáfesta af vörum ílutnmgs i
New York.
Ferðaíélag Akureyrar efnir til
skemmtiferöar til Herðubreiðar 17.—
19. þ. m. A sama tíma verður önnur
ferð héðan á vegum Feröafélagsir.s
til Oskju, Farmiðar fást hjá Jónasi H.
Traustasyni hjá Olíuverzlun Xslands.
Aðaltundur S.Í.S. hefst á morgun aö
Laugum í Reykjadal.
Bindind(sn)annamðt(h
í Vaglaskógi hefst kl. 1 e. h.
næstk. sunnudag.
Þeir, sem vilja tryggja sér
farseðla, snúi sér fyrir föstu-
dagskvöld til Ólafs Daníels-
sonar.
Framkvæmdaneíndin.
Kaffi
væntanlegt með „Esju“.
Söluturninn Hamarstíg.
vmsar nðiar vðrur
teknar upp í dag og næstu daga.
Söluturninn Hamarstíg,
Neyðin hefir skapað
nýjan félagsanda
I Noregi
(Framhald af 1. síðu).
þeir sér að öðrum stéttum.
íþróttamennirnir, kennararnir,
blaðamennirnir, prestarnir, út-
gerðarmennirnir, rithöfundarnir
og aðrir forvígismenn þjóðar-
innar urðu brátt fyrir barðinu á
þeim. Þá átti að vinna til fylgis
við nazismann, — fyrst með
góðu — en þegar það brást,
með hótunum, handtökum,
pyntingum og ofsóknum.
Þegar þar við bættist það, að
Terboven vildi fá Norðmenn
sjálfa, til þess að brjóta stjórn-
arskrá ríkisins og setja konung-
inn af, varð það öllum lýðum
ljóst, að það, sem Þjóðverjar
stefndu að, var að afnema hið
frjálsa, norska ríki, þjóðlega,
norska menningu og gera þjóð-
ina að undirgefnum nazistalýð,
sem ætíð væri fús til þjónustu
við Hitler.
Þá varð þjóðfélagsbylting í
Noregi. Deilum flokka og stétta
var lokið. Allir Norðmenn sam-
einuðust gegn ofsóknum til
varnar sál hinnar norsku þjóð-
ar, frjálsri hugsun og þjóðlegri
menningu.
Þegar Þjóðverjar sannfærð-
ust um það, að Norðmenn
myndu aldrei sjálfir setja kon-
unginn af, eða gangast undir ok
nazista, þá lét Gestapo hendur
standa fram úr ermum. Þá hóf-
ust hinar grimmúðlegustu of-
sóknir, sem um getur nokkurs
staðar á síðari öldum, fjölda-
handtökur, pyntingar, líflát
saklausra gísla, eyðing þorpa
og ótrúlegustu hörmungar fyrir
hina norsku þjóð. Þessar ofsókn-
ir bitnuðu fyrst á áhrifamönn-
um þjóðarinnar, — þeim, sem
Þjóðverjar héldu að væri lík-
legastir til þess að geta haft
áhrif á almenningsálitið.
Beztu synir Noregs sitja nú í
fangabúðum, eru í þrælkunar-
vinnu eða hafa verið líflátnir
fyrir það að vera góðir Norð-
menn. En þessar aðfarir gagna
Þjóðverjum ekki. Norska þjóð-
in hefir tekið stefnuna. Allar
brýr eru brenndar að baki henn-
ar. Framúndan er ekkert nema
áframhaldandi barátta fyrir
frelsi landsins, við hlið konungs
og hinnar löglegu ríkisstjórnar.
Sú barátta verður löng og hörð.
Það vita Norðmenn heima fyrir
ofur vel. Þeir vita líka, að hún
kemur til með að kosta marga
ágæta norska þegna lífið. Leið-
togar þjóðarinnar, sem nú sitja í
þýzkum fangelsum, vita ofur
vel, að áframhald baráttunnar
kostar þá sennilega lífið. En
engu að síður er það heitasta
ósk þeirra og allra Norðmanna
heima, að við, sem stöndum ut-
an fangelsisdyranna og utan
Noregs og heyjum baráttuna
þaðan, látum til skara skríða hið
allra fyrsta. Því að ástandið fer
versnandi. Það er hætt við að
hungursneyð herji landið á
komanda vetri. —
Prófessorinn segir frá mörg-
um einstökum atburðum, frá
eyðingu heilla þorpa, eins og t.
d. þorpsins Tallevág, þar sem
Þjóðverjar brenndu húsin,
drápu kvikfénaðinn, skutu 18
alsaklausa pilta og sendu aðra
íbúa í þrælkunarvinnu, — allt
í hefndarskyni fyrir það, að
þýzkur Gestapomaður var drep-
inn í nánd við þorpið í skærum
við norska hermenn, sem þang-
að höfðu komið frá Englandi.
Er hér ekki rúm til þess að
rekja þá frásögn nánar.
— Hvað hugsa Norðmenn
um norræna samvinnu eftir
stríðið?
— Það væri hörmulegt, ef
stríðið yrði til þess að reka
:leyg í milli Norðurlandaþjóð-
anna. En til þess að norræn
samvinna eigi framtíð fyrir
höndum, þarf margt að breytast
og ýms atriði, sem nú eru hulin,
að koma fram í dagsljósið. —
— Er þetta fyrsta ferð yðar
til íslands?
— Já, — og þó vildi eg gjarn-
an hafa komið hingað fyrr. Því
að ísland er okkur Norðmönn-
um ómetanlega mikils virði,
ekki sízt nú. Þetta eru ekki inn-
antóm orð, heldur dýpsta al-
vara. Við skiljum ekki norska
sögu, — nema í gegnum Island,
og saga þjóðarinnar og forn
menningararfur er sterkasti
þátturinn í baráttu norsku þjóð-
arinnar nú fyrir frelsi og sjálf-
stæði.
Þar að auki er það hressandi
að koma hingað. Hér er að vísu
margt ólíkt því, sem var heima,
en þó finnst mér eg samt vera
nær heimalandinu og finna hér
sama andann. Mér hefir verið
tekið framúrskarandi vel alls
staðar og eg er þakklátur ykkur
fyrir það.
— Island og Noregur eru
tengd böndum frændsemi og
vináttu, — segir prófessorinn
að lokum. Áhrif styrjaldarinnar
á sambúð Norðmanna og ís-
lendinga geta ekki orðið nema
á einn veg: Aukið og styrkt
vináttuna milli landanna. Um
það er eg alveg sannfærður. —
H.
LIFANDI kjúklinga kaupi ég
nú eins og að undanförnu. Hefi
til sölu 2 tonn af fínu salti, 20
aura kg., ágætt í hey.
A. SCHIÖTH.
Stúlka
óskast að Bakkaseli — til inn-
anhússtarfa — um tveggja
mánaða tíma. Gott kaup.
Nánari upplýsingar á af-
greiðslu blaðsins.
Borðstoluborð
(úr eik) til sölu. — Upplýsingar
í Oddeyrargötu 14.
Huseign
mín í Fjólugötu 7 er til 6Ölu.
Jóhann IndriSason.
Fimmtuda'ginn 16. júlí 1942
Ullarmóttaka
verður að þessu sinni í Hafnarstræti 89
(loftið yfir Brauðgerðinni). Inngangur
vestan við Stjörnu Apótek.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Að gefnu tilefni
vill sauðfjársjúkdómanefnd taka fram að búferlaflutningur sauð-
fjár yfir varðlínur þær, sem verið er að setja upp í Eyjafjarðar-
sýslu, er stranglega bannaður frá þeim tíma (13. maí), er sýslu-
nefnd Eyjafjarðar gaf út auglýsingu þar um, þar sem sauðfjár-
sjúkdómanefndin hafði samþykkt þessa varðlínu 20. apríl s. 1.
Aftur á móti hefir sauðfjársjúkdómanefndin með tilkynningu
síðar í vor ákveðið að við smalanir í vor skuli fé rekið yfir girð-
ingarlínur þangað, sem það var síðast liðinn vetur, vegna þess,
að girðingarnar voru ekki fullgerðar áður en fé var sleppt, og er
það gert til þess að færra fé þurfi að slátra í haust vegna þess að
það komi fyrir annars vegar við varðlínu en það á heima.
Akureyri, 8. júlí 1942.
Gunnar Þórðarson, Ingimar Jónsson, Jón Sigurðsson,
Pétur Bjarnason, Siguröur Tómasson.
Tllkynning
Bæjarstjórn hefir ákveðið, að fyrst um sinn verði sundlaug
bæjarins hreinsuð síðdegis á laugardögum, erlenda setuliðið hafi
aðgang að lauginni á föstudögum og laugardögum, en bæjarbúar
frá mánudagsmorgni til kl. 10 f. h. á föstudögum.
Afnotatími daglega helzt óbreyttur.
Gufubaðstofan, sem verið hefir opin fyrir konur á föstu-
dögum, verður framvegis opin fyrir sömu aðilja á fimmtudögum
á sama tíma. Notkun gufubaðstofunnar á sunnudagsmorgna fell-
ur niður. Að öðru leyti verður afnotatími baðstofunnar óbreyttur.
Akureyri, 13. júlí 1942.
BÆJARSTJÓRINN.
Veiðibann
Samkvæmt samþykkt aðalfundar Fiskiræktarfélags Svarf-
dæla 1942, er óviðkomandi mönnum bönnuð öll silungsveiði í
Svarfaðardalsá, og ám þeim, sem í hana falla.
Þetta tilkynnist hér með.
Ytra-Hvarfi, 11. júlí 1942.
Tr. Jóhannsson, p. t. formaður.
Til athugunar
Vegna hreinsunar á frystihúsinu á Akureyri, verða öll mat-
væli, sem menn hafa þar í geymslu, að vera tekin fyrir næstkom-
andi þriðjudag 21. þ .m.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Frystihúsið.
Auglýsing ii háraarksverð
Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum hefir samkvæmt
heimild í lögum 29. maí 1942, ákveðið að setja eftirfarandi há-
marksverð:
Kaffibætir í heilds. kr. 4,50 pr. kg. í smás. 5,20pr.kg.
Egg í júlí og ág. í heilds. kr. 9,00 pr.kg. í sffiás. 10,80 pr.kg.
Hveiti í heilds. kr. 54,60 100 kg.í smás. 0,68 pr. kg.
Molasykur í heilds. kr. 118,50 100 kg.í smás. l,48pr.kg.
Strásykur í heilds. kr. 109,20 100 kg. í smás. l,36pr.kg.
Þrátt fyrir þessa ákvörðun um hámarksverð, má álagning á
hveiti, molasykri og strásykri aldrei fara fram úr 6Vá % í heild-
sölu og 25% í smásölu.
Reykjavík, 3. júlí 1942.
Dómneind í kaupgjalds- og verðlagsmálum.