Dagur - 20.08.1942, Side 3

Dagur - 20.08.1942, Side 3
Fimmtudaginn 20. ágúst 1942 DAGUR 3 lega í þessum makalausu nafnaskrám og tölulestri. — Friður sé með þeim! TTTVARPIÐ á auðvitað að taka upp W sérstaka íþróttaþætti, svo sem einu sinni í viku — og ætla þeim þá sæmilegan tíma á dagskránni, en blanda slíkum málum alls ekki inn í almennan fréttaflutning, nema þá sjaldan þeir hafa almennt fréttagildi, — þ. e. þegar alveg óvenjuleg afrek eru unnin á sviði íþróttanna. Að öðru leyti óskum við, almennir hlustendur, að vera í friði fyrir slíkum sálar- háska! Þá væri það jafnvel hóti skárra, að Björn Franzson segði okk- ur útlendar fréttir undir yfirskini hins rómaða hlutleysis þessarar frægu stofnunar!" þÓTT hér sé ef til vill nokkuð harka- lega að orði komizt á stöku stað, telur blaðið, að allur almenningur muni samdóma þessum „útvarpshlust- anda“ í meginatriðum. HnndadagaF, Iiíhíf meiri (Framh. af 1. síðu). boðið var upp á samstarf um hin brýnu vandamál, sem bíða úrlausnar. Flokkarn- ir tækju upp þræðina, þar sem þeir féllu niður, sneru sér að því að leysa málin nú þegar, áður en allt botnsykki í fen vit- leysunnar. Þessu tilboði var hafnað. M.il málanna var ennþá efst í hugum stjórn- vitringanna á þingi. Þjóðin varð að fá fleiri þingmcnn. Vitleysan varð að halda áfram. Landið varð að vera stjórnlaust enn um sinn. ÖIlu varð að fórna fyrir ímyndaðan stundarhag einnar fjölskyldu og nokkurra stjómmálaspekúlanta. XjJÓÐARSKÚTUNA rekur á reiðanum. Iíoðar eru á bæði borð. Skipstjórinn sefur á verðinum og hann dreymir um hækkað kaup og meiri fríðindi. Háset- arnir rífast um hlutaskipti frá fyrri ár- um. En ekkert er gert til þess að sigla fleyinu mcð stjórnsctni og dug í örugga höfn. Þeir sem það vilja, eru kveðnir niður með hrópunum: Hærra kaup, meiri fríðindi! Skipstjórn Ólafs Thors mun minnzt, mcðan nokkur maður man nafn Jörundar liundadagakonungs. Englend- ingar tóku af honuin ráðin áður en allt sökk. Hvert er hinn síðari hundadagakon- ungur að leiða þjóðina? Reyna menn að gera sér það ljóst? Norðlendingur. rnBjwa^fwnffTiBiffw ■ —— KHKHKKWKHJtKHKHKHKHKHKHKHKHJWJÍHKHKHKHJíHKHKHKHKHKHÍÍHKHJ Við þökkum innilega þeim, sem glöddu okkur með skeytum, gjöíum og heimsóknum á 50 ára hjúskaparafmæli okkar, 14. þ. m. Akureyri, 17. ágúst 1942. Aðalheiður Jóhannsdóttir, Guðmundur Sigurgeirsson, Hólabraut 17. WWKHKHKHWHKHKHWKHKHMWHKHKHKHKHKHWKHKHWKHKHKHKHKHKttH Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vinsemd og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, fíergljótar Sigurðardóttur. Systkinin. ■wanii'WMWBM———wanamMi■n|ii iiiiiin i 'iiniiiiin a Innilega þakka eg öllum þeim, er auðsýndu mér samúð og hlut- lekningu við andlát og jarðarför sonar míns, Jóhanns Sigurgeirs Ualdvinssonar. — Guð blessi ykkur öll. Margrét Jónsdóttir. ReKstur AKureiirarspltaia Fratnh. af 1. síöu. berklasjúklinga dvelur að stað- aldri hér á sjúkrahúsinu. Mun það m. a. stafa af því, að engar handlæknisdeildir eru nú í sam- bandi við berklahælin sjálf. Væri vafalaust þörf á að bæta úr þessu hið bráðasta, því að sjálfsagt eru ýmis vandkvæði á því, að vista þá, sem haldnir eru berklum, innan um aðra sjúkl- inga. Þess er. að vænta, að heil- brigðisstjórn ríkisins og aðrir ráðamenn í þeim efnum, taki allt þetta til vandlegrar athug- unar og endurbóta, í sambandi við byggingaframkvæmdir þær, sem nú eru á döfinni fyrir Ak- ureyrarspítala, og ræddar eru á öðrum stað hér í blaðinu í dag. n$ busging tyrir SjflKra nos Ahureyrar (Framhald af 1. síðu). dýrasti hluti byggingarinnar þegar verið fullgerður, sem er röntgendeild með mjög vönd- uðum tækjum, skurðarstofa, ljósastofa, berklavarnastöð o. fl. Auk þess hafa verið keyptar tvær húseignir með lóðum, sem nauðsynlegar voru sjúkrahús- inu, lagður vegur og mikið verk lagt í að prýða lóðir stofnunar- innar. En brýna nauðsyn ber til að reisa húsið að öðru leyti sem allra fyrst. Spítalanefndin mun nú þeg- ar hafa gert ýmsar ráðstafanir, til þess að tryggja kaup og að- drætti á nauðsynlegu bygging- arefni, og framkvæma annan þann undirbúning, sem hægt er að gera á þessu sumri. Húsa- meistari ríkisins hefir og þegar gert frumdrætti að skipulagi væntanlegrar byggingar í sam- ráði við yfirlækninn og spítala- nefnd. Omuriegt ðstanu r sigting- armðlum pjðöarinnar en áskyldu sér rétt til þess að bera fram nýjar kröfur, ef þókn- un yfirmannanna yrði hækkuð. Um fyrri helgi fóru yfirmenn- irnir fram á, að áhættuþóknun þeirra yrði hækkuð upp í 100 kr. á dag í millilandasiglingum, en 15 kr. í strandferðum. Mikið lá við, að skipin yrðu ekki stöðvuð, er kröfur þessar komu fram, og ! samþykkti Eimskipafélagsstjórn- in að láta undan, en áskyldi sér rétt til þess að taka upp heildar- samninga um kjörin öll við stétt- arfélög sjómanna. Ylirmennirn- ir neituðu þessu, því að sérstak- ar nefndir skipshafnanna hafa samið fyrir þeirra hönd, en stétt- árfélögin hafa hvergi komið^ná- lægt. Eimskipafélagsstjórnin, að þeim Jóni Arnasyni og Jóni Ás- björnssyni undanskildum, sam- þykkti þá að ganga að kröfum yfirmannanna, enda ráðlagði Ólafur Thors forsætisráðherra stjórninni að ganga að skilmál- unum orðalaust. En auðvitað er málið jafn ófeyst eftir sem áður. Því að nú hafa undirmenn komið fram með nýjar kröfur. Uppboðið heldur því áfram og er enginn endir sjáanlegur á því. Meðan þessu fer fram hér heima á íslandi, með aðstoð upplausnarstjórnar Ólafs Thors, er Eimskipafélagið svipt nokkr- um leiguskipum, sem það hefir haft til flutninga frá Ameríku, og hefir flutt með nærri því 50% af þeim vörum, sem kornið hafa hingað til lands frá Amer- íku. Afleiðing þessa liggur í aug- um uppi, en ekkert skal sagt um ástæðuna, að svo komnu máli. Meðan seðlaflóðið og dýrtíðar- vitleysan eykst með degi hverj- um, án allra afskipta hinnar máttlausu ríkisstjórnar, minnka að kaupa fyrir seðlana, er menn berjast nú um að handleika, byggingaframkvæmdirnar stöðv- ast og ýmsar nauðsynjar gerast fátíðari á markaðinum en áður var. Allt þetta er látið sigla sinn sjó afskiptalaust, af því að Sjálf- stæðisflokkinn langar í nokkra viðbótarþingmenn, — gæsir, — og má ekki vera að því, að sinna aðkallandi vandamálum og reyna að spyrna við fótum áður en allt sekkur í kaf! Aldrei hefir ábyrgðarlausara atbæfi verið frarnið í íslenzku þjóðlífi en það, sem nú er fram- kvæmt fyrir forgöngu stjórnar- flokkanna þriggja. Og enn munu ekki öll kurl komin til grafar. vörurnar í landinu, sem hægt er Tilkyimiog frá ríkissljórninni. Brezka flotastjórnin hefir tilkynnt íslenzku ríkisstjórninni að natiðsynlegt sé að öll íslenzk skip, 10—750 smál. að stærð fái end- urnýjuð eins fljótt og hægt er eftir 1. september 1942, ferðaskír- teini þau, sem um ræðir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. ma'rz 1941. Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir: I Reykjavík hjá brezka aðalkonsúlnum, á Akureyri hjá brezka vice-konsúlnum, á Seyðisfirði hjá brezku flotastjórninni og í Vestmannaeyjum hjá brezku hernaðaryfirvöldunum. Atvinnu- ög samgöngumálaráðuneytið, 12. ágúst 1942. vera framkvæmanleg, — en fór út um þúfur vegna hinna örð- ugu kringumstæðna okkar. Vagninn var svo þungur, að allir þurftu að taka á til þess að nokkur von væri um að honum yrði þokað um fet, en skothríðin var svo áköf að mennirnir hop- uðu ósjálfrátt undan og í skjól. Þegar Búar sáu að gagnskothríð okkar var úr sögunni, gerðust þeir nærgöngulir og nú mátti ljóslega sjá hópa þeirra í nokk- urri f jarlægð. Við komum okkur saman um, að eimreiðin skyldi halda af stað heim á leið með þá, sem verst voru særðir inn- anborðs, en hinir skyldu ganga með eimreiðinni og skýla sér eftir því sem kostur væri á, en hún skyldi aka með gönguhraða. Um það bil 40 særðir menn voru settir upp í eimreiðina og síðan var haldið af stað. Eg var í stjórnklefanum hjá lestarstjór- anum, en hann hlýddi fyrirmæl- um mínum nú möglunarlaust. Ástandið í eimreiðinni var allt annað en glæsilegt. Særðir menn lágu þar í blóði sínu í einni kös, en fallbyssuskothríð- in dundi á brautinni í næsta ná- grenni og jós grjóti og mold yfir eimreiðina og hina sárþjáðu farþega hennar. Brátt fór svo, að fótgöngulið- ið dróst aftur úr. Áður en eg fékk ráðrúm til þess að láta lestarstjórann stöðva ferðina var fótgönguliðið 250 metra frá eimreiðinni. Skammtframundan var brúin yfir Krantzfljótið. Eg sagði lestarstjóranum að aka yfir brúna og bíða okkar þar, en stökk sjálfur út úr eimreiðinni og hélt í áttina til félaga minna. En meðan þessu fór fram í eimreiðinni hafði öðru vísi skip- azt málum hjá þeim en eg hafði ætlað. Eg hafði vart gengið 200 metra, þegar eg kom auga á nokkra dökklædda menn á sporinu. Eg hélt fyrst að þetta væru einhverjir af mönnum Haldanes, en allt í einu áttaði eg mig „Búar!“ Eg sneri við og hljóp í áttina til eimreiðarinnar, — en riffil- kúlurnar þutu fram hjá mér báðum megin teinanna. Mér fannst stundum að ekki mun- aði þumlung að þær hæfðu í mark. Járnbrautarlínan lá um dæld á þessum stað og voru bakkar beggja vegna, um það bil 6 feta háir. Eg kastaði mér til jarðar við rætur bakkans. En ekkert skjól var að því. Eg leit við, í áttina til hinna dökklæddu manna, og sá einn þeirra krjúpa með riffilinn sinn og miða gaumgæfilega á mig. Snögg hreyfing virtist mér eina björg- in; eg þaut af stað á ný og aft- ur heyrði eg kúlnahvininn við eyrun á mér, — en ekki hæfðu þeir enn! Eg varð að komast út úr dældinni, hvað sem það kost- aði. — Eg stökk upp í vinstri bakkann og klöngraðist yfir brúnina. Eg var enn ósærður. Eg kastaði mér niður í dálitla laut og reyndi að átta mig á því, hvað hyggilegast mundi að gera. Skammt frá mér var dálítill bjálkakofi. Þar var skjól að fá í bráð, — en klettóttur farvegur Krantzfljótsins var ekki nema í 150 metra fjarlægð og þar var nóg um felustaði. Eg ákvað að komast þangað. Eg stóð á fætur á ný. En um leið var mér litið til járnbrautarinnar. Skammt handan hennar sá eg _ríðandi mann þeysa með riffil í hend- inni; hann stöðvaði hestinn á augabragði þegar hann sá mig, miðaði á mig og hrópaði skip- unarorð til mín. Hann var í 30 metra fjarlægð á að gizka. Eftir allt sem á undan var gengið um morguninn hafði eg mesta löng- un til þess að skjóta þennan mann; eg var að vísu blaðamað- ur, — en eg hafði þó'tekið Mauser-byssuna mína með mér ufn morguninn. Eg greip til beltisins eftir byssunni, — en hún var ekki á sínum stað. Eg hafði lagt hana frá mér þegar við vorum að bjástra við vagn- ana. Byssan kom heim með eimreiðinni og hún er í mínum vörzlum nú! Eg var því al- gjörlega óvopnaður á þessu augnabliki. En riddarinn sat örugglega á hesti sínum í nokk- urra metra fjarlægð og miðaði byssunni á mig. Eg leit til fljótsins og svo til kofans. Mér sýndist undankoma vonlaus. Hann myndi áreiðanlega hæfa á slíku færi ef hann hleypti af, þótt hann kæmi hestinum ekki strax yfir jámbrautina og gæti veitt mér eftirför. Eg rétti upp hendurnar og gafst upp. Eg var fangi óvin- anna. „Þegar maður er einn og óvopnaður“, sagði Napoleon mikli, „er stundum hægt að fyr- irgefa uppgjöf". Þessi orð flugu mér í hug næstu mínúturnar á eftir. En kannske hefði hann ekki hæft mig; fljótsgilið var skammt undan. En ekki þýddi að fást um það héðan af. Riddarinn lagði riffil- inn á hnakknefið og benti mér að koma. Eg hlýddi. Brátt stóð eg við hlið hans, þar sem hann kraup í grasinu og sendi eim- reiðinni og félögum mínum hvert skotið af öðru, en hún var nú að hverfa úr augsýn. Því næst steig hann á bak á ný og við héldum í áttina til hæðar- innar, sem skýlt hafði gildru óvinanna um morguninn. Þegar þangað kom voru Haldane og menn hans horfnir. Þeir voru þegar í óvinahöndum. Við héld- um áfram. Innan stundar vor- um við komnir í hóp með stríðs- föngum, en umhverfis okkur voru þéttar fylkingar skot- manna. Eg lét fallast niður í regnvott grasið hjá félögum mínum og reyndi að sætta mig við orðinn hlut. Þannig er í stórum dráttum sagan af því, er Búar tóku mig höndum þann 15. nóv. 1899. Hér lýkur frásögn Churchills af ferðalagi brynvörðu eimreiðarinnar og því, er hann var tekinn höndum. En æfintýrum hans í Suður-Afríku var ekki lokið þar með. Hann var fluttur fangi til Pretoria, en tókst að strjúka þaðan og komast til brezkra landa eftir mikla erfiðleika og r.Urg æfintýri. E. t. v. gefst tækifæri til þess að segja frá því innan skamms.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.